Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Landsfiindur Sjálfstæðisflokksins egar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemur saman í dag er stað- an í stjórnmálunum þessi: við völd situr vinstri stjórn, óvinsæl og trausti rúin. Mesta efnahagskreppa í tvo áratugi versnar stöðugt, atvinnuleysi er orðið stað- reynd og á eftir að aukast í vetur, kjaraskerðingin er svo mikil, að ungt fólk hef- ur ekki kynnzt öðru eins. Eftir eins árs stjórnarsetu er lýðum Ijóst, að rikis- stjórn Steingríms Her- mannssonar ræður ekki við þennan vanda. Margt hefur stuðlað að því, að vandi atvinnulífsins er ekki tímabundinn vegna aflabrests eða verðfalls á erlendum mörkuðum, eins og var fyrir tveimur ára- tugum. Nú er staða atvinn- ulífsins slík, að hún kallar á grundvallarbreytingar í stefnumörkun, viðhorfum og vinnubrögðum. Þjóðin verður að horfast í augu við þennan veruleika. Hagsmunahópar rísa upp og vinna gegn nauðsynleg- um breytingum vegna þess, að þeir hugsa fyrst um sinn hag og síðan um þjóðarhag. Það þarf stjórnvizku, kjark og framsýni til þess að takast á við þennan vanda og leiða þjóðina út úr djúpum öldudal krepp- unnar. Stjórnmálaflokk- arnir og forystumenn þeirra þurfa að vera tilbún- ir til að ganga þvert á hags- muni einstakra þjóðfélags- hópa en um leið að ganga ekki svo langt, að enginn árangur náist vegna inn- byrðis átaka og sundur- lyndis. Við þessar aðstæður er Sjálfstæðisflokknum mikill vandi á höndum. Flokkur- inn hefur nú einstakt tæki- færi til að ná verulegum árangri bæði í sveitar- stjórnarkosningum og þingkosningum. En jafn- framt verður hann að vera rækilega undir það búinn að taka við stjórnartaum- unum á nýjan leik. í stuttu máli: Sjálfstæðismenn verða að vita hvað þeir vilja, þegar þeir setjast í ríkisstjórn á ný. Landsfundarins, sem hefst í dag, bíður því tvíþætt verkefni: hann verður að tryggja Sjálf- stæðisflokknum sterka for- ystu, sem kann að nýta sér þann mikla byr, sem flokk- urinn hefur nú eins og glögglega kemur fram í skoðanakönnunum. Jafn- framt þarf landsfundurinn að móta í meginatriðum stefnu í atvinnumálum, sem sannfærir þjóðina um, að Sjálfstæðisflokkurinn er kostur í stjórnmálum, sem skipt getur sköpum. í þessu felst, að Sjálf- stæðismenn gangi samein- aðir frá landsfundi með framtíðarstefnu í sjávarút- vegsmálum og landbúnað- armálum. Stefnu, sem boð- ar breytingar og nýja tíma. Jafnframt verður lands- fundurinn að marka þá meginstefnu í ríkisfjármál- um og efnahagsmálum, sem sannfærir kjósendur um, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi burði til að takast á við og hemja útþenslu ríkisgeirans, sem er að verða eitt helzta vandamál- ið í efnahagsmálum. Þetta er ekki létt verk. En landsfundir Sjálfstæðis- flokksins hafa jafnan verið veigamestu stjórnmála- samkomur, __ sem hér eru haldnar. I Sjálfstæðis- flokknum býr gífurlegur kraftur, ef tekst að beina honum í einn og sama far- veg. Þess vegna bíða lands- menn ekki bara með eftir- væntingu eftir kosningum á landsfundi Sjálfstæðis- manna, heldur miklu frem- ur málefnalegum niður- stöðum fundarins. Fiskveiðisteftia og auðlindaskattur eftir Rögn vald Hannesson Enn sem fyrr er fiskveiðistefnan í deiglunni. Núverandi kvótakerfi á upptök sín í bráðabirgðalausn, sem síðan hefur verið framlengd um skamman tíma í senn án verulegrar endurskoðunar. Tími er löngu til kominn að setja á laggirnar kerfi, sem dugað gæti lengur en til þriggja nátta. Það liggur kannski í hlutarins eðli, að kerfi, sem komið er á sem bráðabirgðalausn, er ekki vænlegt til að leysa framtíðarvanda. Það hefur líka komið í ljós, að núver- andi kvótakerfi er ekki vel í stakk búið til að leysa viðurhlutamesta framtíðar-vandamálið í íslenzkum sjávarútvegi, nefnilega að koma í veg fyrir fjárfestingu í óþörfum fiskiskipum og fækka þeim, sem fyrir eru. Þetta vandamál hefur núverandi kerfi ekki ráðið við. Kerf- ið hefur dregið úr úthaldskostnaði til skamms tíma, en hinn skammi gildistími aflakvóta hefur komið í veg fyrir fækkun skipa. Viðhald skips hefur verið sá happdrættis- miði, sem menn hafa þurft að kosta til, svo þeir gætu verið með í næsta drætti. Þó hefur örlað á breytingum í þessu efni, eftir að aðili, sem keypt hefur notað skip, fékk að flytja kvóta þess yfir á annað skip. Höfuð- breytingin, sem þarf að verða á núverandi kvótakerfi (fyrir utan afnám sóknarkvótanna), er lenging gildistíma kvótanna. Ef menn geta gengið að því vísu, hve mikinn afla þeir eiga kost á að taka næstu 10-20 ár eða lengur, munu þeir miða Jjárfestingu í skipum og bún- aði við það, sem þarf til að taka þennan afla. Auðvitað getur enginn sagt fyrir um það nákvæmlega, hveijir afla- möguleikarnir verða í framtíðinni; þeir eru, eins og allir vita, að nokkru komnir undir duttlungum náttúr- unnar. Að einu geta menn þó geng- ið vísu, nefnilega því, að afla hvers árs þurfi að takmarka, ef ekki á að skerða um of aflamöguleika í framtíðinni. Það er hægt að ákveða aflakvóta sem hlutdeild í leyfilegum hámarksafla hvers árs, þannig að útgerðarnienn geti gert sér raunsæjar hugmyndir um, hver afl- inn muni verða. Mergurinn málsins er, að enginn ávinningur yrði þá lengur af því að leggja í fjárfesting- ar, sem hefðu þann tilgang einan að ná sem stærstum hluta af tak- mörkuðum ársafla. Slík offjárfest- ing hyrfi því úr sögunni og yrði að henni lítil eftirsjá. Eignarkvótar eða leigukvótar Til að lengja gildistíma kvótanna eru tvær meginleiðir færar. Annað hvort má skilgreina kvótana sem einkaeign og afhenda þá eða selja í eitt skipti fyrir öll, eða láta þá framvegis vera í höndum hins opin- bera og leigja þá eða úthluta til jafnlangs tíma og fiskiskip endast t.d. 15-20 ár). þessar aðferðir hafa báðar kosti og galla, og er mikils vert, að vel sé hugað að þeim. Kostir þess að skilgreina kvóta sem einkaeign felast í því viðskipta- frelsi, sem eðli málsins samkvæmt hlýtur að fylgja slíku fyrirkomu- lagi. Hagkvæmni í rekstri fiskiskipa yrði þá væntanlega mest; kvótarnir mundu safnast á hendur þeirra, sem bezt kynnu með þá að fara, og arð- semi sjávarútvegsins yrði í há- marki. Vald stjórnmálamanna til að hlutast til um skiptingu afla- kvóta til að hygla stuðningsmönn- um sínum eða afla sér kjörfylgis úti á landsbyggðinni yrði í lágmarki. Þetta eru verulegir kostir. Hinu er ekki að leyna, að fullu viðskipta- frelsi með aflakvóta kunna að fylgja afleiðingar, sem menn'yrðu lítt sátt- ir við. Hvað, ef aflakvótar lægju að veði fyrir erlendum lánum til fiskiskipa og lentu í höndum er- lendra fjármagnsfyrirtækja við gjaldþrot útgerðarfyrirtækis? Sam- kvæmt gildandi lögum gæti ekki erlent fyrirtæki sjálft stundað út- gerð frá íslandi út á kvótann, en gæti það leigt hann íslenzkum aðil- um? Þessu verða löglærðir menn að svara. Áþekkt fyrirkomulag er útbreitt víða erlendis í öðrum at- vinnugreinum, eins og til dæmis landbúnaði. í B'retlandi. leigja til dæmis margir bændur jarðir sínar til langs tíma. Eigendurnir eru ýmsir og ekki endilega hinir þekktu ensku lávarðar. Einn slíkan leigu- liða hitti ég eitt sinn á förnum vegi. Landsdrottinn hans var sænskur auðkýfingur, sem kom ekki öðruvísi við sögu en að hann hirti afgjaldið af jörðinni og stundaði veiðar upp á klassískan, enskan máta á haust- in. Ekki man ég betur en sögmaður minn kynni samstarfi sínu við hinn sænska auðkýfing allvel, enda hefði hann hvort eð er þurft að taka veru- iegt fé að láni og greiða af því háa vexti og afborganir, hefði hann vilj- að eignast jörðina sjálfur. En ég dreg þetta fram hér til að undir- strika þá einföldu staðreynd, að aflakvótar, landskikar eða hvað annað, sem veitir mönnum nýting- arrétt á takmörkuðum náttúruauð- lindum, færa eigendum sínum einn- ig rétt til þeirra tekna, sem slíkar eignir gefa af sér, eftir að öðrum framleiðsluþáttum hefur verið greiddur sinn skerfur. Ef eignar- réttur aflakvóta lendir í höndum erlendra aðila, eiga þeir sömu aðilar einnig tilkall til þeirra tekna, sem kvótarnir gefa af sér. Hvað sem líður þeirri spurningu, hversu vel eða illa Islendingar eru að þeim arði komnir, sem fiskimiðin um- hverfis landið geta gefið af sér, mundi það stangást illa á við ára- tuga landhelgisbaráttu, ef sá arður lenti í höndum erlendra aðila. Eins mundi það stangast á við þá al- mennu þróun, að þjóðir eða jafnvel þjóðarhlutar („states“ eða „provinc- es“) hafa í vaxandi mæli helgað sér náttúruauðlindir í sínum löndum eða héruðum, til lands og sjávar. Sá möguleiki, að erlendir aðilar fengju hlutdeild í afrakstri fiskimið- anna við ísland, yrði minni og hyrfi jafnvel með öllu, ef kvótunum væri ekki úthlutað ókeypis í upphafi heldur yrðu þeir seldir, eða á þá lagt sérstakt, árlegt gjald. Einnig mætti að sjálfsögðu reisa ýmsar skorður eða jafnvel leggja bann við því, að erlendir aðilar eignist fisk- veiðikvóta við ísland. Þess er þó að gæta, að oft er hægt að fara í kringum slík bönn með póstkassa- fyrirtækjum eða innlendum um- boðsmönnum. I stað varanlegrar sölu eða út- hlutunar kvóta má úthluta þeim eða leigja þá út til skemmri tíma. End- anlegur eignarréttur kvóta yrði þá í höndum ríkisvaldsins. Þetta væri í samræmi við skilgreiningu afnota- réttar af íslandsmiðum sem félags- eignar íslendinga. Með þessari til- högun mundu kvótar ekki lenda varanlega í höndum erlendra aðila, enda þótt þeir fengju þá á leigu eða með öðrum hætti um ákveðinn tíma. Kosti varanlegra kvóta í einkaeign má í þessu tilviki nýta með lang- tímaleigu eða framsali kvóta. Mik- ils er þá um vert að búa svo um hnútana, að réttur leigutaka verði sem mestur, þannig að réttur til framlengingar sé ótvíræður og að leigutaki megi leigja kvótana öðr- um. Hinu verður þó ekki neitað, að íhlutunarréttur ríkisvaldsins yrði eðli málsins samkvæmt meiri í slíku kerfi. Sá möguleiki, að stjórnmála- menn klúðri kerfinu vegna póli- tískra stundarhagsmuna, er meiri en ella; „what the queen gives the queen can take away“. Hver fær arðinn af kvótunum? Það, sem áður var sagt um kvóta- eigendur og tekjur þeirra af kvót- um, kemui' beint að þeirri spurn- ingu, hver eigi að njóta arðsins af fiskveiðikvótunum. Flestir íslend- ingar eru væntanlega þeirrar skoð- unar, að þeir eigi að gera það sjálf- ir, en eru minna sáttir um, hvernig þeir eigi að skipta honum á milli sín. Eftir að kvótakerfinu var kom- ið á, kom það fljótlega í ljós, að kvótarnir voru verðmæt eign og þeir, sem þá fengu ókeypis, gátu Rögnvaldur Hannesson „Það sjónarmið virðist eiga mestan rétt á sér, að fiskimiðin umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar og henni beri því sameiginlega sá arður, sem fiskimiðin gefa af sér umfram nauðsynlegar greiðslur fyrir vinnuafl, fram- leiðsluflármuni og þá sérstöku áhættu, sem fylgir sjávarútvegi.“ aflað sér umtalsverðra fjármuna með því einu að leigja þá öðrum. Það er nokkurn veginn öruggt, að langtímakvótar yrðu ennþá verð- mætari en þeir skammtímakvótar, sem hingað til hafa verið í gildi, einfaldlega vegna þess að núvirði tekna af langtímakvóta' hlýtur að vera meira en tekjur eins eða tveggja ára kvóta. Því hefur verið haldið fram, að kvóta ætti að afhenda endurgjalds- laust til að styrkja útgerðina í landinu. Hugmyndin er sú, að út- gerðarfélögin fengju þá þau verð- mæti, sem liggja í kvótunum. Þetta er engan veginn jafnvíst og kann að virðast í fljótu bragði. Séu kvót- ar afhentir endurgjaldslaust, lendir verðmæti kvótanna í höndum þeirra, sem fyrstir fá þá ókeypis. Síðar meir geta þessir aðilar selt kvótana, ef þeim hentar, fyrir verð, sem á fullkomnum kvótamarkaði mundi jafngilda núvirði þeirra tekna, sem kvótarnir gefa af sér um alla framtíð. Fyrir þann, sem kaupir kvóta, er þetta náttúrlega eins og hver annar kostnaður við útgerð. Þegar kaupandi kvótans vill síðan sjálfur hætta útgerð og selur sinn kvóta, fær hann kostnað- inn fyrir kvótann endurgreiddan. Sá eini, sem kemur út úr þessu dæmi með einhvern hagnað, er sá, sem fyrstur fékk kvótann ókeypis. Endurgjaldslausir kvótar eru þann- ig því aðeins varanlegur stuðningur við útgerð, að þau fyrirtæki eða þær útgerðarflölskyldur, sem í upphafi fengu kvótana ókeypis, stundi síðan utgerð um aldur og ævi. Hvers vegna auð- lindaskattur? En hníga þá yfirleitt nokkur rök til þess, að útgerðin fái þau verð- mæti, sem liggja í kvótunum? Það er engan veginn ljóst, heldur virðist hið gagnstæða miklu fremur eiga við. Það sjónarmið virðist eiga mestan rétt á sér, að fiskimiðin umhverfis landið séu sameign þjóð- arinnar og henni beri því sameigin- lega sá arður, sem fiskimiðin gefa af sér umfram nauðsynlegar greiðslur fyrir vinnuafl, fram- leiðsluijármuni og þá sérstöku áhættu, sem fylgir sjávarútvegi. Slíkt sjónarmið má rökstyðja með því, að Islendingar öðluðust rétt til fiskimiðanna að nokkru leyti fyrir pólitíska og diplomatíska baráttu á erlendum vettvangi, enda þótt vax- andi fylgi á alþjóðlegum vettvangi við þá skoðun, að náttúruauðlindir í og undir sjó tilheyrðu þeim ríkjum, sem ættu næstu strandlínu, hafi trúlega ráðið úrslitum. Það liggur engan veginn í augum uppi, að bezta aðferðin til að nýta arðinn af fiskimiðunum felist í því að láta hann renna fyrst til útgerð- arinnar. Hér skal enn undirstrikað, að hér er um að ræða arð, og líklega mjög umtalsverðan arð sem er umfram þann vinnuafls-, Ijár- magns- og áhættukostnað, sem úgerðin þarf að standa straum af. Miklu nær lagi virðist vera að ráðstafa þessum arði þannig, að lagður verði sérstakur skattur á aflakvóta eða þeir seldir á uppboði. Eins og m.a. Gylfi Þ. Gíslason hef- ur bent á, væri slíkt fyrirkomulag í raun gjald fyrir notkun takmark- aðrar auðlindar í eigu þjóðarheildar- innar. Það eru tvær höfuðröksemd- ir fyrir þessu. í fyrsta lagi mundi slík tilhögun stuðla að betri hagnýt- ingu framleiðslufjármuna í fiskveið- um. Sú Jjárfesting, sem hefur átt sér stað, bæði á Islandi og annars staðar, í óþörfum fiskiskipum á rætur sínar að rekja til of mikillar arðsemi í fjskveiðunum, arðsemi sem á upptök sín í þeirri vafasömu tilhögun, að fyrir aðgang að tak- mörkuðum fiskstofnum þarf ekkert gjald að greiða. Ef þessi umfram- arður væri tekinn af útgerðinni, hyrfi þessi tilhneiging til umfram- fjárfestingar úr sögunni. Hin ástæðan til að leggja sér- stakt gjald á útgerðina fyrir hag- nýtingu fiskimiðanna er sú, að slík gjaldheimta hefur ekki þá ókosti, sem álagning skatta á framleiðslu- þætti annars hefur. Skattlagning vinnuafls og ú'ármuna hvetur til minni notkunar vinnuafls og til minni fjármunamyndunar en ella. Skattur, sem lagður yrði á hagnýt- ingu fiskimiða, drægi hins vegar úr umframfjárfestingu, ef nokkuð væri, en hefði að öðrum kosti lítil eða engin áhrif á notkun fram- leiðsluþátta í greininni. Að sjálf- sögðu yrði að stilla slíkum skatti í það hóf, sem leyfði eðlilega end- urnýjun framleiðslufjármuna. Sala veiðileyfa hefði þann kost, að gjald- takan af fiskimiðunum ofbyði ekki greiðslugetu útgerðarfyrirtækj- anna, nema þau ofmætu framtíð- artekjur sínar af fiskveiðum. Á hinu leikur nokkur vafi, hvort markaður fyrir aflakvóta á Islandi yrði nógu stór og ópersónulegur til að verð kvótanna nái að endurspegla nú- virði framtíðararðs af kvótunum. Það er mikils um vert fyrir þau þjóðfélög, sem eiga þess kost, áð nota þær ijáröflunarleiðir, sem hafa lítil eða engin óhagkvæm áhrif á efnahagsstarfsemina, til að standa straum af opinberum umsvifum, og nota þá jafnframt aðrar fjáröflunar- leiðir minna. Þetta er ein höfuðor- sök þess, að flestar þjóðir, sem stunda olíuvinnslu, leggja háa skatta á slíka starfsemi. Því hefur verið hreyft, að ekki beri að taka upp gjald fyrir aðgang að fiskimiðum, vegna þess að það yrði einungis til þess að auka sóun liins opinbera á fjármunum í stað þess að koma í stað annarra skatta. Þetta er eiginlega spurning um, hve mikil umsvif hins opinbera eigi að vera og hversu vel starfsemi hins opinbera sé rekin. Menn geta deilt um þetta, en um hitt ættu menn að geta orðið sammála, að mikils sé um vert að afla hinu opinbera nauðsynlegra tekna á þann hátt, sem veldur minnstu óhagræði í efnahagslífinu. Þeir skattar og gjöld, sem beinllinis auka hag- kvæmni, hljóta að vera öðrum sköttum og gjöldum betri. Höfúndur ergistiprófessor við Háskóla íslands. Borgarráð: 800 þúsund til Kvenna- athvarfsins BORGARRÁÐ samþykkti á þriðjudag að veita Kvenna- athvarfinu 800 þúsund króna aukafjárveitingu. í bréfi frá aðstandendum Kvennaathvarfsins, sem lagt var fram á fundi borgarráðs, kom fram að íjárþörf athvarfsins nú er um 4,5 milljónir króna, ef endar eiga að nást saman. Auk Reykjavíkur- borgar hafa önnur sveitarfélög og ríkið lagt fram fé til að reka Kvennaathvarfið. Eydís fer í viðgerð til Stavanger EYDÍSI, annarri af Boeing 737- þotum Flugleiða, var ferjuflogið frá Osló til Stavanger i gær þar sem gert verður við skemmdir, sein urðu á vélinni í lendingu á Fornebu-flugvellinum í Osló í fyrradag. Það verða viðgerðar- menn á vegum Braathens-flugfé- lagsins sem gera við vélina. Töluverðar skemmdir urðu á botn- ‘ plötu vélarinnar, að sögn Kristins Halldórssonar, yfirmanns tækni- deildar Flugleiða. Skipta þarf um botnplötuna alla á vélinni, en hún er rúmlega tveir metrar á lengd. Kostnaður vegna viðgerðar liggur ekki enn fyrir, en ljóst er að hann verður töluverður, að sögn Kristins. „Skemmdirnareru mestmegnis undir inngangi vélarinnar að aftan. Hún strauk belgnum við jörðina í lend- ingu, en svo virðist sem vélin hafi komið tiltölulega mjúkt niður,“ sagði Kristinn. Flugmálastjórn rannsakar nú at- vikið, en farþegum mun ekki hafa orðið meint af lendingunni. Sérfræð- ingur frá Boeing skoðaði vélina í fyrradag og í gærmorgun héldu utan verkfræðingur og skoðunarmaður frá Fiugleiðum og fulltrúi Flugmála- stjórnar. Búist er við að viðgerð ljúki á fimmtudaginn í næstu viku og ætti vélin þá að geta hafið áætlunarflug að nýju. Lærdómur sögunnar ii. eftir Jóhannes Nordal Hér fer á eftir forystugrein dr. Jóhannesar Nordals í síðasta tölublaði Fjármálatíðinda: I. Fimmtíu ár eru nú liðin, síðan heimsstyijöldin síðari skall á, og hafa þau tímamót vakið að nýju umræður um orsakir og aðdrag- anda þess hildarleiks og.hvern lær- dóm megi af þeirri sögu draga. Vitaskuld munu menn aldrei finna eða verða sammála um neina ein- falda eða endanlega skýringu á þessari örlagaríku atburðarás, en enginn mun þó efast um, að efna- hagslegar ástæður hafa legið að baki margra þeirra þjóðfélags- og alþjóðlegu átaka, sem að lokum drógu meginhluta mannkyns inn í styijöldina. Sé litið yfir þá rúmlega tvo ára- tugi, sem liðu frá lokum fyrri heims- styrjaldarinnar og til upphafs hinn- ar síðari, virðist óhætt að fullyrða, að efnahagsstarfsemi heimsins hafi aldrei komizt í samt lag að nýju eftir umrót fyrri heimsstyijaldar- innar. Tilraunir til þess að endur- reisa það kerfi fijálsra viðskipta og stöðugs gullgengis, sem ríkt hafði fyrir 1914, tókust aldrei að fullu, jafnvel ekki meðal þeirra þjóða, sem borið höfðu sigur af hólmi í styijöld- inni. Og annars staðar í heiminum, þar sem ósigur eða byltingar höfðu kollsteypt fyrri stjórnarháttum, ein- kenndist ástandið víðast af stór- felldum efnahagsörðugleikum, og má þar t.d. nefna Þýzkaland, Aust- urríki og Rússland. í rauninni má segja, að á þriðja áratug aldarinnar hafi Bandaríkin ein notið verulegs hagvaxtar og batnandi efnahags. Sú dýrð stóð þó ekki lengi, því árið 1929 hófst í Bandaríkjunum fjár- hagslegt hrun, sem á næstu árum breiddist út um allan heim og hafði í för með sér mestu efnahags- kreppu, sem nokkurn tímann hefur yfir heiininn gengið. Fálmkenndar tilraunir til þess að ráða bóta á kreppunni með sam- stilltum efnahagsaðgerðum og al- þjóðlegri efnahagssamvinnu urðu árangurslausar. I stað þess reyndi hver þjóð að veija eigin hag og draga úr atvinnuleysi heima fyrir með verndarráðstöfunum án tillits til áhrifa þeirra á aðrai' þjóðir eða heildarhagsmuni. Tollarvoru hækk- aðir, innflutningshöft stóraukin, tvíhliða viðskiptasamningum beitt til þess að vernda útflutningshags- muni.og gengislækkanir notaðar til þess að bæta samkeppnisstöðu á annarra þjóða kostnað. Þegar allar þjóðir beita samtímis slíkum að- ferðum í meira eða minna mæli, getur afleiðingin ekki orðið önnur en sú, að alþjóðaviðskipti dragist saman og leiðin til afturbata og hagvaxtar verði enn torsóttari en ella. Sú varð líka raunin á, og settu efnahagsörðugleikar og mikið at- vinnuleysi víðast svip á þróunina allt til upphafs styijaldarinnar, en hvort tveggja kynti undir harðvítug stjórnmálaátök og gaf öfgahópum byr í seglin. Jafnframt átti sú hafta- stefna, sem víða hafði verið tekin upp í efnahagsmálum, þátt í því að efla harðsnúna þjóðernishyggju í alþjóðaviðskiptum og ala um leið á tortryggni og óvild þjóða í milli. Þannig undii'bjuggu þessar efna- hagslegu aðstæður jai'ðveginn fyrir framgang öfgafullra stjórnmála- skoðana og einræðisafla, sem stefndu til sívaxandi átaka og leiddu loks ] jóðir heims út á braut blóð- ugra átaka og mestu mannfórna mannkynssögunnar. Hörmungar styijaldarinnar hvöttu alla hugsandi menn til þess að leita leiða í lok hennar til þess að bæta stjórn efnahagsmála í ljósi reynslu og mistaka millistríðsár- anna. Efnt var til öflugrar alþjóða- samvinnu bæði með því að setja á fót nýjar alþjóðastofnanir og efla svæðisbundna samvinnu einstakra ríkja. Öll hefur þessi samvinna byggzt á þeirri meginhugsun og reynslu, að afkoma og velsæld hverrar þjóðar væri óijúfanlega tengd hagsæld annarra þjóða, og því yrði efnahagsstefnan að byggj- ast á alþjóðlegri samvinnu og sem fijálsustum viðskiptum þjóða í milli á öllum sviðum. Á grundvelli þess- arar stefnu var fljótlega hafizt handa um afnám þeirra hafta, sem ríkt höfðu fyrir styijöldina, og frelsi í viðskiptum var smám saman fært út, fyrst til vöruviðskipta og síðan þjónustustarfsemi og loks fjár- . magnsflutninga landa í milli. Sam- hliða almennri þróun í fijálsræðis- átt hefur enn nánara samstarf og samvinna tekizt milli ríkja í einstök- um heimshlutum og er Efnahags- bandalag Evrópu þar ótvírætt Jóhannes Nordal markverðasta dæmið. í öðru lagi áttuðu sigui-vegararn- ir í slðustu heimsstyijöld og þá sér- staklega Bandaríkjamenn sig á því, að endurreisn efnahagslífsins úr rústum styijaldarinnar yi'ði að ná til hinna sigruðu þjóða jafnt og annarra. Kom þessi stefna skýrt fram í Marshall-áætluninni, en sam- kvæmt henni stóð efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna öllum Evrópu- þjóðum jafnt til boða, enda átti hún drýgstan þátt í almennri endurreisn Evrópu og kom um leið í veg fyrir, að mismunur í efnahagslegri að- stöðu skapaði spennu og óvild þjóða í milli á nýjan leik, eins og átt hafði sér stað eftir lok fyrri heimsstyij- aldarinnar. í þriðja lagi er á það að benda, að reynslan af heimskreppunni hafði bæði fætt af sér nýjar hag- fræðikenningar og aukna áherzlu á samræmda hagstjórn milli ríkja, sem hvort tveggja hefur að flestra dómi stuðlað að því, að rniklu betur hefur tekizt að jafna sveiflur í efna- hagsstarfsemi og tryggja hagvöxt en á þriðja og fjórða áratugnum. Loks hafa öll iðnríki stefnt að því á þessu tímabili að auka félagslegt öryggi og jafna aðstöðumun þegn- anna með margvíslegum hætti. Hefur þannig verið dregið úr þjóð- félagslegu misrétti, sem var tvímælalaust ein helzta uppspretta þjóðfélagsátaka og vatn á myllu öfgaafla á fyrri hluta aldarinnar. m. Þegar litið er yfir þá rúmlega fjóra áratugi, sem liðnir eru frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar, má meta árangurinn á sviði efna- hagsmála með ýmsum hætti, og er engin ástæða til að gera lítið úr þeim vandamálum, sem enn er við að glíma, jafnvel meðal hinna efn- uðustu þjóða. Séu þessir áratugir hins vegar skoðaðir í ljósi sögunn- ar, t.d. með samanburði við árin milli heimsstyijaldanna tveggja, leikur ekki á tveim tungum, að þeir hafa verið eitt hið lengsta og samfelldasta framfaraskeið í efna- hagssögu mannkynsins. Hitt er ekki síður athyglisvert, hve jákvæður þessi samanburður er, þegar litið er til efnahagslegra átaka bæði innan einstakra ríkja og á alþjóðavettvangi. Þrátt fyrir það efnahagslega misrétti og hags- munabaráttu, sem enn einkennir efnahagsþróunina víða um heim, er enginn vafi á því, að í þessu efni hefur stefnt í rétta átt, til opn- ari samskipta, betri skilnings og aukinnai' samvinnu þjóða í millum. Margt hefur stuðlað að þessari þró- un, sem ekki verður reynt að rekja hér. Hins vegar skal að lokum drep- ið á tvær mikilvægar breytingar, sem báðar eiga dijúgan þátt í því, hve miklu friðsamlegra er nú um að horfast í heiminum frá sjónar- miði efnahagsmála en fyrir hálfri öld. Hér er í fyrsta lagi um að ræða áhrif aukins frjálsræðis í alþjóðavið- skiptum, sem bæði hefur sannfært flestar þjóðir heims um hagkvæmni nánari efnahagstengsla við önnur ríki og leitt til aukinna samskipta á öllum sviðum, sem síðan hafa greitt fyrir gagnkvæmum skilningi og bættri sambúð. Reynsla undan- farinna áratuga hefur þannig hvatt fleiri og fleiri þjóðir til þess að hafna efnahagslegri þjóðernishyggju og verndarstefnu og velja í stað þess leið fijálsra viðskipta og náins efna- hagssamstarfs við aðrar þjóðir. Með því hefur verið stuðlað bæði að efnahagslegum framförum og frið- sæjli heimi. í öðru lagi hafa hugmyndir manna um aðferðir í stjórn efna- hagsmála mjög færzt sarnan á und- anförnum áratugum. Þær kenning- ar um umbyltingu efnahagsstarf- seminnar á grundvelli ríkisforsjár og allsheijarskipulagningar, sem náði víða tökum á fyrra helmingi þessarar aldar, hafa nú flestar eða allar verið vegnar og léttvægar fundnar í ljósi reynslu og fræðilegr- ar umræðu. I stað þeirar drottnun- argirni, sem fylgir þeim, sem þykj- ast hafa fundið lausn allra vanda- mála, er heiminum nú í vaxandi mæli stjórnað af mönnum, sem gera sér grein fyrir takmörkum vizku sinnar og valds og eru því hógværari í ákvörðunum sínum og fúsari til þess að hlusta á og vinna með öðrum. Á meðan þróunin stefnir í þessa átt, er ástæða til nokkurrar bjartsýni um það, að mannkynið sé a.m.k. að þessu leyti á réttri braut. Höfundur er seðlabankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.