Morgunblaðið - 13.10.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 13.10.1989, Síða 1
52 SIÐUR B/C 233. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Rax. SILDARSKIP SEKKUR SÍLDARSKIPIÐ Arnþór EA frá Árskógssandi í Eyjafirði sökk rétt eftir hádegið í gær út af Hvalsnesi. Áhöfnin hafði þá yflrgefið skipið nokkrum klukkustundum áður, en mikil slagsíða kom á Arnþór um klukkan eitt í fyrrinótt. Skipið var þá með síldarnótina á síðunni op: var verið að dæla síldinni um borð. Þegar reynt var að keyra skipið lenti nótin í skrúfunni og eftir það voru því allar bjargir bannaðar. Sigurfari ÓF kom með skip- veijana af Arnþóri til Reyðarfjarðar um hálfáttaieytið í gærkvöldi og héldu skinveijar ferðinni áfram heim landleiðina. Sjá frétt á miðopnu. Líbanon: Aoun hafnar friðaráætlun Beinít. Reuter. MICHEL Aoun, yfirmaður sveita ki'istinna manna í Libanon, sagði í gær að friðarviðræður líbanskra þingmanna hefðu stofnað sjálf- stæði lands síns í hættu. Hann sór þess dýran eið að hrekja sýrlenska herinn úr landinu. Nefnd líbanskra þingmanna hafði samþykkt áætlun, þar sem gert vai' ráð fyrir að múslimar hefðu jafn mikil völd og kristnir á þinginu. Ennfremur yrði framkvæmdavaldið í höndum ríkisstjórnar er forsætis- ráðherra úr röðum múslima veitti forystu. Einnig var ráðgert að sýr- lenskir hermenn yrðu fluttir í áföng- unt til Austur-Líbanons. „Þingmennirnir og þeir sem standa fyrir viðræðunum ættu að skilja það að sjálfstæði landsins er ekki til kaups. Þeir ættu að muna að stríð hefui- brotist út og það held- ur áfram þar til markiriið okkar hafa náðst,“ sagði Aoun. Tyrkland: Seðlabanka landsins steftit Ankara. Reuter. IBRAHIM Ergudin, lögfræðingur í Istanbul, ætlar að draga forsvars- menn seðlabanka Tyrklands fyrir rétt. Hann hefur sakað þá um að kynda undir óðaverðbólgu með taumlausri peningaútgáíu. Verð á neysluvai-ningi hækkaði um 73% frá ársbyrjun til september og 76% meira peningamagn er nú þar í umferð en var í ársbyijun. „Seðlabankinn hefur prentað milljarði líra og rýrt þannig verðgildi gjaldmiðils okkar,“ sagði Ergudin. Pettersson látinn laus vegna ónógra sannana Paime-málið: Talinn eiga rétt á háum skaðabótum Stokkhólmi. Reuter. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. IIOFRÉTTUR í Svíþjóð fyrirskipaði í gær að Christer Petterssou, sem var dæmdur í undirrétti fyrir að hafa myrt Olof Palme, íyrrum forsæt- isráðherra Svíþjóðar, skyldi leystur úr haldi tafarlaust. Opinber úr- skurður hofréttarins verður ekki birtur fyrr en 2. nóvember en fast- lega er búist við því, að hann verði á annan veg en dómur undirréttar frá því 27. júlí síðastiiðinn. Pettersson var dæmdur í undirrétti til ævilangrar fangelsisvistar fyrir morðið á Palme 28. febrúar 1986. Hofrétturinn sem er miðdómsstig- ið í Svíþjóð var skipaður fjórum lög- lærðum dómendum og þremur með- dómendum og voru þeir sammála um, að ekki lægju fyrir nægar sann- anir til að saka hann um morðið. í undirréttinum vildu tveir löglæi'ðir dómarar sýkna Pettersson en sex meðdómarar töldu hann sekan. Var þá strax talið ólíklegt, að sannanir yrðu taldar nægar, þegar málið kæmi fyrir æðri dómsstig. Dómur undirréttai' byggðist eink- um á vitnisburði Lisbeth Palme, ekkju Olofs Palme, sem kvaðst hafa séð Pettersson flýja af morðstað skömmu eftir atburðinn. Pettersson hefur neitað öllum sakargiftum bæði fyrir undirrétti og hofrétti, en mál- flutningi fyrir honum lauk á mánu- daginn. Saksóknari ríkisins tekui' afstöðu til þess eftir 2. nóvember, hvort hann áfrýjar málinu til liæstaréttar. Hitt á einnig eftir að koma í ljós, hvort hann fær áfrýjunarleyfi. Sænsk lögregluyfirvöld hafa með ýmsum hætti búið sig undir það, að Pettersson kynni að verða sleppt. Þau hafa látið útbúa ný persónu- skilríki handa honum og er ráðgert að hann dveljist á leynilegum stað í Svíþjóð eða erlendis eftir að hann hefur verið leystur úr haldi. Lagakanslarinn, sem er eftirlits- maður stjórnvalda með starfi emb- ættismanna, taldi í gær, að Petters- son ætti rétt á háum bótum fyrir að hafa setið í fangelsi, en hann var handtekinn 14. desember 1988. Taldi lagakanslarinn, að bæturgætu oltið á milljónum sænskra króna, en til svo hárra bótagreiðslna hefur aldrei fyrr komið í sænskri réttar- sögu. RéútcT Christer Pettersson á leið til heimilis vinar síns þar sem hann ætl- aði að fagna nýfengnu frelsi. Yottar fyrir „g“lasnost“ í austur-þýskum dagblöðum Vpstui-Hei'líii, Aiistiii'-Berlin. Reuter. I austur-þýskum dagblöðum, sem margir segja að bjóði upp á leiðinlegustu lesningu sem völ er á, hefúr mátt greina vott af „glasnost" í anda sovéskra fjöl- miðla — opinskáa umræðu um þjóðfélagsleg vandamál. Lesendur dagblaða eru dolfallnir yfir þeim breytingum sem hafa orð- ið á austur-þýskum dagblöðum t þéssari viku. Dagblöðin hafa jafnan verið undirlögð af sjálfshóli stjórn- valda en að undanförnu hefur liins vegar borið nokkuð á gagnrýninni umræðu. Þannig sagði í grein í dag- blaði Kristilega demókrataflokksins, Die Union: „Upplýsingar um atburði liðinna daga og nátta í Dresden liafa verið hlutdrægar og villandi," sagði blaðið og vísaði til alvarlegra mótmæla undanfarna fimm daga. Kristilegir demókratar hafa starf- að að nafninu til í Austur-Þýska- landi en ætíð undir, handaijaðri kommúnistaflokksins.' Þeir hafa að undanförnu vakið máls á því með varfærnum hætti að kominn væri tími stjórnmálaumbóta i landlnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.