Morgunblaðið - 20.10.1989, Side 14

Morgunblaðið - 20.10.1989, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 Minninff: Margrét Friðriksdótt- ir fráEfri-Hólum Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast með örfáum orðum elskulegrar mágkonu minnar, Margrétar Frið- riksdóttur frá Efri-Hólum, en hún lest í Landspítalanum þann 9. þ.m. Ég var stödd erlendis þegar mér barst fregnin um andlát hennar, kannski kom það mér ekki svo mjög á óvart, ég fékk undarlegt hugboð þá um nóttina. En mig setti hljóða og minningar streymdu fram í huga mínum, minningar um yndislega manneskju, skemmtilega og góða. Milli foreldra minna og foreldra hennar var mikil vinátta og sam- gangur. Guðrún móðir Möggu var ljósmóðir í sveitinni og tók á móti mér. Því var, að ég kallaði hana aldrei annað en Ljósu. Ég hafði þau sérréttindi að mega koma og dvelja í Efri-Hóium, því ágæta heimili, hvenær sem ég óskaði og aðstæður leyfðu, þrátt fyrir miklar annir og stórt heimili, börnin voru 10. Hjón- in hofðu einstakt lag á að stjórna hópnum og láta alla finna að þeir voru ómissandi við heimilisstörfin almennt og að kvöldi kom alltaf hrósyrði frá Friðrik húsbónda. Yngstu systkini Möggu og ég vorum miklir vinir og þarna í Efri- Hólum átti ég ógleymanlegar stundir. En svo líður tíminn og Þórhallur bróðir minn og Magga fara að draga sig saman. Þá var litla systir afbrýðisöm, ég vildi alls ekki láta taka hana frá mér. En svo fór að þau giftu sig árið 1931 og er mér óhætt að fullyrða að fá hjón hafa verið samrýmdari í gegnum tíðina. Ég verð að segja að Magga var einstök manneskja, myndarleg, skemmtileg, góð og hvers manns hugljúfi. Það var ekki alltaf auðvelt að stjórna stóra barnahópnum þeirra, þau voru 9, en mér virtist þetta ganga alltaf svo vel hjá henni. Það var eitthvað sérstakt lag sem hún hafði, hún talaði svo skemmtilega til þeirra. Ég gat alltaf dáðst að henni þá. Og gerði það alltaf síðan. Ég veit að aðrir hafa ijallað um ættir hennar og afkomendur og geri það því ekki hér. Að' lokum vil ég þakka eisku Möggu fyrir samfylgdina, allar skemmtilegu samverustundirnar og allt það sem hún hefur verið mér. Þér Þórhallur minn og ykkur allri fjölskyldunni sendum við Bjarni, systkini mín og fjölskyldur inni- legustu samúðarkveðjur. Megi hún hvíla í friði. Dúdúa Núna þegar Margi'ét Friðriks- dóttir er öll, langar mig til að skrifa nokkur orð um móðurina, ömmuna og langömmuna. Þar sem ég er elsta barnabarn hennar og Þórhalls Björnssonar, hefur mér oft fundist ég vera þeirra yngsti sonur og Reynir sonur minn ESAB RAFSUÐUVÉLAR vírogfylgihlutir HEÐINN VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER er einn af þeirra barnabarnabörn- um, þess vegna spannar tilfinning mín til afa og ömmu þijá ættliði afkomenda þeirra. Amma naut sín í öllum þessum hlutverkum. Hún unni okkur öllum jafnt og vissi alltaf hvað okkur leið. Þetta var ekkert einfalt mál því við erum ekki aðeins stór fjölskylda heldur dreifð samtök með fulltrúa víða, s.s. á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Amma þekkti persónuleika okkar, styrk okkar, veikleika og sögu. Þó að ég hafi mestallt lífið búið í Bandaríkjunum, eða síðan ég var fjögurra ára, hafa amma og afí allt- af haldið sambandi við mig, eins og öll hin börnin, hvar svo sem við höfum verið niður komin. Þegar ég var yngri kom eg oft og var hjá þeim á sumrin. Á seinni árum hafa þau komið til mín einnig. Þau vildu líklega ekki kannast við það sjálf, en þau hafa miðlað okkur því, sem er óendanlega dýr- mætt, nokkru sem þau ein gátu gefið okkur, og það er verðmæta- mat þeirra, æðruleysi, sjálfsagi, hjartagæska og kjarkur ásamt skilningi þeirra á réttu og röngu. Allt þetta hafa þau kennt okkur með sinni eigin breytni. Afi sagði mér einu sinni, að þeg- ar hann var yngri, hefði honum fundist óþarfi að leggja á minnið ýmsa „smávægilega" hluti — að þeim væri best að gleyma og muna einungis það sem væri „mikilvægt". En þegar hann þroskaðist hefði hann skipt um skoðun. Maður skyldi muna, að það sem virtist lítilvægt í dag gæti á morgun/í framtíðinni, reynst mjög mikilvægt. Þegar ég ri§a upp í dag nokkur smáatvik um ömmu, spyr ég sjálfan mig hvað ég geti af þeim lært. Fyrsta minn- érstakt tilboð á Alanda rúmi Alanda rúmið, er hannað af hinum þekkta ítalska hönnuði Paolo Piva. Það hefur vakið mikla athygli, fyrir þægindi og sérlega glæsilegt útlit. Rúmið er hægt að sérpanta í tveimur stærðum, 165 x 200 cm og 195 x 200 cm, yfirdekkt með leðri eða bómullarefni sem til eru í mörgum litum og gerðum. • VIO ENGJATEIG, SlMI 689155 ingin, sem ég hef er frá 1954, um jólin heima í Sandhólum. Þar var margt fólk, stórt jólatré, fallega skreytt. Mikið var sungið, dansað, spilað og leikið sér. Alltaf var það hugsunin að menn skemmtu sér á góðum stundum. Ömmu var lagið að fá mann til að gefa af sjálfum sér. Það að fjölskyldan hittist var henni mikilvægt. Söngur var snar þáttur í þessum fjölskyldufundum. Amma söng oft, í bílnum á milli staða, heima, í beijamó og hvenær sem var. Ég á góðar minningar um beijaferðir með henni, aðra heil- brigða útiveru og margþætta snert- ingu við náttúruna. Forystuhlutverkið sem hún gegndi, við að reka stórt heimili á Kópaskeri, er saga út af fyrir sig. Það var eins og hlutirnir gerðust af sjálfu sér — þar kom áreiðanlega til hennar frábæra skipulagsgáfa. Amma leiðrétti íslenskuna hjá mér, því að hún talaði og skrifaði bæði rétt og vel. Hún hafði mikla kennarahæfileika. Alit sem hún gerði var hnitmiðað. Hún þuldi upp úr sér sögur, þulur og ljóð fyrir okkur á meðan hún var að sauma, pijóna, vefa, fást við mat eða eitt- hvað annað. Þegar hún kom í fyrsta skipti til Ameríku sagði hún að þar væri góður appelsínusafi, þeir kölluðu hann „screwdriver“. Kímnigáfa hennar var næm og hún gerði óspart grín að sjálfri sér. Ég sá hana í anda vera að stilla bindið á afa svo að það sæti nú nákvæmlega á réttum stað! Hún gerði sér far um að líta alltaf vel út, það bar vott um stolt hennar, sjálfsaga og virðingu fyrir þeim sem hún um- gekkst. Einhvern tíma þegar við hittumst sagði hún að nú þyrfti ég að láta klippa mig, svona liti ég ekki nógu vel út! Núna, þegar ég var svo að búa mig til þess að fylgja henni síðasta spölinn, lét ég auðvit- að klippa mig! Ef hún taldi okkur hafa gott af, hafði hún lag á að fá okkur til að gera ósjálfrátt það sem jafnvel var okkut' á móti skapi, eins og t.d. að fá okkur Guðbjörgu til- að taka lýs- ið á morgnana. Amma var skólabókardæmi um jákvæða hugsun. Neikvæð hugsun var henni framandi, sýndi henni einungis að ekki var hugsað til hlítar. Lífsspeki hennar skilur eftir sig spor, sem eru merkjanleg hjá öllum hennar afkomendum. Það er það, sem stendur eftir, lifir áfram. Við höldum áfram að læra af henni í gegn um minninguna. Nú kveð ég ömmu mína hinsta sinni. Hafi hún heila þökk fyrir allt og allt. Njörður Steinunn Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 5. október 1897 Dáin 11. október 1989 Hún elsku Steina ömmusystir okkar er dáin. Hún lést á heimili sínu, Hvassaleiti 95, aðfaranótt 11. október, 92 ára að aldri. Kveðju- stundin er runnin upp og erfitt er að sjá á eftir þessari yndislegu og kærleiksríku frænku okkar. Við munum ávallt minnast hennar með söknuðu í hjarta. Hún.var fædd 5. október 1897 í Múlakoti í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð og Þórunn Ólafsdóttir frá Múlakoti. Steina var næstelst fjögurra systk- ina. Elst var Ingibjörg, þá Steina, síðan Ágerður og yngstur var Guð- mundur. Þau eru nú öll látin nema Ásgerður amma okkar, sem varð níræð í vor. Faðir þeirra lést þegar Steina var 3 ára. Síðar giftist móð- ir hennar Árna Einarssyni frá Stóru-Mörk undir Eyjaíjöllum. Þeim varð ekki barna auðið. Upp- eldisárin í Múlakoti voru erfið eins og gerðist á þeim tíma, heimilis- haldið lagðist þungt á Steinu, þar sem móðir hennar var heilsulítil síð- ustu ár ævi sinnar. Eftir lát móður sinnar flutti Steina síðan til Reykja- víkur 1937. Hún vann við afgreiðsl- ustörf í mjólkurbúð og síðan við pijónaskap og fatasaum. Hún var alla tíð nátengd fjöl- skyldu systur sinnar, ömmu okkar Ásgerði og aðstoðaði hana á sinn óeigingjarna hátt við uppeldi bama hennar. Faðir okkar var mjög hændur að henni og var húi) honum sem önnur móðir. Steina flutti síðan á heimili foreldra okkar fyrir 30 árum og bjó þar til dauðadags. Steina reyndist foreldrum okkar mjög vel við uppeldi okkar systkin- anna, en við erum fimm að tölu; Óskar, Stefán, Örn, Steinunn og Ása Hrönn. Við hændumst öll mjög að henni. Margar ánægjustundir og góðar minningar eigum við um hana Steinu okkar, þar sem við höfum fengið að njóta hennar frá því að við fæddumst. Hún var okkur sem önnur amma og góður vinur og var geysilega stór þáttur í lífi okkar. Hún var gædd ótrúlegri þolinmæði, hlýleika og kærleika í garð okkar barnanna. Alltaf hafði hún tíma til að gantast við okkur, segja sögur og syngja fyrir okkur þegar við vorum börn. Steina var alltaf létt í lund og smitaði okkur af kátínu og glettni sinni alveg fram til síðasta dags. Hún bar hag okkar hinna fyrir bijósti umfram sinn eigin, og var alltaf svo þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana, hversu lítið sem það var.. Enga mannveru vitum við hafa verið traustari og óeigingjarnari og eigum við henni ótal margt að þakka á liðnum árum. Hún var föð- ur okkar og systkinum einnig stoð og stytta á þeim sorgartímum þeg- ar móðir okkar dó fyrir 8 árum. Öll þau æviár sem við þekktum Steinu fóru í það að hlúa að okkur systkinunum og fengu okkar börn einnig að njóta góðvildar hennar þó að hún væri komin á níræðisald- ur og orðin heilsulítil. Þá lék hún sér við litlu börnin og spilaði við þau, og þeim þótti einnig óskaplega vænt um hana. Svo fór að dimma í huga okkar, Steina fékk hjartaáfall fyrir ári, en með ótrúlegum viljastyrk lifði hún það af. Þetta síðasta ár var henni mjög erfitt, en samt sem áður sýndi hún áfram sína óvenjulegu hugarró og kærleiksríku lund. Við viljum biðja góðan Guð að styrkja elsku ömmu okkar, pabba og systkini hans og alla aðra að- standendur við fráfall Steinu. Fyrir hönd okkar systkinanna viljum við þakka Steinu okkar fyrir allar þær samverustundir sem við höfum átt með henni. Steinunn Sæmundsdóttir, Ása Hrönn Sæmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.