Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 25
.]ÆÖMuMÁÉ)te:ÍitjJ3^XeiffirJ3cíAMi^itó#:'...... . 2^ Jón Þorsteinsson fv. bóndi - Minning Fæddur 6. febrúar 1903 Dáinn 31. desember 1989 Alltaf er það svo að andlátsfregn kemur að óvörum, a.m.k. ef vík er milli vina. Þetta á eins við þótt ald- ur sé orðinn hár og heilsa sé hverf- ul orðin. Umskiptin stóru og endan- legu, sem ætíð eru þó eina vissan í lífi hvers manns, koma jafnan á óvart. Þá hvarflar hugur til liðinna kynna og staðnæmist við kveðju- stund. Þannig fór mér er ég heyrði í útvarpinu auglýst lát aldins vinar og fyrrum sveitunga, Jóns Þor- steinssonar, áður bónda í Kolfreyju i Fáskrúðsfirði. Hann lést á gaml- ársdag í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, hátt á 87. aldursári, eftir stutta legu en lengri veikindi og hrakandi heilsu um nokkurt skeið. Jón fæddist í Flögu í Breiðdal, sonur hjónanna þar, Þorsteins Jóns- sonar og Ingibjargar Friðbjörns- dóttur. Föður sinn missti Jón tveggja ára að aldri en ólst upp hjá móður sinni, tveim eldri bræðrum og fósturföður. Fjölskyldan flutti svo að Vík í Fáskrúðsfirði 1920 og eftir það var heimili Jóns og starfs- vettvangur í Fáskrúðsfirði. Hann vann í fyrstu við bú Friðbjörns bróð- ur síns í Vík en varð fljótlega sjálfs sín. Á þessum árum kynntist hann Guðrúnu Helgu Jónsdóttur frá Heyklifi í Stöðvarfirði og búskap sinn hófu þau í Vík um 1926. Helga fæddist 23. júlí 1897 en hún lésti' Reykjavík 25. nóvember 1986. Þau Jón og Helga fluttu frá Vík og norður yfir fjörðinn að Kolfreyju árið 1932 og hófu búskap»þar. Kolfreyja hafði þá verið í eyði í þrjú ár og var á þeim tíma afbýli frá Kolfreyjustað og túnið aðeins tæpur kýrfóðursblettur. Nýbýli stofnuðu þau svo á jörðinni 1938 og var þá landi skipt úr Kolfreyju- stað. Aldrei varð jörðin stór en var bætt og ræktuð eftir föngum og tún uxu í rúma sex hektara í búskapar- tíð Jóns og Helgu. Jón stundaði lengst af sjósókn jafnhliða búskapn- um og auk þess ýmiss konar verka- mannavinnu. Jóni og Helgu varð þriggja barna auðið en þau eru: Guðbjörg, hús- móðir og verkakona í Reykjavík, Óskar, bóndi og verkamaður í Kol- freyju, og Valborg, húsmóðir og verkakona í Sandgerði. Afkomend- ur Jóns og Helgu eru nú nærri 30. Búskapur Jóns og Helgu spann- aði 60 ár, þar af 54 í Freyju, en Óskar sonur þeirra bjó þar með þeim og voru þeir feðgar mjög sam- hentir í verkum bæði til sjós og lands. Eftir að Helga lést eftir langvar- andi veikindi flutti Jón inn í Búða- kauptún sumarið 1987 í íbúð í ný- byggðu dvalarheimili fyrir aldraða en það heimili heitir Uppsalir. Þá var heilsu Jóns mjög farið að hraka og sjón orðin næsta lítil en við slæma sjón hafði Jón lifað um langt árabil. Otrúlegt var hins vegar hve lengi hann gat gengið til búverka, áhuginn og eljan var óbilandi. Jón Þorsteinsson var greindur maður og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, sagði þær af einbeitni, var hreinskilinn og ein- lægur og hreinskiptinn við alla. Vinur var hann vina sinna. Hann var skemmtilegur og hlýr heim að sækja, sagði vel og skil- merkilega frá og kunni þá list að Bræðraminning: BragiÞ. Guðmundsson Hermann S. Guðmundsson Bragi Þór Fæddur 30. október 1964 Dáinn 2. janúar 1990 Hermann Sævar Fæddur 3. október 1968 Dáinn 13. apríl 1986 Ég ætla að minnast bræðra minna, sem Guð tók unga frá okk- ur. „Þjáningin varir aðeins um hríð, en eilíflega er sú dýrð er af henni hlýst." (MB). Nú erum við orðin fimm eftir af sjö systkinum frá Sjónarhóli í Grindavík, eða frá Hópi eins og við erum oftast kölluð meðal vina og vandamanna. Foreldrar mínir, Guðmundur Þorsteinsson og Árný Guðríður Enoksdóttir á Hópi (eða frá Sjónarhóli), eiga nú fimm börn á lífi og fimm barnabörn. Þau sem eru á lífi eru: Þorsteinn, Kristín, Þorvaldur, Birgir Ingi og Þórlaug. Bragi Þór var ljúfur drengur í alla staði. Ég minnist þess þegar ég fór með systkini mín út í hverfi, eins og við sögðum alltaf, er við fórum niður í þorp, en við bjuggum á milli Þórkötlustaða og Járngerð- arstaða í Grindavík. Þau voru fimm yngri en ég og ég fór oft með þau út í hverfi þegar þau voru yngri. Ég man þegar Bragi Þór hvatti mig til að koma með sér í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en þá voru 14 ár liðin síðan ég var í skóla. Ég mun ætíð minnast þess þegar ég fór í FS í fyrsta sinn með honum. Bragi Þór dó úr sjúk- dómi aðeins 25 ára gamall. Bles- suð sé minning hans. Hermann Sævar var yngstur okkar systkinanna. Hann var in- dæll drengur. Ég mun ætíð minn- ¦ ast hans sem indæls fjörugs drengs á meðan hann lifði. Það var sagt við móður okkar þegar hann fæddist, nú átt.þú fjög- ur börn undir fjögurra ára aldri. Hermann Sævar drukknaði aðeins 17 ára gamall. Blessuð sé minning hans. Drottinn gaf og Drottinn tók, þó þeir væru ungir, aðeins 25 og 17 ára gamlir. Guð blessi foreldra mína, systk- ini mín, tengdabörn og barnabörn foreldra minna, alla ættingja mína og vini. Kristín systir (frá Hópi, Grindavík) Guðrún J.E. Jóns- dóttir - Minning Fædd 9. júlí 1914 Dáin 25. desember 1989 Laugardaginn 6. janúar 1990 var til grafar borin ástkær frænka okk- ar, Guðrún Jóna ElísabetJónsdóttir, er lést 25. desember 1989. Hún fæddist 9. júlí 1914 á ísafirði þar sem hún bjó allan sinn aldur. Gunna frænka, eins og hún var alltaf kölluð af okkur systkinunum, var dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Guðrúnar ívarsdóttur og var hún sú yngsta af fimm börnum þeirra hjóna sem öll eru nú látin. Gunna frænka giftist aldrei en bjó lengi með Adolf bróður sínum eða þar til hann lést fyrir nokkrum árum. Gunna frænka átti engin börn en ól upp systurdóttur sína, Guðrúnu Kristjánsdóttur. Einnig sá hún ásamt foreldrum sínum um uppeldi á bróð- urbörnum sínum Jóni og Sigríði ívarsbörnum. Gunna frænka var ætíð mikilvæg hjá okkur systkinunum og fjölskyld- um okkar. Ávallt mundi hún eftir okkur á jólum og afmælum og alltaf nutum við nærveru hennar á jólum. Gunna var mjög trúrækin kona. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við þakka henni fyrir margar ánægjulegar stundir. Elsku Guðrún og fjölskylda, mamma og Nonni, vottum ykkur okkar innilegustu sam- úð. Minningin um Gunnu frænku mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Guðrún, Ása, Vignir og Guðjón gæða hversdagslegustu atburði til- komumiklu og ævintýralegu yfir- bragði. Hin sanna frásagnarlist var honum eðlislæg og minni hans og athygli voru traust og óbrigðul. Jón var líka hvarvetna aufúsu- gestur og minnist ég margra skemmtilegra stunda er hann bar að garði á æskuheimili mínu. All- löngu síðar bjó ég aftur í sveitinni um allmörg ár í nágrenni við Jón, kom oft að Freyju og átti þar sem fyrr aðeins góðu að mæta. Fyrir það og löng og góð kynni skal nú þakkað að leiðarlokum. Síðastliðið sumar hitti ég Jón í síðasta sinn er ég heimsótti hann í íbúðina hans á Uppsölum. Auðséð var þá að heilsu hans var brugðið en málhress og skemmtilegur var hann þó að vanda. Það fann ég, er við kvöddumst, að honum bauð í grun að þetta yrði okkar síðasti fundur. Bað hann mig þá að sjá um nokkurt lítilræði fyrir sig og eitt af því var það að koma fyrir- sig á framfæri sínu besta þakklæti til alls hins góða starfsfólks Upp- sala fyrir fádæma góða aðhlynn- ingu og þægilegheit og vinsemd við sig. Vona ég að hið ágæta starfsfólk Uppsala á Fáskrúðsfirði sjái þessar línur og þar með hafi ég komið þakklæti Jóns til skila. Það var af heilum hug fram borið. Jón Þorsteinsson frá Kolfreyju verður til grafar borinn við hlið Helgu konu sinnar í Gufuneskirkju- garði föstudaginn 12. janúar 1990. Megi svefninn verða honum vær við sundin blá. Börnum Jóns og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Birgir Stefansson frá Berunesi t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, SIGURBJARGAR GÍSLADÓTTUR, Bogaslóð 12, j Höfn. Einnig til allra þeirra, er önnuðust hana og heimsóttu í veikindum hennar. Guðsblessun fylgi ykkur um alla framtíð. Ingibjörg, Ólöf, Sváva, Halldór og Sveinbjöm Sverrisbörn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALGEIRS ÞÓRÐAR GUÐLAUGSSONAR, Höröalandi 24. Hrefna Sigurðardóttir, Halldór Valgeirsson, ' Erna Helgadóttir, Elísabet Valgeirsdóttir, Sigfús Þór Magnússon, Böðvar Valgeirsson, Jóni'na Ebenezersdóttir, Þórey Valgeirsdóttir, Eggert Hannesson, Ásta Dóra Valgeirsson, Ægir Ingvarsson, Sigurður Guðni Valgeirsson, Valgerður Stefánsdóttir, Þuríður Valgeirsdóttir, Friðbert Friðbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, ÖNNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Amstapa. Guðmundur Sigurgeirsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristinn Sigurgeirsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Sigurveig Sigurgeirsdóttir, Guðríður Sigurgeirsdóttir, Erna Sigurgeirsdóttir, Páh'na Hannesdóttir, Herdis Þorgrímsdóttir, Páll Jónsson, Skúli Sigurðsson, Hreinn Kristjánsson, barnabörn og þeirra fjölskyldur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdatöður, afa og langafa, HJÁLMARS EYJÓLFSSONAR frá Brúsastööum, Tjöm við Herjólfsgötu. Sérstakar þakkir faerum við læknum og starfsfólki Borgarspítalans fyrir frábæra hjúkrun og kærleiksríka umönnun. Gunnar Hjálmarsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Ásta Hjálmarsdóttir, Friðberg Emanúelsson, Jóhann Hjálmarsson, Auðbjörg Njálsdóttir, börn og barnaböm. Innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem hafa stutt okkur með vinnu, gjöfum og á annan hátt sýnt okkur samhug og velvild siÖustu vikur. GuÖ blessi ykkur öll. Sigríður Olgeirsdóttir og börn, Álfabyggö 8, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.