Morgunblaðið - 20.10.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 20.10.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 20. OKTÓBER 1989 ©1967 Unlvf—I Prn»» Syndtcate „ Ht/að vas pessi gluggcL' pússari hrópa ? " Ást er... . . . fyrirvaralaust. TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved ° 1989 Los Angetes Tlmes SyrxJicale Mér hefiir tekist að ná það lagt að byi'ja auralaus en vera nú kominn upp í þriggja milljóna króna skuld plús dráttarvexti___ Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI ,,<3í.eyPTU þeSSA PlLLL), HÖGiKII . '' Umönnun aldraðra: Betra seint en aldrei Er rétt hönn- un á hraða- hindrunum Til Velvakanda. Eftir lestur greinar Margrétar Sæmundsdóttur í Velvakanda um hraðahindranir o.fl. er það mín tilfinning að henni finnist að öil óhöpp og slys séu ökumönnum að kenna. Hún gagnrýnir ökumenn sérstaklegá. Þeir séu líka ábyrgð- arlausir þegar þeir gagnrýna hraðahindranir og gönguljós. Ég held að þetta sé ekki rétta að- ferðin til þess að bæta umferðina og auka tillitssemina. Ég spyr þá sem þetta lesa: Er það rétt hönnun á hraðahindrun þegar ekki er hægt að aka hraðar en 15-20 km/klst. án verulegra óþæginda og jafnvel hættu, þegar leyfilegt er að vera á 35-50 km/klst.? Það sem mér finnst að þeim flestum er hve krappar þær eru. Bíllinn skvettir afturendanum og allt lauslegt fer af stað í bílnurn. Svo eru það gönguljósin. Ef nauðsynlegt er að hafa þau nálægt umferðarljósum ætti að samstilla þau við umferðarljósin. Bílarnir eru rétt að komast af stað þegar kveikt er á gönguljósunum. Þetta er mjög vandræðalegt og ergir ökumenn. Ég sleppi því að kvarta undan misnotkun á gönguljósun- um, það gæti misskilist. Til Velvakanda. Ég, komin fast að sextugu, varð fyrir óskemmtilegri reynslu á veit- ingastaðnum Glæsibæ fyrir 2 vik- um síðan. Ég var sökuð um það af ungum dyraverði að hafa ekki greitt inngangseyri inn i húsið. Bað ég hann þá að ganga með mér til stúlknanna í fatageymsl- unni sem jafnframt taka við greiðslu á inngangseyri til að sanna mitt mál. Hann hunsaði þessa beiðni mína svo ég fór sjálf og staðfesti önnur afgreiðslustúlk- an að ég hefði borgað og kallaði hún það til dyravarðarins, en þá eru dyraverðirnir orðnir tveir. Gekk ég síðan til þeirra og varð mér það á að tylla fingri undir höku dyravarðarins sem hafði ásakað mig og sagði um leið: „Ég Til Velvakanda. Kvennalistinn hefir lagt fram brýnt frumvarp til laga á Alþingi, og ég hlýt að fagna af heilum huga, að stjórnmálaflokkarnir sjá hversu þýðingarmætt efni frumvarpsins er. Margir einstaklingar eru í landinu sem annast háaldraða foreldra sína, því miður hafa þeir ekki bundist samtökum, þrátt fyrir tilmæli. Margsinnis hef ég í gegnum árin spurt um þá sjálfsögðu skyldu, að Tryggingastofnun ríkisins greiddi aðstandendum laun fyrir umönnun. Enginn skilur nema sá sem lent hefur í þeirri aðstöðu, að vera bund- inn allan sólarhringinn yfir ástvin- um sínum. Það er mjög einfalt og ljóst að enginn lifir á loftinu. Sjálf- ur hef ég ekki getað unnið utan heimilisins sl. 6 ár, það vita þeir vel sem þekkja til mín. Foreldrar mínir vilja ekki fara á stofnun, og var búin að borga.“ Hafði hann engin umsvif heldur greip í öxl mína eins og hann ætlaði að lyfta mér frá gólfi og hélt mér þannig góða stund. Mér varð að orði hvers konar dóni hann væri. Þá sagði hinn að ég hefði ekkert leyfi til að káfa framan i þá og hvað ég væri að rausa, ég væri komin inn. Ég spurði þessa menn að nafni en þeir sögðu það ekki skipta máli og þar með yfirgaf ég stað- inn. Aldrei hef ég orðið fyrir ann- arri eins niðurlægingu á skemmti- stað. Það skal tekið fram að ég var ódrukkin og hef ég fremur komið á þennan stað til að dansa en að drekka vín. Það er kannski það sem þeim hefur ekki líkað. Rannveig Kristjánsdóttir þar sem ér er einkabarn, er það náttúrlega siðferðileg skylda mín að annast þau. Embættismenn í kerfinu taka sér ekki nærri þá sem hafa þurft að leggja niður vinnu sína, vegna þeirra aðstæðna aðstandenda aldr- aðra í heimahúsum. Það er sár broddur í mótlætinu að fá ekki skilning fyrir sjálfsögðum mann- réttindum. Fjárhagsáhyggjur að- standenda aldraðra liggja á þeim eins og farg, er getur jafnvel orðið svo þungt, að það leiði til örvænt- ingar. Það eru því gleðitíðindi að enn einu sinni er lagt til breytinga á almannatryggingakerfinu. Stjórn- málamenn reynið að meta störf aðstandenda aldraðra, þar sem spöruð eru mörg sjúkrarúm á sjúkrahúsum og elliheimilum. Ég, sem þessar línur skrifa, vil hvetja aðstandendur aldraðra í heimahús- um að bindast samtökum strax, og knýja fram lausn að þýðingarmikið mál nái fram að ganga. Þess má geta að Landssamtök heimavinn- andi fólks hafa þetta mál m.a. á sinni stefnuskrá. Þar gætum við fjölmennt. Helgi Vigfússon Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa 5kki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Stígur * Oskemmtileg reynsla Yíkverji skrifar Hjólabretti eru eitt af þeim tísku- fyrirbæi'um sem hingað hafa borist og er víst ekkett bai'n maður með manni nema slíkt eigi. Víkveija dagsins hefur alltaf verið í nöp við þessi tæki og lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að þau berist inn á heimiiið. Var satt að segja orð- inn vongóður um að þessi tískubylgja væri að ijara út þegar einn úr fjöl- skyldunni mætti með bmtti undir hendinni en það hafði hann keypt af vini sínum á fimmhundnjðkall. Eftir nokkra fyrirlestra um hættum- ar í umferðinni og að halda sig við gangstéttamar fór hann af stað og veit pabbinn ekki annað en drengur- inn hafi farið varlega. XXX Feðgamir fengu síðan tilefni til að ræða málin þegar þeir urðu vitni að atburði í fyrradag. Þeir óku á eftir stálpuðum dreng sem þeysti á hjólabretti niður brekku í Breið- holtinu. Neðst í brekkunni missti hann stjóm á atburðarásinni og datt á hausinn, kútveltist og lá síðan ósjálfbjarga og emjandi á miðri göt- unni. Okumenn bílanna sem fyrstir komu að hjálpuðu drengnum á fætur og buðust til að aka honum heim, enda virtist liann ekki hafa slasast. Hann þáði það, en á næstu augna- blikum komu félagar hans á sömu þeysireiðinni á hjólabrettum niður brekkuna og mönuðu félaga sinn til að halda áfram og var hann þá fljót- ur að skipta um skoðun, tók brettið úr skotti aðkomubílsins, þuirkaði tár- in, hélt annarri hendi um höfuðið og fór af stað. Passar sig þó vonandi betur í umferðinni. I umræðum í framhaldi af þessum atburði spurði Víkveiji dagsins son sinn af hveiju krakkamir væru svona mikið á göt- unum á brettunum. Hann sagði að gangstéttamar væm svo ósléttar að það væri erfiðara. XXX Vegagerðin hefur komið upp svo- kölluðum vegriðum á hættuleg- um köflum í sunnanverðum Hval- firði, meðal annars á stað þar sem banaslys hafa orðið. Víkveiji ekur pft um Hvalfjörðinn eins og flestir íslendingar og hefur fundið til óöryggis á þessum stöðum. Það hafði því góð áhrif á hann að sjá vegriðin þegar hann skrapp í Bbrgarfjörðinn um helgina. Jafnframt veltir hann því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að setja vegrið upp víðar þar sem svipaðar aðstæður era og í Hvalfirð- inum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.