Morgunblaðið - 20.10.1989, Side 18

Morgunblaðið - 20.10.1989, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 Sovétríkin: 57 menn farasl í flug- slysi í Azerbajdzhan Moskvu. Reuter. 57 MENN fórust þegar sovésk herflutningaflugvél af gerðinni Iljúshín- 76 fórst í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan síðastliðið miðvikudagskvöld. Um borð í vélinni voru 50 fallhlifarhermenn sem voru á leið frá Az- erbajdzhan og sjö menn úr áhöfn vélarinnar. Tass-fréttastofan greindi frá þessu í gær. „Um borð í vélinni voru fallhlífar- hermenn sem höfðu verið í Azerbajdzhan til að koma þar á lög- um og reglu," sagði í frétt Tass. Fréttastofan greindi ekki nánar frá Kaupmannahöfii: Varnir gegn sjávarmengnn Kaupmannaliöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR 17 þjóða á ráð- stefnu um mengun í hafi sem hald- in var í Kaupmannahöfn hafa sam- þykkt víðtæka áætlun um varnir gegn sjávarmengun. Fulltrúar Austur-Evrópuþjóða samþykktu einnig áætlunina. í lokaskjali ráðstefnunnar er með- al annars kveðið á um að þjóðirnar 17 semji hver fyrir sig áætlun um að draga úr sjávarmengun og til- greini nákvæmíega markmið sín og dagsetningar þeim tengdar. Auk þess er kveðið á um að beitt verði fullkomnustu tækjum í baráttunni gegn sjávarmengun og stofnaður verði sjóður sem styrki fátækar þjóð- ir sem aðild eiga að lokaskjalinir tii að bæta umhverfi sitt. slysstaðnum, orsökum slyssins né því hvort mannfall hefði orðið á jörðu niðri. Þetta er í annað sinn á einum mánuði sem T’ass-fréttastofan skýrir frá því að herflugvél hafi farist í Azerbajdzhan. Alls fórust sjö menn þegar orrustuvél hrapaði og lenti á strætisvagni og þegar önnur flugvél fórst í flugtaki í borginni Kirovabad í síðustu viku. í desember á síðasta ári létust 78 manns, flestir þeirra azerskir hermenn, þegar herflutn- ingavél á leið til jarðskjálftasvæð- anna í Armeníu fórst í Lenínakan. Fallhlífarhermennirnir sem létust höfðu bækistöðvar í Tblisi í Georgíu. Þeir voru á meðal mörg þúsund her- manna sem sendir hafa verið til að stöðva blóðug átök Azera og Armena um héraðið Nagorno-Karabak. Hér- aðið er hluti Azerbajdzhans, lýtur stjórninni í Kreml en er að meiri- hluta byggt Armenum. Armenar krefjast þess að héraðið verði sam- einað Armeníu. Sovéskir embættismenn segja að stríðsástand ríki nánast í héraðinu. 11.000 hermenn úr her sovéska inn- anríkisráðuneytisins eru nú í Az- erbajdzhan. Tölur um fjölda her- manna úr fastaher Sovétríkjanna hafa ekki verið gefnar upp. Birnir í ísknattleik Reuter Moskvu-fjölleikahúsið er nú í sinni fyrstu sýningarferð í Vestur- Þýskíilandi og sl. miðvikudag var sýning í Hamborg. Þar mátti meðal annars sjá rússneska skógarbirni í ísknattleik. Alþjóðasamtök geðlækna: Innffönefu Sovétmanna mótmælt Ahpnu. Rputpr. ^ ^ ^ * Aþenu. Reuter. SOVÉSKIR andófsmenn mótmæltu í gær inngöngu Sovétríkjanna Alþjóðasamtök geðlækna, WPA. Þeir bera því við að geðlækningum sé enn misbeitt gegn andófsmönnum í landinu. Mikill meirihluti fulltrúa á þingi samtakanna, sem 50 ríki eiga aðild að, var því fylgjandi að sovéskum geðlæknum yrði á ný veitt innganga í samtökin. Var þetta ákveðið á ársþingi geðlæknasamtakanna í Aþenu fyrr í vikunni. Sovéskum geðlæknum var vísað úr samtökun- um 1983 í kjölfar ásakana um að þeir hefðu lokað andófsmenn inni á geðsjúkrahúsum. Skömmu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu í Aþenu lásu sov- éskir fulltrúar á þinginu bréf þar sem í fyrsta sinn var viðurkennt að geðlæknisfræðinni hefði verið misbeitt í pólitísku skyni í Sovétríkj- unum. „Þetta eru alvarleg mistök sem bijóta niður siðferðileg gildi al- þjóðasamtakanna," sagði sovéski geðlæknirinn og andófsmaðurinn Anatólíj Ivanovítsj Koijagin um inn- göngu Sovétmanna á blaðamanna- fundi sem Alþjóðasamtök gegn mis- beitingu geðlæknisfræðinnar í pólitískum tilgangi skipulögðu. Koijagin var varpað í fangelsi fyrir að mótmæla misbeitingu geðlækn- isfræðinnar í Sovétríkjunum en fluttist síðar úr landi til Vestur- landa. Hann sagðist hafa sagt sig úr Alþjóðasamtökum geðlækna, þar sem hann hefur verið heiðursfélagi, til að árétta mótmæli sín. Nefnd á vegum samtakanna mun fara til Sovétríkjanna og kanna hvort geðlæknisfræðinni sé misbeitt í pólitískum tilgangi í landinu. Reuter Óttinn við stóra skjálftann í meira en 80 ár hafa íbúar San Fransisco lifað í ótta við stóran skjálfta á borð við þann, sem jafnaði borgina við jörðu árið 1906. Myndin er tekin það ár af rústum Kínahverfisins. Vetrarfagnaður — sviðoveisla verður haldinn í félagsheimilinu laugardaginn 21. október. Húsið opnað kl. 19. Jón Stefánsson stjórnar söng. Hljómsveitin Ásarnir leikur fyrir dansi tll kl. 03. Miðar verða seldir á skrifstofunni eða við innganginn. Félagar, mætum allir og tökum með okkur gesti. Skemmtinefndin. Tjón af völdum landskjálftans Landskjálftinn í noröurhluta Kaliforníu olli gífurlegu tjóni og á kortinu sést hvar þaö var mest. KRTN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.