Morgunblaðið - 07.01.1990, Side 4

Morgunblaðið - 07.01.1990, Side 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 INNLENT Hætta á gjald- fellingn er- lendra lána SÍS Forsætisráðherra segir hættu á að erlend lán Sambandsins sem nema milljörðum króna verði gjald- felld, hafni stjóm Sambandsins til- boði Landsbankans í hlutabréf SÍS í Samvinnubanka. Slíkt hefði alvar- leg áhrif á lánstraust íslands er- lendis. Stjórn Sambandsins frestaði ákvörðun um tilboð Landsbankans þar til í dag en mjög skiptar skoð- anir eru um tilboðið innan stjómar- innar. Nýársbarnið fæddist í Reykjavík Fyrsta bam ársins 1990 var drengur sem fæddist á fæðingar- deild Landspítalans klukkan 1.45 á nýársnótt. Foreldrar drengsins em Gunnhildur Stefánsdóttir og Böðvar Friðriksson. Borgin kaupir Vatnsenda Reykjavíkurborg keypti á föstu- dag jörðina Vatnsenda fyrir 172 milljónir. Kaupin eru með fyrirvara um forkaupsrétt Kópavogsbæjar og að Alþingi setji lög um eignar- námsheimild til Reykjavíkurborg- ar. Hlutafé tryggt í Stöð 2 Fyrri aðaleigendur Stöðvar 2 til- kynntu eignarhaldsfélagi Verslun- arbankans á föstudag að þeir væru tilbúnir til að greiða þær 150 milij- ónir krópa sem þeir höfðu lofað að legga fram sem hlutafé í Stöð 2. Eignarhaldsfélagið hefur ábyrgst 250 milljónir til viðbótar samkvæmt samkomulagi sem þess- ir aðilar gerðu sín á milli á gamlárs- dag. Launadeila stöðvar togara Ahafnir togara á Austurlandi hafa ekki mætttil brottfarar vegna deilu við útgerðir um laun. Krefj- ast sjómennimir þess að greitt verði hærra verð fyrir fisk sem þeir landa en verðlagsráðsverð. Óllu starfsfólki Hraðfrystihúss Eskifjarðar var sagt upp störfum vegna þessa. Atlanta keypti þjóðarþotuna Flugfélagið Atlanta hf. sem er m.a.'í eigu Arngríms Jóhannsson- ar flugstjóra, keypti á fimmtudag þotuna sem ríkissjóður leysti til sín frá Arnarflugi á síðasta ári. Þotan var trygging fyrir skuldum Amar- flugs hjá ríkissjóði og hafa nú risið upp deilur um þær skuldir. Góð loðnuveiði Mokveiði af mjög góðri loðnu var undir lok vikunnar norðaustur af Langanesi. Alfreð íþróttamaður ársins Allreð Gísla- son handknatt- leiksmaður var kjörinn íþrótta- maður ársins 1989 af íþrótta- fréttamönnum á fimmtudag. Alfreð var einn leikmanna íslenska liðsins sem vann B-heimsmeistarakeppn- ina í Frakklandi. ERLENT Vaclav Havel segir ástæðu- laust að ótt- ast samein- að Þýskaland Hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, fór í fyrstu opin- bem heimsókn sína á þriðjudag. Það þótti tákn- rænt um breyt- ingarnar í A- Evrópu að hann hélt til A-Þýskalands en ekki Sov- étríkjanna. Á blaðamanna- fundi sagði Ha\ væri að óttast nýtt og sameinað Þýskaland svo framarlega sem leikreglur lýðræðisins yrðu í heiðri hafðar. Havel sagðist hafa tjáð Manfred Gerlach, forseta A- Þýskalands, að Tékkar væru reiðubúnir að senda verkamenn til að aðstoða við að rífa niður Berlínarmúrinn, Austur-Þjóðverj- um að kostnaðarlausú. Sij órnmálaráðið handtekið í Rúmeníu Talsmaður nýju stjómarinnar í Rúmeníu- sagði á þriðjudag að allir félagar í stjómmálaráði kom- múnistaflokksins, er áður var helsta valdastofnun landsins, hefðu verið handteknir. Smá- bændaflokkurinn, sem nú hefur fengið leyfi til 'að starfa, hefur birt stefnuskrá sína. Þar er kveð- ið á um afnám samyrkjubúskapar og sagt að kristileg lífsviðhorf eigi að vera leiðarljós þjóðarinnar. Á miðvikudag sagði Silviu Bruc- an, félagi í Þjóðarráði byltingar- manna, að Sovétmenn hefðu fyrir- fram heitið stuðningi við bylting- una gegn Nicolae Ceausescu en Sovétmenn segja þetta ekki rétt. Franskir fjölmiðlar sögðu að Þjóð- arráðið hefði verið stofnað leyni- lega fyrir hálfu ári en Petre Rom- an, forsætisráðherra Rúmeníu, hefur vísað þessu á bug. Fjöldamorð á Grænlandi Átján ára gamall piltur gekk berserksgang í grænlenska bæn- um Narsaq á nýársdagsmorgun og skaut sjö manns. Deila mun hafa komið upp í hópnum, sem tók þátt í nýársfagnaði, og hvarf pilturinn á brott en kom síðan aftur með riffil og hóf skot- hríðina. Háværar kröfur heyrast nú á Grænlandi um algert áfengis- bann vegna fjölmargra óhæfu- verka sem unnin eru í ölæði en pilturinn mun hafa verið drukk- inn. Byssueign er almenn í landinu. Noriega gefiir sig á vald Bandaríkjamönnum Manuel Antonio Noriega, fyrrum einræðisherra í Panama, gafst upp fyrir Bandaríkjamönn- um aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Hann hafði þá dvalið um hríð í sendi- ráði Páfagarðs í Panamaborg en bandarískir hermenn slógu hring um sendiráð- ið til að koma í veg fyrir að Nori- ega tækist að flýja úr landi. Á fimmtudagskvöld var Noriega leiddur fyrir rétt í Florida þar sem honum voru birtar ákærur um eituriyfjasmygl. Hann svaraði með því að bera brigður á lögsögu bandarísks dómstóls í málinu. Uppgjöf .einvaldsins var fagnað ákaft í Panama og Bandaríkjun- um, þar sem málalok þykja mikill sigur fyrir George Bush forseta. Bandaríkin: Óttast er að reynt verði að frelsa Noriega og hefiia hans Miami. Reuter, Daily Telegraph. MANUEL Noriega, áður einræð- isherra Panama en nú fangi núm- er 41586 í Bandaríkjunum, hitti lögfræðinga sína að máli í fyrra- dag til að ræða hvemig vöm hans verði best háttað. Mikil leynd hvílir yfir því hvar ein- valdinum fyrrverandi verður haldið á meðan beðið er eltir því að réttarhöldin haldi áfram. Ott- ast er að fylgismenn Noriega reyni að frelsa hann og fremja hermdarverk í Bandarikjunum í hefndarskyni. Noriega var fluttur til Miami í Bandaríkjunum frá Panama á fimmtudag og leiddur fyrir rétt sak- aður um aðild að eiturlyfjasmygli. Hann var í gæslu í leynikjallara, sem nefndur hefur verið „kafbáturinn", í dómshúsinu. Fjórar herþyrlur voru á stöðugu flugi yfir dómshúsinu og olli það vangaveltum um að í ráði væri að flytja hann á annan stað. Heimildarmaður innan lögreglunnar sagði að Noriega yrði haldið í ein- hveiju af þeim fangelsum þar sem öryggisgæslan væri öflugust. George Bush Bandaríkjaforseti tók skýrt fram á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í fyrrakvöld að ekki Reuter Mynd af Manuel Noriega, fanga númer 41586, sem bandaríska dóms- málaráðuneytið heftir sent út. kæmi til greina að semja við Nor- smyglhringi. Bandaríska dagblaðið iega um að falla frá ákærum í stað- Washington Post hafði skýrt frá því inn fyrir upplýsingar um alþjóðlega að slíkt væri á döfinni. Boeing hyggst smíða nýja breiðþotu með Japönum BOElNG-flugvélaverksmiðjum- ar hafa nú svo gott sem ákveðið að smíða nýja farþega- þotu sem væntanlega fær teg- undarheitið Boeing-777, en vinnuheiti hennar er 767-X. Er þar um 300-350 sæta breiðþotu að ræða og hefur stjórn Boeing nýlega boðið flugfélögum að gera pantanir í hina nýju vél. Miðað er við að hún verði tekin í notkun í farþegaflugi 1995. Vonast Boeing-verksmiðjumar til að hanna og smíða þotuna í samvinnu við þijú japönsk fyr- irtæki en bandarískir þing- menn hafa lagst harkalega gegn þeirri hugmynd. Ottast þeir að með því öðlist Japanir þekkingu og tækni til að smíða farþegaþotur og telja þing- mennirnir að þá verði þess skammt að bíða að þeir hefji flugvélaframleiðslu í stómm stíl og skjóti Bandaríkj amönn- um ref fyrir rass í þeim efiium, rétt eins og í bílaframleiðslu. að ræðst endanlega af undir- tektum flugfélaga hvort Boeing-777 þotan verður smíðuð en allt þykir benda til að hún eigi eftir að sjá dagsins Ijós. Flugfé- lögin British Airways, Cathay Pacific og United Áirlines eru sögð hafa sýnt mikinn áhuga á smíði þotunnar og það hafi að einhveiju ráðið ákvörðun verk- smiðjunnar að opna pöntunar- lista sína. Boeing-777 þotan verður tveggja hreyfla og í sama stærð- arflokki og Airbus A330 og McDonnell Douglas MD-11. Verð- ur hún því talsvert stærri og burðarmeiri en Boeing-767 en minni en 747-400. Við hÖnnun hennar verður miðað við að hægt verði að brúka sem mest af bún- aði 767-þotunnar. Verða flug- stjórnarklefar þeirra t.a.m. eins og sömuleiðis verður stélhluti 777-þotunnar nær því hinn sami og á 767. Þó verður skrokkurinn nokkru víðari og herma fregnir að Boeing kanni það af mikilli alvöru hvort hægt verði að hafa hann úr gerviefnum í stað áls og stáls. Þá verður um alveg nýjan væng á 777-þotunni að ræða. Verður hann þykkri og þannig gerður að hún geti flogið hraðar en 767-þotan og borið meira elds- neyti. í frumhugmyndum að nýju þotunni er gert ráð fyrir að hún geti flutt 350 farþega á tveimur farrýmum 7.800 kílómetra vega- lengd, eða sem svarar flúgi milli stranda í Bandaríkjunum í einum áfanga. Gert er ráð fyrir að auka megi langdrægi hennar upp í allt að 10.700 km vegna Atlantshafs- flugs. Auk 350 sæta innrétting- ar verður völ á 300 sæta innrétt- ingu á þremur farrýmum eða 400 túristasæt- um á einu óskiptu farrými. Hægt verður að hafa allt frá sex og upp í 10 sæti í hverri sætaröð. Á venjulegu farrými er miðað við að þau verði níu og gangvegir tveir. Á þessu stigi er hönnun þotunn- ar þó skammt á veg komin og segja talsmenn Boeing að öllum útfærslumöguleikum að því er varðar stærð og burðargetu verði .haldið opnum til þess að á endan- um verði smíðuð flugvél sem örugglega sé markaður fyrir. Boeing-verksmiðjurnar hafa mikinn hug á því að deila hönnun og smíði nýju þotunnar með jap- önsku fyrirtækjunum Mistubishi, Kawasaki og Fuji. Meðal annars vegna þess að þar í landi er einn stærsti markaðurinn fyrir Bo- eing-þotur og japanskir undir- verktakar framleiða nú þegar 70% þeirra flugvélarhluta sem fyrir- tækið hefur boðið út utan Banda- ríkjanna. Ennfremur kemur velgengni Boeing-verksmiðjanna hér til en að óbreyttu gætu þær orðið fórn- arlamb hennar. Gert er ráð fyrir um 6% árlegri aukningu í far- þegaflugi fram til aldamóta og með óbreyttum afköstum gæti fyrirtækið ekki haldið markas- hlutdeild sinni en meira en helm- ingur allra nýpantana hefur komið í hlut Boeing. í pöntun hjá fyrir- tækinu eru nú 1.600 farþegaþotur og verksmiðjur fyrirtækisins í Seattle og nágrenni vinna á fullum afköstum. Álag er mikið á starfs- mönnum og yfirtíð í samræmi við það. Framboð á faglærðu starfs- fólki er takmarkað og möguleikar því ekki mjög miklir til að færa út kvíarnar enda gæti það komið sér illa ef skyndilega yrði sam- dráttur í flugi. Hugmyndin með aukinni þátttöku japönsku fyrir- tækjanna í þróun og smíði nýju þotunnar er m.a. sú að treysta stöðu Boeing á f lugvélamarkaði á næsta áratug. BAKSVIÐ eftir Ágúst Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.