Morgunblaðið - 13.10.1989, Síða 40
SJQVAaríALMENNAR
iniim
FÉLAG FÖLKSINS
e
EINKAREIKNINGUfí ÞINN
í LANDSBANKANUM
FOSTUDAGUR 13. OKTOBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Sovéskar horflugvélar:
Ferðum í námunda
við Island fækkar
MIKIL fækkun hefur orðið á ferðum sovéskra herflugvéla í nágrenni
Islands það sem af er þessu ári. Um miðjan september höfðu orrustuþot-
ur frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli flogið í veg fyrir 50 sovéskar
herílugvélar við Island á þessu ári. Árið 1988 var flogið í veg fyrir
120 sovéskar vélar. Á þessum áratug hafa sovésku vélarnar við ísland
orðið flestar árið 1985 eða alls 170. Fram til þessa urðu þær fæstar
árið 1984 eða 70.
Þessar tölur eru birtar í upplýs-
ingabréfi Öryggismálanefndar, sem
kom út í gær. Þar er m.a. leitt get-
um að því, að fækkunin frá því í
fyrra eigi að hluta rætur að rekja
til þess að NÁTO hélt enga stóra
flotaa;fingu í norðurhöfum á þessu
ári. Árið 1985 fór fram mesta flota-
Farsíma-
kerfíð úr
sambandi?
SEGULBANDSSPÓLUR þær,
sem notaðar eru til að skrá
farsímasímtöl hafa fyllst, að
sögn Magnúsar Geirssonar og
ýmissa annarra formælenda
Rafíðnaðarsambandsíns.
Segja þeir, að því sé nú hægt
að hringja úr farsíma án end-
urgjalds bæði innanlands og
til útlanda.
Ólafur Tomasson póst- og
símamálastjóri vildi hvorki játa
þessu né neita en sagði koma
til álita að loka farsímakerfinu
meðan á verkfallinu stendur,
fengist ekki ieyfi til að skipta
um_ spólih-
Á skrifstofu Rafiðnaðarsam-
bandsins fengust þær uppiýs-
ingar að að degi til væri staðin
vakt til að tryggja að starfsmað-
ur sem ekki er í verkfalli skipti
ekki um spólu.
æfing Sovétmanna til þessa á Norð-
ur-Atlantshafi. Það ár efndi NATO
einnig til mikillar æfingar á svipuð-
um slóðum.
Fjöldi sövéskra herflugvéla við
landið hefur minnkað stöðugt und-
anfarin þijú ár. Segir í upplýsinga-
bréfinu að vafalítið megi rekja þá
þróun til almennt minnkandi hern-
aðarumsvifa Sovétmanna á sama
tíma utan sovéskra heimahafa, þótt
mikil skyndileg fækkun á þessu ári
kunni að hluta að eiga sér aðrar og
tilviljanakenndari skýringar.
Sjá í miðopnu:Réttur Varsjár-
bandalagsins til eftirlits á Is-
landi og á bls. 18 frétt um vax-
andi styrk kafbátaflota Sovét-
Morgunblaðið/Júlíus
Dyraverðir Þjóðleikhússins bera einn verkfallsvarða Rafiðnaðarsambandsins út úr Þjóðleikhúsinu
gærkvöldi.
Verkfall rafiðnaðarmanna:
Verkfallsverðii’ bornir með
valdi út úr Þjóðleikhúsinu
Ekki gerst í verkfalli hér síðan 1955, segir formaður Rafiðnaðarsambandsins
DYRAVERÐIR Þjóðleikhússins
báru fimm verkfallsverði Rafiðn-
aðarsambandsins með valdi út
úr Þjóðleikhúsinu klukkan 19.50
í gærkvöldi, tíu mínútum áður
en sýning á söngleiknuin Oliver
átti að hefjast. Verkfallsverðirnir
höfðu aftrað Gísla Alfreðssyni
þjóðleikhússtjóra frá að kveikja
á spennistöð fyrir ljósabúnað
leikhússins. „Þetta er fáheyrt.
Svona atvik hljóta að hafa ein-
hveijar afleiðingar, það er alveg
ljóst. Eg kannast ekki við aö
svona atvik hafi gerst í verkfalli
hér síðan 1955,“ sagði Magnús
Geirsson, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins, þegar hann var
Drög að frumvarpi til laga um fískveiðistjórnun:
Sóknarmarkið leggist niður
og aflakvóti bundinn skipum
Smábátar falli undir sömu reglur og önnur fiskiskip
Veiðileyfagjaldi ætlað að standa undir veiðieftirliti
Sjávarútvegsráðuneytið kynnir í ráðgjafanefnd um stjórnun fiskveiða
í dag drög að nýju frumvarpi til laga um stjórnun fískveiða. Nokkrar
meginbreytingar eru á því frá gildandi lögum. Mesta breytingin felst
í afnámi sóknarmarks. Smábátar verði felldir undir sömu reglur og
önnur fiskiskip, þeim verði úthlutað ákveðnum kvóta á hvern bát, fjölg-
un smábáta í atvinnuskyni verði bönnuð, og gerður skýr greinarmunur
á veiðum smábáta í atvinnuskyni og tómstundaveiðum. Veiðileyfísgjöld
verði miðuð við aflakvóta og stærð skipa og þeim ætlað að standa
undir kostnaði við veiðieftirlit. Framsalsheimildir á kvóta verði mjög
rúmar og fleiri atriði stjórnunarinnar verði bundin í lögutn en áður.
Gildistími laganna er ekki ákveðinn og þvi munu þau gilda þar til
önnur lög feysa þau. af hólmi. Kvótinn verði áfram bundinn skipunum
sjálfúm. "
Frumvarpsdrögin eru að miklu
leyti byggð á tillögum fjögurra
nefnda til undirbúnings iagagerðar
þessarar. I áliti allra hópanna kom
fram sú skoðun að nauðsynlegt væri
að stjórnunin væri ákveðin tii langs
tíma til að auðvelda mönnum áætla-
nagerð og að auka hagkvæmni.
Vegna þessa er ekkert kveðið á um
gildistíma laganna og þarf því ný lög
til að breyta þeim eða koma í stað
þeirra.
Samkvæmt drögurfum yrði sókn-
armarkið lagt niður og öllum skipum
úthlutað aflamarki. Vegna þess mun
þurfa að koma tii nokkuð flókinn
útreikningur á afiamarki þeirra
skipa, sem nú eru á sóknarmarki.
Reiknað yrði meðalaflamark í þorsk-
ígildum fyrir hvem flokk sóknar-
marksskipa. Þá yrðu reiknaðar bæt-
ur í þorskígildum til þeirra skipa, sem
hafa meðalaflamark lægra en meðal-
talið í flokknum verður. Loks er
áætiað að reikna bætur sem hlutfall
á milli meðalaflamarks og aflamarks
viðkomandi fiskiskipa. Bætur þessar
yrði óheimilt að færa á milii skipa.
Stjórn á veiðum smábáta verður
nú sú sama og á öðrum skipum, ef
samþykkt verður. Hveijum bát á að
úthluta aflamarki og nýja báta má
ekki taka í gagnið nema aðrir hverfi
úr rekstri á móti. Þar fyrir utan verð-
ur greint milli tómstundaveiða og
veiða í atvinnuskyni. Sérstakur
flokkur báta á tómstundaveiðum
verður háður öðrum skilyrðum. Þeim
verður aðeins heimilt að stUnda
handfæraveiðar án sjálfvirkni, þeim
verður óheimiit að selja afla sinn og
verður gert að greiða veiðileyfisgjaid,
sem rennur til hafrannsókna.
Áætluð er ný reglugerð um vigtun
afla, en samkvæmt henni yrði skylda
að vigta allan afla, sem á land kem-
ur. Eiga löggiltir vigtarmenn á hveij-
um stað að annast það verk og skila
inn daglegum vigtarskýrslum til
hafnaryfirvalda á hverjum stað. Þá
færi skipstjórar nákvæma dagbók
um afla og ráðstöfun hans.
Nú standa veiðileyfagjöld aðeins
undir tæplega fimmtungi kostnaðar
við veiðieftirlit. I frumvarpsdrögun-
um er gert ráð fyrir því að gjöldum
þessum verði breytt, þau hækkuð og
miðuð við aflaheimildir og stærð
skipa, þannig að þau standi undir
eftirlitinu.
Drögin gera ráð fyrir, að framsals-
heimildir á afla verði rýmkaðar tölu-
vert. Ekki verðj lengur þörf á því
að leita samþykkis sveitarstjórna eða
verkalýðsfélaga við framsal á kvóta.
Ekki er gert ráð fyrir því að aflaheim-
ildir yrðu bundnar við byggðarlög
eða landshluta, heldur við það miðað
að Byggðastofnun eða aðrir opin-
berir aðilar geti gripið til þeirra fjár-
hagsráðstafana, sem þurfa þykir til
að hafa áhrif á byggðaþróun.
Stefnt er að því að lagt verði fram
sérstakt frumvarp til laga um úreld-
ingasjóð fiskiskipa til að stuðla að
fækkun fiskiskipa.
I frumvarpsdrögunum er stefnt
að því að festa sem flestar megin-
reglur veiðistjórnunarinnar í lög til
frambúðar og því verði mun færri
atriði en áður ætluð ráðherra til
ákvörðunar.
spurður álits á atburðunum í
Þjóðleikhúsinu.
Magnús vildi ekki að svo stöddu
segja hvernig Rafiðnaðarsamband-
ið mundi bregðast við þessu atviki.
„Það er öruggt mál að þetta flýtir
ekki fyrir lausn deilunnar," sagði
hann. Samninganefnd Rafiðnaðar-
sambandsins og ríkisins sátu enn á
fundi klukkan eitt í nótt og sagðist
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari reikna með fundi til morg-
uns.. Hann sagði að nokkuð hefði
miðað en enn bæri mikið á milli.
Verkfallsverðirnir komust
óáreittir inn í Þjóðleikhúsið um
klukkan 15 í gær. Verkfallsverðirn-
ir höfnuðu kröfum þjóðleikhússtjóra
um að þeir yfirgæfu húsið.
Dyraverðir hússins voru kallaðir
til og þegar þeir komu á staðinn
höfðu verkfallsverðirnir fimm allir
tekið sér stöðu við spennistöðina.
Þeir streittust á móti þegar dyra-
verðirnir tóku á þeim og fór svo
að þeir voru bornir út með valdi
hver á eftir öðrum. Meðan síðasti
verkfallsvörðurinn var borinn út úr
húsinu ræsti Gísli Aifreðsson
spennistöðina og settist að því loknu
við stjórnborð ijósabúnaðarins. Sýn-
ingin hófst á auglýstum tíma að
viðstöddum fjölda áhorfenda en að
sögn Signýjar Pálsdóttur þjóðleik-
húsritara hafði 80 manna hópur á
vegum grunnskóla Borgarness hætt
við leikhúsför vegna aðgerðanna.
I gær afturkölluðu rafiðnaðar-
menn heimild ríkisspítalanna til að
fá þjónustu eins og ekki væri um
verkfal! að ræða. Þess í. stað er nú
aðeins gert við nauðsynlegan búnað
á hjúkrunardeildum en önnur til-
felli eru metin sérstaklega með hlið-
sjón af öryggi sjúklinga, að sögn
skrifstofu Rafiðnaðarsambandsins.
Sjá bls.2