Morgunblaðið - 13.10.1989, Síða 18
18
MORGUNBLADIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1989
Nóbelsverðlaunin í eðlis- og efiiafræði:
Veitt fyrir uppgötv-
anir í atómvísind-
um og erfðafræði
New York, Stokkhólmi. Reuter.
ÞRIR fræðimenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár og tveir
efnafræðiverðlaununum, að því er sænska vísindaakademían til-
kynnti í gær.
Eðlisfræðiverðlaunin voru veitt
fyrir uppgötvanir í atómvísindum
og þróun nákvæmra aðferða til að
mæla tíma. Verðlaunahafarnir em
Hans Dehmelt, 67 ára prófessor.
við Washington-háskólann í Se-
attle í Bandaríkjunum, Wolfgan
Paul, 76 ára prófessor í Bonn í
Vestur-Þýskalandi og Norman
Ramsey, 74 ára prófessor við Har-
vard-háskólann í Boston, Banda-
ríkjunum. Ramsey hlýtur helming
verðlaunaupphæðinnar, eða
227.500 dollara, en Dehmelt og
Paul skipta hinum helmingnum á
milli sín.
Ramsey er faðir svonefndrar
sesíum-atómklukku en hún er und-
irstaða allra tímamælinga í dag.
Dehmelt og Paul urðu fyrstir til
að sjá atóm, en það tókst þeim í
tilraunum í Heidelberg 1979.
Efnafræðiverðlaunin voru veitt
bandarísku prófessorunum Sidney
Altman og Thomas Cech. Altman
er fimmtugur og hefur kennt við
Yale-háskólann í 17 ár. Cech er
41 árs og gegnir stöðu við háskól-
ann í Colorado. Rannsóknir þeirra
í erfðafræði hafa stóraukið þekk-
ingu manna á starfsemi ríbósa-
kjarnsýra og þar með möguleikum
á auknum sjúkdómavörnum, að því
er sagði í tilkynningu sænsku aka-
demíunnar.
Gro Harlem Brundtland, fráfarandi forsætisráðherra Noregs, ræðir við Jan P. Syse, sem tekur við for-
sætisráðherraembættinu á mánudag.
Fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Noregs:
Skattar lækkaðir og fram-
lög til umhverfismála aukin
oiib-irí nm Vwail 97 nrÁcont onLr hoi
Ríkisstjórn borgaraflokkanna tekur við á mánudag
Ósló. Frá Rune Tinibeiiid, fréttaritara Morgiinbladsins.
GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, lagði í gær fram
fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar sinnar fyrir árið 1990. í því er gert
ráð fyrir að útgjöld til umhverfismála verði aukin stórlega en skatt-
ar lækkaðir. Þetta var jafnframt síðasta embættisverk Gro Harlem
Brundtland því í ræðu sinni kunngerði hún að ríkisstjórn hennar
hygðist víkja fyrir minnihlutastjórn borgaraflokkanna þriggja.
Niðurstöðutölur fjárlagafrum- milljarða norskra króna (um 85
millj. ísl. kr.) vanti til að ná endum
varpsins eru 333,8 milljarðar
norskra króna (um 2.940 milljarðar
ísl. kr). Gert er ráð fyrir að hallinn
á rekstri ríkissjóðs nemi 38,4 mill-
jörðum norskra króna (um 337
millj. ísl. kr.) en þegar tekið hefur
verið tillit til tekna af olíu- og gas-
vinnslu er geit ráð fyrir að 9,7
saman.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
því að tekjur ríkisins í formi beinna
skatta á einstaklinga minnki um
röska tvo milljarða norskra króna
en skattálögur á fyrirtæki munu
dragast saman um 1,5 mílljarða
króna. Þæ- með verða skattaálögur
aftur orðnar jafnmiklar og árið
1986 er efnahagsörðugleikarnir
hófust.
Ríkissjóði verður hins vegar bætt
upp tekjutapið og svo virðist sem
Norðmenn standi frammi fyrir um:
talsverðum vöruverðshækkunum. í
frumvarpinu er lagt til að tóbak
hækki um tíu prósent, bensín um
átta en öl og áfengi um níu til tólf
prósent. Aðrir skattar sem ríkið
leggur á hinar ýmsu vörur munu
hækka um fjögur prósent.
Útgjöld til umhverfismála verða
Sovétmenn treysta kafbátaflotann:
Fleiri bátar hafa aldrei ver-
ið afhentir á þessum áratug
Hljóðlátir árásarkafbátar valda varnarliðsmönnum í Keflavík áhyggjum
FLOTI Sovétmanna mun fá fleiri kafbáta afhenta á þessu ári en
nokkru sinni fyrr á öllum þessum áratug. Upplýsingar þessar koma
fram í viðtali herfræðitímaritsins Jane’s Defence Weekly við banda-
rískan flotaforingja Carlisle Trost, yfirmann aðalstjórnstöðvar
Bandaríkjaflota. Flotaforinginn segir vígvæðingu Sovétmanna sýna
ljóslega að Bandaríkjamenn verði áfram að leggja ríka áherslu á
að efla styrk sinn á sviði gagnkafbátahernaðar. I öðru hefti tímarits-
ins er einnig að finna grein um mjög fúllkomna árásarkafbáta Sovét-
manna sem m.a. kunna að vera á ferð í nágrenni íslands og kemur
þar fram að varnarliðsmenn í Keflavík standa frammi fyrir erfiðu
verkefni því sovéskir kafbátar verða sífellt hljóðlátari.
Ekki er ljóst hvernig skýra ber
aukinn styrk kafbátaflota Sovét-
manna. Heldur hefur dregið úr
flotaumsvifum Sovétmanna á
síðustu árum að sögn vestrænna
sérfræðinga og hefur þeirrar þró-
unar einnig orðið vart í nágrenni
íslands. Ein skýringin er sú að
óvenjumargar eldri „pantanir"
hafi fengist afhentar í ár en síðan
er vitaskuld hugsanlegt að núver-
andi ráðamenn hafi einfaldlega
ákveðið að efla flotann verulega,
þvert á fyrri yfirlýsingar.
13 herskip í smíðum
í gögnum sem höfundur grein-
arinnar fékk á skrifstofu flotafor-
ingjans kemur fram að nú þegar
hafa Sovétmenn tekið fleiri kjarn-
orkuknúna kafbáta í þjónustu sína
á þessu ári en því síðasta,er flot-
inn fékk fjóra báta afhenta. Segir
þar einnig að 13 herskip séu nú
í smíðum í Sovétríkjunum; þrjú
flugmóðurskip, beitiskip af gerð-
inni „Kírov“, tvö beitiskip af
„Slava“-gerð, tveir tundurspillar
af gerðinni „Údaloj" og átta
„Sovremenníj“-tundurspiilar auk
freigátu af „Krívak“-gerð.
Trost flotaforingi segir að ráða-
mönnum beri að leggja ríka
áherslu á að efla viðbúnað Banda-
ríkjaflota því þrátt fyrir þá þíðu
sem ríkir í samskiptum risaveld-
anna ógni kafbátafloti Sovét-
manna öryggi Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópu. Ógnun þessi hafi
vaxið frá því á síðasta ári og því
sé fráleitt að skera niður fjárfram-
Iög til gagnkafbátahernaðar en
þær raddir hafa heyrst að spara
megi miklar fjárhæðir á þessu
sviði auk þess sem fullyrt hefur
verið að miða beri viðbúnað
Bandaríkjaflota í vaxandi mæli
við átök í þriðja heiminum.
Fullkomnari
árásarkafbátar
Trost flotaforingi segir örar
framfarir hafa átt sér stað á sviði
kafbátasmíða. Sovétmenn ráði nú
yfir mun hljóðlátari kafbátum en
Sovéskur árásarkafbátur af gerðinni „Akúla“. Bátar sem þessi
ná 42 hnúta hraða og eru hljóðlátir mjög. Vestrænir sérfræðing-
ar hafa talið þá öflugustu árásarkafbáta Sovétmanna en nýjar
upplýsingar benda til þess að vélarhljóðið aukist eftir tveggja til
þriggja ára notkun sökum slits.
áður en eftirlits- og leitarbúnaður
Bandaríkjamanna hafi ekki verið
þróaður að því skapi. Vikið er að
þessum vanda í grein í Jane’s
Defence Weekly eftir Joris Janss-
en Lok. Greinina ritar hann eftir
að hafa sótt heim varnarstöðina
í Keflavík. Fram kemur að kaf-
bátaeftirlitssveitir telji almennt
mesta ógn stafa af sovéskum
kjarnorkuknúnum árásarkafbát-
um af gerðinni „Oscar“. Viðmæ-
lendur höfundar í Keflavík segja
að ekki liggi fyrir nægilega full-
komnar upptökur af vélarhljóði
bátsins og því sé mjög erfitt að
fylgjast með ferðum kafbáta af
þessari gerð. Byrðingur bátanna
er tvöfaidur og er holrúmið fyllt
af sjó sem veitir góða einangrun.
Sökum byggingarlagsins þyrfti
að líkindum þijú tundurskeyti af
gerðinni MK 46 til að granda ein-
um slíkum. „Oscar“-bátarnir
halda sig yfirleitt í Barentshafinu,
norður og austur af Knöskanesi
en þeim er ætlað að vetja eld-
flaugakafbáta Sovétmanna.
Á átakatímum myndu sovéskir
árásarkafbátar halda til suðurs
og freista þess að hirða birgða-
flutninga Atlantshafsbandalags-
ins frá Bandaríkjunum til Evrópu.
Það er af þessum sökum sem eft-
irlitssveitirnar í Keflavík hafa
áhyggjur af „Oscar“-bátunum.
Bátarnir eru búnir 24 SS-N-19
stýriflaugum sem ætlaðar eru til
árása á skip og draga um 550
kílómetra. Sovétmenn ráða nú
yfir fimm slíkum og fleiri bátar
eru í smíðum.
aukin um heil 27 prósent auk þess
sem áætlað er að auka framlög til
rannsókna og menntunar á þessu
sviði um 19 prósent.
Gunnar Berge fjármálaráðherra
segir að einkaneysla muni að líkind-
um aukast um tvö prósent á næsta
ári nái frumvarpið fram að ganga.
Eftirspurn innanlands muni því
aukast sem aftur komi til með að
draga úr atvinnuleysi. Jan P. Syse,
verðandi forsætisráðherra Noregs
kveðst fullur efasemda um ágæti
fjárlagafrumvarpsins og flest bend-
ir til þess að minnihlutastjórn borg-
araflokkanna geri á því miklar
breytingar.
Gro Harlem Brundtland leggur
fi-am lausnarbeiðni fyrir sig og
ráðuneyti sitt í dag, föstudag. Enn
hafa stjórnarflokkarnir þrír, Hægri-
flokkurinn, Miðflokkurinn og
Kristilegi þjóðai-flokkurinn, ekki
gengið frá skiptingu ráðherraemb-
ætta í ríkisstjórninni nýju. Heimild-
ir herma að tekist sé á um hver
hreppi embætti fjármálaráðherra.
Jan Syse fullvissaði menn í gær um
að mál þetta yrði til lykta leitt um
helgina en á mánudag tekur Syse
við stjórnartaumunum eftir að hafa
gengið á fund Ólafs konungs.
Nigel Lawson;
Vextir verða
ekki lækkaðir
Blackpool. Reuter.
NIGEL Lawson, Qármálaráðherra
Bretlands, vísaði því á bug i gær
að samdráttur vofði yfir bresku
efnahagslífi og neitaði að falla frá
umdeildri hávaxtastefnu sinni.
Lawson sagði á landsfundi breska
íhaldsflokksins í Blackpool að ekki
yrði slegið slöku við í baráttunni
gegn verðbólgu. Þær raddir hafa
gerst æ háværari innan flokksins að
Lawson segi af sér eftir að hann
hækkaði vexti um eitt prósentustig
í 15% fyrir viku.
„Menn spyija hvort hægt sé að
fara aðra leið en að halda vöxtunum
háum. Og hvort tryggt sé að sú
stefna hafi tilætluð-áhrif. Svarið er
að það er engin önnui' leið og vaxta-
stefnan mun bera árangur," sagði
Lawson, „Ég held áfram að grípa til
nauðsynlegra aðgerða, livei'su óvin-
sælar sem þær eru, til að treysta
efnahaginn,“ bætti hann við.
Ýmsir óttast að efnahagssam-
dráttur blasi nú við Bretum þar sem
viðskiptahalli þeirra hefur aldrei ver-
ið meiri en nú og staða pundsins
verið veik. Þessu vísaði Lawson á
bug. „Þetta þarf alls ekki að boða
samdrátt, svo framarlega sem fyrir-
tækin halda kostnaðinum niðri, þar
á meðal launakostnaðinum," sagði
fjármálaráðherrann.