Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 19 JMtfgtnsfrliifttfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Sjö þúsund einstæð ar mæður að eru sjö þúsund einstæðar mæður á íslandi og rúmlega 500 einstæðir feður. Samtals hefur þetta fólk tæplega tíu þúsund börn á framfæri sínu. Um helmingur ein- stæðra foreldra býr í leiguhúsnæði á sama tíma og níu af hveijum tíu fjölskyldum í landinu búa í eigin húsnæði. Öryggisleysi hinna ein- stæðu foreldra í húsnæðismálum er slíkt, að einungis 6% þeirra, sem búa í leiguhúsnæði hafa leigusamn- ing til lengri tíma en eins árs. Þess- ar upplýsingar um stöðu einstæðra foreldra komu fram í fylgiblaði Morgunblaðsins sl. föstudag. Kjör hinna einstæðu mæðra eru augljóslega mjög erfið. Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu fyrir litla íbúð er nú á bilinu 25.000 til 45.000 krónur á mánuði. Til viðbótar húsa- leigu þurfa þær að greiða af launum sínum kostnað við barnapræ7lu. Jafnvel þótt þær njóti forgangs á barnaheimilum er þar um töluverðar upphæðir að ræða. Þegar til við- bótar kemur, að oftar en ekki eru einstæðar mæður í störfum, þar sem laun eru lág, fer ekki á milli mála, að þetta er líklega sá þjóðfélags- hópur, sem býr við kröppust kjör. í Morgunblaðinu sl. föstudag var hlutskipti einstæðrar móður og barna hennar lýst með þessum orð- um: „Fjölskyldan býr í leiguhús- næði, þurfti reyndar að flytja þrisv- ar sinnum á árinu og greiðir nú 45.000 í leigu á mánuði fyrir þriggja herbergja íbúð í Vesturbænum. Móðirin á ekki bíl og hefur því orð- ið að f lytja dóttur sína á milli skóla þrisvar sinnum eða jafn oft og hún hefur orðið að skipta um húsnæði. Þetta hefur komið illa niður á þeim öllum, móðirin finnur til öryggis- leysis vegna sífelldra f lutninga með börnin, er þunglynd á köflum og sér lítið framundan nema versnandi tíma. Dóttirin virðist hvergi ná því að eignast vini, hún verður útundan í skóla því hún staldrar einungis við nokkra mánuði í hverjum bekk og henni gengur illa að læra að lesa. Að loknum skóladegi fer hún í at- hvarf en síðan röltir hún heim með lykilinn sinn um hálsinn þangað til annaðhvort móðirin, amman eða vinkonan er búin í vinnunni. Sonur- inn á heimilinu sér lítið af mömmu sinni. Hún hefur að vísu þokkalegar tekjur en þarf að leggja nokkuð hart að sér við vinnu til að eiga fyrir mat og öðru, sem þarf þegar búið er að greiða fjörutíu og fimm þúsund króna leigu á mánuði, dag- vistina fyrir drenginn og nauðsyn- legustu reikninga. Strákurinn er á dagheimili allan daginn og stundum sækir vinkona eða amma drenginn, fer með hann heim og kemur honum í háttinn áður en mamman kemur heim.“ Félag einstæðra foreldra hefur unnið merkilegt starf síðustu ára- tugi í þágu einstæðra foreldra. Nú hafa fleiri komið til sögunnar og stofnað samtök, sem nefnast Móðir og barn og er ætlað það hlutverk að veita einstæðum mæðrum stuðn- ing. En það er meira en áleitin spurning, hvort velferðarþjóðfélag okkar íslendinga getur verið þekkt fyrir að horfa upp á þetta ástand. Húsnæðismálin eru augljóslega veigamikill þáttur í vandamálum einstæðra mæðra. Hvað veldur því, að hið fullkomna félagslega kerfi, sem byggt hefur verið upp megnar ekki að veita þessum ungu konum stuðning? í sumum tilvikum mun það vera vegna þess, að þær hafi ekki nægar tekjur! Þá er vítahring- urinn orðinn algjör. Er til of mikils mælzt, að Alþingi, ríkisstjóm og sveitarstjómir taki málefni 7.500 einstæðra foreldra, sem sumir hveij- ir búa í algerri neyð til alvarlegrar og rækilegrar umfjöllunar og grípi til raunhæfra ráðstafana, sem duga? BANDARÍSKI • rithöfundur- inn, skáldið og nátt- úradýrkandinn Henry David Thoreau hefur haft meiri áhrif á • hugsun nútímafólks og afstöðu en vinir hans og ná- grannar, Emerson og Longfellow, sem báðir vora helztu menningar- vitar 19. aldar í Bandaríkjunum og hinn fyrrnefndi átrúnaðargoð hans og lærimeistari, hvað sem öðru líður. Samt var Thoreau heldur lítils metinn meðan hann var og hét og skrif hans féllu í heldur grýttan jarðveg vestra. Annars staðar voru þau óþekkt. Nú eru þau aftur á móti e.k. biblía margra, ekki sízt umhverfisverndarmanna, enda skrifaði enginn betur um náttúruna og reynslu sína af henni eftir að hann hafði dvalizt einn við vatnið í Walden-skógi á þriðja ár, en þetta undurfagra skóglendi er í námunda við starfsvettvang þeirra Emersons í Concord, Nýja Englandi. Thoreau dó á bezta aldri eða hálffimmtugur og þótti þá ekki hátt á hrygginn reistur. Hann var talinp minni háttar náttúrudýrkandi í skugga stórhöfunda eins og Lowells og Longfellows og sagður hafa apað -eftir Emerson, auk þess sem hugmyndirnar væra í heldur klunnalegum umbúðum, þar sem ritgerðir hans vora. Og nú er þessi maður sem marg- ir afgreiddu sem klaufskan sérvitr- ing orðinn eins konar guðmenni í bandarískum bókmenntum og stendur Emerson og Longfellow jafnfætis. Þannig er tíminn, miskunnarlaus dómari, ekki sízt í bókmenntum og listum. Og enginn skyldi reyná að gæla við hann eða blekkja hann með auglýsingaskrumi eða tízku- hótum. Allir sem skipta máli verða til í eldi, einnig Thoreau. Emerson og Longfellow era ekk- ert minni rithöfundar fyrir það, hvernig verk Thoreaus eru nú í sveit sett. Þeir skipa sinn bekk með sóma og enn til þeirra vitnað bæði í lærðum texta og annars. En athyglin hefur síður beinzt að þeim en þessum furðulega samtíma- manni þeirra sem skrifaði þvert á allar hugmyndir samtíðar- innar og lifði eins og Robinson Crasoe ætti að taka við samfélagi tækni- og iðnaðarþjóðfélagsins(I) Auk þess var hann skáld og slíkir menn era ekki alltaf með pálmann í höndun- um í hefðbundnu þjóðfélagi, þarsem fólk kann betur við venjubundinn hugsunarhátt en einhveijar fárán- legar hugmyndir um mannlífið og peningar eru oftar forsenda frelsis og sjálfsvirðingar en menn vilja vera láta. En Thoreau blés á allt slíkt. Samt dembdi hann sér yfir skattheimtu ríkisins og afskipti hins opinbera af þegnunum og þoldi ekki þennan ósýnilega hramm í námunda við sig. Ég sé ekki betur en hann hafi gert kröfu um að eign- arrétturinn væri virtur og einstakl- ingsfrelsið nánast ótakmarkað, ekki sízt í sambýli við náttúruna. Hann átti ekki heima í þessu þrönga, bandaríska þjóðfélagi sem var í deiglunni, þegar hann var og hét, meira að segja þrælahald og tals- menn þess á næstu grösum, svo ótrúlegt sem það er. En verr hefði hann sómt sér í sósíalísku þjóðfélagi nú á dögum sem leyfir umhverfismengun, ef hún er í þágu ríkisins, og nánast ótakmörkuð afskipti af þegnunum og einkamálum þeirra. En umfram allt hafnaði hann bandaríska draumnum um svotil takmarkalausa velgengni og hefði líklega tekið undir aðfinnslur Normans Mailers undir rós einsog þær birtast í verkum hans, ekki sízt í An American Dream, þessari vel skrifuðu skáldsögu sem snertir mann þó ekki sem áleitin heild vegna þess hve efnið er fjarlægt og framandi, raunar álíka ýkt og fáránlegt og martróð sem er undan- tekning í vöku. Minnir á Tough Guys don’t dance, aðra skáldsögu af sama toga sem kemur manni einhvem vegjnn ekki heldur við, nema hvað líkingar og myndhvörf eru fersk og frumleg og eftirminni- legur skáldskapur á stundum, ein útaf fyrir sig. Ein og án tengsla við glæpasöguna að öðru leyti. Lýs- ingin á foreldrum aðalsöguhetjunn- ar er þó áhrifamikil og raunsæ tíðindi úr lífinu sjálfu og gæti stað- ið ein sér sem mikilvæg smásaga um bandaríska drauminn, fyrir- heitin og blekkinguna. En báðar fjalla þessar sögur fremur um úrhrök en þegna og þjóðfélag. Um illgresi á öskuhaugi. Það var engin tilviljun að Mailer skrifaði mikla bók um Marilyn Monroe, þetta frægasta fórnardýr þessa draums, ásamt Martin Luther King, og þá ekki sízt Kennedy for- seta. Það er skröltormur í námunda við þennan bandaríska draum; þessi tómleiki, þessi grimmd og þessi ótti. SAGT HEFUR VERIÐ AÐ •Andy Warhol hafi verið helgimyndamálari kapítalistanna í Bandaríkjunum. Verk hans vora merkileg vegna hugmyndanna, en ekki eru allir á eitt sáttir um listræn tök og handbragð. Hugmyndirnar voru þrungnar ástríðu til að túlka samtíð og umhverfi en listaverkin eru einsog fyrirmyndirnar; hlutir; það sem bandarískt þjóðfélag sæk- ist eftir og dýrkar. Hann teiknaði súpudósir og stjórnmálamenn, frægar stjörnur og annað sem var honum ópersónuleg fjarlægð en þrýstir sér þó viðstöðulaust inní vit- und og hugmyndir okkar allra vegna ailsráðandi fjölmiðla. Og svo dauðann; þetta svarta pensilfar sem leynist einhvers staðar í öllum myndum hans; þessa áleitnu stað- reynd sem varpar skugga á banda- ríska drauminn. Andy Warhol dó eftir ósköp sak- lausan gallblöðruskurð í þjóðfélagi sem hefur sent menn til tunglsins og breytt öllu yfirbragði þess róm- antíska umhverfis sem við ólumst upp í. Metnaðarfullt samfélag hans sigraðist bókstaf lega á öllu — nema dauðanum. Engum tókst að koma honum fyrir kattarnef. Ekki einu sinni John Lennon. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall ISVÖRUM VIÐ SPURNINGUM Morgunblaðsins sem birtust á. gamlársdag segir Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, meðal ann- ars: „í tæpa öld hefur jafnaðar- hreyfingin liðið vegna mót- sagnarinnar milli lenínismans annars vegar og fjölflokka lýðræðisins og þing- ræðis hins vegar. Veruleikinn sjálfur hef- ur nú kveðið upp sinn ótvíræða dóm. Kommúnisminn, framlag Leníns og Sov- étríkjanna til hugmyndasögu veraldar- innar, hefur beðið endanlegan ósigur.“ í áramótagrein í Þjóðviljanum segir sami flokksformaður: „Sannleikurinn um valdakerfi kommúnismans hefur lengi verið ljós öllum þeim sem hann vildu í raun og veru þekkja. Andófshreyfingar hafa í áratugi verið málsvarar réttlætis og lýðræðis í Sovétríkjunum og öðrum löndum Austur-Evrópu. Gúlagið er Iöngu kunnugt þeim sem vildu vita.“ Og formaður Alþýðubandalagsins seg- ir einnig: „Lærisveinar Leníns settu um skeið sterkan svip á íslenska sögu. Hún verður nú skoðuð í nýju ljósi. Það sem ýmsir töldu áður vera sannleik hreinan fær nú óhjákvæmilega aðra mynd. Dóm sögunnar flýr enginn. Átökin um kenningar Leníns og óvin- armyndir kalda stríðsins skiptu íslenskum jafnaðarsinnum í andstæðar fylkingar í áratugi. Sú aðgreining á sér ekki lengur neinar raunverulegar forsendur. Lenín- isminn fær nú að rykfalla eins og aðrir safngripir sem tilheyra fortíðinni .. . Al- þýðubandalagið er sannur málsvari jafn- aðarstefnunnar í íslenskum stjórnmálum. Hitt er mikilvægara að félagsmenn flokksins sjálfs vandi vel í daglegu tali áherslur og orðaval. Hin gamla notkun gæluorðanna „kratar“ og „kommar“ get- ur vissulega villt mönnum sýn ef slíkir merkimiðar eru teknir bókstaflega. Þessi gæluorð, sem oftast eru notuð í léttum dúr, fela þó í sér þær hættur að geta létt andstæðingunum áróðursverkin. Þess vegna er best að leggja þau til hliðar. Setja þau í lokaða skápa með öðrum safngripum frá liðinni sögu. í orðræðum nútímans ber að nota þá merkimiða eina sem veita rétta mynd. Það eitt er í samræmi við sannleikann og hinn rétta hugmyndalega grundvöll. Feimni við að nota orðið jafnaðarstefna um málstað Alþýðubandalagsins á sér engar efnislegar forsendur og jafngildir aðeins ávísun á óvissuna, andstæðingum flokksins til ánægju. Tímarnir krefjast heiðarlegra svara. Alþýðubandalagið er flokkur íslenskra jafnaðarmanna. Getur ekki verið annað. Vill ekki vera annað.“ MEÐ HINUM TIL- vitnuðu orðum leit- ast Ólafur Ragnar uppgjör * Grímsson við að gera upp við fortíðina fyrir flokkinn sem hann veitir formennsku. k síðasta lands- fundi Alþýðubandalagsins nú í nóvember ætlaði flokksformaðurinn að láta endur- skoða stefnu f lokksins, en Ólafur Ragnar náði því ekki fram. Hann er enn formað- ur i flokki með stefnuskrá að sovéskri fyrirmynd. í stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins stendur meðal annars: „Miðað við mörg önnur auðvaldslönd hafa ríkið, sveitarfélög og samvinnufélög mikla atvinnu- og viðskiptastarfsemi með höndum á íslandi. Er það tvímælalaust kostur þar sem þetta auðveldar breyting- ar á efnahagsstefnu þjóðfélagsins í átt til sósíalisma . .. Svipta þarf auðmenn og auðfélög aðstöðu til að hafa undirtök- in í efnahagslífi þjóðarinnar. Þar sem svo stendur á að aðstaða þessara aðila helg- ast af eignarhaldi á atvinnutækjum og öðrum framleiðsluþáttum, þarf að breyta eignarforminu í grundvallaratriðum: 1) Náttúruauðlindir þurfa að vera í almannaeigu. Jarðir til hefðbundinna Misheppnað landbúnaðarnytja geta þó áfram verið í eigu ábúenda. 2) Bankar, tryggingafélög og aðrar fjármálastofnanir skulu vera í höndum hins opinera. 3) Utanríkisverslun skal að meginhluta færast á hendur opinberra aðila. 4) Stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi, iðnaði, samgöngum og innanlandsvið- skiptum skulu gerð opinber fyrirtæki eða samvinnufyrirtæki. Þessar aðgerðir eru forsenda þess að unnt sé að stjórna efnahagslífinu í sam- ræmi við hagsmuni vinnandi stétta og sveigja þannig þjóðarbúskapinn að sósíal- ískum meginreglum, en þær eru ekki sósíalismi í sjálfu sér.“ Hvað er þetta annað en sósíalismi eins og verið er að hafna í Austur-Evrópu úm þessar mundir? TIL ÞESS AÐ uppgjör Alþýðu- bandalagsins við lenínismann sé trú- Aðdáun á Lenín verðugt þurfa aðrir að taka til máls um það efni en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann lítur vafalaust þannig á, að sjálfur hafi hann aldrei gengið lenínismanum á hönd. En hvers vegna gekk hann í Al- þýðubandalagið úr Framsóknarflokknum en ekki í Alþýðuflokk jafnaðarmanna? Athyglisvert er að í áramótahugleið- ingum sínum minnist Ólafur Ragnar hvergi á Karl Marx. Á sínum tíma taldi hann nauðsynlegt til þess að vinna sig í álit innan Alþýðubandalagsins og tala sig í mjúkinn hjá þeim sem þar hafa tögl og hagldir eins og sannaðist á síðasta landsfundi flokksins að bera þá saman Karl Marx og Jón Sigurðsson forseta. Er þessi ósmekklegi samanburður jafn dæmigerður fyrir tækifærismennsku Ólafs Ragnars í stjórnmálum og áramóta- skrif hans nú. í grein sinni forðast Ólaf- ur Ragnar meira að segja að tala um sósíalisma. Innan flokksins þar sem Ólafur Ragn- ar er ennþá formaður njóta skoðanir Brynjólfs Bjarnasonar enn mikils álits og hann komst meðal annars þannig að orði í útvarpsviðtali 1988: „Ég þekki nú enga hugmyndafræði, sem er öllu hressi- legri en marxisminn. Ætli það verði ekki einhver bið á henni? Og er marxisminn nokkuð verri þótt hann hafi orðið til á 19. öld? .. . Hitt er svo annað mál að feiknarleg mistök hafa verið gerð á ferli þessarar þróunar og fæðingarhríðir nýrra mannfélagshátta hafa haft miklar mann- legar þjáningar í för með sér. Ekki mundi þetta hafa komið Marx á óvart, ef hann væri meðal okkar, eins og víða má sjá í ritum hans. Þetta er hlutskipti alls, sem lifir, fæðist og deyr. Af allri þessari reynslu ber okkur að læra, en ekki loka augunum fyrir því, sem aflaga fer og ekki heldur gefast upp í örvæntingu bros- tinna vona, eða þá taka að öskra og æpa í kór með andstæðingunum að.þeim, sem þrátt fyrir allt halda baráttunni áfram fyrir betra heimi og kappkosta að gera betur reynslunni ríkari. Fátt er ömur- legra en ofsi umskiptinga, sem oft á rót sína að rekja til hruninna loftkastala og skýjaborga þeirra sjálfra, sem ekki þola andblæ veruleikans." Þótt Brynjólfur Bjarnason áé genginn til feðra sinna eru þeir enn innan Al- þýðubandalagsins sem líta á málin með þessum augum. Ef til vill skýra þeir boð- skap áramótagreinar formannsins sem „ofsa umskiptings". Tilraunir til að af- saka það sem er að gerast í Austur- Evrópu með því að hvítþvo Karl Marx sjást enn í dag á síðum Þjóðviljans, en á þeim stað hafa menn forðast uppgjör við fortíðina eins og heitan eldinn. Meðal pólitískra aðstoðarmanna Svavars Gestssonar núverandi mennta- málaráðherra á íslandi er Gerður Óskars- dóttir. í tímaritið Rétt fjórða hefti 1973 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. janúar ritaði hún grein sem ber yfirskriftina: Konur á vinnumarkaðnum. Þar segir meðal annars: „Lenín trúði því, að sósíalisminn reyndi að frelsa konurnar og margir álíta, að nær sé fyrir þá, sem vilja jafnrétti kynj- anna að beijast fyrir sósíalisma en frels- un kvenna í borgaralegu þjóðfélagi ... Við sjáum að í Sovétríkjunum og löndum Austur-Evrópu er staða kvenna betri en hjá okkur, en það er langt frá því,.að þær hafi náð jafnrétti... Jafnrétti kynj- anna kemur ekki sjálfkrafa með sósíalis- manum, fyrir því þarf að beijast, en inn- an hans eru möguleikar á frelsi og jafn- rétti fyrir hendi. Það er aftur á inóti rétt, að auðvaldsþjóðfélag hefur ekki áhuga á jafnretti, hvorki kynjanna né hinna ýmsu stétta.“ Hvað skyldi núverandi formanni Al- þýðubandalagsins finnast um þessar skoðanir? Er þetta sá lenínismi sem hann telur nú hafa beðið lægri hlut fyrir lýð- ræðinu? Og hvað segir aðstoðarmaður menntamálaráðherra,, einn æðsti stjórn- andi íslenskra skólamála um þessar mundir, um þá skoðun formanns flokks- ins, Alþýðubandalagsins, að lenínisminn hafi orðið að víkja fyrir lýðræðinu? Var Gerður Óskarsdóttir að byggja skoðanir sínar á einræðishyggju og ofbeldi þegar hún ritaði grein sína í Rétt árið 1973? Er hún enn þeirrar skoðunar að innan þess stjórnkerfis sem þjóðirnar í Austur- Evrópu eru nú að hafna hver á eftir annarri hafi verið betri forsendur fyrir jafnrétti kynjanna en t.d. hér á íslandi? Á SÍÐASTA Aórlíínná landsfundi Alþýðu- iYOUdlin a bandalagsins varð Rúmeníu Ólafur Ragnar Grímsson að lúta í lægra haldi fyrir félög- um Svavars Gestssonar, Inga R. Helga- sonar og annarra sem eru arftakar ráða- manna í Sósíalistaf lokknum og Kommún- istaflokknum. í byijun september 1970 fór sendinefnd frá Alþýðubandalaginu til Rúmeníu í boði Kommúnistaflokks Rúm- eníu og dvaldist í níu daga í landinu. í nefndinni voru Svavar Gestsson, formað- ur nefndarinnar, Guðrún Guðvarðardótt- ir, Svandís Skúladóttir, Hulda Sigur- björnsdóttir, Guðmundur J. Guðmunds- son og Ingi R. Helgason. Ritaði Ingi R. nokkrar hugleiðingar að lokinni ferðinni og birti þær í þriðja hefti tímritsins Rétt- ar árið 1970. í inngangi segir að í ferð- inni hafi sannast, „hvílíkt gagn er að heilbrigðum samskiptum verkalýðsflokka hinna ýmsu landa, sem glíma við svipuð verkefni við næsta ólíkar aðstæður". Með þessum orðum er verið að skipa þeim í sömu fylkingu Alþýðubandalaginu og Kommúnistaflokki Rúmeníu sem á þess- um tíma laut forystu Nicolae Ceaus- escus. í grein sem Ingi R. Helgason rit- aði í Rétt um förina segir meðal annars: „í Rúmeníu fer nú fram víðtæk um- bylting þjóðfélagsins úr landbúnaðarlandi í háþróað iðnaðarríki. Þessi umbylting setur mark sitt á öll svið þjóðlífsins og ristir mjög djúpt. Allir virðast skilja nauð- syn hennar sem höfuðforsendu fyrir bættum lífskjörum almennings. Stjórnlist þessarar umbyltingar er fólgin í því, að láta fólksflutningana úr sveitunum ekki verða örari en svo, að hægt sé að sjá fólkinu fyrir húsnæði' í borgunum og mennta það til þátttöku í iðnaðinum, en jafnframt að iðnvæða landbúnaðinn til þess að afrakstur hans minnki ekki við fólksfækkunina og byggja ný íbúðarhús í sveitum handa þeirn sem eftir verða. Rúmensku félagarnir voru mjög ánægðir með framvindu þessarar umbyltingar og árangur hennar. Hraða þessarar þróunar inæla þeir frá ári til árs í breytingum hlutfallsins milli fjölda þeirra sem sinna landbúnaðarstörfum og fjölda þeirra sem vinna iðnaðar- og þjónustustörf." Það fer ekki á milli mála að hér er Reuter Aðfangadagur jóla í Búkarest. Yfir jólahelgina var barist á götum Búkarest, höfúðborgar Rúmeníu. Her og al- menningur átti í höggi við Securitate, öryggissveitir Ceaucescu-hjónanna. Um leið og leitað er skjóls undan skot- hríðinni sýnir borgarbúi Ijósmyndaranum að ekki verði gefist upp fyrr en í fúlla hnefana. rætt af velþóknun um þessa umbyltingu á rúmensku þjóðfélagi en það var ein- mitt vegna hennar sem fólkið í Timisoara reis upp gegn harðstjóranum Ceausescu í desember sl. og kveikti þannig það bál sem varð til þess að einræðisherranum var steypt af stóli. Þessi tilflutningur á fólki úr sveitum til bæja í því skyni að efla iðnaðarframleiðsluna eins og það er orðað í greininni í Rétti leiddi til þess meðal annars að Ceausescu hafði á pijón- unum að eyða mörg þúsund sveitaþorpum í Rúmeníu og neyða fólkið til þess að flytjast í bæina. Þannig var nú staðið að málum þar í nafni marxismans. Að afsaka það er ekki erfiðara fyrir komm- únista á íslandi en samyrkjubúastefnu Stalíns á sínum tíma, sem þeir ræða um eins og við hér um rafvæðingu í sveitum, þótt tugir milljóna manna hafi fallið í valinn vegna þessarar stefnu. í grein Inga R. segir á öðrum stað; „í þjóðfélagi, þar sem verið er að taka skrefin til búskaparhátta sósíalismans og flokkur verkalýðsstéttarinnar hefur tekið þar í sínar hendur öll pólitísk völd, þarf hann að sinna, sem aldrei fyrr, lífshagsmunamálum alþýðunnar í landinu og varða á raunhæfan hátt veginn til sósíalískrar uppbyggingar. Þessu verk- efni veldur hann ekki nema í mjög nánum tengslum við verkalýðsstéttina. Honum ber að forðast að setja sig ofar stéttinni og með því að hann er ekki aðeins stofn- un, heldur öflug valdamiðstöð, verður tilhneigingin í þá átt ríkari, og örðugra að hamla gegn henni. Inn í þetta fléttast svo hin stranga varðstaða f lokksins gegn gagnbyltingartilraununum. Við ræddum opinskátt við rúmensku félagana um þessi mál, sem ekki töluðu neina tæpitungu um hættur og mistök á þessu umbreytingaskeiði þjóðfélags þeirra, en forystumenn Alþýðusambands- ins bentu okkur á, að um fjórði hver iðn- verkamaður í landinu væri í Kommúnista- flokki Rúmeníu, og það væri hvort tveggja í senn, mikil viðspyrna og aðhald í öllum athöfnum f lokksins og stjórnun." Við vitum öll nú tæpum tuttugu árum síðar hve miklar hörmungar þessi f lokkur í Rúmeníu hefur leitt yfir þjóð sína og hve hataður hann er af öllum þorra íbúa landsins. Þeir sem nú fara með stjóm Rúmeníu lýsa því yfir af mestri festu að kommúnisminn muni aldrei eiga aftur- kvæmt til landsins, þetta stjórnkerfi sem lýst er svo fjálglega í greininni í Rétti. Ingi R. Helgason rökstyður nauðsyn þess að Alþýðubandalagið hafi samband við flokkinn í Rúmeníu meðal annars með þessum orðum: „Við þessar alþjóð- legu aðstæður er brýn nauðsyn á að sós- íalískir flokkar í öllum löndum heims hafi sem besta og nánasta samvinnu sín' á milli um baráttuaðferðir sínar til að vinna bug á kapítalismanum og leggja að velli alþjóðlegt kerfi hans. Fyrirsjáan- legt er, að það tekur langan tíma, ef talið er í árum, en réttara er að telja það í kynslóðum." Það sem hér er rætt um hefur gjörsam- lega mistekist. Það tók hvorki kynslóðir ár eða mánuði heldur einungis fáeina daga að kollvarpa kommúnismanum í Rúmeníu, þegar fólkið þorði að láta að sér kveða og snúast gegn harðstjóranum sem hafði stjórnað því í aldarfjórðung í nafni kommúnismans og var á sínum tíma gestgjafi sendinefndar frá Alþýðu- bandalaginu sem kom þangað til þess að hylla hann og flokk hans eins og hér . hefur verið lýst. Það var til Alþýðubandalagsins með þessu yfirbragði Leníns og Ceaucescus sem Ólafur Ragnar Grímsson leitaði á sínum tíma úr Framsóknarflokknum og vissi Ólafur Ragnar mætavel þá hver var. fortíð Alþýðubandalagsins og hveijir voru þar voldugastir innan dyra. Það er til lítils nú fyrir hann og aðra að láta eins og Alþýðubandalagið hafi aldrei komið nálægt neinni samvinnu við kommúnista- flokkana í Austur-Evrópu. Slík látalæti eru dæmd til að mistakast og eru ekki annað en yfirklór í stað nauðsynlegs uppgjörs. „Til þess að upp- gjör Alþýðu- bandalagsins við lenínismann sé trúverðugt þurfa aðrir að taka til máls um það efni en Ólafiir Ragnar Grímsson. Hann lítur vafalaust þannig á, að sjálf- ur hafi hann aldr- ei gengið lenín- ismanum á hönd. En hvers vegna gekk hann í Al- þýðubandalagið úr Framsóknar- flokknum en ekki í Alþýðuflokk jafhaðarmanna?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.