Morgunblaðið - 07.01.1990, Page 31

Morgunblaðið - 07.01.1990, Page 31
-I- MOKGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ■SUNNlíP£.fíU8 7, JANÚAR 1990 4- Úr Heimsóknartíma. Úr Stjörnum Cesars. MYNDLIST Islendingur vekur at- hygli vestra Ungur íslenskur myndlistarmað- ur, Bjami Ólafur Magnússon, hefur getið sér gott orð við Kansas City Art Institute, sem er virtur lista- háskóli í Bandaríkjunum. Verk hans og vinna öll hafa vakið þess háttar athygli, að nafn hans hefur verið fært á svokallaðan „Djáknalista“ sem þykir mikill heiður. Bjarni hefur verið við nám í skóla þessum síðustu þijú árin og telja kennarar hans að mikils sé af honum að vænta. Nú eftir áramótin stóð til að hann skipti um skóla, tæki til við nám við skóla í Los Angeles. Sjálfur er Bjarni Vestmanneyingur og auk þessa alls útskrifaður úr Lögreglu- skóla ríkisins. Bjarni Ólafur við eitt verka sinna. UTGAFA „Unglingarnir gífiirlega kröfiiharður lesendahópur“ Nýlega kom út nýtt tímarit sem telst ekki til tíðinda í sjálfu sér í landi hinna fjölmörgu tímarita. Hins vegar er hér um tímarit fyrir unglinga að ræða og því e.t.v. fróðlegra en eila að fylgj- ast með, því hvert blaðið af öðru sem hafa átt að sinna þeim aldurs- hópi hefur hafið göngu sína, en horfið jafn harðan. Staðreynd sem bendir til þess að ekki sé á vísan að róa svo ekki sé meira sagt. Blaðið heitir „Hitt blaðið“ og Morgunblaðið ræddi aðeins við ritstjórann, Steinar Viktorsson, spurði hann hvers vegna ekki væri ástæða til að ætla að Hitt blaðið færi sömu leið og hin blöð- in. Steinar svaraði og sagði: „Við vinnum hlutina öðru vísi. Við rennum ekki blint í sjóinn, þannig byijuðum við undirbúning okkar á því að efna til skoðana- könnunar meðal 7.500 grunn- skólanema þar sem þeir voru spurðir: Vantar blað? og Hvernig efni á að vera í slíku blaði? Okkur fannst ótrúlegt annað en að svör- unin hlyti að verða jákvæð, sér- staklega þegar að er gáð hversu vel erlend popptímarit þrífast hér á landi. Það varð líka raunin, svör- unin var ótvíræð. Nú, könnunina gerðum við vegna þess að það er mat okkar að ekkert tímarit þjóni þessum aldurshópi." En hvað sagði svörunin ykkur annað en að það vantaði blað? „Þetta er gífurlega kröfuharður lesendahópur og ekki hlaupið að því að gera honum fyllilega til hæfis. En í stuttu máli verður blaðið að vera fjölbreytt að efni og framsett með þeim hætti að það standi jafnfætis bestu erlendu tímaritunum. Það þýðir fjórlitur á hverri síðu og sitthvað í hveiju blaði um flest eða allt sem ungl- ingar velta fyrir sér og hafa áhuga á,“ segir Steinar. Umrætt blað, Hitt blaðið, er 52 síður með margs konar efni fyrir unglinga. Það á að koma út mánaðarlega. Við blaðið vinna alls um sjö einstaklingar, hinir sömu sem gefa út blaðið Heilsu- rækt og næring sem haldið hefur verið úti um dijúgt skeið. Steinar Viktorsson, ritstjóri „Hins blaðsins11 Morgunblaðið/Sveirir ENGtABÖRNÍN Bankastræti 10. S: 22201. ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.