Morgunblaðið - 20.10.1989, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989
EFTA
Norðmenn hafiia hugmyncl-
inni um tollabandalag
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðlierra og formaður Ráðherra-
nefndar EFTA, átti í gærmorgun fund í Osló með Kjell Magne Bonde-
vik, nýjum utanríkisráðherra Noregs um afstöðu nýju stjórnarinnar til
þess starfs sem þegar hefur farið fram til undirbúnings samningavið-
ræðna EFTA og Evrópubandalagsins sem að líkindum fara fi’am á
næsta ári. Utanríkisráðherra kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær
ekki telja að fyrirvarar norsku ríkisstjórnarinnar sem Bondevik hefði
kynnt honum á fúndinum myndu flækja það starf sem þegar hefði ver-
ið unnið. „Ég var reyndar hæstánægður þegar Bondevik sagði mér
að embættismenn Noregs hefðu engin fyrirmæli fengið um breytingar
í þessum efnum, en þeir sitja á fundum í dag og á morgun," sagði Jón
Baldvin.
Jón Baldvin sagði að Bondevik
liefði vísað til stefnuyfirlýsingar
norsku ríkisstjórnarinnar. Þar kæmi
fram að ríkisstjórnin hafnaði hug-
myndinni um toliabandalag í tillögum
starfshóps um fríverslun með vörur.
Auk þess hefði komið fram að norska
ríkisstjórnin áskildi sér rétt til þess
að hafa takmörkunarvald um inn-
streymi erlends vinnuafls til Noregs,
ef á reyndi.
„Ég sagði ráðherranum af þessu
tilefni að hvorugur þessara fyrirvara
yllu nokkrum vandkvæðum," sagði
ráðhen'a. Um vöruviðskiptin væri
það að segja að í könnunarviðræðun-
um hefðu aðilar orðið sammáia um
að setja fram tillögur um tvo kosti:
annars vegar um útvíkkun á fríversl-
unarsamningum, þannig að þeir
tækju til flestra vöruflokka fyrir utan
landbúnaðarafurðir, sem fæli þá enn
í sér landamæraeftirlit og hins vegar
hefði verið lagt til tollabandalag, sem
hefði þá kosti að allir tollar á svæði
þessara 18 ríkja yrðu afnumdir, en
jafnframt þá skuldbindingu að ríkin
myndu þá samræma ytri tolla sína
í viðskiptum við þriðja aðila. Ráð-
herra kvaðst hafa sagt hinum norska
starfsbróður sínum að á þessu stigi
máls væri ástæðulaust að kveða
fastara að orði um þetta, því það
myndi ekki reyna á það fyrr en sest
væri að samningaborðinu á næsta
ári.
Varðandi seinni fyrirvarann um
erlent vinnuafl, sagði Jón Baldvin
að takmörkunarákvæði í þeim efnum
yllu ekki vandkvæðum. Slík tak-
mörkunarákvæði væru í gildi að því
er varðaði Evrópubandalagið, sér-
staklega hvað varðaði kröfuna um
að hafa vald á tungumáli viðkom-
andi þjóðar. Hann hefði bent honum
á fyrirvara okkar íslendinga, sem
væri samskonar og væri í gildi að
því er varðaði norræna vinnumarkað-
inn.
Reuter
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kemur til fúndar við
hinn nýja, norska starfsbróður sinn, Kjell Magme Bondevik í Osló í
gærmorgun.
Víglundur Þorsteinsson, formaður FII:
Opnun peningamarkaðar for-
senda afiiáms lánskjaravísitölu
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrek-
enda, segist telja að það sé höfuð-
nauðsyn að rjúfa einangrun
íslenzka Ijármagnsmarkaðarins,
Einar Oddur Kristjánsson formaður VSI:
Verðtrygging launa útilokuð
EINAR Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands,
segist telja vérðtryggingu launa útilokaða. Eigi að vera hægt að af-
nema lánskjaravísitölu þuríí að koma niður verðbólgu, varðveita verð-
gildi krónunnar og halda innlendum kostnaðarhækkunum lægri en
erlendis. Verkamannasambandið hefur ályktað um að náist ekki verð-
trygging launa, verði að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga.
„Eg er eindregið þeirrar skoðunar, þessu þjóðfélagi, og það fyrr en
að verðtrygging fjárskuldbindinga
sé aðferð til að lifa við verðbólgu.
En það er fullreynt og aldeilís útilok-
að að við getum lifað við svona mikla
verðbólgu, hvernig sem við veltum
málinu fyrir okkur. Mitt mat er það,
að eigi ekki að fara mjög illa fyrir
seinna, verðum við að hverfa frá
verðbólgunni og menn verða að skilja
að það er ekki hægt að fara einn
hringrenn,“ sagð Einar Oddur.
„Ef menn vilja hafa tryggari
samninga, þá sé ég ekki neina að-
ferð til þess á meðan við höfum þessa
mynt, aðra en þá að stjórnvöld, aðil-
ar vinnumarkaðarins og hver og einn
leggist á eitt um að viðhalda verð-
gildi þessarar myntar, íslenzku krón-
unnar. Það er aðeins ein nothæf
aðferð til þess; að kostnaðarhækkan-
ir hér á Islandi verði í framtíðinni
lægri en í viðskipta- og samkeppni-
slöndum okkar, ekki svipaðar eins
og sumir segja, heldur lægri. Þetta
verður erfitt að horfast í augu við,
en það verður ekki undan því vikizt,
hvað sem það kostar."
en einmitt sú einangrun hafi á
ýmsum tímum leitt til alvarlegs
misgengis í peningamáluin, fyrr á
árum á kostnað spariljáreigenda,
nú seinni árin á kostnað atvinnu-
fyrirtækja.
„Fyrsta skrefið í tengingu íslenzka
peningamarkaðarins við hinn alþjóð-
lega væri hægt að stíga strax. Það
væri í því fólgið að leyfa íslenzkum
spariíjáreigendum og íslenzkum lán-
takendum að fijálsu vali að binda
sparnað og lán við erlenda gjald-
miðla. Síðan geta menn á næstu
misserum stigið þau nauðsynlegu
framhaldsskref sem þessu fylgja,"
sagði Víglundur.
Hann sagði að sér hefðu þótt
umræður um afnám lánskjaravísitölu
undanfarið hálfhjákátlegar. „Þær
hafa snúizt um það hvort unnt sé
að afnema lánskjaravísitölu eftir að
verðbólgan hafi verið í élns stafs
tölu elnhveijum mánuðum lengur eða
skemur. Það skiptir engu máli í
mínum huga. Ég held að í Ijósi reynsl-
unnar muni íslenzkt nafnvaxtakcrfi
ekki njóta trausts sparenda, jafnvel
þótt verðbólgan kæmist niðui fvrir
10% í eitt eða tvö ár. Lykillinn að
þessu öllu saman er að rjúfa einangr-
un íslenzka peningakerfisins. Þá eru
menn búnir að byggja traust og ör-
yggisventla, sem munu alltaf tryggja
sparnaðinn í landinu og hindra það
misgengi, sem ég nefndi,“ sagði
Víglundur. „í þessari umræðu verð-
um við líka að muna það að láns-
kjaravísitalan er tæki, sem átti að
laga íslenzkan peningamarkað að
mikilli verðbólgu. Við verðum að
komast burt frá þessari verðbólgu
og þess vegna_ verðum við að ijúfa
einangrunina. í beinu framhaldi væri
hægt að hugsa sér að fella niður
lánskjaravísitölu af öllum nýjum fjár-
skuldbindingum. Gjaldeyristenging
væri síðan hið nauðsynlega aðhald
að íslenzku nafnvaxtakerfi, sem'
myndi tryggja þáð að menn væiu
hvorki með verri né betri kjör en í
samkeppnislöndum okkar."
Athugasemdir við
utandagskrárumræðu
eftir Guðmund
Benediktsson
í umræðu utan dagskrár á Al-
þingi mánudaginn 16. október vék
Pálmi Jónsson alþingismaður með
þeim hætti að starfsmannamálum í
forsætisráðuneytinu, að ég kemst
ekki hjá því að gera við það athuga-
semdir.
Hann talaði um ráðningar „póli-
tískra aðstoðarmanna" ráðherra
umfram heimild 14. gr. reglugerðar
við stjórnarráðslög (svo!) í ýmsum
ráðuneytum og krafðist þess að
slíkum starfsmönnum yrði þegar í
stað sagt upp. í upptalningu tíndi
hann fyrst til starfsmenn í forsætis-
ráðuneyti og sagði orðrétt: „Ég full-
yrði að þessi ákvæði reglugerðarirm-
ar eru n ú sniðgengin af einstökum
ráðherra. Hæstv. forsætisráðherra
hefur sinn aðstoðarmann svo sem
hann hefur fulla heimild til. Hann
hefur einnig nýlega ráðið blaðafull-
trúa ríkisstjórnarinnar í stað Magn-
úsar Torfa Ólafssonar sem að vísu
ber starfsheitið „skrifstofustjóri" og
eru þá tveir skrifstofustjórar í forsrn.
Pá hefur hann einnig ráðið efna-
hagsráðgjafa sem álitið hefur verið
að væri efnahagsráðgjafí ríkisstjórn-
arinnar en er nú titlaður efnahagsr-
áðgjafi forsætisráðherra. “
Af orðum alþingismannsins verð-
ur vart annað ráðið en að tveir
síðasttöldu starfsmennirnir hafi ver-
ið ráðnir í heimildarleysi og hafa orð
hans borist um allt land um fjöl-
fhlðla: 'Mrá.s:-var-i' forystugrein
Morgunblaðsins í dag fjallað um
ræðu Pálma og sett fram svofelld
fullyrðing: „Hér skal staldrað við
annað atriði sem Pálmi Jónsson
gagniýndi réttilega, en það er út-
þenslan í mannafla í kringum ein-
staka ráðherra sjálfa og þó sérstak-
lega í kringum þá Steingrím Her-
mannsson og Ólaf Ragnar
Grímsson.“ Erfitt er að sætta sig
við málflutning af þessu tagi, því
ekki hefði staðið á réttum upplýsing-
um í forsætisráðuneytinu, ef eftir
hefði verið leitað. Hið sanna er, að
embættismönnum í ráðuneytinu hef-
ur ekki íjölgað frá því 1980, þegar
heimild var veitt til þess að ráða
efnahagsráðgjafa í tíð stjórnar
Gunnars Thoroddsens. Engin fjölgun
starfsmanna hefur orðið í ráðuneyt-
inu í forsætisráðherratíð Steingríms
Hermannssonar, hvorki á árabilinu
1983—1987 né frá árinu 1988.
Varðandi þá tvo starfsmenn, sem
Pálmi víkur sérstaklega að í máli
sínu, er rétt að eftirfarandi komi
fram. Skipun skrifstofustjóra í for-
sætisráðuneyti er á engan hátt tengd
heimild til ráðningar aðstoðarmanns
í 14. gr. stjórnarráðslaga. Fyrrum
blaðafulltrúi. ríkisstjórnarinnar,
Magnús Torfi Ólafsson, lét af starfi
að eigin ósk hinn 1. mars sl. og losn-
aði því sú staða. Til bráðabirgða
sinnti aðstoðarmaður forsætisráð-
herra fundarritun á ríkisstjórnar-
fundum um nokkurra mánaða skeið,
en það hafði blaðafulltrúi áður ann-
ast. Var sá háttur á hafður annars
vegar í spamaðarskyni og hins veg-
ar var tíminn notaður til þess að
- - kanna" hvernig stöðuheimildin - yrði-
best nýtt. Niðurstaða skoðunar í
forsætisráðuneytinu var sú að leggja
bæri niður embætti blaðafulltrúa
ríkisstjómar, enda hefur reynslan
sýnt, að í samsteypuríkisstjórnum
eins og hér tíðkast, er erfitt að ætla
einum manni að axla hlutverk blaða-
fulltrúa. Hafa einstakir ráðherrar
iðulega kosið fremur að koma máium
sínum sjálfir á framfæri. Blaðafull-
trúi hafði hins vegar, eins og áður
er sagt, einnig með höndum undir-
búning ríkisstjórnarfunda og ritun
fundargerða og var að sjálfsögðu
nauðsynlegt að sinna því starfi
áfram.
Sú ákvörðun að leggja niður emb-
ætti blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar
var einmitt tekin með það í huga
að nýta betur þá stöðuheimild, sem
ráðuneytið hafði, og ráða í hans stað
skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti,
sem gegni m.a. störfum ráðuneytis-
stjóra í forföllum hans og annist
undirbúning funda ríkisstjórnar og
riti fundargerðir. Frá því var greint
í ríkisstjórn hinn 15. júní sl. Lengi
hefur verið talin þörf á því, að ráðu-
neytisstjóri forsætisráðuneytis hafi
sem staðgengil sinn mann með lög-
fræðimenntun. Með þessum hætti
var unnt að ráða hingað í ráðuneyt-
ið slíkan mann, án nokkurrar fjölg-
unar stöðuheimilda. Tekið skal skýrt
fram, að þetta var gert í fullu sam-
ráði við ráðninganefnd ríksins.
Starf deildarstjóra í forsætisráðu-
neytinu var síðan auglýst í Lögbirt-
ingablaðinu í fullu samræmi við
kröfur laga um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna. Ég tel það
af hinu góða,-að meðal-umsækjenda
Guðmundur Benediktsson
„Erfitt er að sætta sig
við málflutning af þessu
tagi, því ekki hefði stað-
ið á réttum upplýsing-
um í forsætisráðuneyt-
inu, ef eftir hefði verið
leitað. Hið sanna er, að
embættismönnum í
ráðuneytinu hefur ekki
fiölgað fráþví 1980,
þegar heimild var veitt
til þess að ráða eftia-
hagsráðgjafa í tíð
stjórnar Gunnars Thor-
oddsen.“
var Helga Jónsdóttir lögfræðingur,
sem þekkir vel til starfa hér, enda
starfaði hún sem aðstoðarmaður for-
sætisráðherra í þessu ráðuneyti á
--árabilinu- -1983—1987--Gegndi.hún-.
því starfi með mikilli prýði og því
ákaflega eðlilegt, að slík starfs-
reynsla leiði til þess, að hún sé gjald-
gengur umsækjandi um embætti í
Stjórnarráðinu.
Um það má að sjálfsögðu deila
að hafa í ráðuneyti, sem ekki er
stærra en forsætisráðuneyti, tvo
skrifstofustjóra. Sú ákvörðun var
hins vegar tekin að endurskipu-
leggja starfsemi þessa ráðuneytis,
og skipta því í 2 skrifstofur, önnur
annist m.a. lögfræðileg málefni og
starfsmannamál og hin m.a. fjár-
lagavinnu og tengsl við stofnanir,
sem undir ráðuneytið heyra. Jafn-
framt má benda á, að sú hefur orð-
ið þróunin í Stjórnarráðinu allt frá
því Ragnhildur Helgadóttir braut
ísinn, þegar hún var menntamála-
ráðherra, að skrifstofustjórum í
ráðuneytum hefur fjölgað. Er nú svo
komið að í nokkrum ráðuneytum eru
4 skrifstofustjórar, en í hinum
smærri t.d. iðnaðarráðuneyti, sam-
gönguráðuneyti og viðskiptaráðu-
neyti eru þeir 2. •
Hitt málið, sem ég vil taka upp
eru hugleiðingar Pálma Jónssonar
um, að efnahagsráðgjafi forsætis-
ráðherra sé ráðinn án nokkurrar
heimildar. Ætti hann að þekkja vel
til þess máls, því að heimild fyrir
þeirri stöðu hefur verið í forsætis-
ráðuneyti frá því Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra fékk hana hinn
1. október 1980. Sú heimild hefur
verið notuð allar götur frá því Þórð-
ur Friðjónsson var ráðinn efnahags-
ráðunautur forsætisráðuneytis í
ríkisstjórn, sem Pálmi átti sæti í.
Starfsheitið hefur þó verið nokkuð
á reiki manna á meðal og i fjölmiðl-
um, og- meira að segja í skjölum
ráðuneytisins. Er að sjálfsögðu um
sama starfið að ræða nú og byggt
á sömu ráðningarþeimild, þótt
starfsheitið sé ráðunautur forsætis-
ráðherra í efnahags- og atvinnumál-
um.
Höfundur er ráðuneytisstjóri í
_____ fQrsayisjáðuncytinu.___________j