Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 21
.MUKGLVXBIADIP FIMM.TyDAfiUR 5., OKTQBJER j9§9 Rekstrarvandi fískvinnslunnar: Þarf fleira en gengis- sig til að bæta stöðuna - segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Háskóli Islands: Fjölgun nemenda hamlar niðurskurði „GENGIÐ hefur sigið um hátt í 30% í tíð þessarar ríkisstjórnar og ég held að fleira en gengissig þurfi að koma til svo bæta megi stöðu fiskvinnslunnar,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, er hann var innt- ur álits á ummælum formanns Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Islensku tónverkamiðstöðinni: Fjögur íslensk hljómsveitarverk er heiti á nýjum hljómdiski sem Islensk tónverkamiðstöð gefur út. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Petri Sakari og einleikarar eru þau Sigrún Eð- valdsdóttir og. Erling Blöndal Bengtsson. Islensk hljómsveitartónlist á sér skamma sögu og er það ekki undr- unarefni þegar litið er til þess hve skammt er síðan viðleitni til list- rænnar tónsköpunar hófst hér á landi. Stöðug þróun hefur einkennt Stórtónleikar í Danshöllinni STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir í Danshöllinni á morgun, fimmtu- daginn 5. október. Fjöldi hljóm- sveita og einstaklinga munu koma fram og verður leikið á öllum fjór- um hæðum Danshallarinnar; jass, blús, framsækið rokk, popp, vísna- og þjóðlagatónlist. Til tónleikanna er efnt í framhaldi af tónlistarþingi tónlistarmanna sem Félag tónskálda og textahöfunda stóð fyrir sl. laugardag á Hótel Loft- leiðum. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og standa til 1. Aldurstakmark er 18 ára og aðgangseyrir kr. 800. Þær hljómsveitir og einstaklingar sem koma fram eru: Valgeir Guð- jónsson, Tregasveitin, Rokkabilly- band Reykjavíkur, Gildran, Dýrið gengur laust, Sjálfsfróun, Bootlegs, Tómas R. Einarsson og félagar, Björn Thoroddsen gítarleikari, þjóð- laga- og vísnahljómsveitin Islandica, sem er nýlega komin heim úr vel- heppnuðu tónleikaferðalagi um Norðurlöndin, hljómsveitin Rósin, Bergur Þórðarson trúbador, ásamt fjölda tónlistarmanna sem von er á að taki þátt í spuna á blús- og jass- hæðinni. Á staðnum verða jafnframt til sölu miðar í happdrætti Félags- heimilis tónlistarmanna. (Préttatilkynning) stjórnar Samtaka fiskvinnslu- stöðva, um að stjórnvöld hlytu að beita sér fyrir frekara gengis- sigi á haustmánuðum, svo ekki yrði um taprekstur fiskvinnsl- unnar að ræða. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Arnari Sigurmundssyni, tónlistarlíf Islendinga frá seinni hluta 19. aldar og er tónlistin á þessum hljómdiski gott dæmi um þá grósku sem ríkir í gerð hljóm- sveitarverka og flutningi þeirra nú á tímum. Fyrsta verkið á diskinum er Konsert fyrir selló og hljómsveit eftir Jón Nordal. Konsertinn er til- einkaður Ragnari Jónssyni í Smára, en saminn að ósk Erlings Blöndal, sem frumflutti hann ásamt Sin- fóníuhljómsveit íslands haustið 1983. Haustspil Leifs Þórarinsson- ar er annað verkið sem þarna hljóm- ar — líflegt verk og síbreytilegt. Haustspii samdi Leifur árið 1983, en verkið var frumflutt af Sinfóníu- hljómsveit Islands það sama ár undir stjórn Páls P. Pálssonar. Þriðja verkið er eftir Magnús Bl. Jóhannsson og heitir Adagio. Verk- ið samdi Magnús árið 1980 og er það skrifað fyrir strengjasveit, cel- estu, cymbal, páku og bassa- trommu. Síðasta verkið á diskinum er Poemi eftir Hafliða Hallgríms- son. Hafliði fékk tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1986 fyrir verkið og hefur það síðan verið flutt víða um heim. Poemi er skrifað fyrir einleiksfiðlu' og strengjasveit og er í þremur köflum. Yrkisefnið sækir Hafliði til 1. Mósebókar Gamla-testamentisins, nánar tiltek- ið í sögurnar um drauma Jakobs, fórn Isaks og giímu Jakobs við eng- il. Sigrún Eðvaldsdóttir leikur ein- leik á fiðlu í verkinu. Sigrún hefur oft komið fram á tónleikum hér heima og erlendis og unnið til verð- launa fyrir leik sinn. Eins og áður segir er diskur þessi gefinn út af íslenskri tónverkamið- stöð í samvinnu við Sinfóníuhljóm- sveit íslands, Ríkisútvarpið og Landsbanka íslands. Samvinnan við Landsbanka íslands gerði Islenskri tónverkamiðstöð kleift að gefa disk- inn út nú, en upptökur á verkunum fóru fram árið 1987. Classical Music, Inc. hefur tekið að sér dreifingu á þessum og öðrum diskum tónverkamiðstöðvarinnar og mun dreifing í Bandaríkjunum hefjast nú í október. stjórnarformanni Samtaka fisk- vinnslustöðva, að ríkisstjómin hefði lofað því við gerð kjarasamninga síðasta vetur, að ekki yrði um tap- rekstur fiskvinnslunnar að ræða miðað við útreikninga Þjóðhags- stofnunar. Því hlytu stjórnvöld nú að beita sér fyrir frekara gengissigi. „Mér finnst nú sem ég hafi heyrt þetta áður,“ sagði forsætisráðherra. „Ég tel það hafa sýnt sig að gengis- sig eitt dugir ekki til. Það þarf til dæmis að leggja meiri áherslu á mikla hagræðingu innan fiskvinnsl- unnar, minni siglingar og meiri vinnslu afla heima. Ég hef óskað eftir að sjá tillögur fiskvinnslunnar sjálfrar um þetta. Seðlabankinn hefur nú heimild til gengissigs og hefur notað lítið af henni, svo bank- inn hefur .töluvert svigrúm. Ég reikna með að þessi heimild sé ná- lægt l'k til 2%. En eins og ég hef alltaf sagt þá mun ríkisstjronin standa við það sem hún lofaði í þessum efnum,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði ljóst að 3,8% hækkun fiskverðs um síðustu helgi leiddi til þess að staða fisk- vinnslunnar rýrnaði um tæplega 2%. „Þjóðhagsstofnun taldi stöðuna jákvæða í ágúst og september, fyr- ir fiskverðsbreytinguna, þó erfitt sé að nefna ákveðnar tölur í því sambandi," sagði hann. „Miðað við skráð gengi í dag bendir hins vegar allt til þess að staðan sé neikvæð að nýju. Þjóðhagsstofnun er að kanna stöðu vinnslunnar nú og áætlun liggur væntanlega fyrir í byijun næstu viku.“ Á FUNDI háskólaráðs í síðustu viku kom fram að ekki verður hægt að ná fram nema hluta af þeim 50 milljóna króna niður- skurði sem áætlað var að þyrfti að verða í rekstri Háskóla Islands á þessu ári. Að sögn Sigmundar Guðbjarnasonar rektors liáskól- ans kemur allur niðurskurður fram á haustmisseri vegna þess að fyrirmæli um hann bárust ekki fyrr en komið var fram á vormiss- eri og starfsemin fullmótuð. Til að auka vandann hefur nemendum Ijölgað mun meira en gert hafði verið ráð fyrir og er búist við að þeir verði tæplega 300 fleiri en í fyrra. „Einhver niðurskurður er raun- hæfur, en það á eftir að sýna sig þegar líða tekur á mánuðinn hver hann getur orðið í raun,“ sagði Sig- mundur Guðbjarnason. „Nemendum hefur fjölgað verulega í haust og verða þeir samtals um 1.900 í vetur.“ Sigmundur sagði að vegna þessa yrði mun erfiðara að skera niður vegna þess að kostnaður eykst í mörgum tilfellum í hlutfalli við íjölda nemenda. Hinar ýmsu deildir Háskól- ans hafa þegar fellt niður ýmis nám- skeið, en ijölgun nemenda veldur því að ekki mun takast að fækka tímum eins og ráðgert var. „Stöðugt bætist við nemendahóp- inn því margir hafa tekið stúdents- próf nú í haust vegna sérstakra að- stæðna í vor. í sumum greinum hef- ur nemendum fjölgað mun meira en ráð var fyrir gert og verða þrengsli því víða mikil. Lögum samkvæmt þurfum við að taká við öllum þessum nemendum og það skapar verulegan vanda að þurfa jafnframt að skera niður fjármagn með þeim hætti sem krafist er. Hér er vandi á höndum sem ekki er auðleystur." ttýr solw ASBYRGI • • „KVOLDIÐ ER FAGURT“ Frumsýning laugardaginn 7. október Skemmtunin „ Kvöldið er fagurt" er skrifað af Þorsteini Eggertssyni. Auk Hauks og Erlu koma fram söngkonurn- ar Jóhanna Linnet og Ingveldur Ólafsdóttir. Stórhljómsveit Hauks Morthensleikurundir. Komið á glæsilegan nýjan skemmtistað (sem tekur u.þ.b. 200 manns í sæti) og sjáið þessa einstöku sýningu sem hundruðir manna hafa beðið eftir í 30 ár. Sýnishorn af lagavali: Ó borg mín borg Simbi sjómaður StínaóStína Sjómaður dáðadrengur Litla stúlkan viö hliöið Er ástin andartaks draumur? Draumurfangans Ég erkominn heim (í heiöardalinn) Lóa iitla á Brú París Vaggog velta Þrek og tár og fjöldi annarra laga sem allir þekkja ASBYRGI rm mi Útsetningarog hljómsveitarstjórn: ReynirSigurðsson. Hljómsveitina skipa: ReynirSigurðsson, Árni Elvar, GuðmundurSteingrímsson, Gunnar Hrafnsson, Rúnar Georgsson og Edwin Kaaber. Matseðill: Forrcttir ad eigin vali: Kryddjurtasoóin laxarós Hcimsins besta fískisúpa Kóngasveppasúpa Rækjur á austurlandavísu Aðalréttur: a) I.ambahnetusteik b) Grísabarbecuesteik c) Grillaður lax í sólskinssósu EJtirrcttir: Konfekttrifne Sælkeraís eða kaffí og koníak HOTEL IjJAND 4 salir - eitthvað fyrir alla. Bergljót Jónsdóttir, framkvæmdastjóri íslenskrar tónverkamiðstöðv- ar, afhendir Vali Arnþórssyni, bankastjóra, Fjögur íslensk hljómsveit- arverk, en Landsbankinn er einn af þeim fjórum aðilum sem gerðu útgáfiina mögulega. Islenzka tónverkamiðstöðin: Fjögnr íslenzk verk á nýjum hljómdiski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.