Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 13

Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 13
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 13 sjúkrahús en misstu eigur sínar þegar tnifélög voru bönnuð árið 1950. Meðlimir þeirra voru ofsóttir og margir handteknir. Starf trúfé- laga var aftur lögleitt í ágúst og nú eru 180 munkar og 30 nunnur starfandi í Ungverjalandi. Sagt er að ríkið þurfi á aðstoð trú- og góð- gerðastofnana að halda til að ráða við sívaxandi félagsvandamál eins og afbrot unglinga, sundraðar fjöl- skyldur, alkóhólisma og eiturlyfja- neyslu. Húsnæði háskóladeildarinnar sem fæst við norræn tungumál og bókmenntir í Búdapest er í bygg- ingu gamals trúfélags. Istvan Bern- ath, þýðandi íslenskra forn- og skáldsagna á ungversku, kennir þar. Hann veit ekki hversu lengi deildin muni halda húsnæðinu. í spjalli við hann kom fram að laun háskólakennara eru svo slæm að þeir verða að vinna aukastörf til að „hafa“ það sæmilegt. Bernath semur ásamt kennslunni norræna hlutann í umfangsmikið bókmenn- tauppsláttarrit sem er í smíðum. Þeir sem ég talaði við tóku undir að kjörin eru slæm. Kunningjakona mín, Eva Varga, sem er í góðri stöðu hjá lyijafyrirtæki, segist hafa 12.000 forintur á mánuði eftir skatta. Heildartekjurnar em 16.000. Hún býr með áttræðri móð- ur sinni sem hefur 4.000 forintur í eftirlaun. „Við höfum það betra en margir en ég finn verulega fyrir sífelldum verðhækkunum. Matur og hreiniætisvörur hækka stöðugt. Svo ég minnist ekki á föt, ég kaupi þau nú ekki. Hversdagskjóll kostar 8.000 og skópar 1 til 2 þúsund.“ Meðallaun verkafólks eru um 4 til 6 þúsund forintur. Mjólkurlítrinn kostar 3 forintur í miðbæjarmark- aðshöll höfuðborgarinnar, kíió af kartöflum 10, eplum 28, osti um 150 og kjöti frá 150 í 300. Lúx- sápa var á 62 en innlend á 8,80 forintur. Heilbrigðisstéttinni í landinu er svo illa borgað að Eva segir að það þurfi að borga læknum svo kallað „þakkargjald“ fyrir að líta á sjúkl- inga og hjúkrunarkonum fyrir að hugsa um rúmliggjandi fólk. „Svo er því haldið fram að þessi þjónusta sé ókeypis." Varaforstjóri raforkufyrirtækis segir að launamismunur í landinu hefði aukist. „Áður fyrr voru flestir með laun á bilinu 2 til 10 þúsund en nú eru þau frá um 5 til 70 þús- und. Fijáls samkeppni hefur haft það í för með sét'. Vinnuveitendur þurfa að keppa um vinnukraftinn. Það er mikil breyting frá áætlunar- búskapnum. Ungverskt vinnuafl er gott en það þarf að auka tækni- og tungumálakennslu í skóium til að bæta það enn.“ Hann er örugglega í hópkhinna best launuðu. Það kemur mér því á óvart að sjá að hann ekur um á austur-þýskum Wartburg. Þeir sem geta eru yfirleitt á vestrænum bílum. „Ég er með Volkswagen-vél í bílnum,“ útskýrir hann án þess að ég spyiji nokkurs. Hvorki varaforstjórinn né Eva eru eða hafa verið meðlimir í komm- únistaflokknum. Hann hefur aldrei haft áhuga á neinu nema sínu fagi og hún hafði ekki eftir neinu að sækjast i flokknum. „Það er líklega tilviljun að ég gekk aldrei í hann,“ segir hún. „Það bað mig bara aldr- ei neinn um það. Ég verð að yiður- kenna, þótt það sé ekki í tísku, að ég er leið yfir að hann beið skip- brot. Ég var alin upp í trú á stefnu hans og var viss um að ástandið myndi lagast undir hans stjórn.“ Eva var 11 ára í uppreisninni 1956. „Það eina sem ég man er að við fengum frí í skólanum í nokkra daga.“ Hún segir að fólk viti yfirleitt lítið um nýju stjórnmálaflokkana og hafi takmarkað álit á þeim. „Fólk er svo þreytt eftir langan vinnudag að það hefur ekki þrótt til að velta pólitík fyrir sér. Afkoma þess og öryggi skiptir það fyrst og fremst máli. Hver flokkurinn af öðrum sprettuí- upp og sækist eftir völdum en enginn getur sagt fyrir um efna- hagsástandið. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri. Það er Sjá næstu síðu. Lítt þekktur en laus við bagga fortíðarinnar Morgunblaðið heimsœkir Lajos Furforsetaframbjóðanda ung- versku Lýðrœðishreyfingarinnar UNGVERSKA þjóðin mun ákveða í dag, 26. nóvember hvort hún vill kjósa forseta landsins beinni kosningu eða láta þingið um það þegar það kemur saman eftir þingkosningar á næsta ári. Talið er víst að þjóðin vilji velja forsetann sjálf. Fimm menn hafa gefið kost á sér í embættið. Imre Pozsgay, umbótasinni úr gamla Kommúnistaflokknum og einn af stofnendum nýja Sósíalistaflokksins, var til skamms tíma talinn svo til öruggur sigurvegari en kjör hans þykir ekki lengur eins ótvírætt. Enginn sem ég spurði í Ungveijalandi sagðist styðja hann. Nokkrir neíndu hins vegar flokksbróður hans, Matyas Szúros, annan umbótasinna, þingforseta og skipaðan forseta landsins. Og margir hældu Kalman Kulcsar, enn öðrum umbótasinna, dómsmálaráðherra og svo kölluðum föður lagabreytinga sfjórnarskrárinnar, upp í liástert. Hann er frambjóðandi Þjóðræknisfylkingarinnar sem starfaði með Kommúnistaflokknum. Sandor Racs, formaður verkamannanefhdanna í Búdapest sem veittu Rússum viðnám í innrásinni 1956, er frambjóðandi sósíaldemókrata, en algjör glundroði ríkir á þeim bæ. Og Lajos Fúr, sagnfræðingur, er frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar, stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Fiir er lítt þekktur. „Pozsgay og Szuros eru þekktari en ég,“ segir hann. „Fjölmiðlar virð- ast enn veita þeim meiri athygli en okkur sem erum ekki eins kunnir. Það er bara eitt ráð við því. Ég verð að ferðast um landið og kynna mig og skoðanir hreyf- ingarinnar. Hún er vel skipulögð úti á landi. Það eru þegar starf- andi flokksfélög á 350 stöðum og þau undirbúa fundi með mér. Fundarhöldin eru þegar hafin. Ég hélt sex ræður á einum degi í fyrstu framboðsferðinni. Við ökum um í bílalest með fánum og flautuþyt til að vekja á okkur athygli," segir hann og kímir. „Það tíðkaðist hér fyrir stríð. Aðferðin er gamaldags en ber vonandi árangur. Við límum upp auglýsingamiða með mynd- um af mér og reynum að láta það ekki fara fram hjá neinum að við erum á ferðinni. Þetta minnir helst á sirkus en tilheyrir víst. Kosningabarátta okkar er svipuð og í Bandaríkjunum, nema auðvitað eitthvað minni í sniðum," segir Fiir og hlær við. Alla dreymir um ánægju án ábyrgðar Hann er vingjamlegur, þétt- vaxinn, meðalmaður á hæð. Hann tók á móti mér ogtúlkinum á heimili sínu. Það er á 3ju hæð í dæmigerðu fjölbýlishúsi í Búda- pest. Þau eru langflest byggð í kringum húsagarð og gengið inn í íbúðimar af svölum sem snúa inn í garðinn. Heimili hans er látlaust. Hann er 59 ára, kvænt- ur og á tvö uppkomin börn. „Og tvö bamabörn,“ segir hann. „Að eignast barnabörn er það sem alla dreymir um. Maður hefur ánægjuna en ber ekki ábyrgð- ina.“ Hann er sagnfræðingur að mennt og var virkur í stjórn- málum á yngri ámm. „Ég tók þátt í þeim eins lengi og það var hægt. En eftir 1956 kom löng þögn.“ Hann missti starfið sem aðstoðarháskólakennari. „Lífið var dálítið flókið á þessum árum.“ Hann fékk starf sem grunnskólakennari og loks leyfi tii að hefja aftur rannsóknir í sinni grein, sögu Ungveijalands á 17. og 18. öld, árið 1964. Hann skrifaði nokkrar bækur og hefur haft stöðu við háskólann í Búdapest undanfarin þijú ár. Á áttunda áratugnum varð aftur óhætt að tala upphátt um stjómmálaskoðanir sem bmtu í bága við flokkslínuna. Kjami Lýðræðishreyfingarinnar mynd- aðist þá en hún var ekki form- lega stofnuð fyrr en 1987. „Vina- hópur fræði- og listamanna sem hafði svipaðar skoðanir á afstöð- unni til Evrópu og erfiðleika þjóðarinnar varupphaf hreyfing- arinnar. Okkur var ljóst að al- þýðulýðveldið hafði gengið sér til húðar og vandinn yrði ekki leystur nema með því að koma á lýðræði og efnahagsumbótum. Við vildum ekki stofna miðstýrð- an, hugmyndafræðilegan flokk, eins og kommúnistaflokkinn, heldur koma á fót skipulagðri, raunsærri hreyfingu sjálfstæðra félaga sem öll stefna að sama marki. Við viljum fara okkur hægt og láta breytingar eiga sér stað smátt og smátt til að forð- ast ringulreið. Við leggjum áherslu á mikil- vægi lýðræðis eins og Fijálsir demókratar og Ungir demó- kratar (hinir helstu stjómarand- stöðuflokkarnir) en auk þess leggjum við áherslu á mikilvægi ungversku þjóðarmeðvitundar- innar. Um þriðjungur Ungveija, og þá á ég við alla sem eru af ungversku bergi brotnir," segir Fúr, „búa utan landamæra Ung- veijalands. Stór hluti þeirra er í Rúmeníu. Við höfum tekið á okkar herðar að tala máli þessa fólks og láta örlög þess okkur skipta. 1 áraraðir mátti ekki minnast á það vegna hins svo- kallaða bræðralags við ná- grannalöndin. Það átti ekki að skipta sér af innanríkismálum annarra. Þessara Ungveija var Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir. LAJOS FUR:„Pozsgay er þekktari en ég en það gæti komið honum í koll...“ ekki getið í skólum landsins. En þeir og svæðin þar sem þeir búa, sérstaklega Sjöborgaland, em þýðingarmikill þáttur í sögu Ungveijalands og menningu. Við eigum að leggja rækt við hann.“ Kapítalískir skattar á sósíalísk laun Lýðræði og umhyggja fyrir kúguðum minnihlutahópum em göfug baráttumál en almenning- ur hefur þyngri áhyggjur af efnahagsástandinu í landinu. Lífsbaráttan er hörð og sögð harðna með hveijum degi sem líður. Ég spyr Fur hvernig Lýð- ræðishreyfingin hygðist leysa efnahagsvandann. „Við höfum vel útfærða efnahagsáætlun í okkar stefnu en fyrst og fremst þarf að gjörbreyta eignarréttin- um,“ sagði hann. „Breytingarnar eiga ekki að verða í einu vet- fangi. Það verður að gæta þess að lífsskilyrðin, sem eru slæm fyrir, versni ekki enn. Þess vegna viljum við fara okkur hægt og kjósum umbætur á skipulagðan hátt. Það þarf að stuðla að sterk- um einkageira og stofna raun- vemleg samvinnufélög eins og tíðkast til dæmis í Danmörku. Við kærum okkur ekki um sam- vinnurisa eins og tíðkast í komm- únistaríkjum. Það á að fækka ríkisfyrirtækjum og forðast þau af fremsta megni. Markaðskerfið er mikilvægt. Það þarf að stuðla að fijálsri samkeppni óháðra aðila sem allir hafa sömu tæki- færi. Rekstur fyrirtækja sem bera sig ekki á að stöðva. Hætt er við að breytingarnar hafi at- vinnuleysi í för með sér og þess vegna er nauðsynlegt að koma á traustu félagskerfi. Við verðum að beita okkur fyrir endurmennt- un fólks svo að það verði sam- keppnisfært á vinnumarkaðnum og rétta atvinnulausum hjálpar- hönd.“ Og hvaðan kemur fjár- magnið? „Úr tveimur áttum,“ sagði hann. „Það er fjármagn fyrir í landinu. íbúarnir hafa hins vegar hvorki mátt né séð ástæðu til að íjárfesta. En þegar skyn- samleg tæki- færi bjóðast munu þeir fjár- festa hér og stuðla að stofn- un fýrirtækja sem veita at- vinnu. Og við þurfum erlent fjármagn, en eigum að forð- ast frekari lán- tökur. Við erum þegar á kafi í erlendu skulda- feni. Við eigum að leyfa erlend- um aðilum að hefja atvinnu- rekstur hér án hluteignar okk- ar. Af hveiju ekki? Fyrirtæk- in og þekkingin yrðu um kyrrt þótt útlending- arnir færu. Skatttekjur munu borga fyrir félags- þjónustuna sem verður að vera áreiðanleg." Þegar hér er komið sögu getur túlkurinn ekki á sér setið og minnir forseta- frambjóðandann á orð þingkonu einnar sem sagði að Ungveijar hefðu eþíópísk laun en borguðu sænska skatta. Hann var sam- mála henni. „Lýðræðishreyfingin orðar þetta öðru visi,“ segir hann. „Við segjum að Ungveijar þiggi nú laun sósialísks þjóð- félags en borgi skatta kapít- alísks. Það gengur auðvitað ekki. En í framtíðinni munu fleiri aðil- ar borga skatta og tekjur ríkisins munu ekki lengur streyma svo milljörðum skiptir i botnlausa tunnu skriffinnskuvaldsins." Forseti landsins mun hafa tak- mörkuð afskipti af stjórn og stefnu landsins. Embættið á fyrst og fremst að vera tignar- staða. „Völd forsetans verða af- mörkuð, stjórnarskráin kveður á um þau. Hann á að skrifa undir lagasamþykktir þingsins og skipa í nokkur embætti, svo eitt- hvað sé nefnt. Og hann verður æðsti maður hersins. Það bendir kannski til að hann gæti gert uppreisn,“ segir Fúr hlæjandi. „En til þess þyrfti hann að hafa her. Ungverski herinn er brand- ari, hann er ekki nýtur í neitt nema vegagerð. Ég tel mikilvægt að forsetinn verði kosinn beinni kosningu fyr- ir þingkosningarnar. Hann mun þá bera ábyrgð á að þær fari heiðarlega fram og hafa hönd í bagga með stjórnarmyndunar- viðræðunum. Forsetakosning- arnar verða eins konar aðalæfing fyrir þingkosningamar. Úrslit þeirra munu gefa til kynna vin- sældir flokkanna. Pozsgay er. þekktari en ég en það gæti kom- ið honum í koll. Ég ber ekki bagga fortíðarinnar á herðum mér eins og hann. Einstaklingur- inn sem verður fyrir valinu mun að sjálfsögðu setja sinn svip á embættið. Ég sækist ekki eftir því af metorðagirnd heldur tel ég það þjóðfélagslega skyldu mína að leggja mitt af mörkum á þessum umbrotatímum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.