Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 34
34 MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins: Um siðblindu fjölmiðla og feigan kommúnisma Nei, hann er það ekki í neinum tæknilegum skilningi. Þar skortir heldur ekki tillögur um, hvernig leysa megi vandann. Hins vegar kann það að vefjast fyrir þingflokkum að skapa samstöðu um tillögur, sem ganga í berhögg við sérhagsmuni og eru ekki til vinsælda fallnar. Leggja ekki fjölmiðlar meiri áherslu á að mæla meintar óvinsældir ríkisstjórna en að leggja hlutlægt mat á árangur af störfum þeirra? Vandinn er í því fólginn að meiri- hluti Alþingis hefur á löngum tíma lögbundið sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda. Ríkisútgjöld halda því áfram að vaxa, hvað svo sem líður t.d. tekjufalli ríkissjóðs eða sam- drætti í þjóðarbúskapnum. Ég tel að við séum nú u.þ.b. að nálgast endimörk vaxtar að því er varðar þann hlut, sem æskilegt er að ríkið taki til sín af þjóðartekjun- um. Það sem umfram það er er því „útgjaldavandi"! Sá vandi er mestur varðandi út- gjöld til landbúnaðarmála. Þau eru því sem næst öll lög- eða samnings- bundin frá tíð fyrri ríkisstjórna og birtast að verulegu leytii í formi bak- reikninga, langt umfram áætlunar- tölur fjárlaga. Fjármálaráðherrar geta lítið annað en „vesgú - borg- að“. Sama máli gegnir um útgjöld vegna sjúkratrygginga og heilbrigð- isstofnana; það birtist t.d. í eftir- litslítilli reikningsgerð hálaunalækna á hendur ríki. Þessi vandi er fyrir- ferðarmikill í rekstri skólakerfisins, sem er með ósveigjanlegum hætti bundið reikniformúlum og kjara- samningum. Þar er helst til ráða að minnka lögbundið kennslumagn, lækka stúdentsprófsaldur og endur- skipuleggja námsefni með hliðsjón af því, loka „tómum“ skólum (sem skipta tugum), auka á samkeppni skóla um ágæti kennsluframboðs og námsárangur, og sníða Lánasjóði íslenskra námsmanna stakk eftir efnum skattgreiðenda. Þá má nefna sem dæmi að fram- kvæma þyrfti fyrirliggjandi tillögur um að breyta ríkisstofnunum í sjálf- stæðar stofnanir, (þ.m.t. Þjóðleikhús, Sinfóníuhljómsveit og safnastofnan- ir), láta atvinnuvegina bera sjálfa kostnað af rannsókna- og þjónustu- stofnunum, afnema æviráðningu op- inberra starfsmanna, innleiða kostn- aðarhugtök og þar með kostnaðarað- gát í opinberum rekstri o.fl. En eins og ég sagði: Vandinn er ekki tæknilegur, heldur pólitískur. Sem dæmi má nefna að félagsskapur eins og þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins, sem samþykkir sjálfkrafa að ekki komi til greina neinar skatta- hækkanir en stendur jafnframt fyrir kröfum um stóraukin útgjöld, t.d. til landbúnaðarmála, samgöngumála, heilbrigðismála o.s.frv., er að óbreyttu ófær um að ráða við þennan vanda og þar með að bera ábyrgð á landstjórn. 2. Ég er þess fullviss, enda treysti ég engum betur til þess að hrinda þeim áformum í framkvæmd en nú- verandi iðnaðarráðherra, Jóni Sig- urðssyni. 3. Ég tel að það sem hér er puntað upp sem „gagnrýni" hafi í reynd Jón Baldvin Hannibalsson verið pólitískar ofsóknir í hefðbundn- um íslenskum bófahasarstíl. Nýtt kollumál. Nafngreindir menn í innsta hring tiltekins stjómmálaf lokks und- irbjuggu og skipulögðú þessar of- sóknir, til þess að reyna að hefna þess i fjölmiðlum sem hallaðist á Alþingi. Þeir misnotuðu í þessu skyni óvandaða fréttamenn, einkum á Stöð 2. Ef „umræðan" gaf tilefni til ein- hvers þá hefði það verið til vandaðr- ar umfjöllunar um óheiðarleika og siðblindu tiltekinna fjölmiðla, sem berir voru að þvi að snúa „rannsókn- arblaðamennsku" upp í ofsóknar- blaðamennsku. Og að þverbijóta all- ar grundvallarreglur um heiðarlegan fréttaf lutning. Sú umræða varð hins vegar nánast engin. Hvers vegna ekki? Hveijir ráða umræðuefnum fjölmiðla? Undirritaður baðst velvirðingar á því að hafa veitt af ráðherrarisnu í kokkteilboð, sem haldið var vegna afmælis pólitísks samstarfsmanns, og endurgreiddi reikninginn með verðbótum og vöxtum. Ekki vegna þess að reglum samkvæmt væri þetta ekki heimilt, enda gert bæði fyrr og síðar, án þess að ráðherrar endur- greiddu eða bæðust velvirðingar. Héldu þó ærunni. Fréttastjóri Stöðvar 2 tönnlaðist í síbylju á grunsemdum málflutnings- manns um að ég hefði misnotað risnuheimild ráðherra til að kosta vínföng í afmælisveislu konu minnar. Ég skoraði fréttastjórann á hólm í hans eigin stassion og hnekkti öllum hans áburði, í beinni útsendingu. Engu að síður hélt hann áfram æru- meiðingunum. Að lokum sá ég mig tilknúinn að krefjasts rannsóknar Ríkisendurskoðunar. Niðurstaða hennar var orðrétt: „Ofangreind at- hugun hefur ekki leitt neitt í ljós sem gefur ástæðu til að tengja þetta tvennt saman eða rengja sannleiks- gildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veislufanga hafi verið með eðlilegum hætti.“ Málabúnaður fréttastofu Stöðvar 2 var allur á sömu bók færður: Órök- studdur grundsemdir, dylgjur og ærumeiðingar, sem áttu að duga til sakfellingar í sjónvarpi. Þessari aðför var síðan fylgt eftir með skoðana- könnun, til þess að staðfesta hinn siðferðilega áfellisdóm, allt í beinni útsendingu. Hinn sakfelldi skyldi sanna sakleysi sitt. Allt hefði þetta dugað venjulegum borgara til margfaldra meiðyrða- mála. Það er hins vegar kostur sem stjómmálamönnum dugar ekki til að veija æru sína fyrir fjölmiðlum, af auðskiljanlegum ástæðum. Hvað stóð eftir, þegar gjaldra- brennum linnti? Að bókfærslu ráðu- neyta yfir risnu var ábótavant. Eini maðurinn sem gerði eitthvað í því var undirritaður, sem setti um það að gefnu tilefni strangar reglur og birti opinberlega öll gögn um alla risnu á vegum utanríkisráðuneytis- ins. Það hafa engir aðrir gert. Og hvað um meintar ávirðingar annarra ráðherra? Steingrímur Her- mannsson borgaði sína afmælisveislu sjálfur. Undirritaður gerði slíkt hið sama. Eiginkona undirritaðs kostaði sína afmælisveislu sjálf, eins og hún hefur skýrt opinberlega á öðrum vettvangi. Eini ráðherrann, sem um var fjallað og reyndist hafa látið ríkið borga sína afmælisveislu, var for- maður Sjálfstæðisflokksins. Enginn fjölmiðill ásakaði hann fyrir siðleysi af því tilefni. Hvar var systemið í galskapnum? Ég tel skynsamlegast að bregðast við ofsóknarblaðamennsku af þessu tagi með því að efna til vandaðrar, hlutlægrar umræðu um þær grund- vallarreglur heiðvirðrar blaða- mennsku sem fjölmiðlum ber að halda í heiðri í umfjöllun um menn og málefni. Fjölmiðlabyltingin hefur því miður étið börnin sín. Til eru þeir fjölmiðlar í þessu þjóðfélagi sem verða því mið- ur að flokkast undir þjóðarböl. Þeir hafa dregið viti borna þjóðmálaum- ræðu ofan í svaðið og eiga ósmáan hlut í þeirri djúpu böisýni, sem grip- ið hefur um sig meðal þess hluta þjóðarinnar, sem ánetjast hefur þessu fjölmiðladópi. 4. Það er mat væntanlegra samn- ingsaðila að ekki séu fyrirsjáanlegir neinir óyfirstíganlegir erfiðleikar í þessum samningum. Sumir ætla að erfiðast verði að ná samkomulagi um nauðsynlegar breytingar á lögum og stofnunum er tryggi jafnan ákvörðunarrétt beggja aðila varðandi stjórnun hins evrópska efnahags- svæðis í framtíðinni. Ég er ekki sam- mála þessu sjónarmiði og tel að þessi vandamál muni reynast tiltölulega auðleyst. Ég geri ráð fyrir því að samningsstaðan verði hvað erfiðust á sviði vinnuhóps I um fríverslun með vörur, nema því aðeins að niður- staðan verði sú að semja um tolla- bandalag strax í upphafi. Það mundi leysa stærsta hagsmunamál okkar íslendinga á aðgengilegan hátt þar sem í tollabandalagi felst að fella niður alla tolla í vöruviðskiptum. Að því er varðar fríverslun með fiskafurðir er rétt að taka fram að við erurn ekki að krefjast þess að Evrópubandalagið falli frá sameigin- legri fiskveiðistefnu sinni, heldur hitt að við fáum tollfijálsan aðgang að markaðnum með okkar iðnaðarvörur, þ.e.a.s. fiskafurðir. Sumir telja að það dugi okkur ekki, þar sem styrkja- pólitík bandalagsins verki viðskipta- truflandi og eyðileggi samkeppnis- stöðu okkar. Ég er ekki viss um að það sé rétt. Að hluta til fara styrkir bandalagsins í að halda uppi fis- kverði. Það er okkur í hag. Að hluta til fara styrkirnir í að bæta mark- aðs- og dreifingarkerfi. Það er okkur í hag. Hluti styrkjanna fer til þess að minnka flota bandalagsins, þ.e. í úreldingarsjóð. Það er okkur í hag þegar til lengri tima er litið. U.þ.b. helmingur styrkjanna fer í að kaupa veiðiheimildir, t.d. af grönnum okk- ar, Grænlendingum. Það skaðar okk- ur ekki. Það sem fyrst og fremst kemur okkur illa er, hvernig styrkir Evrópubandalagsins til sjávarútvegs eru notaðir til að halda uppi byggða- stefnu í fiskvinnslunni. Þar með er ekki sagt að þessi þáttur styrkja- stefnunnar útiloki að við getum keppt við sjávaiútveg bandalagsins vegna þess að á móti kemur að við njótum ýmissa yfirburða umfram þá og getum fyrir eigin tilverknað stór- aukið framleiðni í okkar veiðum og vinnslu, til þess að styrkja samkeppn- isstöðuna. Það sem ég óttast mest að geti orðið til þess að veikja samnings- stöðu okkar er sundurlyndi hér inn- anlands, sem er til komið af annar- legum pólitískum hvötum. Ég vona þó í lengstu lög að við berum gæfu til að hefja þetta stærsta viðskipta- hagsmunamál þjóðarinnar yfir dæg- urþras og ríg. 5. Til dæmis þetta: Að á sama tíma og hugmynda- fræði kommúnismans er rúin trú og atfylgi um gervalla heimsbyggðina; á sama tíma og nýlenduveldi Sovét- ríkjanna er að leysast upp í frum- parta sína; og á sama tíma og efna- hagskerfi Sovétríkjanna er í molum - skuli áhrif, aðdráttaraf 1 og virðing leiðtoga Sovétríkjanna vera í hám- arki, á vettvar.gi alþjóðamála. Það er til marks um, að þar er enginn meðalskussi á ferð. Sem betur fer. Því að Mikhaíl Gorbatsjov gegnir mikilvægasta og sögulegasta hlut- verki stjórnmálaleiðtoga samtímans: Hans hlutverk er að kistuleggja lenínismann í eitt skipti fyrir öll og endurreisa Rússland á grundvelli vestrænna hugmynda um réttarríki, virðingu fyrir mannréttindum, lýð- ræði í stjórnmálum og friðsamlega lausn alþjóðlegra deilumála. Gervallt mannkyn á mikið undir því komið að honum mistakist ekki þetta sögu- lega hlutverk. Starfsfólk Ferðaskrifstofu íslands og Hótel Eddu þakka viðskiptin á árinu Xl i °S óska landsmönnum farsœldar á komandi ári. FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS ICELAND TOURIST BUREAU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.