Morgunblaðið - 01.02.1990, Page 24

Morgunblaðið - 01.02.1990, Page 24
24 :la’j:I:í3'í| .i íVY,.\K- lUVi/.MW aíGA.lH/'.inílOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 Kemur í hlut jafiiað- armanna að sam- eina Þýskaland? Bonn. Daily Telegraph. LÍKUR vaxa nú á því að jafnaðarmenn verði við stjórnvölinn í báðum þýsku ríkjunum að loknum kosningum í austri 18. mars og í vestri í desember. Fari svo á það eftir að flýta sameiningu ríkjanna því flokkar jafnaðarmanna beggja vegna landamæranna eru smám saman að renna saman í eitt. Jafnaðarmannaflokkurinn, eða SPD eins og hann kallast í báðum ríkjum, var bannaður í Þýskalandi í Þriðja ríkinu. Eftir stríð tók hann aftur til starfa vestanmegin en var neyddur til að renna saman við kommúnista austanmegin. Um það leyti sem múrinn féll í nóvember sl. var flokkurinn endurreistur í Austur-Þýskalandi og fljótlega var farið að rækta tengslin millijafnað- armanna í báðum ríkjunum. Á meðan hafa Kristilegir demókratar í Vestur-Þýskalandi leitað logandi ljósi að samstarfsaðila í austri en án árangurs. Nú er svo komið að vestur- þýskir jafnaðarmenn eru á stöðug- um þönum yfir landamærin. Willy Brandt fyrrum kanslara Vestur- Þýskalands var fagnað ákaft á flokksþingi austur-þýskra jafnað- armanna um síðustu helgi í bænum Gotha-þar sem flokkurinn var upp- haflega stofnaður árið 1875. Líkur er á að Brandt verði kosinn heiðurs- forseti austur-þýska flokksins eins og hins vestur-þýska. Einnig má nefna sem dæmi um hina ótrúlega hröðu þróun að Egon Bahr, sér- fræðingur vestur-þýskra jafnaðar- manna í afvopnunarmálum, húg- leiðir nú að bjóða sig fram fyrir systurflokkinn 18. mars. Austur-þýski jafnaðarmanna- flokkurinn, SPD, er eini þarlendi stjómarandstöðuflokkurinn sem tekist hefur að koma skipulagi á starfsemi sína. Vinni austur-þýskir jafnaðarmenn kosningarnar 18. mars eins og flest bendir til er eins víst að það hafi veruleg áhrif á úrslitin í þingkosningunum í Vest- ur-Þýskalandi í desember. Vestur- þýskir jafnaðarmenn gætu þá vísað til þess að þeir væru best til þess fallnir að koma sameiningunni í kring. Úrslitin í fylkiskosningunum í Saarlandi þykja benda í þessa átt. Oskar Lafontaine vann þar meiri sigur en nokkur bjóst við, jók fylgi flokks síns úr 49% í 54%. Nær öruggt er nú talið að hann verði næsta kanslaraefni flokks síns. Skorað hefur verið á Brandt, sem er 74 ára gamall, að gefa aftur kost á sér vegna þess trausts sem hann nýtur hjá þjóðinni. Hann hef- ur hafnað því en jafnframt gefíð í skyn að það væri honum ekki á móti skapi að leiða nokkurs konar sameiginlegt framkvæmdaráð þýsku ríkjanna sem kann að vera myndað einhvern tíma á leiðinni til fullrar sameiningar. Býður Gorbatsjov Solzhenítsyn heim? ÞESS er e.t.v. ekki langt að bíða að Míkhaíl Gorbatsjov bjóði hinum kunna rithöfundi, Alexander Solzhenítsyn, heim og veiti honum upp- reisn æru, að sögn bandaríska tímaritsins U.S. News & World Report. Tímaritið hefur það eftir vinum Solzhenítsyns að hann eigi nú í samn- ingaviðræðum við fulltrúa Moskvu- stjórnarinnar um að fara aftur til Sovétríkjanna. Er hann sagður setja það skilyrði fyrir að snúa aftur heim, að útgáfa allra bóka hans verði leyfð og hann formlega beðinn afsökunar á því að hafa verið rekinn frá Sov- étríkjunum 1974 vegna ritverka sinna. Hermt er að Solzhenítsyn sé ákaf- ur í að snúa heim aftur en mun þó þykja miður að þurfa að fara frá þeim gögnum sem hann hafi haft aðgang að í Bandaríkjunum, og ein- ingis sé þar að finna, um stjóm- málahreyfingu bolsévika. Vinnur hann að miklu ritverki um hana. Aukinheldur eru synir hans sagðir leggjast gegn því að foreldrar þeirra hverfi frá Bandaríkjunum. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Rafbær sf„ Aðalgötu 34. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu Furuvöllum 1. eru viðs vegar um landið! • Húsavík: Öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðabraut 2a. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c cn o| o* o* 3 <Q Í8 29 3 2: o2 Q Q' 3 02 Q<° 3 Q.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.