Morgunblaðið - 31.12.1989, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBÉR' Í989
menna verkamanns, þá verða mjög
hörð átök á vinnumarkaðnum ekki
umflúin, svo hörmulegt sem það nú
er. Minni hagsmunir verða að víkja
fyrir meiri.
Við skulum einnig hafa í huga
að til þess að verkalýðsfélögunum
og atvinnurekendum auðnist að gera
vitræna kjarasamninga sem gefa
vonir um bætta stöðu fólks og fyrir-
tækja, þá þörfnumst við sárlega
stuðnings og hjálpar. Við þörfnumst
stuðnings stjórnmálaaflanna, bæði
stjórnar- og stjórnarandstöðu, við
þörfnumst stuðnings sveitarstjórn-
enda um allt land og reyndar frá
sérhveijum manni, enda er enginn
svo smár að liðsinni hans sé ekki
vel þegið. Og verkefnið er nákvæm-
lega þetta: Að hemja eyðsluna og
efla framleiðsluna. Með engu öðru
móti verða kjör íslendinga bætt og
afkoma þeirra tryggð.
Nú um áramót gefst vonandi sem
flestum tækifæri til að hugleiða
nokkuð ástæður sínar og samfélags-
ins. Létta leiðin er að ljúga að sjálf-
um sér, hitt er þrautinni þyngri að
horfast í augu við veruleikann.
Hvernig sem til tekst á næsta ári
er eitt víst að við verðum þá eins
og endranær okkar eigin gæfu- eða
ógæfusmiðir.
Haraldur Sumarliðason,
forseti Landssambands
iðnaðarmanna:
Eru stjórn-
völd fjand-
samleg at-
vinnulífínu?
Um þessi áramót hljóta þeir at-
burðir sem eru og hafa verið að
gerast í löndum Austur-Evrópu að
vera hveijum manni ofarlega í huga.
Við Islendingar eigum ekki auðvelt
með að setja okkur í spor þeirra, sem
búa við þær hörmungar sem þegnar
þessara þjóða hafa orðið að þola og
e.t.v. getur það enginn til fulls, nema
að ganga í gegnum það sjálfur. En
þó að við samfögnum nú þessum
þjóðum vegna þeirra breytinga sem
eru að eiga sér stað, held ég að f lest-
um okkar sé Ijóst að fortíðin þurrk-
ast ekki bara út á einni nóttu og
ijóst er að mikið uppbyggingarstarf
bíður allra þessara þjóða. Ég á þar
ekki bara við efnahagslega upp-
byggingu, lok matarskömmtunar og
þess háttar, heldur ekki síður þau
sár sem svona stjómarfar skilur eft-
ir í huga fólks. Við skulum ekki
gleyma því, að eftir er að komast
yfir hatrið og hefnigirnina, sem
gjarnan verður uppskeran þegar
heilar þjóðir búa lengi við misrétti
og kúgun valdhafa, sem hafa sér
við hlið harðsnúna hópa fylgis-
manna, sem séð hafa um að halda
almenningi í heljargreipum þess
skipulags, sem komið hefur verið á
í nafni alræðis öreiganna. Við skul-
um vona að þessum óhamingjusömu
þjóðum takist að komast frá þessum
hörmungum án þess að fortíðin verði
til að gera framtíð þeirra blóði
drifna.
í samanburði við þessa atburði
eru okkar vandamál hér innanlands
vissulega smá. Hér ber þó að hafa
í huga, að í öllum samanburði við
umheiminn berum við okkur ekki
saman við þær þjóðir sem við lökust
kjör búa, heldur þær sem eru okkur
skyldastar og búa við aðstæður, sem
svipar til þess sem við erum vön og
ætlumst til að geta haldið.
Vissulega gefur ástandið í efna-
hags- og atvinnumálum íslendinga
fullt tilefni til umræðna. Sú spurning
er áleitin, hvers vegna atvinnulífið
í landinu á við jafn mikla örðugleika
að stríða og raun ber vitni. Lítil þjóð,
sem býr við aðstæður hliðstæðar
okkar, ræður auðvitað ekki öllu um
sinn hag og verður að lúta ýmsum
ytri aðstæðum, sem miklu skipta um
afkomu hennar. Má þar nefna afla-
brögð, verð á útflutningsafurðum
okkar á erlendum mörkuðum, harða
samkeppni og jafnvel óheiðarlega
viðskiptahætti samkeppnisaðila, sem
stærri þjóðir eru oft uppvísar að. Á
öðrum sviðum höfum við hins vegar
aðeins við okkur sjálf að sakast.
Starfsumhverfi fyrirtækja hér inn-
anlands er á margan hátt þannig,
að ekki er annað að sjá en stjórn-
völd séu beinlínis fjandsamleg
íslensku atvinnulífi. Með þessu á ég
ekki bara við ríkisstjórnir, núverandi
og fyrrverandi, heldur tel ég að
ábyrgð Alþingis sé engu minni. Ég
vil nefna örfá dæmi. Það er gjarnan
talað um það á hátíðarstundum, að
iðnaðurinn sé einn mikilvægasti
vaxtarbroddur atvinnulífsins og eigi
að geta keppt við óhefta erlenda
samkeppni. Samt lögðu stjórnvöld
sérstakt vörugjald á iðnaðinn um
síðustu áramót. Það tók marga mán-
uði að fá þetta fellt niður, sem tókst
þó að mestu um síðir. Það þykir sjálf-
sagt að útgjöld ríkisins aukist á
hveiju ári, langt umfram þjöðartekj-
ur, og þá eru skattar bara hækkaðir
eða bætt við nýjum. Síðbúnar skatt-
kerfisbreytingar eru að verða árviss
áramótakveðja stjórnvalda til at-
vinnulífsins, þannig að atvinnurekst-
urinn veit helst aldrei við hvaða
skattalegar aðstæður hann býr. Það
á að breyta um neysluskattskerfi
nú um áramótin og taka upp virðis-
aukaskatt í stað söluskatts og það
er ekki enn, þegar þetta er skrifað
að kvöldi annars jóladags, búið að
gefa út allar reglugerðir um þennan
nýja skatt, hvað þá að hann hafi
af opinberri hálfu verið kynntur
sómasamlega fyrir þeim, sem eiga
í raun að innheimta hann fyrir ríkið,
það er atvinnurekstrinum. Þetta á
ekki síst við um byggingariðnað þar
sem breytingar eru mjög miklar og
flóknar. Fjölmörg fleiri atriði mætti
tína til, það lítur nefnilega út fyrir
að íslenskir stjórnmálamenn skilji
ekki eða þekki ekki atvinnulífið,
nema hvortveggja sé, og þrátt fyrir
fögur orð á hátíðarstundum vanti
allan vilja og skilning á því, að það
verður að gera atvinnuvegunum
kleift að spjara sig. Þó ég rökstyðji
ekki frekar þessi atriði vekja þau
engu að síður upp þær spurningar,
hvaða ástæður liggi til þessarar af-
stöðu. Mín skýring á þessu er fyrst
og fremst sú, að alþingismenn vant-
ar almennt alla reynslu í því, að
standa fyrir og bera ábyrgð á rekstri.
Alltof marga þingmenn okkar, sem
flestir eru vel menntaðir og ágæt-
lega gefnir, skortir algjörlega þá
reynslu, að eiga afkomu sina undir
því, að réttar og skynsamlegar
ákvarðanir séu teknar. Þeir virðast
með öðrum orðum ekki vera í takt
við þann veruleika, sem þjóðin og
fyrirtækin í landinu búa við. Þetta
skýrist e.t.v. betur ef hugsað er til
þess vanda, sem bæði heimili og
fyrirtæki í landinu standa frammi
fyrir og kemur m.a. fram í fréttum
af stórauknum gjaldþrotum og fjár-
hagslegum erfiðleikum, þrátt fyrir
fremur hagstæð ytri skilyrði þjóðar-
búsins. Hvernig geta menn við slíkar
aðstæður leyft sér að halda áfram
að þenja út ríkisbáknið og auka álög-
ur á atvinnulífið?
Á síðustu árum hefur hagvöxtur
verið mjög lítill hér á landi, öfugt
við það sem verið hefur í nágranna-
löndunum. Þó gert sé ráð fyrir, að
á næstu misserum muni heldur
draga úr hagvexti hjá þeim blasir
jafnframt við að þjóðirnar innan
Evrópubandalagsins vinna nú mark-
visst að breytingum á skipulagi efna-
hagsmála sinna, sem flestum ber
saman um að muni í lengri framtíð
stórauka hagvöxt hjá þeim. Líklegt
er, að breytingarnar á stjórnarfari í
Austur-Evrópu, sem áður var vikið
að, muni opna nýja vídd í evrópskri
efnahagssamvinnu, þótt óljóst- sé
með hvaða hætti það verður og
hvaða þýðingu það muni hafa fyrir
ísland og önnur EFTA-lönd.
Breytingarnar sem stefnt er að
með innri markaði Evrópu miða, eins
og nafnið bendir til, að því að gera
öll bandalagslöndin að einu mark-
aðssvæði, þannig að enginn munur
verði á viðskiptum milli aðila, hvort
heldur er með iðnaðarvörur eða þjón-
ustu eftir því hvort menn eru stað-
settir í sama eða sitt hvoru landi.
Þetta þýðir að tekin verða upp al-
gjörlega fijáls viðskipti með þjón-
ustu, fjármagn og vinnuaf 1 auk þess,
sem með samræmingu viðskiptalög-
gjafar og iðnaðarstaðla landanna
verður rutt úr vegi ýmsum formleg-
um hindrunum. Allt þetta felur í sér
mjög róttækar umbætur á starfsskil-
yrðum fyrirtækja í bandalagslöndun-
um. Samkeppnisstaða þeirra mUn
því batna að miklum mun gagnvart
fyrirtækjum í löndum, sem standa
utan EB, t.d. íslenskum fyrirtækjum,
ef ekkert verður að gert.
Sú krafa sem íslenskt atvinnulíf
hlýtur að gera til stjórnmálamanna
þjóðarinnar um þessi áramót er því
sú, að á þessum málum verði tekið
af stórhug og með það að markmiði
að starfsumhverfi íslenskra fyrir-
tækja verði ekki lakara en í sam-
keppnislöndunum. Ef það verður
ekki gert getum við hreinlega ekki
vænst þess, að geta búið við svipuð
lífskjör á næstu árum og nágranna-
þjóðir okkar.
Nú um áramótin eru kjarasamn-
ingar flestra stéttarfélaga lausir og
eru viðræður þegar hafnar milli full-
trúa iaunþega og vinnuveitenda um
nýja kjarasamninga. Miklu skiptir
að skynsamlega verði unnið að lausn
þeirra, þannig að ekki komi til ein
verðbólguholskeflán enn. Aðilar
vinnumarkaðarins ræða nú hug-
myndir um lausn sem byggist á því,
að verðlagi verði haldið niðri og
kaupmáttur launa tryggður án
beinna launahækkana. Til þess að
gera þetta mögulegt þurfa allir að
leggjast á eitt og sameinast um að
koma í veg fyrir hvers konar sér-
hagsmunaþot einstakra hópa. Þar
mun reyna á innri styrk verkalýðs-
hreyfingarinnar. Jafnframt verður
ríkisvaldið að koma til móts við að-
ila vinnumarkaðarins varðandi þau
skilyrði, sem atvinnurekstrinum eru
búin og umfram allt að íþyngja
hvorki fyrirtækjum né einstakling-
um með óhóflegri skattpíningu. Eg
geri ráð fyrir að mönnum sé ljóst,
að bað er bæði í þágu einstaklinga
og þjóðarheildarinnar að verðbólgu
sé haldið í skefjum, ef við ætlum
að byggja hér upp traust og réttlátt
þjóðfélag.
Ég vil ljúka þessum orðum með
því, að þakka félagsmönnum Lands-
sambands iðnaðarmanna ánægju-
legt samstarf á árinu sem er að líða
og óska þeim og landsmönnum öllum
árs og friðar.
Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsambands
bænda:
Landbúnaður
á mörkum
nýs tíma
Margt er til merkis um að land-
búnaðurinn standi nú á mörkum nýs
tíma. Allt fram til ársins 1960 var
hér á landi árstíðabundinn skortur
á mjólkurvörum og f lytja þurfti inn
smjör í flestum árum. Kjötfram-
leiðslan var einhæf og fullnægði
tæpast innlendum þörfum.
Bændur voru hvattir til þess að
auka framleiðsluna. Þannig ein-
kenndist tímabilið frá stríðslokum
og fram undir 1980 af mikilli upp-
byggingu og stöðugt vaxandi fram-
leiðslu mjólkur og kjöts.
I lok 8. áratugarins var svo kom-
ið að ekki var lengur grundvöllur
fyrir útflutningi búvara í þeim mæli
sem þá var og ljóst að draga yrði
úr framleiðslu.
Síðasti áratugur hefur einkennst
af samdrætti og minnkandi fram-
leiðslu hefðbundinna búvara jafn-
framt því sem leitast hefur verið við
að skjóta f leiri stoðum undir atvinn-
ulíf í sveitum.
Breyttar kröfiir
samfélagsins
Um þessar mundir er landbúnað-
urinn í nýrri stöðu. Eftir samdráttar-
skeið undanfarinna ára hafa ný við-
horf skapast. Starfsumhverfið hefur
breyst, þjóðfélagið virðist ekki reiðu-
búið að styðja landbúnaðinn með
sama hætti og áður og á sama tíma
eru gerðar meiri og fjölþættari kröf-
ur en áður til hans um samkeppnis-
hæfni, gæði framleiðslunnar og um
vemdun náttúru og umhverf is. Þessi
þróun stjórnast bæði af breyttum
innlendum viðhorfum og af nýjum
viðhorfum á alþjóðlegum vettvangi.
Krafan um lægra verð
Ljóst er að bændur verða að
bregðast við þessari nýju stöðu.
Meginkrafa neytenda er að þeir geti
fengið góðar vörur á lágu verði. Það
hlýtur því að verða forgangsverkefni
á næstu misserum hvernig bregðast
megi við þessum óskum án þess að
það rýri kjör bænda.
í því sambandi er ekki nægilegt
að rýna í rekstur bóndans sjálfs
heldur verður að skoða allan feril
vörunnar, þ.e. kostnað við vinnslu,
dreifingu, og sölu einnig. Það skipu-
lag vinnslustöðva í landbúnaðinum
sem við búum nú við er mótað af
allt öðrum framleiðsluaðstæðum en
nú ríkja og útilokað að búvörurnar
beri til lengdar þann umframkostnað
sem af óbreyttu skipulagi leiðir.
Ríkisvaldið þarf einnig að taka til
endurskoðunar sinn þátt í fram-
leiðslukostnaðinum, en búvörur eru
í miklu meiri mæli notaður til skatt-
lagningar hér á landi en í flestum
nálægum löndum.
Vegna þessara viðhorfa hefur
stjórn Stéttarsambandsins nýlega
skrifað ríkisstjórninni og óskað eftir
samstarfi um skipan starfshóps til
þess að kanna alla þætti verðmynd-
unar búvara og leita leiða til þess
að lækka vöruverð.
Þíða í samskiptum bænda
og launþega
Eitt hið athyglisverðasta sem
gerðist árið 1989 í málefnum land-
búnaðarins er sú „þíða“ sem orðið
hefur í samskiþtum launþegasam-
takanna og bænda. Þessir aðilar
náðu samstöðu um þá kröfu að dreg-
ið yrði úr skattlagningu á matvæli
og lægra skattþrep haft á matvælum
í hinu nýja virðisaukaskattskerfi.
í þessu efni sneru bændur og
launþegar bökum saman .við Neyt-
endasamtökin og ég hygg að það
verði síðan talið til merkra atburða
þegar forystumenn bænda, launþega
og neytenda boðuðu til fundar í nóv-
ember sl. og settu sameiginlega fram
kröfu um lægri skatt á matvæli.
Síðan hefur það gerst að atvinnu-
rekendur og launþegar hafa boðið
bændum til samstarfs um mótun
efnahagsstefnu sem miðar að því
að draga sem mest úr verðbólgu.
Ætlunin er að einbeita sér að kaup-
mætti ráðstöfunartekna og reyna
að bijótast út úr þeim vítahring
víxlverkana kaupgjalds og verðlags
sem íslensk efnahagsmál hafa verið
í. Sú ákvörðun að bjóða bændum til
þessa samstarfs bendir til þess að
nú hafi menn áttað sig á því að all-
ir þessir aðilar hafa sameiginlegra
hagsmuna að gæta og að land-
búnaðurinn er óaðskiljanlegur hluti
hins almenna hagkerf is þjóðarinnar.
■v-
Búvörusamningurinn
Flestir munu vera sammála um
að með búvörusamningunum hafi
tekist að ná þeim framleiðslumark-
miðum sem að var stefnt með setn-
ingu búvörulaganna.
Bændastéttinni hafa þeir skilað
auknu atvinnu- og afkomuöryggi
þótt óhjákvæmilega hafi þeir um
sinn heft athafnaþrá manna.
Þrátt fyrir þann árangur sem
náðst hefur bíða mörg vandasöm
mál úrlausnar, sérstaklega í sauð-
fjárræktinni.
Nú stendur fyrir dynam gerð nýs
búvörusamnings. Stéttarsamband
bænda hefur sett fram hugmynd um
rammasamning um framkvæmd
landbúnaðarstefnunnar til langs
tíma. Vegna eðlis landbúnaðar hljóta
allar breytingar í atvinnuveginum
að gerast fremur hægt. Því er
bændastéttinni nauðsyn að vita
hvaða svigrúm hún hefur til fram-
leiðslu nokkur ár fram í tímann.
Skyndiákvarðanir og snöggar sveif 1-
ur leiða til ófarnaðar.
Meðal þess sem kanna þarf í
tengslum við nýjan búvörusamning
er hvort þær aðferðir sem notaðar
hafa verið undanfarna áratugi til
þess að tryggja tekjur bænda þarfn-
ast endurskoðunar eða hvort tíma-
bært sé að hverfa frá þeirri stefnu
að reka byggðastefnuna að hluta í
gegnum verðlag búvara.
Menn þurfa að gera upp við sig
meira en fyrr hvernig á að nýta
landið, bæði með tilliti til gróðurfars
og þess hvar hentugast er að fram-
leiða með hliðsjón af markaði.
Þá er ljóst að takast verður á við
það vandamál að fjöldi bænda eru
aldraðir menn og ekki horfur á að
neinn taki við búrekstri þeirra. Finna
þarf leið til þess að auðvelda þessum
mönnum að draga sig út úr búskapn-
um og tryggja jafnframt að þeir
gangi ekki slyppir frá ævistarf i sínu.
Þessi atriði eru meðal fjölmargra
sem taka verður á í næsta búvöru-
samningi.
Erfiður tími að baki
Síðasti. áratugur hefur verið
bændum mikill reynslutími og engan
veginn séð fyrir endann á þeim erfið-
leikum sem breyttar aðstæður hafa
haft í för með sér. Aðlögun fram-
leiðslunnar að markaðsaðstæðum
hefur reynt mjög á samstöðu bænda
og skilur óhjákvæmilega eftir sig
ýmis sárindi og vonbrigði sem lang-
an Uma tekur að laga.
Á hinn bóginn hefur landbúnaður-
inn ýmis tromp á hendi þegar hann
gengur til móts við nýja öld. Hann
er vel tæknivæddur og hann býr
ekki við ýmsa þá sjúkdóma í plöntum
og dýrum sem meira og minna hijá
landbúnað nágranna okkar.
Landbúnaðurinn býr við víðlendi
og við erum að mestu laus við þá
mengun jarðvegs og vatns, sem orð-
in er alvarlegt vandamál í sumum
Evrópulöndum. Sú kynslóð bænda
sem nú er að taka við hefur notið
meiri fagmenntunar en eldri kyn-
slóðir áttu kost á.
Loks vil ég nefna það sem ef til
vill skiptir mestu máli, en það er að
íslenskar búvörur njóta almennrar
viðurkenningar fyrir gæði og heil-
næmi og um 70% þjóðarinnar eru
andvíg auknum innflutningi búvara
þrátt fyrir háværar kröfur einstakra
manna um að hann skuli leyfður.
Velvilji og skilningur þjóðarinnar
er ef til vill verðmætasta eign
bænda. Þann velvilja verður umfram
allt að varðveita og treysta.
Mikilvægt er að öllum sé ljóst að
þrátt fyrir erfiðleikana eiga bændur
þá innistæðu sem að framan er lýst.
Það er því full ástæða til að ætla
að bjartara sé framundan.
Bændur þurfa því að bijóta af sér
drunga samdráttarins sem ríkt hefur
síðasta áratug og færa umræðuna
innan landbúnaðarins sjálfs og í
þjóðfélaginu almennt á jákvæðari
brautir.
SJÁ BLS. 30.