Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 34 Minning: Halldór Karls- son — trésmiður í dag er til moldar borinn frá Bústaðakirkju, Halldór Karlsson, húsasmíðameistari, Vallhólma 16, Kópavogi. Hann fæddist á Seyðisfirði 1930. Foreldrar Halldórs voru þau sæmd- arhjón Karl Sveinsson og Kristín H. Halldórsdóttir. Halldór er aiinn upp í foreldrahúsum á Seyðisfirði til sautján ára aldurs, en þá hleypti hann heimdraganum og flytur til Reykjavikur. Hann hóf nám í húsa- smíði hjá frænda sínum og velgerð- armanni Stefáni Sigmundssyni. Þeir frændur voru báðir að austan, því Stefán er frá Norðurfirði. Hall- dór hafði miklar mætur á sínum læriföður. í Reykjavík kynntist Halldór eft- irlifandi konu sinni Fanney Sigur- jónsdóttir frá Kópareykjum í Reyk- holtsdal. Hún er dóttir hjónanna Siguijóns Jónssonar, bónda þar og Helgu Jónsdóttur. Þau giftust 27. febrúar 1954. Börn þeirra Halldórs og Fanneyjar eru: Margrét, hjúkr- unarfræðingur nú flugfreyja, maki Gunnar Magnússon. Kristín, sjúkraliði. Helga, skrifstofustúlka, maki Sófus Bertelssen, smiður. Sveinn, trésmiður, maki Lára Ara- dóttir. Sigrún, sjúkraliði, maki Jón Ingimundarson. Sigríður, innan- hússhönnuður, maki Hilmar Eber- hardtsson. Elísabet, skrifstofu- stúlka, sambýlismaður Ragnar A. Ragnarsson. Barnabömin em 13. Sveinn lærði trésmíði hjá föður sínum og hefur alla tíð unnið á verkstæði hans. Þrjár systur á Hall- dór á lífí, þær eru Guðrún fædd 1931, Anna fædd 1937, Stefanía fædd 1940. Einn bróður átti Hall- dór, hann hét Sveinn fæddur 1935, dáinn 1953. Halldór var elstur systkina sinna. Náinn frændi Hall- dórs var Viktor H. Aðalsteinsson, hann hóf nám hjá Halldóri 19 ára gamall og lauk því, en lést sviplega 24 ára gamall. Hann vann alltaf hjá Halldóri og var því mikill miss- ir fyrir hann og sorg sem hann bar alla tíð með sér, því þeirra sam- starf var náið og hefði hann viljað hafa hann sér við hlið lengur. Vikt- or dó 1964. Foreldrar Halldórs fluttu til Reykjavíkur árið 1955 og í íbúð í Hraunbænum sem Halldór útbjó fyrir þau. Þau eru nú bæði látin. Halldór og Fanney hófu sinn búskap í lítilli íbúð á Grettisgötunni, síðan fluttu þau í Hlunnavoginn og svo í Fögrubrekkuna og núna í Vall- hólmann. Allt sýnir þetta fram- þróunina í okkar velferðarþjóðfé- lagi. Halldór byijaði með smíðastofu í bílskúrnum í Hlunnavogi og var þar í ellefu ár, síðan stækkaði hann við sig og flutti með smíðastofuna í Súðavog, og enn stækkaði Halldór við sig og flutti Smíðastofu Hall- dórs Karlssonar í Dugguvoginn, þar sem hún er nú. Þetta sýnir dugnað- inn og framþróunina. Ég kynntist Halldóri árið 1948 þegar við unnum saman við húsa- smíðar. Öll þau hús sem Halldór skreytti með sínum fallegu eld- húsinnréttingum og öðrum listmun- um voru orðin æði mörg og allir þeir húsbyggjendur bæði á stór- Reykjavíkursvæðinu og út um allt land, minnast örugglega Halldórs vel fyrir sín verk og ráðleggingar allar. Halldór hugsaði með hlýjum hug heim til æskustöðva sinna, og fylgdu þeim hugsunum oft góðar gjafir, s.s. skáktöfl, skákklukkur og eldhússkápar. Hann minntist uppeldisstöðvanna með nokkrum trega, því lífsafkoman þá var ekki alltaf upp á það besta og lífsins gæði minni en nú til dags. Hann var hvers manns hugljúfi. Hann leit oft til þeirra sem minna máttu sín og fýlgdu með góðar gjafir. Af listasviðinu hafði hann mikið dálæti af fallegum hlutum, og ekki síst af fallegum málverkum, hann var leiðbeinandi margra á því sviði. Hann dáði list og listaverk, enda ber heimiii þeirra hjóna glöggt merki um smekkvísi og fegurð. Halldór var skákmaður góður og stundaði hann þá íþrótt með sínum kunningjahópi. Hann hefur marga hildina háð við skákborðið. Hann tók þátt í skákmótum í Reykjavík og víða um allt land. Frá golfíþróttinni minnist ég Halldórs, því hann stundaði þá íþrótt í nokkrum mæli og ætlaði að vera minn fyrsti leiðbeinandi á golfvellinum. Aðrar íþróttir stund- aði Halldór s.s. sund og líkams- rækt, Halldór stundaði sína líkams- rækt vel. Hann hafði dálæti á ferða- lögum og allri útivist. Aldrei féll skuggi á vinskap þess fólks sem Halldór var í kynnum við, enda var hann vinur vina sinn og hélt kunn- ingahópnum vel saman, betur en nokkur maður annar sem ég hef kynnst, slíkur drengur er ekki al- gengur í okkar þjóðfélagi. Ég kom í íbúðina til Margrétar dóttur Halldórs upp á áttundu hæð í Engihjallanum, hún leiddi mig að einum glugga stofunnar með útsýni yfir Fossvogsdalinn, hún sagði: „Þetta er stóllinn hans pabba hér sat hann oft og horfði á þetta fal- lega útsýni.“ Þarna er Halldóri vel lýst, því hann mat svo mikils alla náttúrufegurð og allt sem fallegt er. Á aðfangadagskvöld síðastliðið komu Halldór og Fanney til hátíð- armessu í Bústaðakirkju, og gat þá undirritaður vísað þeim til sætis en í dag eru það margir vinir hans sem fylgja honum síðasta spölinn og það frá Bústaðakirkju. Allar þær minningar sem ég og aðrir eiga um þennan látna vin okkar munum við örugglega seint gleyma. Við hjónin áttum margar ánægjustundir með Fanneyju og Halldóri, sem við þökkum af alhug fyrir. Við biðjum almáttugan guð að styrkja Fanneyju og hennar fjöl- skyldu á þessari sorgarstundu. Davíð Kr. Jensson Mánudaginn 22. þ.m. andaðist vinur minn Halldór Karlsson, tré- smiður, og bar andlát hans óvænt að. Hann hafði að vísu ekki gengið heill til skógar lengi en var þó að hressast að því er virtist, en enginn veit fýrirfram hvenær kallið kemur og svo var nú. Halldór var fæddur á Seyðisfirði 3. september 1930 og hefði því orð- ið sextugur í ár ef honum hefði orðið lífs auðið. Foreldrar hans voru Karl Sveinsson, verkamaður, og kona hans Kristín Halldórsdóttir, en þau eru bæði látin. Börn þeirra hjóna auk Halldórs eru Sveinn (lát- inn), Anna, Stefanía og Guðrún. Halldór ólst upp á Seyðisfirði, flutt- ist síðan til Reykjavíkur og lærði trésmíði hjá Stefáni Sigmundssyni, trésmíðameistara. Halldór kvæntist 27. febr. 1954 Fanneyju Siguijónsdóttur, dóttur Siguijóns Jónssonar og Helgu Jóns- dóttur að Kópareykjum í Reykholts- dal í Borgarfirði. Hjónaband þeirra var bæði gott og farsælt og eignuð- ust þau 7 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Margrét, flugfreyja, Kristín, sjúkraliði, Helga, skrif- stofumaður, Sveinn, trésmiður, Sigrún, sjúkraliði, Sigríður, hönn- uður, og Elísabet, skrifstofumaður. Barnabörnin eru 13. Fyrstu árin bjuggu Halldór og Fanney á Grett- isgötu en svo byggðu þau í Hlunna- vogi og áttu þar heima í 9 ár. Þá fluttu þau í Fögrubrekku í Kópa- vogi og bjuggu þar í 23 ár og nú síðustu 3 árin í Vallhólma. Það má segja að ævi Halldórs hafí einkennst af mikilli vinnu og dugnaði frá fátækt til bjargálna. Honum féll aldrei verk úr hendi og minnist ég þess þegar hann byijaði með trésmíðaverkstæði sitt úti á Grímsstaðarholti að hann kom ak- andi á sunnudagsmorgni til að huga að einhveiju þar, að fyrr en varði var allt komið í gang, jafnvel þótt hann væri í sparifötunum. Með samviskusemi og vandaðri vinnu haslaði hann sér völl sem einn stærsti innréttingaframleiðandi hér í Reykjavík og hundruð íbúða bæði hér í borg og víða um landið bera honum fagurt vitni um smekklegt handlag og vandaðan frágang. Hann teiknaði allar innréttingar sjálfur, mældi fyrir þeim og sá um uppsetningu og ég hygg þegar litið er til baka að enginn innréttinga- smiður hér á landi hafi átt jafnstór- an hóp ánægðra viðskiptavina síðustu áratugina. Halldór var mik- ill listunnandi og sótti nær allar málverkasýningar árum saman. Hann safnaði málverkum af mikilli alúð og smekkvísi og naut þar m.a. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJARNI SIGMUNDSSON frá ívarshúsum, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 24. janúar, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Sveinn Guðbjarnason, Fjóla Guðbjarnadóttir, Vigdís Guðbjarnadóttir, Lilja Guðbjarnadóttir, Erna Guðbjarnadóttir, Sigmundur Guðbjarnason, Sveinbjörn Guðbjarnason, Sturia Guðbjarnason, Hannesina Guðbjarnadóttir, Eggert Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhannes Guðjónsson, Jóhann Bogason, Jón Hallgrímsson, Magnús Ólafsson, Margrét Þorvaldsdóttir, Sigri'ður Magnúsdóttir, Sjöfn Pálsdóttir, t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR KARLSSON trésmiður, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag miðvikudaginn 31. jan- úar kl. 15.00. Fanney Sigurjónsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Sveinn Halldórsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigri'ður Halldórsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, og barnabörn. Gunnar Magnússon, Sófus Berthelssen, Lára Aradóttir, Jón Ingimundarson, Hilmar Eberhardtsson, RagnarÁ. Ragnarsson t Öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA MAGNÚSSONAR, Víðhóli, Mosfellsdal, og heiðruðu minningu hans, sendum við innilegar þakkir. Guðrún Eli'sabet Þórðardóttir, Þórdfs Árnadóttir, Ingvar Birgir Friðleifsson, ÞórðurÁrnason, Guðrún, Hildur, Árný og Elfsabet. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HÖGNA TORFASONAR, Álakvísl 98, Reykjavík. Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Hildigunnur Högnadóttir, Georg Bæringsson, Yngvi Högnason, Kristín Guðmundsdóttir, Aðalheiður Högnadóttir, Guðmundur Einarsson og barnabörn. ráðlegginga margra góðra vina sinna í listmálarastétt. Hann hafði mikinn áhuga á skák og tefldi áður fyrr á mótum, bæði í Skákfélagi Reykjavíkur og í Trésmiðafélaginu og stóð-sig mjög vel. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Halldóri þegar hann var að byija með verkstæði sitt og var það mest í gegnum skákina. Þær eru ótaldar þær skákir, sem við tefldum saman því við vorum nokkur ár saman í skákklúbbi með nokkrum öðrum góðum vinum. Það var alltaf sérstök tilhlökkun að koma á hið fallega heimili þeirra hjóna því allt- af var tekið á móti okkur opnum örmum og af mikilli hlýju. Þegar ég nú að leiðarlokum kveð minn látna vin vil ég þakka alla þá vinsemd og hlýhug, sem hann sýndi bæði mér og fjölskyldu minni við mörg tækifæri. Minningin um góðan dreng, vin og félaga er efst í huga, þegar ég hugsa til hans og það er gott að hafa átt slíkan sam- ferðamann í lífinu. Við hjónin flytjum Fanneyju, börnum og systrum hins látna inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Guðjón Sverrir Sigurðsson Mánudaginn 22. janúar dó Hall- dór Karlsson, vinur minn og skáta- félagi. Hann gekk ekki heill til skógar og tók þess vegna ekki þátt í klúbbnum í vetur, þótt við ættum ekki von á því að svona færi, en eins og sagt er veit enginn sína ævina fyrr en öll er. Kynni okkar Halldórs hófust 1961 er hann kom sem gestur í skátaklúbb minn, en þar varð hann fastur maður upp frá því. Eftir því sem árin hafa liðið, hefur skátaklúbburinn breyst eins og gengur, menn hafa dáið eða hætt, en nú hefur hann verið óbreyttur í mörg ár, þar til nú. Og ég veit að við eigum eftir að sakna Halldórs mikið. I skák var Halldór mikill kunnáttumaður eins og margir fengu að reyna. í framkomu var hann alltaf prúð- ur og elskulegur en á þá eiginleika reynir mikið í skák og þá sérstak- lega í hraðskák, sem við stunduðum alltaf. Ekki rekur mig minni til að Hall- dór yrði nokkurn tíma illur, þótt slegið hafí í brýnu, eins og mér og fleirum hætti til. Við klúbbfélagam- ir sendum Fanney okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum góðan viðurgerning á liðn- um árum. Við biðjum guð um að hugga hana og blessa. Gunngeir Pétursson Það er miður vetur og myrkur ríkir meiri hluta sólarhringsins. Þorrinn er rétt genginn í garð og veðráttan umhleypingasöm. Einn af þessum dimmu dögum er vinur minn Halldór Karlsson kvaddur burt úr þessum heimi. Mig setur hljóðan, þegar Fanney^ hringir og tjáir þessi vondu tíðindi á sinn rólega og æðrulausa hátt. Dögum seinna reyni ég að átta mig á þessari staðreynd og hvarflar þá hugurinn til löngu liðinnar tíðar. Halldóri kynntist ég þegar í æsku á Seyðisfirði, en þar ólumst við upp. Þó að hann væri lítið eitt eldri en ég, áttum við margar stundir saman. Skák var oft á dagskrá hjá okkur, og man ég ekki betur en að Halldór kenndi mér að tefla. Aldrei náði nemandinn kennaranum í íþróttinni. Þó var lengi vel ekki meiri munur en svo, að báðir höfðu gaman af leiknum. Síðar breikkaði bilið svo að dró úr setum okkar við taflið, en þá fundum við okkur önn- ur áhugamál eins og stráka er sið- ur. Skákáhuginn fylgdi Halldóri þó áfram og iðkaði hann skák alla ævi, þegar tóm gafst til. Halldór fæddist í kreppunni miðri, elstur fimm barna foreldra sinna, Kristínar Halldórsdóttur og Karls Sveinssonar. Bæði voru þau hjón dugleg, en alveg sérstaklega er mér minnisstæður dugnaður og verkhugur Karls. Halldór erfði þessa eiginleika í ríkum mæli ásamt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.