Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 25

Morgunblaðið - 26.11.1989, Page 25
25 Guðmundur Björnsson fyrrver- andi kennari á Akranesi lést 17. þ.m. 87 ára að aldri. Hann er jarð- settur á Akranesi í dag. Guðmundur var vel þekktur og vinamargur, því munu margir verða til þess að minnast hans nú þegar hann er allur. Ég mun því ekki í þessum fáu- línum rekja ætt hans og heldur ekki ævistörf í smáatrið- um. Það mundi vera að bera í bakkafullan lækinn. Guðmundur fæddist í Núpsdalst- ungu í Miðfirði, V-Hún. 24. mars 1902. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jónsson og Ásgerður Bjarna- dóttir, búendur þar. Þar sleit Guð- mundur barnsskónum og hélt alla ævi mikla tryggð við æskustöðvarn- ar. 16 ára fór Guðmundur í Al- þýðuskólann á Hvammstanga, sem starfræktur var af Ásgeiri Magnús- syni. 18 ára fór hann svo í Flens- borgarskólann. Um 10 ára skeið stundaði Guðmundur farkennslu í Miðfirðinum ásamt störfum á búi föður síns. Þá birtist gæfan Guð- mundi í líki ungrar og föngulegrar konu af Austfjörðum, Pálínu Þor- steinsdóttur, er réðst kaupakpna að Núpsdalstungu. Guðmundur og Pálína felldu brátt hugi saman, en Guðmundur vildi búa sig betur und- ir kennarastarfið og fór í „öldunga- deild“ Kennaraskólans. Á meðan eftirlét hann unnustunni kennara- starfið í Miðfirðinum. Kennaraprófi lauk Guðmundur 1934 og það sama vor, þ. 19. maí, gengu þau í hóna- band Pálína og Guðmundur. Haust- ið eftir fluttust þau til Akraness þar sem Guðmundur fékk kennara- starf-við Barnaskólann. Hafa þau átt þar heima síðan. í 38 ár kenndi Guðmundur við Barnaskólann og annaðist auk þess stundakennslu við Iðnskóla Akraness. Of langt yrði að telja hér upp öll þau félagsstörf, er Guðmundi hafa verið falin. Ég læt nægja að nefna aðeins bæjarstjórn, skóla- nefnd og Framsóknarfélagið á Akranesi. Hann var heiðursfélagi í Húnvetningafélaginu og fleiri fé- lögum. Hina íslensku fálkaorðu hlaut hann fyrir félags- og kennslu- störf. Hann annaðist lengi fréttarit- un fyrir dagblaðið Tímann og dreif- ingu blaðsins á Akranesi. Hann hafði á hendi umboð fyrir Almennar tryggingar á Akranesi um langt árabil þar til sonur hans, Ásgeir, tók við því. Mér verður hugsað til þess er ég, haustið 1944, kom til starfa við Barnaskólann á Akranesi. Þá var þar fyrir lítill og samstilltur hópur reyndra kennara. Einn þeirra var Guðmundur Björnsson. Þessi hópur reyndist mér ákaflega vel og átti mestan þátt í því að ég settist að og eyddi mestum hluta starfsævinn- ar á Akranesi, en ekki bara einu ári eins og ætlunin var. Ég og fjöl- skylda mín átti einnig því láni að fagna að verða nábýlismenn Guð- mundar og fjölskyldu hans um ára- bil. Það nábýli og samskipti við fjöl- skylduna treysti ég mér ekki til að fullþakka. Milli húsanna voru að- eins fáir metrar, en sporin þessa stuttu leið voru mörg. Eitt högg á rúðuna í útidyrahurðinni, var merk- ið og svo var gengið inn, oft raul- andi eitthvert létt stef. Þá létti allt- af yfir. Þannig andrúmsloft fylgdi Guðmundi. Hann var ávallt aufúsu- MQEÓIÍNBLAÐIÐ MINNINGAR sunWudagur 2 26. NÓVEMBER 1989 gestur. Guðmundur var ræðinn og hafði ákveðnar skoðanir í flestum dægurmálum og þjóðmálum. Fátt mannlegt lét hann sér óviðkomandi og færði alltaf til betri vegar ef misjafnt var sagt um náungann. Hann var bæði raungóður og ráð- hollur. Guðmundur var mjög barngóður. Þegar drengirnir okkar voru litlir tók hann þá oft í fangið og gekk um gólf, einkum ef lasleiki eða annað hrjáðí bamssálina. Guðmundur var ákaflega gestris- inn og skemmtilegur heim að sækja, enda oft mannmargt í húsi hans. En um heimilið er ekki hægt að tala án þess að geta húsmóðurinn- ar. Þar átti það sannarlega við, sem oft er sagt, að konan sé mannsins hægri hönd, eða betri helmingur. Heimili þeirra bar alltaf vott um mikinn myndarskap, rausn og smekkvísi. Þar var alltaf gott að koma. Síðast er ég heimsótti Guð- mund og Pálínu gisti ég hjá þeim. Þá naut ég þess að ræða við þau um gamla daga. Heilsa Guðmundar var þá mjög á undanhaldi og lífsþrótturinn þverrandi, enda búinn að verða fyrir miklum áföllum, þó grunaði mig ekki að þetta yrði okk- ar síðasti fundur. Afkomendur Pálínu og Guð- mundar eru samtals 28. Börnin þeirra 5 talin eftir aldri: Ormar Þór arkitekt, kvæntur Kristíríu Vals- dóttur af þýskum ættum. Börn þeirra eru 4. Gerður Birna, gift Daníel Guðnasyni lækni. Börn þeirra eru 4 og barnabörn 3. Björn Þorsteinn lögfræðingur, kvæntur Þórunni Bragadóttur frá Akureyri. Börn þeirra eru 2 og 1 barnabarn. Ásgeir Rafn fulltrúi, kvæntur Fríðu Ragnarsdóttur frá Akranesi. Börn þeirra eru 3 og 4 barnabörn. Atli Freyr fulltrúi, kvæntist Halínu Bogadóttur jarðfræðingi af pólsk- um ættum. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru 2. Öll eru börn Guðmundar og _ Pálínu búsett í Reykjavík nema Ásgeir Rafn. Hann býr á Akranesi. Þegar ég lít yfir þennan hóp af- komenda Pálínu og Guðmundar er ég sannfærður um að þau eiga mikið barnalán. Ég tel þau hafa lagt þjóðfélaginu einstaklega góöan skerf. Ég votta Pálínu og öllum afkom- endum mína dýpstu samúð og þakka af alúð öll hin gömlu og góðu kynni. Karl Helgason Þann 17. nóvember sl. lést á Sjúkrahúsi Akraness Guðmundur Björnsson fv. kennari á Akranesi um áratuga skeið, mikill félags- málamaður bæjarins um árabil og alþekktur heiðursmaður hér í bæ, sem annarstaðar sem leið hans lá. Ekki er ætlun mín að rekja ævifer- il Guðmundar hér, ég skrifaði um hann áttræðan 1982, í Tímann, þetta verða fá kveðjuorð til góðs vinar okkar hjóna og fjölskyldu okkar frá Eystra-Miðfelli. Guð- mundur var sveitungi og vinur konu minnar, kennari hennar, sem þau hjón bæði og trygglyndir vinir allt frá þeim árum. Vinátta Guðmundar við konu mína og þar með okkur öll í fjölskyldunni var gleðiilk og trygg. Þau báru bæði í brjósti þessa hún- vetnsku hamingju og glaðværð. Alltaf kom Guðmundur í okkar hlað ferskur, kátur og hress. í bragði, fullur áhuga og aðdáunar yfir ynd- isleika sveitarinnar og lífsins sem þar er lifað. Guðmundur var fram- sóknarmaður í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann var ákafamaður um framfarir sveitanna, vélvæðingu og framþróun alla. Guðmundur var mannblendinn og áhugamaður um að sjá og kynnast sem flestu. Það var alltaf upplyfting í því að hitta þennan heiðursmann, sem vottaði okkur alltaf sínar bestu óskir far- sældar og hamingju. Hann var heill og hispurslaus í orðum og athöfn- um, þar var engin hálfvelgja, þar bjó mikil orka og framfaraþrá í huga vel gefins manns. Guðmundur var ræðumaður góður og ritfær, góður og fróður ferðafélagi, þakk- látur og minnugur þess sem vél var gert. Guðmundur setti mikinn svip á sína samtíð og verður mörgum minnisstæður. Það er alltaf sjónar- sviptir að slíkum mönnum. Við hjón og fjölskylda okkar eig- um þessu heiðursfólki margt gott að gjalda. Tveir synir Gerðu dóttur Guðmundar og hennar manns, Dan- íels Guðnasonar læknis, voru okkar sveitadrengir á Eystra-Miðfelli, góðir og elskulegir vinir okkar, nú báðir orðnir læknar eins og fleira fólk í fjölskyldunni. Oft er Daníel búinn að leggja okkur líknarhönd, og sýna mikinn drengskap í allri viðkynningu, eins og allt þetta vina- fólk okkar. Upphafið að öllum þess- um kynnum og vináttuböndum átti Guðmundur Björnsson, vinátta og kærleikur eru ævinlega dýrmæt- ustu gjafir lífsins. Þess vegna send- um við hjónin góðum vini hugheilar þakkir og blessunarríkar kveðjur að leiðarlokum. Ástvinum öllum sendum við öll ijölskyldan frá Eystra-Miðfelli okk- + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR ÞJÓÐBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR. Jóhann Ragnarsson og fjölskylda. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUNNRÚNAR J. ÁSGEIRSDÓTTUR frá ísafirði. Rannveig Vilhjálmsdóttir, Eymundur Magnússon, Jónfna Flosadóttir, Ásgeir Magnússon, Svanfríður Sigurðardóttir, Jóna Magnúsdóttir, Rúnar Grímsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Þurfður Magnúsdóttir, Heimir Hávarðsson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ARNÓRS HALLDÓRSSONAR gervilimasmiðs, Hvassaleiti 1, Reykjavík. Selma Ásmundsdóttir, Halldór Á. Arnórsson, Marion Arnórsson, Þórarinn Arnórsson, Rannveig Þorvarðardóttir, Sjöfn Arnórsdóttir, Kristinn Bergsson og barnabörn. ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu heiðursmanns. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. Kveðja frá Norræna félaginu á Akranesi í dag er kvaddur hinstu kveðju Guðmundur Bjöi'nsson fyn-verandi kennari, heiðursfélagi Norræna fé- lagsins á Akranesi. Þegar ég hóf störf við Barnaskól- ann á Akranesi fyrir 20 árum var Guðmundur um það bil að láta af störfum við þann skóla, svo að ég kynntist honum lítið sem starfs- félaga. Mér eru þó minnisstæðar hressilegar samræður Guðmundar og Hálfdanar Sveinssonar á kenn- arastofunni en þeir komu jafnan víða við. Seinna átti ég eftir að kynnast Guðmundi á öðrum vett- vangi. I nokkur ár vorum við saman í stjórn Norræna félagsins á Akra- nesi, hann gamalreyndur en ég al- gjör nýgræðingur. í því sambandi minnist ég ánægjulegra stjórnar- funda á heimili Guðmundar og hans ágætu konu, frú Pálínu Þorsteins- dóttur. Þessir fundir enduðu jafnan með því að frú Pálína bar fram rausnarlegar veitingar sem stjórn- armenn kunnu vel að meta. Guðmundur var fyrsti fulltrúi Akraness sem fór á norrænt vina- bæjarmót. Það mót var haldið í Langesund í Noregi 1951. Alla tíð síðan var Guðmundur mjög áhuga- samur um norrænt samstarf og tók mikinn þátt í norrænu vinabæja- starfi. Hann var einn af stofnendum Norræna félagsis á Akranesi árið 1956 og tók virkan þátt í störfum þess svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. I mörg ár var hann gjald- keri félagsins. Guðmundur var fyrsti og eini heiðursfélagi Norræna félagsins á Akranesi. Guðmundur átti einnig sæti í sambandsstjórn Norrænu félag- anna á íslandi í mörg ár og var sæmdur gullmerki félaganna í virð- ingarskyni fyrir störf sín. ’ Guðmundur tók þátt í flestum vinabæjarmótum vinabæja Akra- ness frá árinu 1951. En þau eru haldin á þriggja ára fresti. í vina- bæjunum var hr. Björn frá Akra- nesi mörgum að góðu kunnur. Það var ánægjulegt að Guðmundur gat einnig tekið þátt í síðasta vinabæja- móti, en það var haldið á Akranesi 1987. Ég minnist ánægjulegra ferða á vinabæjamót þar sem Guðmundur var þátttakandi. Til dæmis þegar við höfðum viðdvöl í Stokkhólmi á leiðinni til Nárpes í Finnlandi. Þar var ætlunin m.a. að skoða Vasa- skipið en nýbúið var að ioka þegar hópurinn kom á staðinn. Forráða- menn Akraneskaupstaðar gerðu það sem þeir gátu til þess að hafa áhrif á verðina og koma hópnum inn en án árangurs. Þá kom Guð- mundur til skjalanna og með sinni ljúfu og skemmtilegu framkomu hafði hann þau áhrif að allir voru komnir inn í safnið stuttu síðar. Eftir að Akranes komst í vina- bæjarsamband við Qaqortoq (Jul- ianeháb) á Grænlandi fór Guð- mundur þangað í heimsókn árið 1982, þar tók hann ásamt fleirum Akurnesingum þátt í hátíð vegna 1000 ára landnáms Eiríks rauða. Það var mjög ánægjulegt að fá að vera með Guðmundi á Grænlandi þessa daga og kynnast því hvað hann var áhugasamur um land og þjóð. I myndasafni mínu á ég mynd sem tekin er í kirkjunni í Görðum á Grænlandi. Hún er af Guðmundi og dr. Kristjáni Eldjárn fyrrverandi forsetk Islands og eru þeir að ræða um afdrif norrænna manna á Grænlandi. Þetta er sú mynd sem mér er hvað eftirminnilegust af Guðmundi Björnssyni. Hann, þá nýiega orðinn áttræður, er kominn á nýjar áður óþekktar slóðir tengd- ar norrænu samstarfi, hress í anda og fróðleiksfús. Að leiðarlokum þakkar Norræna félagið á Akranesi Guðmundi Björnssyni fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins allt frá upphafi og vinirnir í Bamble, Nárpes, Tönder og Vástervik kveðja hr. Björnsson með söknuði. Frú Pálínu, börnum og öðrum ættingjum sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Björnssonar. Svandís Pétursdóttir HÓTEL ÖRK KYNNIR: DESEMBERFAGNAflUR Ellen Kristjánsdóttir Magnús Eiríksson Föstudagur 1. desember Blús- og jazzhátíð við kertaljós BLÚSKOMPANi skemmtir ásamt söngvurunum Pálma Gunnarssyni, Ellen Kristjánsdóttur og Karli „Hammond" Sighvatssyni. Laugardagur 2. desember Mannakorn skemmta ásamt Pálma og Ellen. Sætaferðir frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Nánar auglýst síðar. Pálmi Gunnarsson HÓTEL ÖRK, Hveragerði, sími (98) 34700 Glæsileiki í fyrirrúmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.