Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 2 FRÉTTIR/INNLENT Vinnuhópur gegn sifjaspellum: Fjöldi tilkynninga um ofbeldi fiillorð- inna gegn börnum ÁRLEGA berst opinberum aðilum hér á landi fjöldi tilkynninga um ofbeldi fullorðinna á börnum, en vitað er um fleiri tilvik, sem ekki eru kærð til réttra aðila. Lögum samkvæmt ber öllum þeim, sem verða vitni að sliku athæfi gegn börnum og ungmennum, skylda til að tilkynna það barnavemdarnefnd. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Ofbeldi á bömum má skipta í líkamlegt og andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og van- rækslu. Samkvæmt könnunum, sem gerðar hafa verið á Norður- löndunum, verður tíunda hvert bam þar fyrir kynferðislegu áreiti fullorðinna í æsku. Ætla má að það hlutfall sé síst minna hérle'nd- is, að sögn Söm Karlsdóttur, starfsmanns vinnuhóps gegn sifja- spellum. Finna má ýmislegt sameiginlegt með þeim, sem misþyrma börnum andlega og líkamlega, að sögn Huldu Guðmundsdóttur, félags- ráðgjafa. „Þetta fólk er að öllu jöfnu und- ir miklu andlegu álagi og oft kem- ur í ljós að það hefur sjálft átt erfiða daga í bernsku. Oft skortir mjög á þekkingu þess og skilning á þörfum barna á mismunandi þroskastigum. Því hættir til að gera mjög óraunhæfar kröfur til bama og þegar þau síðan valda vonbrigðum geta viðbrögðin orðið mjög harkaleg. Þar sem ofbeldi gegn bömum á sér stað, má einnig reikna með að fleiri á heimilinu séu beittir valdi. Oft em þessu heimili illa stödd félagslega og fjárhagslega, en svo er þó alls ekki alltaf og raunar sýna erlendar kannanir að Kviknaði í út frá arni ELDUR kom upp við arin í einbýlishúsi í Garðabæ laust eftir klukkan sex í gær- morgun. Heimilisfólk vakn- aði og gerði slökkviliði við- vart. Slökkvistarf gekk vel og að sögn lögreglu í Hafnar- firði urðu ekki mjög miklar skemmdir á húsinu. Sambandið: Stjórn- arfimdi framhald- íð í dag Stjórnarfundi í Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, sem frestað var á fóstudaginn, verð- ur fram haldið í dag. Fundurinn fjallar um það hvort taka eigi tilboði Landsbankans í hlut SÍS í Samvinnubankanum. Tvísýnt var um úrslit málsins og var fundi þá frestað til sunnudags. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, _er talið að helstu lánadrottnar SÍS erlendis muni gjaldfella skuldir fyrirtækisins hafni stjómin tilboði Landsbank- ans. bamamisþyrmingar finnast með öllum stéttum. Það sem hins vegar er að gerast um þessar mundir er að hið dulda ofbeldi í fjölskyldum er að koma upp á yfirborðið og vonandi verður það- til að draga úr þessu athæfi,“ segir Hulda. Sjá grein, „Börn í klóm full- orðinna“, á bls. 10. Komdu þér upp úr hjólförunum Vegagerðin hefur sett upp skilti á Reykjanesbraut með áletruninni „Komdu þér upp úr hjólförunum“ til að vara ökumenn á leið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðumesja við ástandi þjóðvegarins. A Reykjanesbraut- inni hafa myndast djúp hjólför á báðum akreinum sem eru talin vera miklar slysagildrur, einkum í bleytu og hálku. Fé mun ekki hafa verið veitt ti! viðgerða á brautinni en að sögn Óla H. Þórðarsonar hjá Umferðarráði hafa vegagerðar- og löggæslumenn átt fundi með Umferðarráði um leiðir til að vekja athygli vegfarenda á hættunni og hvetja þá til að haga akstri sínum í samræmi við það. Úr varð setja upp skiltið en einnig hefur tekist samstarf milli lögreglumanna í Hafnarfirði og á Suðurnesjum um aukið eftirlit og hraðamælingar. Mokveiði af feitri loðnu norð-austur af landinu Bjami Sæmundsson á leið í loðnumælingar BJARNI Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofhunar er nú á leið í loðnumælingar á miðunum norð-austur af Langanesi. 38 islensk skip eru nú þar að veiðum, einnig nokkur norsk. Varðskip er einn- ig á svæðinu. 14 skip tilkynntu um afla til loðnunefndar frá fóstu- dagskvöldi til hádegis í gær, með samtals 12.550 tonn. Eftirfarandi skip tilkynntu um afla til loðnunefndar frá föstudagskvöldi til hádegis í gær: Helga II RE 1.000 tonn, Albert GK 700 tonn,. Sjávarborg GK 800 tonn, Hilmir SU 1.200 tonn, Svan- ur RE 700 tonn, Súlan IA 770 tonn, Guðmundur Ólafur ÓF 660 tonn, Harpa RE 610 tonn, Höfr- ungur AK 890 tonn, Grindvíkingur GK 1.000 tonn, Júpiter RE 1.150 tonn, Sunnuberg GK 600 tonn, Sigurður RE 1.280 tonn og Kap II VE 700 tonn. Bjarni Sæmundsson Iagði af stað á föstudag í loðnumælingar á miðunum norð-austur af Langa- nesi, en brottför hafði nokkuð seinkað vegna bilunar. Að sögn leiðangursstjórans, Sveins Svein- björnssonar fiskifræðings er áætl- að að ljúka leiðangrinum 24. jan- úar næstkomandi. Sveinn sagðist fastlega reikna með því að loðnan sem fundist hefði fyrir austan væri 3-4 ára, en ekki væri unnt að staðfesta það fyrr en sýni hefðu verið tekin. Um stærð þessarar göngu væri ekkert hægt að segja fýrr en að loknum mælingunum. Ekki vildi Sveinn tjá sig um það hvort hér væri á ferðinni loðnan sem veiðst hefði í litlum mæli í desember eða viðbót við hana; það yrði að koma í ljós. Að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar hafa ekki borist nein sýni enn af loðnunni fyrir austan. Taldi Jakob sennilegt að um væri að ræða blandaða árganga og líklega þá loðnu sem verið var að veiða í tunglskininu fyrir norðan í desem- ber. Að loknum leiðangri Bjarna Sæmundssonar mun stofnstærð liggja fyrir og verður hámarksafli þá endurmetinn. í samtali við Morgunblaðið sagði Eggert Þorfinnsson á Hilmi SU, sem í gær var á leið til Siglu- fjarðar með 1.250 tonn að frekar lítil köst hefðu fengist aðfaranótt laugardags, enda bjart tunglskin og loðnan djúpt niðri. Sagði Eg- gert vera á ferðinni 3-4 ára, feita og fallega loðnu. Halldór innheimtir gjaldið fyrir hvalveiðisamkomulagið ÍSLENSKT fiskvinnsluskip við strendur Alaska, Andri BA 190, fær ekki að taka við fiski til vinnslu, eins og eigendur þess höfðu talið að um væri samið. Bandaríska viðskiptaráðuneytið segir einfaldlega nei, án frekari skýringa. Eigendur Andra telja það brot á milliríkjasamningi íslands og Bandaríkjanna, verði leyfið ekki veitt. Ef marka má bréf Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra til bandaríska viðskiptaráðherrans, er um- ræddur samningur ekki aðeins um fiskveiðiheimildir, heldur lykillinn að afstöðu íslendinga í hvalveiðimálum undanfarin ár. egar Bandaríkjamenn sóttu það af hvað mestu kappi að bannað yrði að veiða hvali, lofuðu þeir íslendingum aðgangi að fiskimiðum innan __ landhelgi sinnar, gegn því að ísiendingar mótmæltu ekki ákvörðun Al- þjóða hvalveiði- ráðsins um bann Við hvalveiðum. Um þetta var samið og sam- komulagið skjalfest árið 1983. Samkomulagið gilti fram að miðju síðasta ári, var þá end- urnýjað og gildir fram að miðju ári 1991. Reyndar segir í samkomulag- inu, að íslendingum sé ekki ein- ungis heimill aðgangur að banda- rísku fiskimiðunum, heldur skuli þeir hvattir til að nýta sér heim- ildina. Þetta var hugsað til að bæta íslendingum upp þann tekjumissi, sem yrði af stöðvun hvalveiða. . Tæpum sex árum eftir að fyrrnefnt sam- komulag var gert, tóku ís- lendingar síðan við sér þegar íslenska úthafsút- gerðarfélagið hf., ÍSÚF, var stofnað annan jóladag 1988. Að ári liðnu og einum degi betur, kemur skip félagsins, Andri, á miðin við Alaska. Eigendur standa í þeirri trú að samningur- inn gildi, en eftir tilraunavinnslu á smáslatta er þeim bannað að halda áfram og það bann stendur enn. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sendi Robert A. Mosbacher Sr. viðskiptaráðherra bréf þann 4. janúar síðastliðinn þar sem hann minnir á samkomu- lagið fyrrnefnda, í tilefni af neit- uninni um vinnsluleyfi Andra. Ragnar S. Halldórsson fram- kvæmdastjóri ÍSÚF segir félagið ekki hafa óskað eftir þessum af- skiptum sjávarútvegsráðher- rans., En hvers vegna ætti íslenski sjávarútvegsráðherrann að hafa afskipti af þessu máli? Svarið við þeirri spurningu liggur í eðli samkomulagsins á milli íslenskra og bandarískra stjómvalda um aðgang að fiski- miðum Bandarikjanna, auk þess sem miklir hagsmunir íslensks fyrirtækis eru í húfi. Þetta sam- komulag var tilboð Bandaríkja- manna til íslendinga,_ sett fram í þeim tilgangi að íslendingar tækju ákveðna stefnu í hvalveiði- málum, mótmæltu ekki hvalveiði- banninu og sættu sig þar með við það. Samkomulagið var því ekki aðeins um viðskipti einhverra einkafyrirtækja á íslandi og í Bandaríkjunum og heimildir til þeirra um ákveðið athafnafrelsi, heldur var beinlínis um að ræða samkomulag um stjómarstefnu íslands. í reynd buðu Bandaríkja- menn aðgang að fiskimiðum þeirra fyrir hvalveiðistefnu ís- lendinga. íslendingar hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins, þótt með umdeildum hætti hafi verið, en svo virðist sem Bandaríkja- menn ætli nú ekki að virða það. Þeir hafa neitað fyrsta íslenska skipinu, sem ætlað er að nýta samninginn, um leyfi til vinnslu. í ljósi þessa er skiljanlegt að sjávarútvegsráðherra bregði hart við og segi í bréfi sínu til Mosbac- hers, að hann hafi af því þungar áhyggjur að Bandaríkjastjórn ætli ekki að standa við samkomu- lagið. Halldór er að innheimta gjaldið fyrir hvalveiðisamkomu- lagið við bandarísk stjórnvöld. BAKSVIÐ efltr ÞórhallJósepsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.