Morgunblaðið - 31.12.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 31.12.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 3 Vírðisaukaskattur frá 1. janúar rirðisaukaskatturverðurtekínn upp í stað söiuskatts 1. janúar 1990. Virðisaukaskattur verður innheimtur af inniendum viðskiptum, innfluttum vörum og þjónustu. Öll vara og þjónusta sem ekki er sérstaklega undanþegin virðisaukaskatti er skattskyld. Öll fyrirtæki og aðrir rekstraraðilar sem hafa með höndum sölu eða afhendingu á vöru eða skattskyldri þjónustu eiga að innheimta og skila virðisaukaskatti. Uppgjörstímabil 'ppgjörstímabil virðisaukaskatts er að jafnaði tveir mánuðir: Janúar og febrúar • mars og apríl • maí og júní • júlí og ágúst • september og október • nóvember og desember. Gjalddagi virðisaukaskatts er einum mánuði og fimm dögum eftir lok hvers uppgjörstímabils. Til dæmis er gjalddagi vegna janúar og febrúar 5. apríl. Ef útskattur fyrirtækis er að jafnaði lægri en innskattur getur viðkomandi sótt um skemmra uppgjörstímabil. Uppgjörstímabil bænda er 6 mánuðir: Janúar-júlí og júlí-desember. Gjalddagar bænda eru 1. september vegna fyrri hluta árs og 1. mars vegnasíðarihluta árs. Upplýsingar 00 ftarlegt leiðbeiningarrit um virðisaukaskatt er á leiðinni til skattaðila. Skattstjórar um land allt veita jafnframt upplýsingar og auk þess starfrækir gjaldadeild RSK sérstakan upplýsinga- síma. Upplýsingasími RSK vegna virðisaukaskatts er 91-624422 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.