Morgunblaðið - 07.01.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
JOL
MEÐ
GÓÐU
FÓLKI
eftir Andrés Magnússon/Myndir: Árni Sæberg.
EINHVERJU SINNI átti frönskukennari greinarhöfiindar
í Menntaskólanum, Héðinn Jónsson, í erfiðleikum með að
útskýra nákvæma merkingu franska orðsins „sentimental".
Eftir nokkra umhugsun kvað hann upp úr með það, að
maður væri „sentimental" þegar honum vöknaði um augu
við að heyra „Heims um ból“ sungið þar sem hann væri
einn á ferð í útlöndum um jólin. Þetta skildu allir. En þurfa
menn að vera í útlöndum til þess að vera einir um jólin?
Hvað um einstæðinga, þá sem hvergi eiga höfði að halla,
fólk sem sagt hefúr skilið við fjölskyldu sína og aðra þá,
sem af einhverjum ástæðum hafa enga til þess að fagna
fæðingu Frelsarans með?
ftir að hafa borðað rjúpurnar hjá
mömmu á aðfangadagskvöld að
venju og opnað þá pakka, sem mér
voru réttir, fór ég út í leiðindaveður
og myrkur. Ég þurfti að bíða nokkra
stund eftir leigubifreið, enda fáir
að vinna á þessum tíma. „Ekki
köttur á kreiki,“ sagði bílstjórinn.
„Nema við. Það eru allir heima með
fjölskyldunni nema örfáir karlar
eins og við.“
í Slysavamarfélagshúsinu úti á
Granda er Tilkynningaskyldan til
húsa á fyrstu hæð beint inn af úti-
dyrunum. Ég horfði spurnaraugum
á vaktmanninn og hann. benti mér
upp stigann um leið og hann bauð
gleðileg jól.
Ég snaraði mér upp á þriðju hæð
þar sem veislusalurinn er, en áður
en ég náði að ganga inn, tók glað-
leg kona á miðjum aldri á móti mér
og segir: „Gleðileg jól og vertu vel-
kominn!" Ég er staddur í 30. jóla-
fagnaði Verndar. Þar eru þeir, sem
ekki hafa tök á því að dveljast með
vinum og vandamönnum, boðnir
velkomnir.
Fyrir enda salarins, sem skreytt-
ur er hátt og lágt, eru fánar ís-
lands og Slysavarnarfélagsins. Þar
Helgistund með sr. Ólafi.
er líka púlt, sem sr. Ólafur Jóhanns-
son flutti hugvekju sína úr. Frá
hljómtækjásamstæðunni líða öll
gömlu og góðu jólalögin.
í salnum eru um 30 manns —
f lestir karlar — að gæða sér á kaffi
og köku, en sjálfu borðhaldinu er
lokið. Mér er sagt að margir hafi
farið þegar eftir matinn —. hvert
borð hafi verið setið — en þegar
ég kem inn er aðeins setið í öðrum
helmingi salarins.
Það er sérkennilegur hátíðablær
yfir öllu. Fyrir utan eitt borð er lítið
ræðst við, menn eru mikið einir
með sjálfum sér, jafnvel á þessari
stundu. Kannski sérstaklega á þess-
ari stundu?
Konurnar i Vernd, sem sinna
þessu sjálfboðaliðastarfi, eru
sérkapítuli. Flestar þeirra hafa ver-
ið þarna um hver jól í áraraðir og
það útskýrir hvers vegna svo marg-
ir gestanna þekkja þær með nafni.
Þær heilsa á móti með nafni, brosa
út að eyrum og spyrja hvort ekki
megi bjóða þeim meira kaffi, meiri
köku, kókglas eða hvað annað, sem
á boðstólum er. Ein þeirra, er kom-
in vel á níræðisaldur, en lætur sig
samt ekki vanta. Fæstar þessara
kvenna hafa verið heima á að-
fangakvöld hin síðari ár.
Þrátt fyrir að mér skiljist að
flestir í salnum séu einstæðingar,
virðast margir þeirra kannast hver
við annan. Samt tala þeir lítið sam-
an og þá helst um veðrið og mat-
inn. Þeir bölva veðrinu en lofa
matinn í hástert. „Hangikjötið var
alveg eins og heima,“ segir einn
þeirra og það eru greinilega fleiri
en ég sem hugsa heim til mömmu.
Augljóst er að margir í salnum
eru ekki í miklum efnum og sumir
þeirra bera þess merki að hafa lát-
ið í minni pokann fyrir Bakkusi
konungi. Allir — utan einn — hafa
þeir samt sem áður farið í sitt
fínasta púss, hver eftir getu.
Það sér vín á stöku manni, en
af þeim er ekkert ónæði. Þeir eru
komnir til að halda sín jól og það
gera þeir, prúðir og hæglátir. Ég
spyr einn áður en hann fer hvað
laði að. „Hér fæ ég jólamatinn, ég
fæ gjöf, ég má koma og fara í friði
án þess að til nokkurs sé ætlast í
staðinn."
Það verður fijótlega ljóst að
menn vilja síst af öllu ræða eigin
hagi. En það er heldur engin kvöð
að mébn haldi uppi samræðum. Hér
hefur hver sína hentisemi. Allir
matargestir fá jólagjöf frá Verndar-
konum. Flestir þiggja þær með
þökkum, en ég sé engan taka sína
gjöf upp. Flestir láta þær liggja
ósnertar á borðinu þar til þeir fara,
þá eru þær settar í vasann og verða
upp teknar seinna. Ekki innan um
aðra.
Ég spyr einn gestanna hvað hafi
verið best í jólafagnaðinum. „Bara
það að eiga jólastund innan um
gott fólk.“ Hann bendir mér á
mann, sem ég gæti trúað að væri
um sextugt, allsérkennilegan í útliti
og illa til fara. „Þessi er ekki eins
og fólk er flest. Talar ekki við
neinn. Heldur þú að hann færi hvert
sem er um jólin?" Ég átta mig á
því hvað hann er að fara. Þrátt
fyrir allt og allt heldur þessi maður
til veislu á jólanótt. Og hann kemur
hingað.
Klukkan er farin að ganga ellefu
og salurinn að grisjast. Menn tínast
út einn af öðrum. Nær allir ganga
á milli kvennana í Vernd og þakka
með virktum fyrir sig.
Um leið og þær taka dúkana af
borðum stíga sumar létt spor og
raula undir með jólalögunum, sem
streyma frá hljómflutningstækjun-
um. Þær ljóma bókstaf lega af glað-
værð og jafnvel þeir gestir, sem
hvað hnuggnastir eru, komast ekki
hjá því að brosa með þeim.
Þeir sem eftir eru, freista þess
að fá far með lögregluþjónunum,
sem komnir eru til þess að aðstoða
við brottflutninginn á því, sem af
gekk matnum. Það er auðsótt mál.
Sumir kjósa þó að ganga einir síns
liðs inn í bæ, þrátt fyrir að ekki sé
beinlínis gönguveður. Ég bíð eftir
leigubíl til þess að geta farið í fjöl-
skyldujólaboðið. Vaktmaðurinn hjá
Tilkynningaskyldunni býður mér
góða nótt og óskar mér gleðilegra
jóla um leið og ég hverf aftur út í
myrkrið.