Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3U DESEMBER 1989 SKIPULAG SJUKRATRYGGINGA FRÁ ÁRAMÓTUM Hinn 1. janúar 1990 taka gildi sem kunnugt er breytingar áskipulagi sjúkratrygginga innan almannatryggingakerfisins. Þá veröa lögö niður öll 40 sjúkrasamlög landsins og starfsemi þeirra falin Tryggingastofnun rlkisins. Sýslumenn og bæjarfógetar munu frá 1. janúar 1990 taka að sér umboð sjúkratrygginga utan Reykjavlkur, eins og gilt hefur um aðra þætti almannatrygginga hingað til, en aðalskrifstofurTrygglngastofnunar rikislns að Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28 munu annast sjúkratryggingar Reykvlkinga. Miðað er við, að flestallar greiðslur, sem sjúkra- samlögin hafa annast fram að þessu, fari fram eftir breytinguna f viðkomandi umboðum Trygg- ingastofnunar rfkisins hjá bæjarfógetum og sýslumönnum eða f útibúum þeirra. Stefnt er a& þvf, að innan tveggja ára geti almenningur fengið greiddar hvers kyns sjúkrabætur I hvaða umboöi sem er eða hjá aðalskrifstofunnl f Reykjavfk. Þangað til verður það hins vegar meginreglan, að hver og einn haldi sig við það umboð (í Reykjavík aðalskrifstofu TryggingastofnunarJ þar sem hann á lögheimili. Séu hins vegar sérstakar ástæður fyrir hendi svo sem tlmabundin dvöl vegna atvinnu eða náms eða annars þess háttar, er i lagi að skipta við annað umboð eða aöalskrif- stofu. Þetta gildir þó ekki um greiðslur á sjúkra- dagpeningum eða ferðakostnaði innanlands, en þær verða fyrst um sinn eingöngu bundnar við afgreiðslustað þar sem viðkomandi á lögheimili. HVERT ÁTTU AÐ LEITA? UTAN REYKJAVIKUR í umboöum Tryggingastofnunar rlkisíns hjá bæjarfógetum og sýslurnönnum og mögUlegum útibúum þeirra múfl fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem þáö hefur hingað til sótt til síns sjúkra- samlags, þó ekki afhendingu lyfja- sklrteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaöi. Vegna húsnæðiseklu veröa bæjarfógetar á nokkrum stöðum á landinu að nýta tímabundið húsnæði sjúkrasamlaganna fyrir þessa nýju starfsemi. Gildir þettaá Akranesi, Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi fyrst um sinn. I umboðunum ferþví fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til sjúklinga með lögheimili á svæði umboðsins. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til þeirra, sem eiga lögheimili á svæði umboðsins. f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilif- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfræðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Milliganga gagnvart aðalskrif- stofunni á Laugavegi 114 f Reykjavik vegna þeirrar starfsemi, sem eingöngu fer fram þar. í REYKJAVÍK 1. Á skrifstofunni í Tryggvagötu 28 mun fólk sáekja áfram alla þá þjónustu, sem það héfur hingað tll sótt til Sjúkra- samiags Reykjavikuf hema afgreiðslu lyfjasklrteina og endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði, sem hvort tveggja verður á Laugavegi 114. í Tryggvagötu fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga, sem ekki þarf að samþykkja sérstak- lega af hálfu Tryggingastofnunar. b) Afgreiðsia sjúkradagpeninga til Reykvíkinga. c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis- hjálparkostnaðar. d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra- flutningskostnaðar. e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga innanlands til Reykvíkinga. f) Útgáfa skirteina til örorku- og ellilíf- eyrisþega vegna 12 skipta hjá sérfrafeðingum. g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra- trygginga. h) Val og skráning hjá heimilislæknum í Reykjavík. 2. Á Laugavegi 114 mun fólk sækja áfram þá þjónustu, sém það hefur hingað til sótt tii sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar rlkisins og auk þess afgreiðslu lyfjaskírteina og endur- greiðslu á erlendum sjúkrakostnaði.c A Laugavegi fer því fram eftirtalin afgreiðsla til almennings: a) Afgreiðsla hjálpartækjaumsókna. b) Afgreiðsla tannlæknareikninga, sem þurfa sérstakt samþykki Trygginga- stofnunartil greiðslu. c) Útgáfa lyfjaskírteina. d) Greiðsla vegna læknismeðferðar erlendis. Þessi starfsemi verður eingöngu að Laugavegi 114 fyrir alit landið. Til að byrja með verða gömlu sjúkrasamlagsskírteinin látin halda gildi sínu þar til sérstök sjúkratryggingaskírteini leysa þau af hólmi. Þá skaí áréttað, aö framangreindar breytingar hafa engin áhrif á þjónustu lífeyris- og slysa trygginga, sem verður því með óbreyttum hætti á sömu stöðum og verið hefur. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Gaza-svæðið og „uppreisn<f ara- banna: Dauðinn gerist hvers- dagsiegur Húsið stendur við Beit Hanoun- grafreitinn á Gaza-svæðinu, hernámssvæði ísraela, og af svöl- unum að sjá var það undarlega óraunverulegt, sem við augum blasti. Eins og Ijósmynd af upp- þoti í gömlu dagblaði Ya maniak“ hrópaði ungi Pal- estínumaðurinn hásum rómi að hermönnunum, sem nálguðust upp brekkuna, og börnin hóstuðu og kúg- uðust þegar táragasskýin umluku þau. Það var miður morgunn í Beit Hanoun og nú voru það konur og ungar stúlkur, sem voru í farar- broddi með fána og kransa til að minnast píslarvottanna. ísraelarnir biðu átekta í varðstöðinni hinum megin við torgið þar til gangan hófst. Þá létú þeir til skarar skríða. Jepparnir geystust af stað til að hermennirnir gætu gripið þá, sem fremstir fóru, og í hvert sinn, sem skothvellur kvað við — plastkúla, vonuðu allir — tvístraðist hópurinn en Bafnaðist síðan saman aftur. Nú í desember voru tvö ár liðin síðan uppreisn Í’aletínumahna á hernámssvæðunum höfst og fyrir íbúana í þessu þorpi í Gaza eru átök við hernámsiiðið orðin dagiegt brauð, næstum eins og helgiathöfn. Jafnvel lítil börn taka þátt í þeim óttaiaUs. Samt er eitthvað átakanlegt og skeifilegt Við þettá allt satpan — að sjá ungar stúlkur bjóða táfagasi og byssukúlum býrginn tll að geta for- mælt hermönnunum. Uppreisnin í Gaza er saga um þjáningar og fórnir, sem engin fjöl- skylda hefur sloppið við að færa. Kamal, 34 ára gamall en virðist tíu árum eldri, hefur farið huldu höfði í fimm mánuði. A næturnar sefur hann í appelsínulundunum og þorir aðeins að koma til konu sinnar og sex barna í nokkrar mínútur í senn. „Ef ástandið breytist ekkert," seg- ir Kamal ákveðinn, með þunnan jakka til skjóls í nístandi kuldanum, „mun ég heldur ekki gefast upp. Okkar talsmenn hafa gefið allt of mikið eftir við ísraela og Bandaríkja- menn. Nú verða þeir að finna leiðir til að herða baráttuna." Palestínumenn vita ósköp vel, að þeir eru ekki á neinni sigurbraut. Á síðasta sumri tókst ekki að koma í veg fyrir, að Gaza-búar sæktu vinnu í Israel og það tókst heldur ekki hindra dreifingu nýrra persónu- skilríkja._ Fyrir ísraela er grjótkastið óþægi- legt og lítið meira. Hundruð palestín- skra baráttumanna eru í fangelsi og þótt maður komi í manns stað eru leiðtogaefnin ekki á hveiju strái. Ungir menn, sem geta fengið vinnu, halda áfram að leita til Israel yfir „grænu línuna", landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Uppreisnin heldur samt áfram. í risastórum Jabaliya-flóttamanna- búðunum þar sem hún hófst 9. des- ember 1987 hlaupa hermennirnir fram og aftur eftir þröngum götun- um, eins og kettir, sem elta mýs, og ósjaldan með sömu afleiðingum. Mýsnar eru paiestinsk börn. Hatrið liggur í loftinu. Á heimili Jamals Al-Sherikhs, fangans, sem fannst hengdur í klefa sínum, eru vinir og ættingjar komnir saman til að syrgja hann, sitja þöglir við kaffi- drykkju og reykja. Jamal var hand- tekinn í október fyrir að hafa ekið á hermann, sem missti við það báða fætur. í Gaza trúir því enginn, að Jamai hafi stytt sér aldur. Allir hafa heyrt um kæfandi pokana, sem eru dregn- ir yfir höfuð manna við yfirheyrslur. „Gyðingarnir drápu son minn, þeir drápu son minn,“ kveinar móðir hans og stríðið heldur áfram. -IAN BLACK Þ.Þ0RGRIMSS0N&C0 HARÐPLAST A BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.