Morgunblaðið - 20.10.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 20.10.1989, Síða 1
56 SÍÐUR B/C tvgmiMafctfe STOFNAÐ 1913 239. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 20. OKTOBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jarðskjálftinn í San Francisco: Burðarþol hrað- brauta rannsakað Yerkfræðingar telja að of fáir stálbit- ar hafi verið í Nimitz-hraðbrautinni San Francisco. Reuter. Daily Telegraph. MÖRG þúsund manns í San Francisco hafa sofið utan dyra í bílum sínum eða skemmtigörðum eftir jarðslyálftann mikla á þriðjudag af ótta við að verða undir braki úr sprungnum húsum ef nýr skjáifti riði yfir. Um 270 manns fórust með vissu í hamforunum og um 1.400 slösuðust. Erfiðlega gengur að finna lík fólks sem kramdist undir efri hæð Nimitz-hraðbrautarinnar er hrundi á hálfs annars km löng- um kafla. Yfirvöld í Kaliforníu hyggjast láta kanna hvort mistök hafi orðið gerð er umferðarmannvirki sem hrundu í skjálftanum voru styrkt á sínum tíma. Um 5.000 manns misstu heimili sín á skjálftasvæðinu og var mörg- um fenginn samastaður í neyðar- skýlum en aðrir hafast enn við í í tjöldum. Brak á götunum, raf- magnsleysi, vatnsskortur og tugir jninni háttar jarðhræringa, sem ollu litlu tjóni en juku á ótta almenn- ings, gerðu yfirvöldum erfitt um vik er reynt var að koma ástandinu í viðunandi horf á ný. Notaðir voru sporhundar og leitartæki með inn- rauðum geisla við leit að fólki á hrundu hraðbrautinni en í gær var talið vonlaust að fleiri væru á lífi undir hraðbrautarrústunum. Stórvirk tæki eru notuð til að ryðja um koll hættulegum bygging- um, einkum í elstu hlutum San Francisco. Sérfræðingar eru sam- mála um að skjálftinn hafi sannað gildi þeirra varúðarráðstafana sem hafðar eru í huga þegar nýtísku skýjakljúfar eru hannaðir. Enginn þeirra hrundi í náttúruhamförunum þótt þeir svignuðu gífurlega. George Deúkmejian, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði á hinn bóginn að rannsaka yrði hvers vegna undir- stöður efri hæðar fjölförnustu hrað- brautar frá San Francisco til ná- grannaborgarinnar Oaklands hrundu eins og spilaborg. Olli það dauða a.m.k. 200 manna sem voru á leið eftir brautinni. í byrjun átt- unda. áratugarins var hraðbrautin styrkt sérstaklega eftir jarðskjálfta sem varð í San Fernando-dalnum 1971. Þá hrundi hluti nokkurra hraðbrauta í suðurhluta Kaliforníu. Verkfræðingar sem skoðað hafa brak Nimitz-brautarinnar er byggð var 1955 segja ljóst að hún hafi ekki verið styrkt nægilega með stáli; nú sé að jafnaði notað 50% meira af stáli í sams konar mann- virki. Sjá einnig iréttir á bls. 18. Reuter Ung kona í San Francisco situr við rústir húss í Marina-hverfí og bíður þess að fá fréttir af afdrifum vinar síns sem óttast var að grafist hefði undir brakinu. Fjöldi húsa brann eða hrundi í hverfinu. Egon Krenz, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, ræðir við kirkjunnar menn: Þurfttm ekki ný andlit heldur nýtt þjóðfélag - segja austur-þýskir borgarar á leið vestur Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR-Þjóðverjar í sendiráði Vestur-Þýskalands i Varsjá voru tor- Þ'yggúir á umbótavilja Egons Krenz, nýs leiðtoga Austur-Þýskalands, þegar fréttaritari Reuters innti þá álits á leiðtogaskiptunum: „Við þurf- um ekki ný andlit heldur nýtt þjóðfélag," sagði ungur karlmaður á leið vestur. Að sögn vestur-þýskrar landamæralögreglu í Miinchen er ekkert lát á straumi austur-þýskra flóttamanna vestur á bóginn. Tvö þúsund Austur-Þjóðveijar komu frá Ungveijalandi fyrsta sólar- hringinn eftir að Erich Honecker lét af völdum. Egon Krenz kom á óvart í gær Frelsi eftir 14 ára óréttlæti Lane lávarður, háyfirdómari i Bretlandi, úrskurðaði í gær að þrír karlar og ein kona hefðu set- ið saklaus í fangelsi í 14 ár. Fólk- ið var dæmt í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa staðið að sprengju- tiiræðum hryðjuverkasamtaka írska lýðveldishersins, IRA, á bjórkrám í Guildford. Sjö manns létu lífið í tilræðunum. Saksókn- ari ríkisins komst að þeirri niður- stöðu að fólkið hefði verið beitt barsmíðum tii að ná fram játning- um og lögreglumenn hefðu borið ijúgvitni. Konan og tveir karlanna voru þegar látin laus en sá fjórði er ákærður fyrir aðra glæpi. Mál- ið hefur vakið mikinn óhug og er talið skerða verulega traust al_- mennings á réttarkerfinu. Á myndinni sést einn mannanna, Gerard Conlon, fagna frelsinu. Reuter og ræddi við fulltrúa mótmælenda- kirkjunnar í landinu. I skjóii kirkj- unnar hafa austur-þýskir andófs- hópar þrifist. Krenz og Werner Leich biskup sögðu í sameiginlegri yfirlýs- ingu að þeir. stefndu að því að hefja nýjan kapítula í samskiptum ríkis og kirkju. Leich .biskup sagðist trúa því að Krenz væri alvara með yfirlýsingum um að hann vildi heyra sjónarmið allra þjóðfélagshópa. Hann sagði hinn nýja leiðtoga hafa tekið skýrt fram að yfirvöld hygðust auka ferða- frelsi til Vestur-Evrópu. Hins vegar yrði ekki orðið við kröfu kirkjunnar um vegabréf öllum til handa, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Leich upplýsti að það hefði verið Krenz sem sá til þess að lögregla beitti ekki valdi gegn andófsfólki mánudaginn 9. október en þá gengu 70.000 Leip- zig-búar eftir götum borgarinnar og kröfðust frelsis. Til átaka hafði kom- ið milli lögreglu og almennra borgara tveimur dögum áður, á 40 ára af- mæli Austur-Þýskalands 7. október. Almenn mótmæli létu ekki á sér standa á fyrsta heila embættisdegi Kranz. 1.500 manns gengu kröfu- göngu í bænum Greifswald við Eystrasalt. Fólkið hrópaði „Lýðræði — nú eða aldrei" og „Við viljum per- estrojku“. Krenz reis árla úr rekkju í gær til að hitta starfsmenn í verkfæra- smiðju. Orðaskiptin voru sýnd í aust- ur-þýska sjónvarpinu í gærkvöldi og þóttu óvenju opinská. „Við erum ómyrkir í máli til þess að þið þarna uppi vitið hvað er að gerast hérna niðri,“ sagði einn verkamannanna við Krenz. Leiðtoginn svaraði: „Hvað áttu við með „þarna uppi“?-Við hljót- um að hafa sameiginlega hagsmuni." Þá svaraði starfsmaðurinn um hæl: „Þið þurfið ábyggilega ekki að enda- sendast eftir virtnu til að leita að verkstæði til að gera við bílinn." Krenz sagðist skilja vanda verk- smiðjufólks og hvatti til þess að fjöl- miðlar fjölluðu meira um hann. Krenz hefur lítt verið fagnað í Vestur-Þýskalandi og er reyndar erf- itt að finna Austur-Þjóðvetja sem er verr þokkaður þar í landi. Rifjað hefur verið upp að Krenz lofaði kínversk stjórnvöld fyrir meðhöndlun þeirra á uppreisn námsmanna í Pek- ing og öðrum stórborgum Kína í vor. Magyar Hirlap málgagn ung- verska sósíalistaflokksins, lét í ljós von um að leiðtogaskiptin myndu hraða umbótum í landi sem fram til þess hefði verið „helsta vígi síð- stalínismans“. Bókmenntaverðlaunum Nóbels úthlutað: Féllu spænskum sagnaþuli í skaut SPÆNSKI rithöfundurinn Camilo Jose Cela hlaut Nóbelsverðlaun- in í bókmenntum árið 1989. Var skýrt frá því í Stokkhólmi í gær en Cela er jafnframt fimmti Spánverjinn, sem verður þessa heiðurs aðnjótandi. Cela, sem er 73 ára að aldri, fékk verðlaunin, um 28 milljónir ísl. kr., „fyrir magnþrungna frásagnarlist, þá nýju mynd, sem hann gefur af manninum í öllu SÍnu umkomu- Camilo Jose Cela leysi“. Cela er þó ekki jafn kunnur utan hins spænskumælandi heims og ætla mætti en á íslensku hefur komið út ein bóka hans, „Paskval Dvarte og hyski hans“, í þýðingu Kristins R. Olafssonar. Með henni kvaddi Cela sér hljóðs árið 1942 og er engin bók jafn mikið lesin á Spáni að „Don Quixote" undanskil- inni. Verðlaunaveitingunni hefur ver- ið fagnað víða og að vonum hvergi betur en á Spáni. Cela sagði í gær, að sér hefði verið sýndur mikill heiður og þá ekki síður spænskum bókmenntum almennt. Sjá „Bersögull brautryðjandi .,á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.