Morgunblaðið - 20.10.1989, Page 31
•swei iáa«cso & ín.a<».«rjnFfHMi M&3®i«raa< r 0£
MÓRGtJNBLÁÐIÐ 'fÖSTUDAGUR 20, OKTOBÉR 1089 ‘ 31
fclk í
fréttum
ÁST
Tina faldi
ástmanninn
í þrjú ár!
Rokkdrottningin Tina Turner er -
nú farin að hægja ferðina þrátt
fyrir nýútkomna breiðskífu sem
hefur selst eins og heitar lummur
eins og vænta mátti. Hún er orðin
fimmtug og tekin að lýjast á öllu
saman að eigin sögn. En síðan hún
varð eiginkona Ike nokkurs Turner
á árum áður, hefur lítið farið fyrir
karlamálum Tinu. Var almennt
álitið að hún væri ekki upp á karl-
höndina eftir samvistirnar með Ike
sem barði hana eins og harðfisk
og lítilsvirti hana á ýmsan hátt
annan. Nú hefur komið upp úr
dúrnum að Tina er búin að lofa
sig karlmanni.
Sveinninn heitir Erwin og er
Vestur-Þjóðveiji. Landar hans eru
yfir sig ánægðir og segja nú mikið
frá þessum Erwin í blöðum. Frem-
ur lítið er þó vitað um kappann
annað en að hann er á fertugs-
aldri og því mun yngri heldur en
Erwin og Tina eiga stund saman.
Tina. Þau hafa að eigin sögn verið
saman í þijú ár og þrátt fyrir að
fréttamenn hafa fylgst vel með
Tinu Turner, hefur þeim turtildúf-
unum tekist að halda sambandi
sínu leyndu. En upp komst um síðir
og ekki dugar lengur að láta sem
ekkert sé.
GEIMÁLFAR
Kattavinurinn Alf
hlýddi á “Cats“
Geimálfurinn Alf sem er ættaður
frá plánetunni Melmac, en inn-
lyksa á jörðinni af tæknilegum
ástæðum, er ákveðinn í því að sjá
og upplifa sem mest áður en hann
kemst á heimaslóðir sínar, ef hann
þá kærir sig um að fara héðan. Kunn-
ugir segja, að hann kunni afar vel
við sig á Jörðu, sérstaklega eftir að
hann varð frægur af sjónvarpsþátt-
um.
Eitt af því sem Alf hefur miklar
mætur á eru söngleikir. Og þar sem
hann er yfirlýstur kattavinur, þá
mætti hann á uppfærslu á söngleikn-
um „Cats“ er hann var á ferð í Ham-
borg fyrir skömmu. Vildu allir láta
mynda sig með öllum að sýningu
lokinni og malaði Alf eins og köttur
í góðum félagsskap sem á myndinni
sést.
WINNDU ORKUNA !
Áhrifin eru kraftaverki líkust:
„EXTRA CELL POWER“ frá LANCASTí
er sannkallaður lifgjafi fyrir þreytta húð.
ZANCASTER
Fulltrúar Flnnlands á ræðismannafúndinum. Á myndinni eru frá vinstri Haraldur Björnsson aðalræðis-
maður og kona hans Þóra Stefánsdóttir, Sigurður Einarsson í Vestmannaeyjum, Hákan Branders sendi-
herra, Björg S. Blöndal og Theodór Blöndal á Seyðisfirði, Margrét Kristjánsdóttir og Jón Friðgeir Ein-
arsson í Bolungarv ík, Helena Lappalainen sendiráðunautur.
RÆÐISMENN
Fulltrúar Norðurlandanna fimda
Sendiherrar Norðurlandanna á
íslandi, Danmerkur, Finnlands,
Noregs og Svíþjóðar efndu 11. og
12. október til fyrsta landsfundar
íslenskra ræðismanna þessara
landa. Eins og vera ber hittust
ræðismennirnir í Norræna húsinu í
Reykjavík
Fyrri daginn ræddu sendiherr-
arnir hver í sínu lagi við ræðismenn
sína. Seinni daginn var síðan sam-
eiginlegur fundur og skiptust menn
á skoðunum um hlutverk ræðis-
manna og samskipti landanna. Jú-
líus Sólnes hagstofuráðherra sem
fer með málefni Norðurlanda í ríkis-
stjórninni bauð þátttakendum til
samkvæmis.
Ræðismenn og sendiherrar Norðurlandanna á tröppum Norræna hússins.
Vorum aö taka upp mikið af vörum. Opið laugardaginn kl. 10—16. Tískusýning allan daginn.
Veriö velkomin.
Louís Féraud mansfield ESCADA frúhk Uski* -fftHl^j 1 TIZKAN Laugavegi71 II hæð Sími 10770 -