Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 41
MORGUNBLAÐíÐ FIMMTUDAGUR -5. OKTÓBER F.989
4h
íSLAND 3Öoo• ISLANÐ 30 oo
ÍSLAN D 3000
Dagur Mmerkisins
1989 og ný Mmerki
________Frímerki_____________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Dagur frímerkisins verður hald-
inn hátíðlegur hér á landi næsta
mánudag, 9. okt. Svo oft hefur
verið sagt frá því, að þessi dagur
er til að minna á frímerkin og þá
einkum gildi þess fyrir menn og
ekki sízt unglinga að safna þeim í
tómstundum, að þess gerist tæp-
lega þörf að rifja það upp enn einu
sinni. í mörgum löndum nota póst-
stjórnir og frímerkjasafnarar þenn-
an dag dyggilega til þess að örva
sem mest frímerkjasöfnun og sam-
tök safnara. Eru þá bæði haldnar
smærri sýningar og eins flutt er-
indi um frímerki og söfnun þeirra.
Um skeið voru nokkrir tilburðir í
þessa átt hér á landi, en því miður
hefur það nær alveg koðnað niður
á síðustu árum. Hygg ég það stafi
mest af mannfæð innan samtaka
safnara, en af því leiðir svo aftur,
að allt starf í kringum þennan dag
og raunar svo sem í kringum fé-
lagssamtökin sjálf lendir á sömu
mönnum ár eftir ár. Félagar í Fé-
lagi frímerkjasafnara munu verða
með sýningarramma með ýmsu frí-
merkjaefni í Kringlunni á mánu-
daginn og svo sjálfir útskýra efni
rammanna síðdegis þennan dag.
Eins munu þeir kynna um leið
frímerkjasöfnun almennt.
Um nokkur ár hefur Póst- og
símamálastjórnin gefið út svo-
nefndar smáarkir á Degi frímerkis-
ins með nokkrum frímerkjum í, sem
nota má'til burðargjalds. Jafnframt
eru arkir þessar með yfirverði, sem
runnið hefur hin síðustu ár í sér-
stakan Frímerkja- og póstsögusjóð.
Tilkynning um örk þá, sem nú verð-
ur sett á markað 9. þ.m., barst mér
í hendur fyrir alllöngu. Segir þar,
að þann dag verði gefin út smáörk
eða „blokk“ með þremur frímerkj-
um í tilefni frímerkjasýningarinnar
„NORDIA 91, en hún verður hald-
in í júnimánuði árið 1991. Enn
fremur segir, að ákveðin sé útgáfa
annarrar smáarkar af þessu tilefni
næsta ár og svo loks sérstakrar
sýningararkar við opnun sýningar-
innar 1991. Myndefni smáarkar-
innar að þessu sinni er landabréf
af Norðurlöndum eftir Olaus Magn-
us, en það kom út í Feneyjum árið
1539.
í tilkynningu póststjórnarinnar
er nákvæm lýsing kortsins, en jafn-
framt langur útdráttur úr bók þéirri
miklu, sem Olaús samdi og út kom
1555. Vissulega er hann ,góðra
gjalda verður, en mér finnst hann
samt óþarflega langur. Ég hefði
satt bezt að segja fremur kosið,
að póststjórnin notaði hér tækifæ-
rið til að segja nánar frá Degi
frímerkisins og þá um leið benda
lesendum tilkynningarinnar á,
hversu mikils virði það sé að kaupa
smáörkina og jafnframt nota
frímerki hennar til burðargjalds.
Nú þarf að hefja stórátak til auk-
innar sölu, enda mun yfirverð ark-
arinnar, 40 kr., eiga að fara til
undirbúnings undir NORDIU 91.
Að minum dómi hefur söfnurum
og öðrum þeim, sem einhvern
áhuga hafa á frímerkjum, aldrei
verið nógsamlega á það bent, að
nota megi frímerki arkanna ein sér
til burðargjalds. Hefur því oftast
farið svo, að menn hafa látið
stimpla arkirnar á útgáfudegi og
svo eitthvað þar fyrir utan, en tæp-
lega notað frímerkin eða arkirnar
til burðargjalds undir sendingar.
Þannig hefur orðið í reynd, að þeir,
sem kaupa arkirnar, eru annars
vegar íslenzkir safnarar og svo hins
vegar frímerkjakaupmenn, sem
selja þær erlendum söfnurum.
Enda þótt umslög með annaðhvort
heilli örk á eða frímerki úr örk-
inni, séu vissulega „fílatelísk“, þ.
e. hugsuð handa frímerkjasöfnur-
um, verða þau áreiðanlega góðir
safngripir, ef þess er gætt, að burð-
argjald br'efsins sé samkv. töxtum
póststjórnarinnar. Nauðsynlegt er
því, að frímerki blokkanna séu ein
sér nothæf undir eitthvert ákveðið
burðargjald. Því má nú spyija.
Undir hvað hentar 30 kr. frímerki
þessa stundina, eða hvar má nota
60 eða 90 kr.?
Þessi smáörk er teiknuð eða
hönnuð af Þresti Magnússyni, en
sjálfur Slania hefur grafið hana í
stálstungu. Örkin er svo bæði'off-
setprentuð og með stálstunguað-
ferð í Hollandi sem flestar fyrri
arkirnar. í henni eru þijú 30 kr.
frírrierki, en söluverðið er 130 krón-
ur.
Til greinahöfunda
Aldrei heftir meira aðsent eftii
borizt Morgunblaðinu en nú og
því eru það eindregin tilmæli
ritstjóra blaðsins til þeirra, sem
óska birtingar á greinum, að
þeir stytti mál sitt mjög. Æski-
legt er, að greinar verði að jafri-
aði ekki lengri en 2-3 blöð að
stærð A4 í aðra hverja línu.
Þeir, sem óska birtingar á
lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfúndar
telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfúm á birt-
ingu.
Minningar- og
afimælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það ein-
dregin tilmæli ritstjóra Morgun-
blaðsins til þeirra, sem rita minn-
ingar- og afmælisgreinar í blaðið,
að reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er, þegar
tvær eða fleiri greinar eru skrifað-
ar um sama einstakling. Þá verða
aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í
áður birt ljóð inni í textanum.
Almennt verður ekki birtur lengri
texti en sem svarar einni blaðsíðu
eða fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morgun-
blaðið sé beðið um að birta ræð-
ur, sem haldnar eru á fundum,
ráðstefnum eða öðrum manna-
mótum. Morgunblaðið mun ekki
geta orðið við slíkum óskum nema
í undantekningartilvikum.
Ritstj.
gardeur
dömufatnaður
HAIIST
VÖRUR
Gceöavara
Tískuvara
Pils
Buxnapils
Jakkar
Síðbuxur
Uáunnj
VERSLUNv/NESVBG. SELTJARNARNESI
Opió daglega frá kl. 9— 1 8 - laugardaga frá kl. 10-1 4
Kraftmiklar Fyrirtækjatölvur
...á hagstæðu verði.l
Fountain 386 Fountain 286
svart/hvítur 14" Fountain skjár svart/hvítur 14" Fountain skjár
Seagate 40 Mbyte 28 msec diskur Seagate 40 Mbyte 28 msec diskur
1.0 Mb 32 bita minni
stækkanlegt í 16 Mb
20 MHz Intel 80386.
Zero wait state
101 Lykla borð
Keyrir DOS OS/2 UNIX
Framleidd í USA
Ein 32 bita tengirauf
Fjórar 16 bita tengiraufar
Þrjár 8 bita tengiraufar
Kr. 237.800 Kr. 154.900
eða kr. 8.228 á mánuði. eða kr. 5.359 á mánuði.
640K 16 bita minni
stækkanlegt í 16 Mb
12 MHZ 80286 Intel
101 Lykla borð
Keyrir DOS OS/2 UNIX
Framleidd í USA
Scx 16 bita tengiraufar
Tvær 8 bita tengiraufar
Aukaverð fyrir Tatung 14" VGA litaskjár kr. 47.900
Einnig eigum við diska frá Seagate og CDC sem eru 80 Mbyte til 1.2 Gbyte.j
magnus hefur kraftmiklar lausnir
magnus einbeitir sér að tölyuvæðingu fyrirtækja, við bjóðum ráögjöf varðandi tölvuvæðingu og
hjálpum þér að velja rétta tölvukerfiö. Við bjóöum netkerfi, uppsetningu búnaðar, hugbúnað,
þjálfun starfsmanna, og fullkomna viðgerðaþjónustu. Við sendum fúslega sérfræöing til þín til að
ræða þarfir fyrirtækis þíns, Hvort sem þú þarft eina tölvu eöa heilt tölvukerfi þá er magnus
fyrirtækið sem hefur bestu og hagkvæmustu lausnina fyrir þig.
mognusj
Bolholti 6 105 Reykjavík s. 91-689420 91-689454