Morgunblaðið - 13.10.1989, Page 7
7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1989
Þing Verkamannasambands íslands sett í gær:
V erkalýðshreyfing-
in of skorðuð í göml-
um vinnubrögðum
- sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður
Verkamannasambandsins í setningarræðu
Morgunblaðið/Þorkell
Frá setningu 15. þings Verkamannasambands íslands í gær.
FIMMTÁNDA þing Verkamanna-
sambands Islands var sett í gær,
en Verkamannasambandið á 25
ára afmæli um þessar mundir.
Guðmundur J. Guðmundsson for-
maður Verkamannasambandsins
sagði í setningarræðu sinni að
íslensk verkalýðshreyfing væri of
skorðuð í gömluin vinnubrögðum
og stirðum starfsháttum. Ef ekki
tækist að láta vinda nýrra hug-
mynda og breyttra vinnubragða
leika um verkalýðshreyfinguna,
þá gæti það leitt til þess að hreyf-
ingin yrði ekki lengur það afl sem
verkafólk treysti og vildi fylkja sér
um.
Guðmundui-J. Guðmundsson sagði
í ræðu sinni að það vekti furðu að á
sama tíma og öflug fyrirtæki í fram-
leiðslugreinunum ramba á barmi
gjaldþrots eða séu gjaldþrota, þá
skuli Ijármagnskostnaður vera hærri
en vinnulaun í ótrúlega mörgum til-
fellum. Vaxtakostnaðurinn væri ekki
einungis að drepa atvinnufyrirtækin,
heidur væri hluti launþega einnig að
sligast undan vaxtakostnaði.
I ræðu sinni vék Guðmundur að
fyrirsjáanlegum samdrætti í sjávar-
afla, og sagði að ekki dygðu neinar
mótmælasamþykktir í þeim efnum,
heldur yrði verkafólk sjálft að koma
með tillögur til lausnar. Minnkandi
heildarafla um þúsundir tonna yrði
að svara með auknu verðmæti þess
hráefnis sem fengist, en íslendingar
hefðu ekki efni á að vinna fiskinn
nema í dýrustu pakkningar, og frem-
ur yi'ði 'að huga að gæðum en magni.
Hann sagði að vinnsla og verslun á
íslensku sjávarfangi skapaði þúsund-
um tnanna atvinnu í Bretlandi og
Þýskalandi, og svo langt gengi þetta
að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hefði fengið sérstaka heiðursviður-
kenningu frá borgarstjórninni í
Grimsby fyrir framsækni og dugnað
við að útrýma atvinnuleysi þar í borg,
en á meðan væri því spáð að þúsund-
ir íslendinga muni gangá atvinnu-
lausir. Hann sagði að bylting hefði
orðið í atvinnuháttum í íslenskum
sjávai'útvegi, ekki síst varðandi
markaði, en töluvert hefði skoit á
að íslensku sölusamtökin hefðu fylgt
þessm'i þróun nægilega eftir.
„Ég held að við þurfum að vera
óhrædd að stíga skref í tírna fijáls-
ari viðskiptahátta, aukinnar full-
vinnslu og sölu á dýrari markaði.
íslensk fiskimið eru það verðmæt að
þau eiga' að getað skapað blóm-
strandi atvinnulíf í þessu landi. Til
að efla íslenskan fiskiðnað þurfum
við að vera óhrædd við samstarf við
samtök atvinnurekenda á því sviði,
samstarf við ríkisstjórn og stjórn-
málaflokka. Það er allt í húfi að
þetta takist," sagði Guðmundur J.
Guðmundsson.
Lagabreytingar
samþykktar
Á þinginu í gær voru samþykktar
breytingar á lögum Verkamanna-
sambandsins sem fela í sér að innan
sambandsins skuli starfa þijár deild-
ir atvinnugreina, en á aukaþingi
sambandsins á síðasta ári voru stofn-
fundir deildanna haldnir. Um er að
ræða deildir starfsfólks í fiskvinnslu,
byggingariðnaði og mannvirkjagerð
og deild starfsmanna ríkis og sveitar-
félaga. Verkefni deildanna skulu
vera að annast undirbúning og gerð
kjarasamninga í umboði verkalýðs-
félaga, fylgjast með aðbúnaði og
vinnuumhverfi í greininni, efla
menntun og starfsþjálfun, og annast
önnur þau mál sem snerta viðkom-
andi atvinnugrein sérstaklega.
Umsköpun sjávarútvegs
Jóhann Antonsson, viðskiptafræð-
ingur og starfsmaður Atvinnutrygg-
ingasjóðs, flutti erindi á þingi Verka-
mannasambandsins í gær um hug-
myndir sínar varðandi umsköpun
sjávarútvegsins, en Verkamanna-
sambandið réð hann til að vinna að
tillögum í sjávarútvegsmálum. Jó-
hann gerði grein fyrir hugmyndum
sínum á fundi sem haldinn var í
tengslum við fjórðungsþing Fjórð-
ungssambands Norðlendinga í
síðasta mánuði, og var þá greint frá
þeim í Morgunblaðinu. Hann telur
að skylda eigi öll fiskiskip sem veiða
í íslenskri landhelgi til að landa afla
sínum á íslenska fiskmarkaði, en
útlendingar geti komið hingað til
lands og boðið í fiskinn unninn eða
óunninn. Þá telur hann að auka
megi verðmæti sjávarafla um 40%
að meðaltali með því að selja íslensk-
an fisk í smápakkningum á neyt-
endamarkaði erlendis.
Þing Verkamannsambands. ís-
lands stendur fram á laugardag, en
því lýkui' með stjórnarkosningum. Á
þinginu sitja 149 fulltrúar, en-54
verkalýðsfélög eiga aðild að Verka-
mannsambandi íslands.
AEG
AFKOST
ENDING
GÆÐI