Morgunblaðið - 26.11.1989, Side 10

Morgunblaðið - 26.11.1989, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 10 eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. ÞORBJÖRG LEIFS hefur þýða og mjúka rödd og fallegt augnaráð. Síðustu vikur hefúr hún verið sér til hressingar á Heilsuhælinu í Hveragerði og í herberginu hefur hún kveikt á kertum og býður upp á neskaffi. Maðurinn hennar, Jón Leifs, var stórbrotinn listamaður, umdeildur og framsækinn hvort sem var í listsköpun ellegar í umbótum á fjárhagslegri stöðu tónskálda. Maður langt á undan sinni samtíð. Þar af leiðandi engin lognmolla um hann. Með honum deildi hún súru og sætu í þrettán ár. Hún gleðst yfir því að svo virðist sem menn séu að fá betri skilning á tónverkum hans nú. Kannski kominn tími til. Ungt tónlistarfólk er sólgið í að kynnast verkum hans og virðist hafa tilfínningu og þokka á þeim sem skort hefur. Menn íróðir og vísir líkja Jóni Leifs við ýmsa jöfra tónbókmenntanna. Þorbjörg hefúr ekki verið fús að tjá sig um sín einkamál enda kemur hún fyrir sjónir sem hlédræg kona og hæversk. En hún reynir ekkert að Iíta undan og dylja Ijómann í augunum þegar hún talar um mennina tvo í lífí sínu: Jón Leifs og einkason þeirra, Leif. Eg ólst upp á Sauðárkróki en þar var faðir minn, Jóhann G. Möller kaupmaður. Hann Iést þegar ég var ellefu ára. Við vorum ellefu systkinin og mamma fluttist til Reykjavíkur með sex þeirra. Ég fór til móður- foreldra minna á Hofsósi en þegar ég hóf að ganga í skóla fór ég til mömmu og það gerðum við smám saman öll systkinin sem hún gat ekki tekið með sér strax. Eftir að mamma settist að hér kom hún á fót mat- sölu og tók kostgangara og framfleytti sér og börnunum þannig. Öll fengum við systkin- in að mennta okkur. Ég hef hugsað um það fyrr og síðar að þetta hefur verið óblíð lífsbar- átta og ekki síst að geta ekki haft öll börnin sín hjá sér framan af. Mér hefur fundist að vilji menn liðsinna konum sem missa mann sinn eigi að gera allt til að þær þurfi ekki að Iáta börnin frá sér. Það skiptir mestu.“ Hún tekur sér málhvíld. Segir lágt „Nú eru systkini mín öll dáin. Ég er ein eftir af þessum stóra hóp. Systkini mín fóru mörg úr því sem varð föður mínum að aldurtila; hjartað gaf sig. Sum systkinabörn mín eru farin líka. Það eru svo margir farnir sem mér hefur þótt vænt um og hafa dáið á besta aldri. Ég hef syrgt mikið og ég var stundum hrædd við að sturlast af sorg. Ég er ekki hrædd við það — ekki lengur. Ekki fyrst ég lifði af þegar Pálmi bróðir minn dó fyrir tveimur árum. Við vorum eftir tvö af þessum stóra hópi. Hann var læknir í Ameríku og við vorum samrýnd þrátt fyrir Qarlægðina og ég heimsótti hann oft. Við töluðum saman í síma viku áður en hann dó. Ég bað hann að fara ekki á undan mér.“ Eftir að Þorbjörg flutti suður bjó hún hjá eldri systur sinni, Stefaníu, og Magnúsi Andr- éssyni, manni hennar. Hún gekk í Verzlunar- skólann og útskrifaðist 1938. Hún hafði áhuga á frekara námi en barn hafði hún fengið mislinga og eftirköst þeirra voru augn- sjúkdómur sem hún stríddi við árum saman. Af frekara skólanámi varð því ekki og síðar fór hún í skurðaðgerð þrívegis til útlanda. Þessi augnsjúkdómur hrjáði hana vissulega en hann varð þó örlagaríkur henni á annan hátt og ekki hefðbundinn. „Ég hafði áhuga á garðyrkju og langaði að reyna þar fyrir mér. Magnús mágur minn bauðst til að kosta mig í nám. Móðir mín aðstoðaði mig við að komast í verslunina Blóm og ávexti, en þegar til kom þoidi ég ekki vinnuna. Það var baktería í sumum blómanna sem augun þoldu ekki. Þá fór ég að vinna á skrifstofu hjá Slippfélaginu. Fyrir- tækið var kröftugt, húsið nýbyggt og þótti myndarlegt þá og Sigurður Jónsson var góð- ur yfirmaður. Ég var fyrsta konan sem vann þar. Ég var við bókhald og bréfaskriftir og mér fannst gaman að vinna þarna. Enn færð- ist fjörkippur í starfsemina þegar herinn kom því að Slippfélagið tók að sér margs konar verkefni fyrir hann. Umsetningin var mikil og þarna unnu um 300 manns þegar mest var. Þarna vann ég fram til ársins 1945 og undi hag mínum vel.“ Hvað fannst þér og þínum kunningjum um það þegar Bretar tóku ísland 1940? „Blessuð góða, ég var á móti hernum. Sama máli gegndi um flesta kunningja mína. Margir hermenn komu á skrifstofuna í ýms- um erindagjörðum og þeir voru fjarska kurt- eisir. En við gátum ekki fellt okkur við þetta ástand. Við gerðum í því að keyra framhjá byrgjunum þeirra og köstuðum að þeim fúl- eggjum og vorum með hróp. Auðvitað áttum við að varðveita sjálfsvirðingu okkar og láta þetta ógert. Það skilur maður ekki fyrr en eftir á. Einu sinni vorum við tekin, það var rétt hjá Álafossi. Yfirmaðurinn brást þannig við að bjóða okkur í te. Hann sýndi okkur myndir af börnunum sínum og kom þannig fram við okkur að ég held að við höfum ekki gert meira af þessu. Þetta var meðan Englendingarnir voru. Ósköp sem þeir voru umkomulausir, illa útbúnir og bjuggu við slæman aðbúnað. Það breyttist margt eftir að amrísku hermennirnir komu; þeirra veru fylgdi meiri alvara. Meiri ógn. Við hefðum aldrei lagt í að gera at í þeim. Eftir stríð fór ég til lækninga í Kaupmannahöfn og ílentist þar reyndar fram til 1951. Þá kom ég heim og vann á skrifstofu Þjóðleikhússins þar til við Jón giftumst." Hvernig kynntust þið ? „Það voru dálítil átök sem settu svip á Jón Leifs, átján ára, um það leyti sem hann hélt til tónlist- arnáms í Þýzkalandi. fyrstu tvö skiptin. Ég vann í Kaupmanna- höfn þegar ég sá hann fyrst. Einhveiju sinni fylgdi ég Jakobi frænda, sem var sendiherra í Danmörku, út á Kastrup þegar hann var að fara heim. Við frændi sátum á bekk í flug- höfninni.Ég hafði nokkru áður farið í augnað- gerð og þurfti að hafa dökk gleraugu til hlífðar augunum. Mér fannst það ekki þægi- legt af því að ég var mjög feimin og mér fannst gleraugun gera mig áberandi. Seinna hjálpaði Jón mér að vinna bug á feimninni — hann sem var innst inni óskaplega feiminn sjálfur. Nú, en sem við sitjum þarna kemur Jón Leifs til okkar og kynnir sig og spyr hvort ég sé á leið til Islands. Ég var undin og snúin, fannst hann bara uppáþrengjandi og hreytti út úr mér að frændi minn væri að fara heim. Löngu seinna sagði Jón: „Ef augu gegnum gleraugu hefðu getað drepið þá hefði ég dottið niður dauður.“ Jón hrökkl- aðist í burtu við þessar móttökur. Þá sagði frændi hæglátlega við mig að fleiri ættu við Jón Leifs við píanóið. Mynd- in er tekin 1959. SÍÐDEGISSTUND MEÐ ÞORBJÖRGU LEIFS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.