Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 20 Þorsteinn Pálsson formaður Siátístæðisflokksins: Markverðustu tíðindi liðins árs bárust mér þar sem ég stóð á bökkum Galileuvatnsins ásamt framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þetta var árla morguns föstudaginn 10. nóvember. Ánægjulegri og um margt lærdómsríkri heimsókn til landsins helga í boði ríkisstjórnar ísraels var að ljúka. Við höfðum gist um nóttina á stóru rótgrónu samyrkju- búi, sem stendur við þetta sögufræga vatn. Með okkur var roskinn bústjóri, sem hafði rifið okkur á fætur fyrir allar aldir. Hann hafði frá ýmsu að segja og þurfti mörgu að sinna. Við virtum fyrir okkur í þessu fagra umhverfi báta fiski- mannanna, og í einni andrá var eins og sagan speglaðist í vatninu. Maður var umlukinn hugtökum trúar, frelsis og mannhelgi. Þar sem við stóðum þarna í hálfgerðri lotningu rauf gamli samyrkjubóndinn allt í einu kyrrðina með því að segja upp úr þurru að þau tíðindi hefðu borist kvöldinu áður að Berlínarmúrinn hefði verið opnaður. Næst því að verða vitni að þeim atburði gat maður kosið að fá að heyra af honum með þessum hætti og við þessar aðstæður. Það var eins og fréttin fengi dýpri merkingu fyrir vikið. Táknrænn viðburður Fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á sjálfan mig eins og þegar ég kom í fyrsta sinn að Berlínarmúrnum og sá með eigin augum hvernig unnt er að nota gijót og • gaddavír til þess að skilja á milli frelsis og ófrelsis. Ég minnist einnig dagstundar austan megin við múrinn frá því fyrir tveimur árum þegar ég stóð við hliðina á fóiki sem átti þess ekki kost að fara yfir um en gat horft á eftir nokkrum íslendingum fara fijálsir ferða sinna. I ávarpi á allshetjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1988 lýsti ég þeirri skoðun að Berlínarmúrinn yrði að falla til þess að mark væri takandi á breytingum austan járntjalds. Engin krafa gat verið eðlilegri en bæði mér og öðrum þótti sem takmarkið væri langt undan. Ég fékk af þessu tilefni fjölda bréfa frá Þjóðverjum sem höfðu hlustað á þessi ummæli í þýsku útvarpi. I þessum bréfum skynjaði ég enn betur hversu mikil ógn og ögrun Berlínarmúrinn var og hversu djúpt hann gat snert og sært tilfinningar þeirra er næstir stóðu. Fall Berlínarmúrsins markar upphaf nýs tíma í Evrópu. Það er jafnframt táknrænt um fall sósíalismans. Um leið er það vitnisburður um sigur lýðræðisaflanna og allra þeirra sem unna frelsi og mannréttindum. Það var miklu fremur kerfi sósíalismans en mannvonska, sem gerði ríkin austan jámtjaldsins að stærstu fangabúðum sögunnar. Kenningakerfi sósíalismans gat aldrei staðist til lengd- ar. Sósíalismi og lýðræði eru fullkomnar andstæður. En tilrauninni var haldið gangandi með vopnavaldi í meira en 70 ár og nú þykjast menn sjá endalokin fyrir. Hvað varð um erindrekana? Ráðstjómarsósíalisminn átti ekki aðeins formælendur innan múranna. Víða um lönd fóru erindrekar hugsjónarinn- ar. í þeirri baráttu höfðu skáld og fræðimenn ekki síður mikil áhrif en stjórnmálamennirnir, svo var einnig hér á landi. Eitt skáldanna komst svo að orði að sig gripi einkenni- leg þakklætiskennd við að horfa á rússnesk verkamanna- börn í skrúðgöngu vegna þess sem í því landi hefði verið þolað fyrir von mannkynsins. Nokkmm áratugum síðar voru þessi ummæli afsökuð með því að nú væm aðrar ljóðrænar viðmiðanir í þeim heimi sem við lifum í. 1 Og stjórnmálamenn bréfuðu það álit að rétt væri og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sósíalismans. Nú fagna þeir hinir sömu falli Berlínarmúrsins og njóta þess sannar- lega að um f leira er að velja en brostinn gmndvöll sósíalis- mans. Steinn Steinarr gerði svo sem kunnugt er upp við Sovét- Rússland. Þegar blóðbaðið fór fram í Ungveijalandi 1956 lauk hann Alþýðublaðsgrein af því tilefni með þessum orð- um: „En það er því miður allt of augljóst mál hvernig þess- um ójafna leik muni ljúka. Og þó, og þó erum við haldnir þeirri barnslegu trú, að ofbeldið, grimmdin og heimskan muni tapa hinni síðustu omstu.“ Svo virðist sem grimmd og heimska sósíalismans sé nú að tapa hinni síðustu orastu. Með falli Berlínarmúrsins eru mörg stór orð í stjórnmálabaráttunni líka fallin og ómerk orðin og margur erindrekinn og málsvarinn stendur ber- skjaldaður eftir. Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár Sjálfstæðismenn hafa minnst þess með margvíslegum hætti á þessu ári að 60 ár eru liðin frá því að fijálslyndir og íhaldsmenn sameinuðust í Sjálfstæðisflokknum. Það gerðu þeir til þess að hefja á loft merki þjóðlegrar umbóta- stefnu, athafnafrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Þegar litið er til baka er engum blöðum um það að fletta að sjálfstæðisstefnan hefur haft mikil og heillavæn- leg áhrif á vöxt og viðgang íslensks þjóðfélags á þessum tíma. Þar tala dæmin um nýsköpun atvinnulífsins, viðreisn og frelsi í efnahagsmálum, mótun utanríkisstefnu og for- ystu í landhelgismáli. Á þessu tímamótaári hefur það verið einkar ánægjulegt fyrir sjálfstæðismenn að fylgjast með falli sósíalismans og sigri frjálslyndra hugmynda. Þvílíkir atburðir eru mönnum í senn gieðiefni og hvatning til áframhaldandi baráttu. Fijálslyndir menn eru hvarvetna í sókn. Svo er einnig um sjálfstæðismenn. Óumdeilt er að við styrktum mjög stöðu okkar á landsfundi á liðnu hausti. Nýir tímar Eins og aðrar þjóðir stöndum við íslendingar frammi fyrir nýjum aðstæðum. Álfan okkar er að breytast. Hún hefur verið tvískipt í áratugi. Nú fellur járntjaldið á sama tíma og Vestur-Evrópuþjóðirnar eru að stíga ný skref til þess að ryðja úr vegi hindranum fyrir frjálsum viðskiptum, fijálsum fjármagnsflutningum og auknu samstarfi á sviði vísinda, mennta og umhverfisverndar. Við blasir ný Evrópa og draumurinn um að álfan verði alfijáls er í augsýn. Að vísu er það svo að Sovétríkin eru enn óráðin gáta. Þar getur hvað sem er gerst. En það er ánægjulegt að sjá árangurinn af þrotlausri baráttu andófsmanna, sem nú hafa knúið sovétleiðtogana til nokkurs undanhalds. Einkanlega hljóta Norðurlandaþjóðirnar að styrkja frels- isbaráttu íbúa Eystrasaltsríkjanna. Þau voru innlimuð með hervaldi og eiga því ótvíræðan rétt til sjálfstæðis. Þann rétt verða Islendingar að styðja. Allt þetta umrót kallar á endurmat á aðstæðum, mótun skýrrar og ábyrgrar stefnu gagnvart öðrum þjóðum. Af- vopnunarviðræður stórveldanna hafa gengið fram í sam- ræmi við ýtrustu vonir. Staðfesta Atlantshafsbandalags- ríkjanna hefur ráðið mestu um þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað á þessu sviði. Líklegt er að stefnan í varnar- og öryggismálum muni á næstu árum taka í vax- andi mæli mið af nauðsyn eftirlits samhliða því að tryggja jafnvægi í vörnum. Fulltrúar gamla tímans ráða Hugsanlegur varaflugvöllur á vegum Atlantshafsbanda- lagsins hér á landi gæti einmitt styrkt þennan þátt varnar- starfseminnar. En svo bregður yið þegar þjóðir Austur- Evrópu eru að losa um fjötra sósíalismans að Álþýðubanda- lagið hefur sterkari ítök í ríkisstjórn Islands en nokkru sinni fyrr. Það hefur tekið sér neitunarvald í þessu máli. Þannig he'fur það gerst í fyrsta skipti að Alþýðubandalag- ið hefur í ríkisstjórn tekið fram fyrir hendurnar á utanríkis- ráðherra að því er varðar málefni er lýtur að vörnum lands- ins og utanríkisráðherra fer með en ekki ríkisstjórnin í heild. Þessi staða er ekki einungis áhyggjuefni út frá varnar- og öryggissjónarmiðum. Hún varpar ekki síður skýru ljósi á þá staðreynd að núverandi ríkisstjórn er tímaskekkja. En mesta áhyggjuefnið er að forysta Alþýðuf lokksins virð- ist hafa mjög takmarkaða burði til sjálfstæðra ákvarðana þegar kröfur Alþýðubandalagsins era annars vegar. Það veikir utanríkisstefnuna og álit okkar út á við. Til Fram- Þorsteinn Pálsson sóknar era tæpast gerðar kröfur í þessu efni fremur en öðrum. Islensk þverstæða Þegar núverandi ríkisstjórn hóf feril sinn á Alþingi fyr- ir rúmu ári var því lýst yfir að stefnt væri að því að falla frá öllum almennt viðurkenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála. Segja má að í öllum aðalatriðum hafi ríkisstjórnin unnið í samræmi við þetta fyrirheit. Afleiðingarnar blasa svo við á heimilum og í rekstri atvinnufyrirtækja. En það er svo í samræmi við kaldhæðni örlaganna að þessi ríkisstjórn skuli hafa lent í þeirri stöðu að svara tilboði Evrópubandalagsins til ríkja Fríverslunar- samtakanna (EFTA) um náið efnahagslegt samstarf. Undir- búningur slíkra viðræðna hefur staðið undanfarna mánuði og á næsta ári er gert ráð fyrir formlegum samningaviðræð- um. Evrópubandalagsríkin settu sem alkunna er lög um svo- nefndan innri markað þar sem ráðgert er algjört frelsi í vöraviðskiptum, fjármagnsflutningum og þjónustuviðskipt- um, og ennfremur að því er varðar búsetu og atvinnurétt- indi. Fríverslun með fiskafurðir og landbúnaðarvörur er þó ekki á dagskrá. Tilboð Evrópubandalagsins var nánast í því fólgið að ríki Fríverslunarsamtakanna gætu gerst aðilar að þessari löggjöf. Mikilvæg tengsl við Evrópu Engum vafa er undirorpið að tengsl við innri markaðinn og hið frjálsa efnahagsskipulag Evrópubandalagsins geta ráðið mjög miklu um framvindu atvinnumála og þróun efnahagslífs hér á landi sem í öðrum löndum Evrópu sem staðið hafa utan bandalagsins. Þeir samningar sem fyrir dyrum standa eru því eitt af stærstu verkefnunum sem við blasa og niðurstaða þeirra getur haft áhrif til langrar framtíðar á afkomu heimila og stöðu íslenskra atvinnufyrir- tækja. Einstök ríki Fn'verslunarsamtakanna þurfa undanþágur eða tímabundna aðlögun að afmörkuðum þáttum þessa fjórþætta efnahagslega frelsis sem um er fjallað í þeim samningum sem á döfinni eru. í því sambandi höfum við meðal annars lagt áherslu á takmörkun á moguleikum útlendinga til þess að nýta auðlindir. Ennfremur teljum við eðlilegt að um fijálsan vinnumarkað Evrópu gildi sams- konar reglur fyrir ísland eins og um norræna vinnumarkað- inn. En kjarni þessara samninga er tenging þeirra landa sem í hlut eiga við hina víðtæku löggjöf Evrópubandalagsins um efnahags- og viðskiptafrelsi. Leiði þessir samningar til niðurstöðu er líklegt að margskonar stórpólitískur ágrein- ingur heyri að mestu sögunni til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.