Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990 17 Sjálfboðaliðar, sem vinna á aðfangadag við jólafagnað Verndar í húsi SVFÍ; flestar hafa unnið þar árum saman. Frá vinstri eru Halld- óra Jónsdóttir, Jóhanna M. Jóhannesdóttir, Guðrún Brandsdóttir, Hanna Johannessen, Sigríður Bjarnadóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og Sigríður Olafsdóttir. VERND Í30ÁR FYRSTIJÓLAFAGNAÐUR Verndar var haldinn fyrir 30 árum, en sjálft félagið var reyndar ekki formlega stofnað fyrr en hinn 1. febrúar 1960. Þetta fyrsta verkefni félagsins hefur verið árleg- ur viðburður æ síðan. Allt starf fyrir jólafagnaðinn er unnið í sjálfboðavinnu. Mat, drykki, gjafir og annað það, sem til þarf, gefa ýmis fyrirtæki og hafa flest þeirra stutt þetta starf Verndar um árabil. Þá sjá félagar í ungtemplarastúkunni Hrönn um skreytingar á salnum. Almenn markmið félagsins eru að hlú að fólki, sem lent hefur í erfiðleikum — sérstaklega þó þeim sem komist hafa í kast við lögin — og er reynt að aðstoða fólk eftir fremsta megni við að komast á skrið á nýjan leik. Sr. Ólafur ásamt Þóru konu sinni, en á milli þeirra er Hanna Johann- essen, formaður Jólanefndar Verndar. Margir einir um jólin — segir sr. Olafur Jóhannsson SÉRA ÓLAFUR Jóhannsson, skólaprestur, hefur flutt hug- vekju á jólafagnaði Verndar und- anfarin fimm ár, „en þó margir komi þangað og njóti friðar og helgistundar er ég hræddur um að margir séu samt sem áður einir umjólin." Sr. Ólafur segir að það hafi ver- ið sér og konu sinni, Þóru Harð- ardóttur, sönn ánægja að vera á jólafagnaði Verndar undanfarin ár. „Það hefur verið beinlínis verið okkur gott að koma hingað. Maður hefur kynnst mörgu af því fólki, sem hingað kemur, og það upp til hópa afar ljúft og þægilegt þrátt fyrir. að margir hér hafi verið óheppnir í lífinu. Umfram annað annað á það þó sameiginlegt að koma hingað í einlægum ásetningi um að halda gleðileg jól, hvað sem á gengur.“ Ólafur segir hjörðina vera mis- jafna. „Hingað koma fyrrverandi fangar, fullkomnir einstæðingar, fólk sem ekki gengur heilt til skóg- ar, áfengissjúklingar, góðkunningj- ar lögreglunnar og fjöldi annarra, sem erfitt er að staðsetja. Margir þeirra eru mjög einmana, en hér gefst þeim tækifæri til þess að vera börn á jólunum — fá gjafir og njóta umhyggju — og það er nú það, sem ég held að við sækjumst öll eftir á jólunum. V E R Ð L Æ K K U N í V E T U R MÁNUD./MIÐVIKUD. ÞRIÐJUD. i FIMMTUD. FÖSTUDAGAR LAUGARDAGAR 09:30 Líkamsrækt 10:00 Eróbikk 10:30 Líkamsrækt 10:00 Jazz 4-5 ára 11:00 Líkamsrækt 11:00 Jazz 6-7 ára 13:30 Líkamsrækt 16:30 Jazz10-12ára 17:10 Líkamsrækt 17:10 Jazz 8-9 ára 17:20 Líkamsrækt 17:30 Jazz 13-15 ára 18:10 Átak 18:10 Líkamsrækt 18:20 Eróbikk 18:30 Barnshafandi 18:30 Start 19:10 Líkamsrækt 19:10 Átak 19:30 Eróbikk 75mín 19:30 Eróbikk 75mín 20:10 Start 20:10 Líkamsrækt 20:45 Líkamsrækt 21:10 Líkamsrækt Allir tímar eru 55 mínútur nema annað sé tekið fram. START: Fyrir þá sem hafa ekki verið í leikfimi lengi og þurfa að losna við nokkur kíló. Áhersla lögð á maga, rass og læri. Góðar teygjur og slökun. LÍKAMSRÆKT: Skemmtileg leikfimi með áherslu á maga, rass og læri. Fjör, hvatning, aðhald og hress tónlist. Engin hopp. Teygjur og slökun. Æfingar með teygjum og lóðum sem gefa frábæran árangur. ERÓBIKK: Mikil hreyfing og meiri fitubrennsla. Stuð, puð og púl. Fjörug tónlist og mikill sviti, einföld spor. BARNAGÆSLA MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA FRÁ KL. 10-16. ÁTAK í MEGRUN: Fyrir þá sem vilja grennast um 5-15 kg. Æfingar fyrir maga, rass, læri og upphandleggi. Engin hopp, hægari æfingar, teygjur og slökun. Vigtun, gott aðhald, mikill árangur og góður mórall. FYRIR BARNSHAFANDI: Öruggar, uppbyggjandi og styrkjandi æfingar. Teygjur, öndunar- og slökunaræfingar. Styrkjandi æfingar fyrir viðkvæma líkamshluta. Áhersla lögð á bak, maga og handleggi. JAZZBALLETT: Á laugardögum fyrir 4-7 ára á sama tíma geta foreldrar farið í leikfimi eða Ijós. Eldri hópar æfa tvisvar í viku, nemendasýning haldin í vor. SKRÁÐU ÞIG STRAX ( SÍMA 65 22 12. HRFSS UKAMSIVKKT (Xi IJÖS BÆJftRHRAUNI ft/VIO KERAVKURVECWN/SIMI 652212 aiHHiiiiiiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.