Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 EFNI Frádráttur á móti ökutækjastyrk: Skattstjóri sendir út mörg hundr- uð fyrirspurnir SKATTSTJÓRINN í Reykjavík hefur að undanfdrnu sent mörg hundruð fyrirspurnarbréf vegna frádráttar á móti ökutækjastyrk ársins 1988 sem menn færðu á síðasta skattframtal og fleiri eiga eftir að fylgja. Að sögn Gests Steinþórssonar skattstjóra var fram- talinn kostnaður almennt látinn standa við álagningu í sumar. Nú er hins vegar verið að fara betur yfir þennan frádráttarlið og fleira og hefur komið í ljós að mikið er um að menn hafa ekki sent tilskilin fylgiskjöl vegna þessa frádráttar með skattframtalinu. egar staðgreiðsla skatta var tekin upp í ársbyrjun 1988 varð skylda að draga staðgreiðslu af ökutækjastyrkjum sem menn fá hjá vinnuveitendum. Við fram- tal til skatts fyrir það ár gátu framteljendur hins vegar fært kostnað á móti ökutækjastyrknum og fengið endurgreidda stað- greiðslu af þeim ökutækjastyrk sem sannanlega var vegna notk- unar eigin ökutækis í þágu vinnu- skipta akstri á milli einkanota og nota í þágu vinnuveitanda og þar er allur akstur á milli heimilis og vinnustaðar talinn til einkanota. Gestur Steinþórsson sagði að mik- ill misbrestur væri á því að þessar skýrslur fylgdu framtölunum og því væri mönnum skrifað og gef- inn kostur á að bæta úr, annars gæti þurft að lækka frádráttinn eða fella niður. „Flóttafólk“ skráð ÍMH Neyðarvamanefnd Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands hélt í gær æfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem æfð var móttaka flóttafólks af hættusvæðum. Auk MH hafa Árbæjarskólinn, Lang- holtsskóli, Fellaskóli og Melaskóli verið undirbúnir sem fjöldahjálpar- stöðvar á neyðartímum. veitenda. Ætlast er til að menn fylli út sérstakt eyðublað, „Öku- tækjastyrkur og ökutækjarekst- ur“, og skili með framtalinu ásamt staðfestingu vinnuveitanda á notkun bifreiðarinnar í þágu fyrir- tækisins. Á eyðublaðinu þarf að Siglufjörður: Kaupmáttarspá ASI: Kaupmáttur minnkar að meðaltali um 0,7% á árinu Kaupmáttur næsta árs að meðaltali 1% hærri en á þessu ári KAUPMÁTTUR launa, samkvæmt nýgerðum samningum Alþýðu- sambands íslands, rýrnar um 0,7% að meðaltali, mælt frá desem- ber síðastliðnum til desember á þessu ári. Meðaltal kaupmáttar næsta árs, 1991, er hins vegar talið verða 1% hærra en meðaltal kaupmáttar þessa árs, samkvæmt spá Alþýðusambands íslands. Spáin um kaupmáttarrýrnunina á þessu ári byggist á þeirri spá, að verðlag hækki um 6,2% á árinu og kaup hækki að meðaltali um 5,4%. Ekkert flog- ið að sunnan í 12 daga Siglufirði HINGAÐ til Siglufjarðar var ekki hægt að fljúga frá Reykjavík í 12 daga þar til í gær, en frá 22. jan- úar hafði Arnarflug flogið með farþega hingað til Sauðárkróks og þeir verið fluttir þaðan í bílum til Siglufjarðar. Flugvöllurinn hér var lokaður vegna veðurs þessa 12 daga. Þó hefur Flugfélag Norðurlands tvisvar sinnum getað skotist hingað um leið og flogið var til Ólafsfjarðar. Matthías Kaupmáttarspá ASÍ er miðuð við þær forsendur, að orlofs- uppbót og hækkun desemberupp- bótar sé metin samtals á 1% á árinu 1989, að laúnabætur og hækkun desember- og orlofsupp- bótar á þessu ári sé samtals 0,3% og að gengi verði fast á tímabilinu. Gengið er út frá að kaupmáttur í janúar 1989 sé 100,0. miðað við það er hann í janúar síðastliðnum 93,7, hefur lækkað um 6,3%. Kaupmáttur í desember síðast- liðnum var 94,1 og er spáð að hann verði í desember á þessu ári 93,5 og í desember á næsta ári 92,6. Samkvæmt spánni er kaup- mátturinn nokkuð mismunandi frá einum mánuði til annars. Meðaltal ársins í fyrra er 96,6. Spáð er að meðaltal þessa árs verði 92,6, sem er lækkun _um 4,1% frá meðaltali fyiTa árs. Á næsta ári er spáð að kaupmáttur verði að meðaltali 93,5, sem yrði þá 1% hækkun frá meðaltali þessa árs. Á þessu ári er spáð að verðlag hækki um 15,1% að meðaltali frá meðalverðlagi síðasta árs, á sama tíma hækki meðallaun um 10,4% frá meðaltali síðasta árs. Næsta ár, 1991, er spáð að verðlag hækki að meðaltali um 5,2% frá meðaltali þessa árs og kaup hækki að meðaltali um 6,2% frá meðaltali þessa árs. Samningarnir kosta ríkissjóð 1.100 til 1.200 milljónir króna Kostnaðinum mætt með niðurskurði fjárlaga segir fjármálaráðherra LÆKKUN verðbólgu og vaxta í kjölfar kjarasamninganna gæti skilað ríkissjóði allt að 100 milljónum króna í hagnað, að mati Þjóðhagsstoftiunar. Lækkun verðbólgu og vaxta minnkar bæði tekjur og gjöld ríkissjóðs, gjöldin minnka meira en tekjurn- ar sem þessu nemur. Ríkissjóður mun hins vegar stoftia til út- gjalda vegna samninganna, alls um 1.200 milljóna króna á þessu ári. Kostnaður ríkissjóðs af gerð kjarasamninganna verður því á bilinu 1,1 til 1,2 milljarðar króna, gangi allar forsendur eft- ir. Fjármálaráðherra segir rikisstjórnina ætla að mæta þessum kostnaði með niðurskurði rikisútgjalda. órður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að áhrif niðurfærslu verðlags og vaxta vegna kjarasamninganna, miðað við forsendur fjárlaga, hafí þau áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs að þau lækki um tvo millj- arða króna. „Niðurstaðan er einhvers staðar nálægt núlli,“ . segir hann, „en það gætu kannski verið um 100 milljónir sem gjaldahliðin væri þyngri en tekjuhliðin." Þetta segir hann fara mjög mikið eftir útfærslu, meðal annars hvemig menn reikni liði sem er ákaflega erfítt að reikna eins og yfírdrátt gagn- vart Seðlabanka, vexti af ríkis- íxlum og þess háttar. í aðalatrið- um eru áhrif niðurfærsl- unnar þau að tekjur ríkis- sjóðs lækka um rúmlega tvo milljarða vegna lægri skatt- tekna, krónutalan tekjumegin verður minni þar sem verðlags- hækkanir verða minni. Sömuleið- is er gjaldamegin, launagjöld ríkissjóðs í krónum verða heldur minni, einnig ýmsar rekstrartil- færslur. „Að sjálfsögðu verður að færa til alla liði miðað við þessar breyttu forsendur. Meðal annars eru fjárfestingaliðir og framkvæmdaliðir í föstum krónutölum og þarf auðvitað einnig að draga þá saman til þess að áhrifín séu svipuð á tekjuhlið og gjaldahlið," segir Þórður. Hann segir ákaflega svipað samræmi milli þessara verðlagsferla samkvæmt nýju forsendunum eins og gömlu for- sendunum, ekki breytist mikið innbyrðis milli helstu liða eins og vísitölu framfærslukostnaðar, launa og gengis. Ákvarðanir ríkisstjómarinnar um útgjöld til að liðka fyrir kjarasamningum metur Þjóð- hagsstofnun á um 1.200 milljón- ir króna, sem falla til á þessu ári. Þar er um að ræða um 700 milljónir vegna niðurgreiðslna, 300 milljónir vegna lækkunar framfærslukostnaðar um 0,3%, rúmar 100 milljónir vegna hækk- unar frítekjumarks ellilífeyris- þega og breyting á akvæðum um launatryggingar vegna gjald- þrota er talin kosta tæpar 100 milljónir. Hækkun frítekju- marksins segir Þórður kosta um 200 milljónir á heilu ári, en þar sem hækkunin kemur 1. júlí næstkomandi, er útgjaldaauki á árinu talinn vera rúmar 100 milljónir. Að öllu samanlögðu verða útgjöld ríkissjóðs á þessu ári vegna kjarasaminganna á bilinu 1.100 til 1.200 milljónir króna, samkvæmt framan- greindum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kveðst vinna að tillögum um niðurskurð ríkisút- gjalada nú um helgina og leggur hann tillögumar fyrir ríkisstjórn og Alþingi eftir helgina. Hann sagði í samtali að tillögurnar byggðust annars vegar á að lækka nokkra stærri útgjaldaliði um 50 til 100 milljónir hvern, hins vegar yrði almenn lækkun um ákveðið hlutfall. BAKSVIÐ eftir Þórhall Jósepsson Skynsemin ofar skruminu ►Einar Oddur Kristjánsson form- aður Vinnuveitendsambandsins að lokinni sögulegri samningsgerð/10 Drottning sveitatón- listarinnar ► Morgunblaðið sló á þráðinn til Tammy Wynnet, kántrýsöngkon- unnar vinsælu sem verður hér á tón leikaferð innan skamms /12 Beðið eftir kallinu ►Þorskastríðin eru löngu að baki, svo að hvað skyldu varðskipsmenn hafa fyrir stafni um þessar mund- ir? /18 Samningarnir ►Nýir kjarasamningar liggja fyrir og hér er leitað viðbragða við þeim /24 ^ BHEIMILI/ i FASTEIGNIR ► 1-20 ^ Rimahverfi ►Sagt frá nýju borgarhverfí sem senn rís í Grafarvogi og mun verða með sjálfstæðan miðbæ. Hetjur horfinnar - bernsku | ►Tom Swift, Ámi frá Hrauni, Karl Blómkvist, Bob Moran, Rósa Bennett og öil hin — minnist nokk- i ur ykkár lengur nú á dögum Garps og Stjömustríða? Guðmundsson/1 Andstæðingurinn i ►Jeger Ligatsjov hefur verið álit- inn helsti andstæðingur umbóta- stefnu Gorbatsjovsmál en sýnir á sér aðra hlið í nýlegu viðtali /6 Eriend hringsjá ►Slóð Lockerbie-mannsins /12 í trúnaði ►Kristín Sigurðardóttir kvenna- listakona og bankaráðsmaður /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 2/4/6/bak Fjölmiðlar 18c Dagbók 8 Myndasögur 20c Leiðari 22 Popp 22c Helgispjall 22 Kvikmyndir 23c Reykjavíkurbréf 22 Menningarstr. 24c Fólkífréttum 38 Bíó/dans 26c Konur 38 Velvakandi 28c Útvarp/sjónvarp 40 Samsafnið 30c Gárur 43 Bakþankar 32c Mannlífsstr. 8c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4 I -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.