Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 UFTRUR ber. Hann hafði alltaf staðið utan innsta valdahringsins þegar hann var kosinn í stjórnmálaráðið í nóv- emberbyrjun og var því tiltölulega lítt þekktur. Honecker hélt honum alltaf niðri og nú er það talið styrk- ur hans. Hann er af verkamönnum kom- inn eins og flestir aðrir óbreyttir flokksmenn, sem komust til áhrifa í Austur-Þýzkalandi á fyrstu árum „alþýðulýðveldisins“, þegar menn af „borgaralegum" uppruna voru litnir hornauga. Hann er fæddur 1928 og tók doktorspróf í hagfræði að loknu námi í vélaverkfræði og eins árs innrætingar-námskeiði í Komsomol-skólanum í Moskvu. Val Modrows í embætti forsætis- ráðherra kom ekki á óvart. Einn örfárra manna í flokkskerfinu hafði hann hundsað réttlínustefnu Hon- eckers frá því perestroika Gorb- atsjovs kom til sögunnar og hann hefur verið kallaður „Gorbatsjov Austur-Þjóðveija“. Talsverðar vonir hafa verið bundnar við Modrow, en ekki er víst að hann standi undir þeim, enda er kerfið honum andstætt. Sennilega gerir hann sér grein fyr- ir því að hann getur ekki bæði þókn- ast samstarfsmönnum' sínum og þjóðinni. Flestir vilja gefa honum færi á að sýna hverju hann geti fengið áorkað og líklega vill hann stuðla að auknu lýðræði. Óþekkti formaðurinn Gregor Gysi, hinn nýi leiðtogi austur-þýzka kommúnistaflokks- ins, hefur ekki orðið sjálfkrafa valdamesti maður landsins eins og fyrirrennarar hans. Hann hafði ekki skipt sér af stjómmálum þegar hann tók við starfinu af Egon Krenz og stundað lögfræðistörf. Hann hafði ekki hugmynd um hvaða hlut- verk honum var ætlað fyrr en viku áður en hann var valinn formaður flokksins, en um leið var titillinn aðalritari lagður niður. Gysi er 41 árs, maður yfirlætis- laus, mælskur og gæddur kímni- gáfu. Hann ekur um á Lödu, þótt hann hafi rétt á Volvo og einkabíl- stjóra, og er alger andstæða Hon- eckers og Ulbrichts. Þó er hann sannfærður kommúnisti, hefur haft Marx og Lenín að leiðarstjörnum frá barnsaldri og verið félagi í flokknum síðan 1967. Faðir hans, Klaus Gysi, er 77 ára fv. menningarmálaráðherra og út- gefandi, sem barðist í frönsku and- spyrnuhreyfingunni í stríðinu. Hann telur sig ekki gyðing, þótt föður- amma hans og móðurafi væru gyð- ingar, kveðst einnig hafa rússneskt blóð í æðum og segir að nafnið Gysi sé þýzkt-svissneskt. Gysi hefur viðurkennt að aðal- kostur hans hafi verið talinn sá að „ég var ekki tengdur valdaforyst- unni og stóð langt frá henni“. Ákveðið verður á flokksþingi í vor hvort hann heldur formannsstöð- unni. Búizt er við að fijálsar kosn- ingar fari fram 6. maí og Gysi vill engu spá um úrslitin, en kunnugir segja að kommúnistar geti talizt heppnir, ef þeir fái 15-20% at- kvæða. Gysi hefur beðið um aðstoð Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir að Vestur-Þjóðveijar „gleypi“ Austur-Þýzkaland. „Ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna, en ég tel að það land eigi ekki að hlaupa frá skyldum sínum í Evrópu," sagði hann í viðtali. „Ég er eindregið á móti öllu tali um sameiningu Þýzka- lands, styð þróun, sem mun áreiðan- lega leiða til sameiningar Evrópu með tímanum, en er algerlega mót- fallinn sérstakri þýzkri lausn áður en slíkri þróun til evrópskrar sam- einingar lýkur.“ PÓLLAND Kaþólski blaðamaðurinn I Póllandi er kommúnistinn Woj- ciech Jaruzelski hershöfðingi enn orð fyrir að vera laginn samninga- maður og var ritstjóri óháðs ka- þólsks mánaðarrits, Wiez (Hlekkur- inn). Hann er fæddur 1927 og bróðir hans beið bana í fangabúðum naz- ista. Hann tók próf í lögfræði, starf- aði sem blaðamaður og ^ar fulltrúi stjórnarandstöðunnar á þingi. Kom- ið var í veg fyrir að hann reyndi að ná endurkjöri, þegar hann hafði rannsakað fjöldamorð lögreglu á verkamönnum í Gdansk 1970. forseti, en kaþólskur lögfræðingur og blaðamaður, Tadeusz Mazowi- ecki, varð forsætisráðherra í ágúst. Þar með var kommúnistastjórn í fyrsta skipti komið frá völdum með friðsamlegum hætti. Kommúnistar ráða enn skrifstofubákninu og halda yfirráðum sínum yfir hernum og lögreglunni, en þeir eru í minni- hluta í nýju stjóminni. Hún er und- ir forystu óháðu verkalýðshreyfing- arinnar Samstöðu og leiðtogi henn- ar, Lech Walesa, ræður mestu að tjaldabaki. Mazowiecki var einn fyrsti menntamaðurinn, sem studdi Sam- stöðu, þegar hreyfingunni var kom- ið á fót 1980, og er höfundur bókar um skoðanaskipti milli kaþólskra manna og marxista. Hann hefur Hann varð einn fremsti mennta- maður kaþólskra á árunum 1970- 1980. Mazowiecki kynntist Walesa í ágúst 1980 á fyrstu dögum upp- reisnarinnar í Gdansk. Ásamt Bronislaw Geremek myndaði hann bandalag menntamanna og verkamanna í skipasmíðastöðvum. Geremek og Mazowíecki urðu síðan ráðunautar Walesa og það leiddi til þess að hann sat í fangabúðum í eitt ár. Árið 1988 miðlaði Mazowiecki málum í vinnudeilum og í fyrra tók hann þátt í svokölluðum „hring- borðsviðræðum", sem leiddu til þess að Samstaða var lögleidd. Hann gaf ekki kost á sér í þingkosningunum í júní, en Jozef Glemp kardináli mun hafa lagt mikla áherzlu á að hann yrði forsætisráðherra. „Ég er forlagatrúar," sagði hann í haust, „og held að forlögin séu okkur hlið- holl.“ / BÓLGARÍA Eftirmaður Zhivkovs í Búlgaríu tók Petar T. Mlad- enov við af Todor I. Zhivkov sem leiðtogi búlgarska kommúnista- flokksins 10. nóvember. Hann boð- aði strax að dagar harðlínustefnu og rétttrúnaðar væru liðnir, en mætti nokkurri tortryggni. Þó hefur hann sýnt töluverðan sveigjanleika og kosningar munu fara fram eftir nokkra mánuði. Mladenov er fæddur 22. ágúst 1936 í þorpinu Toshevtsi við Dóná. Faðir hans hafði starfað fyrir f lokk- inn og Mladenov yngri tók þátt í starfi æskulýðssamtaka kommún- ista frá 13 ára aldri. Hann er heilsu- tæpur og neyddist-til að fara til Bandaríkjanna í hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum. Valdataka Mladenovs kom ekki síður á óvart en fall Zhivkovs. Því hafði jafnvel verið fleygt að hann yrði sviptur embætti. Hann hafði bakað sér óvild harðlínumanna með því að efna til alþjóðlegrar ráð- stefnu um umhverfismál, sem and- ófsmenn notuðu til að efna til fyrstu mótmælaaðgerða í áratugi. Tortryggnin í garð Mladenovs stafaði einkum af því að hann hafði verið utanríkisráðherra Zhivkovs í 18 ár. „Hann er reiðubúinn að fall- ast á önnur sjónarmið,“ sagði búlg- arskur blaðamaður hins vegar og reyndist sannspár, þótt enn eigi eftir að koma í ljós hve langt hann muni ganga í breytingum á hag- og stjórnkerfinu. Sömu sögu er að segja um hina nýju valdhafana í Austur-Evrópu og ekki er víst að þeir verði allir lengi við völd. Annað óvissutímabil er framundan. HÉtEODUMIÐAf 1990 REYKJAVÍK: Aðalumboð Suðurgötu 10, s, 23130. Verslunin Grettisgötu 26, s. 13665. Sjóbúðin Grandagarði 7, s. 16814. Happahúsið, Kringlunni, s. 689780. Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, s. 685632, Bókabúðin Hugborg, Grímsbœ, s, 686145. Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Hraunbœ 102, s, 83355, Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, s, 72800. HAFNARFJÖRÐUR: Bókab. Olivers Steins, Vilborg Siguijónsdóttir, s. 50045, GARÐABÆR: Bókab. Gríma, Garðatorgi 3, s. 656020. VÍFILSSTAÐIR: SÍBS-deildin,s. 602800. KÓPAVOGUR: Borgarbúðin, Hófgerði 30, s. 42630. Vídeómarkaðurinn, Hamraborg 20A s. 46777. Sparisjóður Kópavogs, Engihjalla 8, s. 44155. MOSFELLSBÆR: SÍBS-deildin, Reykjalundi, s. 666200. Dregið 12. janúar • Óbreytt miðaverð kr. 400,- Verlu með þarsem þú hefur mesta möguleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.