Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 30

Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1989 v ■------------í----—---r Dalvík: x__________ Þrjú innbrot eru upplýst TVEIR aðilar hafa viðurkennt að hafa brotist inn í billjardstof- una Arwill á Dalvík fyrir skömmu og að hafa farið sömu nótt inn í íþróttahúsið og sund- laugina. Auk þessa viðurkenndu þessir aðilar að hafa falsað tékka, sex að tölu og var heildarupphæð þeirra 41 þúsund krónur. Heftið sem um ræðir var gamalt og var því stolið á sínum tíma. Ekkert hafðist upp úr krafsinu í innbrotunum í sundlaugina og í íþróttahúsið, en á milli 11 og 12 þúsund krónur á billjardstofunni. Okkar verð: Egg 356 kr. kg. Sykur 138 kr. kg. Vínarpylsur 520 kr. kg. Nýjar kartöflur 158 kr. 2 kg. Coca Cola 99 kr. 2 lítrar Coca Cola 91 kr. Vh líter Opið alla daga vikunnar frá kl. 8.00-23.30. Verslunin Þorpið Móasíðu 1. ístess hf. Sjö starfsmenn af 27 hætta STARFSMENN ístess hf. á Akur- eyri sem sagt var upp störfúm í lok ágústmánaðar verða endur- ráðnir formlega nú á næstunni. Starfsmönnum verður fækkað um sjö og verða því tuttugu starfsmenn við fyrirtækið í vetur í stað tuttugu og sjö áður. Guðmundur Stefánsson fram- ! kvæmdastjóri ístess hf. sagði að unnið væri að því að aðlaga rekstur- inn breyttum aðstæðum í þjóðfélag- inu. „Það eru allir að hagræða í rekstri, reyna að bæta hlutina og gera betur en gert hefur verið; auka tekjur og minnka kostnað," sagði Guðmundur. Hann sagði að ljóst væri að nokkrir starfsmenn myndu hætta störfum þar sem þeir væru að fara í önnur störf og ekki yrði unnt að endurráða alla, þannig að allt í allt myndu sjö starfsmenn hætta hjá fyrirtækinu. Glaðbeittir minkabanar á Dalvík með heimasmiðuð vopn. Frá vinstri eru Erlendur, Freyr, Steingrímur, Jón Ingi og félagar voru búnir að skila inn tveimur minkaskottum á bæjarskrifstofúrnar og vinna sér þannig inn 1.400 krónur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Jón Björn, en þeir Fjöldi minka á ferli á Dalvík: Hurðir að Böggvisstöðum fuku upp í hvassviðrinu á laugardag Við athugun lögreglu á loðdýrabúinu kom í ljós að dýr eru þar alltof mörg miðað við íjölda búra ÓVENJU mikið hefúr verið um minka á ferli á Dalvík síðustu daga og hafa dalvísk ungmenni verið á ferð með lurka á lofti á eftir skepn- unum. A bæjarskrifstofunum á Dalvík var búið að greiða fyrir tíu minkaskott í fyrradag, en greiddar eru 750 krónur fyrir skottið. Nokkrir strákar sem tíðindamenn Morgunblaðsins hittu á Dalvík í gær fullyrtu að búið væri að ná 27 dýrum. Lögreglumenn könnuðu aðstæður að Böggvisstöðum, loðdýrabúi rétt við Dalvík, og kom þá í ljós að talsvert fleiri minkar eru í búinu miðað við búraíjöldann sem þar er. I gær bauðst minkabani til að fara til Dalvíkur með þjálfaða minkahunda, en að sögn Páls var ekki búið að taka ákvörðun um skipulega leit að minkum á svæð- inu. Hann sagði forgangsverkefni að athuga hvort búið að Böggvis- stöðum.væri dýrhelt, komast þyrfti að því hvort dýrin væru þaðan og hvort þau hefðu öll sloppið í einu eða hvort þau væru jafnvel enn að sleppa. Skarðshlíð: Páll Hersteinsson veiðistjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að skipulögð leit að dýrunum' hefði ekki verið ákveðin. Fyrst væri að leita orsaka þess að svo mikið reyndist af lausum minkum í bæn- um og hvort hugsanlegt væri að þaú hefðu sioppið út frá loðdýrabú- inu að Böggvisstöðum sem er skammt frá Dalvík. Lögregla fór og kannaði aðstæð- ur að Böggvisstöðum í gærdag og sagði Björn Víkingsson varðstjóri að við þá athugun hefði komið í ljós að alltof mörg dýr eru í húsinu miðað við fjölda búra sem þar er. Um 25 þúsund dýr eru í húsinu, en lögreglumenn áætluðu að þar væru einungis búr fyrir 15 þúsund dýr, eða um 10 þúsund færri en þar eru. Sagði Björn að samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan jiefði aflað sér, þá væri venjan sú að hafa tvö dýr í hverju búri, en nú væru dýrin allt upp í fjögur í búri. Þá kom einnig fram við athug- un lögreglunnar að iðulega kæmi fyrir að á milli 20 og 30 dýr slyppu úr búrum sínum yfir nótt og væri það fyrsta verk starfsmanna að morgni elta þá uppi. Einnig sagði Björn að í ljós hefði komið að í rokinu á laugardaginn hefðu hurðir á loðdýrabúinu fokið upp. „Við getum ekki fullyrt að þeir minkar sem hér eru á ferli séu frá búinu komnir, en það verður að teljast líklegt," sagði Björn Víkings- son. Að Böggvisstöðum er nú rekið þrotabú og er markmiðið að halda lífi í dýrunum þar til unnt verður að selja af þeim skinnin í desember og er reynt að halda tilkostnaði við reksturinn í lámarki. Páll Hersteins- son sagði að reglulegt viðhald væri nauðsynlegt því mikið væri um að dýrin nöguðu sig út úr búrunum. Tíu ára drengnr hlaut höfiiðáverka í bílslysi Áverkarnir ekki taldir lífshættulegir EKIÐ var á tíu ára gamlan dreng við Skarðshlíð um átta- leytið í gærkvöldi. Drengurinn hlaut höfúðáverka og var flutt- ur á sjúkrahús. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins voru áverkar drengsins ekki taldir lífshættulegir. Tildrög slyssins í gærkvöldi voru á þá leið að faðir drengsins hafði stöðvað gámaflutningabíl, sem hann ók, vestan Skarðshlíðar og hleypt syni sínum þar út úr bílnum. Drengurinn fór aftur fyrir bílinn og út á götuna og lenti þar fyrir bíl, sem var ekið norður eftir Skarðshlíðinni. Við Skarðshlíð hafa orðið mörg umferðaróhöpp og umferðarslys og hafa íbúar þar haft af því mikl- ar áhyggjur. Einkum kvarta þeir undan mikilli umferð og tíðum stöðum stórra bíla. Þessir bílar toi-veldi vegfarendum yfirsýn yfir götuna og valdi þannig mikilli hættu. Fyrirlestur Dr. Jónas Kristjánsson, prófessor og for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, flytur fyrirlestur á vegum Háskólans á Akur- eyri nk. laugardag, þann 7. okt. Efni: Forn handrit og bókmenntir. Tími: Laugardagur 7. okt. kl. 17.00. Staður: Möðruvellir, hús Mennta- skólans á Akureyri, stofa 2 (M.2). Allir velkomnir Myndhópurínn í Safiiahósinu SJÖ félagar úr Myndhópnum frá Akureyri efha til samsýningar í Safhahúsinu á Sauðárkróki um helgina. Sýningin verður opnuð annað kvöld, fostudagskvöld, 6. október kl. 20. Sýningin verður aðeins opin í þrjá daga, föstudag frá 20-22, Íaugardag frá kl. 14-22 ogásunnu- dag frá kl. 14-19. A sýningunni verða um 60 myndverk unnin í vatnsliti, pastel, olíu, rauðkrít, túss og keramik svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem þátt taka í sýningunni, sem er söiusýn- ing, eru; Aðalsteinn Vestmann, Alice Sigurðsson, Bernharð Steingrímsson, Gréta Berg, Hörður Jörundsson, Iðunn Ágústsdóttir og Ruth Hansen. Myndhópurinn var stofnaður fyrir um tíu árum og hefur hann staðið fyrir allmörgum sýningum bæði á Akureyri og í nágranna- byggðunum. Píanótónleikar Elfrun Gabriel ELFRUN Gabriel píanóleikari frá Þýskalandi kemur fram á tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar á föstudagskvöld kl. 20.30 og verða þeir haldnir á sal Tónlistarskólans. Elfrun Gabriel kom fyrst fram á tónleikum íjórtán ára gömul. Hún stundaði nám við Tónlistarháskólann í Leipzig, en að því loknu hóf hún framhaldsnám í Leningrad og í Kraká. Hún hefur komið fram sem einleikari um gervalla Evrópu bæði austan tjalds og vestan. Þetta er í annað sinn sem Elfi-un Gabriel heimsækir ísland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.