Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 29
(SIENSKA AUGlfSINGASTOFAN HF. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 29 Handbragð Meistara Gólfmeistarar hjá Teppalandi — Dúkalandi vita hvað þeir eru með í höndunum. Þeir fengu innblástur af málverki eftir Gunnlaug Scheving. Þeir notuðu í mynd sína teppi af ýmsum gerðum, dregla, dúk úr gerviefnum, línóleum-dúk, korkflísar og parkett. Þetta var óvenjulegt viðfangsefni en niðurstaðan sýnir svo að ekki verður um villst hverju fagmennska og vandvirkni fá áorkað. Fagmennska, vandvirkni og afbragðs þjónusta hafa í meira en tuttugu ár verið einkunnarorð okkar hjá Teppalandi — Dúka- landi. Við byrjuðum starfsemina við Grens- Fyrirtækið hafði í fyrstu aðeins teppi á boðstólum en nú má fá öll gólfefni í Teppalandi — Dúkalandi, dúka úr bestu fáanlegu efnum, línóleum-dúka, kork- flísar, keramikflísar, parkett og að sjálfsögðu gólfteppi, mottur og dregla af öllum stærðum og gerðum. Við veitum viðskiptavinum ráðgjöf um heppileg gólf- efni, mælum út sjálfír hvað viðskiptavinur þarf af gólf- efnum, sníðum efnin til og sjáum um að leggja þau svo að hvergi verði nein missmíði á. ' Þegar teppi eða önnur i' gólfefni eru lögð á gólf \ verður að gæta þess að samskeyti séu traust og beri sem minnst á þeim, að munstur falli saman og — síðast en ekki síst — að gólfefni séu rétt og vel skorin og að þau gúlpi ekki. Við dúklagningu verður líka að sjá til þess að gólfið, sem fer undir dúkinn, sé rennislétt og að gengið sé vel frá sökklum upp á veggi. Þú getur treyst því að við hjá Teppalandi — Dúka- landi kunnum að fara með réttskeiðar, límspaða, dúkahnífa, samsuðutæki, teppastraujárn, teppa- strekkjara, málband og skæri. Ef þú ert að hugleiða að gefa heimili þinu líf og lit, gólfunum hlýleika og góða endingu við hvers konar aðstæður,___________ __ ^ skaltu koma til okkar í Teppaland - Dúkaland. Þar færðu öll gólfefni, sem þig vanhagar um, góða þjónustu, góð greiðslukjör og það sem skiptir mestu máli: handbragð meistara inn á þitt eigið heimili. Reykjavík. Þar erum við enn, dúklagningarmenn, teppalagningarmenn, sniðmeistarar, afgreiðslumenn og skrifstofufólk. Hjá Teppalandi - Dúkalandi starfa nú allt að þrjátíu manns. Þeir búa að mikilli reynslu og verkkunnáttu og gera sér grein fyrir að velgengni fyrir- tækis byggist á að óskum viðskipta- vina sé sinnt eins vel og kostur er. ásveg í ! Gólfmeistarar í meira en 20 ár Teppaland• Dúkáland Grensásvegi 13 • sími 83377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.