Morgunblaðið - 05.10.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 05.10.1989, Síða 22
82 22 e8ei aaaörao .3 auoAQUTMMia aiaAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 Framhald Ermar- simdsganganna kom- ið undir bönkunum París, London. Reuter, Daily Telegraph. Fyrirtækjasamsteypan, sem vinnur að grefti Ermarsunds- ganganna, á í miklum erfíðleik- Viðskiptahalli Finna meiri en búist var við Helsinki. Frá Lars Lundsten, frétta- ritara Morgunblaðsins. Viðskiptahalli Finna var ranglega áætlaður í þeim gögnum sem notuð voru til að undirbúa fjárlög fyrir árið 1990. í ljós hefur komið að viðskiptahalli Finna við útlönd er u.þ.b. tólf sinnum meiri á þessu ári en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Líklegt þykir að ríkisstjórnin þurfi að endurbæta ýmis atriði í frum- varpinu. í þeim gögnum, sem tollurinn sendi frá sér í lok sumarsins, var gert ráð fyrir að viðskipta- halli Finna fyrstu sjö mánuði ársins væri 380 milljónir marka (u.þ.b. 5.000 milljónir ísl. kr.) en í ljós kom í síðustu viku að hallinn var í raun 3.000 milljón- ir marka (um 60 milljarðar ísl. kr.). Ástæðan fyrir því að tollur- inn sendi frá sér rangar tölur er sögð vera skortur á vinnuafli í tollafgreiðslum. Innflutningur til Finnlands hefur verið svo mikill síðustu mánuði að tollaf- greiðslu hefur seinkað um marg- ar vikur. um vegna aukins kostnaðar. Hafa hlutabréfin lækkað veru- lega af þeim sökum og er fram- tíðin nú komin undir bönkunum, sem hafa fjármagnað verkið, en þeir eru tvö hundruð talsins um allan heim. í tilkynningu frá Eurotunnel, samsteypunni, sem mun annast rekstur ganganna, sagði, að ekki hefði enn tekist að áætla í sam- ráði við bankana hve mikið fé þyrfti til að ljúka göngunum en slík áætlun er forsenda frekari fjármögnunar. Ef bankamir fall- ast hins vegar á að lána meira til þeirra verða hluthafar beðnir að leggja fram að auki 300-350 millj- ónir punda. Þar fyrir utan eru Eurotunnel og Transmanche-Link, verktakinn við göngin, ekki sam- mála um hvort umframfjárþörfin sé einn milljarður punda en 1,5 milljarðar en upphafleg kostnað- aráætlun var upp á sex milljarða. Verktakinn hallast að hærri tölunni og hefur ágreiningnum verið skotið til stofnunar, Maitre d’Oeuvre, sem er sérfróður úr- skurðaraðili í deilumálum af þessu tagi. Raunar er það ekki kostnað- ur við göngin sjálf, sem er vaná- ætlaður, heldur við stöðvarnar við gangaendana og við fastan búnað. Þrátt fyrir erfiðleikana virðist eng- inn velta því fyrir sér í alvöru, að hætt verði við Ermarsundsgöngin. Fjórir menn, þrír Nýsjálendingar og Bandaríkjamaður, lifðu af hrakninga í fjóra mánuði á Kyrrahafí og komu þeir fram á mánudag. Nýja Sjáland: Lifðu af 118 daga hrakning á kili Auckland, Nyja Sjálandi. Reuter. FJÓRIR menn, sem segjast hafa hrakist 118 daga á kili eftir að báti þeirra hvolfdi á Kyrrahafi, segja satt um lífsreynslu sína, að sögn Melvyns Bowens, nýsjálensks embættismanns, sem rannsakað hefur hrakningasögu þeirra. Þykir það ótrúlegt afrek að hafa lifað af hrakn- ínga í fjóra mánuði á Kyrrahafi. Mennimir fjórir, þrír Nýsjáíend- ingar og einn Bandaríkjamaður, koinu fram á mánudag. Þeir sögðust hafa lagt úr höfn á Nýja Sjálandi 1. júní sl. og hugðust sigla þríbytnu sinni til Tongaeyja. Þremur dögum síðar hefðu þeir hreppt illt veður og hefði skútunni hvolft. Hefðu þeir lok- ast neðan þilja í þröngum klefa en tekist að höggva gat á byrðinginn og komist á kjöl. Skútuna rak til norðurs og eftir 118 daga bar hana upp á grynningar við Kóralrifið mikla við norðaustan- verða Ástralíu þar sem hún brotnaði í spón. Kom það björgunarmönnum á óvart að hana skyldi reka þangað því ríkjandi straumar hefðu átt að bera skútuna til suðurs en ekki norð- vesturs. Vistir um borð skemmdust ekki þegar skútunni hvolfdi og liðu þeir því aldrei matarskortur. Auk þess veiddu íjórmenningarnir fisk og skutu sér fugl til matar. Söfnuðu þeir regnvatni í segl og höfðu því drykkjarvatn. Voru þeir því vel á sig komnir þegar þeir komust til lands. Milli þess sem þeir sátu á kili hvíldust þeir í fyrrgreindum klefa. Á sínum tíma heyrðist neyðarkall frá skútunni, fyrst tveimur dögum eftir að henni hvolfdi og aftur fimm dögum seinna. Leit fór fram en nú hefur samgönguráðherra Nýja Sjá- lands krafist rannsóknar á því hvers vegna leitað var mörg hundrum mílum norðar en henni hvolfdi. Árið 1973 bjargaðist ensk fjöl- skylda eftir 117 daga í opnum björg- unarbáti undan Kyrrahafsströndum Suður-Ameríku. Sögur fara einnig af sjómanni frá Hong Kong sem bjargað var eftir 133 daga hrakninga á hafi á tímum seinni heimsstyijald- arinnar. Misheppnuð tilraun til að steypa Noriega í Panama Samningar um skipaskurðinn enn í fullu gildi Bandaríkj amenn eru sagðir hafa staðið á bak við uppreisnina Washington. Reuter. BANDARÍSKA dagblaðið Washington Times skýrði frá þvl í gær að háttsettir bandarískir herforingjar hefðu gefið yfirmönnum í Panama- her til kynna að Bandaríkjamenn myndu aðstoða þá við uppreisnina á þriðjudag, án þess þó að segja það berum orðum. Hermenn, sem eru hliðhollir Manuel Antonio Noriega hershöfðingja, einræðisherra Pan- ama, kváðu uppreisnina niður eftir að ráðist hafði verið á höfuðstöðv- ar hersins I Panamaborg. George Bush Bandaríkjaforseti vísaði því á bug að Bandaríkjamenn hefðu staðið á bak við upprcisnina. Washington Times hafði eftir bandarískum þingmönnum, sem fengið höfðu upplýsingar frá hátt- settum embættismönnum, að banda- rískir herforingjar hefðu „gefið upp- reisnarmönnunum til kynna að þeir fengju mikilvægan stuðning frá bandaríska hernum“. Það hefðu þeir gert á mánudag þegar þeir hefðu fengið upplýsingar um að uppreisnin væri í undirbúningi. Bush Bandaríkjaforseti vísaði því á bug að Bandaríkjamenn hefðu átt þátt í uppreisninni. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði: „Við skulum aðeins segja að Bandaríkjamenn hafi ekki komið þessu af stað.“ Hann svaraði hins vegar ekki spurningum um hvort bandarísk stjómvöld hefðu aðstoðað uppreisnarmennina með því að veita þeim aðgang að upplýsingum frá bandarísku leyniþjónustunni og kvaðsk ekki vilja tjá sig um málefni leyniþjónustunnar. Baker sagði ennfremur að Banda- ríkjastjórn útilokaði ekki að beitt yrði hervaldi í Panama en slíkt hefði ekki verið tímabært þegar uppreisn- artilraunin var gerð á þriðjudag. Reuter Manuel Antonio Noriega hershöfðingi, einræðisherra Panama, er hér umkringdur vopnuðum stuöningsmönnum sínum eftir að upp- reisnin í Panama var kveðin niður á þriðjudagskvöld. íslenskur skiptinemi í Panama: Gremja í garð Bandaríkjamanna „VIÐ heyrðum fréttir um að það væri hafin uppreisn skömmu eflir hádegið (þriðjudag) í höfuðborginni. Nokkrum klukkutímum seinna var lokað útvarpsstöð sem hefúr haldið uppi veikburða stjórnarandstöðu. Þá grunaði okkur að hershöfðinginn hefði borið hærri hlut. Núna áðan fiutti hann ávarp í sjónvarpinu og sagðist vera með öll völd og þessi uppreisnartilraun hefði hvorki verið fúgl né fiskur. Þó hefur verið sett á útgöngubann eftir sólsetur um óákveðinn tíma.“ Þetta sagði Kolbrá Höskuldsdóttir, reykvískur skiptinemi í Panama, í símtali við Morgunblaðið aðfaranótt miðvikudags. Þá var Ijóst orðið að Noriega yrði ekki velt að sinni. Hún sagði að menn væru Bandaríkja- mönnum sárir og gramir fyrir að koma ekki til aðstoðar. „Það er varla von að uppreisnarhópurinn gæti. öllu meira. Hann hafði engin vopn að gagni. Við skiljum ekki af hverju Bandaríkjamenn eru að gefa yfirlýs- ingar og hálfgildings fyrirheit og bregðast svo. Fólk getur ekki búið við þessa ógnarstjórn og ófrelsi." Kolbrá sagði að Panamabúar hefðu mjög takmarkaðan aðgang að fréttum um framvinduna í landinu. „Ritskoðunin er svo mikil að við vit- um oft ekkert hvað er að gerast, en oft reynum við að ná útsendingum frá Costa Rica. Þegar hershöfðinginn kom fram í sjónvarpinu áðan var hann greinilegá hræddur og veit að það er kannski tímaspursmál hvenær hann hrökklást frá. Venjulega er hann hinn glaðbeittasti en þó hann segði að hann hefði stjórn á öllu fannst okkur hann ekki sannfærandi í máli.“ Fimm íslenskir skiptinemar hafa verið í Panama frá því síðari hluta febrúarmánaðar. Kolbrá er í smá- bænum Boquete, skammt frá borg- inni David sem er í suðvesturhluta landsins, ekki fjarri landamærunum við Costa Rica. í David á Noriega veglegt hús og dvelur þar alltaf öðru hveiju. Washiiigton. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunbladsins. MANUEL Antonio Noriega, ein- ræðisherra Panama, stóð af sér uppreisn hermanna úr liði hans á þriðjudag. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að samkvæmt tveimur alþjóðasamningum bera Bandaríkin fulla ábyrgð á Pan- ama-skipaskurðinum þar til árið 2000 er Panama-stjórn tekur við skurðinum til fullrar eignar og umráða. Samningarnir tveir, sem Jimmy Carter forseti gekkst fyrir, tóku gildi þann 1. október 1979. Annar þeirra fjallar um skipaskurðinn og stjórn hans. í stjórn skurðarins eru níu fulltrúa ráð, sem í eru fimm fulltrúar frá Bandaríkjunum og ljórir frá Panama. Hinn samningur- inn fjallar um hlutleysi Panama í stríði og friði. Samkvæmt samning- unum hefur Bandaríkjastjórn fullan rétt til að veija skurðinn gegn hverskonar árásum. Bandarísk her- skip mega fara um skurðinn að vild og Bandaríkin hafa rétt, sem þau nota sér, til að hafa fullbúið herlið á landi í Panama. Frá 1987 hefir oft komið til átaka milli Noriega hershöfðingja og Bandaríkjastjórnar, ekki síst eftir að Noriega neitaði að fara að vilja meirihlutans í forsetakosningum í fyrra, sem fjölþjóðleg eftirlitsnefnd dæmdi ólöglegar. Noriega varð æfur við og sendi út stuðningsmenn til að beija á þeim mönnum, sem fengið höfðu flest atkvæði í kosn- ingunum. Ekki bætti úr samkomulagi milli Bandarikjamanna og Noriega hers- höfðingja, er hann var ákærður fyrir réfti í Flórída fyrir aðild að fíkniefnasmygli frá Kólumbíu til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.