Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 33

Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 33
Borgaraflokkurinn: Atvinnulíf- ið rétt við MORGUNBLAÐIÐ ATVil\il\IA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 4, FEBRÚAR 1990________33 Vöruþróunarátak Iðntæknistofiiunar: Islensk fyrirtæki kynna nýjan búnað IÐNTÆKNISTOFNUN íslands hefur unnið að sérstöku vöruþró- unarátaki í tvö ár og hefiir nú staðið fyrir kynningu, þar sem boðið var upp á saltfiskrúllur, sem eru að koma á markað, og kynntur var stærða-, tegunda- og viktunarbúnaður og greint var frá tímaskráningarkerfi og fiskdæla sýnd. stjóri Iðntæknistofnunar, fá sér saltfiskrúllur, sem Marska h.f. og Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hafa þróað. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra og Páll Kr. Pálsson for- Samstarfshópur um orkufi-ekan iðnað: Islendingar eiga að taka meiri þátt í rannsóknum o g þróun stóriðju METNAÐUR Starfshóps um orkufrekan iðnað er að undirbúa rann- sóknarumhverfi fyrir aukin umsvif í orkufrekum iðnaði á Islandi, sagði Þorsteinn I. Sigfússon prófessor íslcnska járnblendifélagsins við Há- skóla íslands, þegar hann kynnti starfsemi hópsins á blaðamannafundi í vikunni. „ísland er í dag töluvert öðruvísi statt í stóriðjumálum en fyrir tuttugu árum þegar álver ISAL var byggt, eða fyrir tíu árum þegar járnblendiverksmiðjan á Grundartanga var byggð, og ég held að í framtíðinni eigum við að taka miklu meiri þátt sjálf í þessum verkefn- um, að því er-lýtur að rannsóknum og þróun,“ sagði Þorsteinn. Sam- starfshópurinn hefur starfað frá síðastliðnu sumri. Aðalstjórn Borgaraflokksins hefur samþykkt ályktun, þar sem því er fagnað að fyrir tilstilli flokksins hafi tekist að rétta við atvinnulíf landsmanna og koma í veg fyrir hrun útflutningsfram- Iciðslunnar og þá byggðaröskun sem annars hefði orðið. á lýsir stjórnin yfir ánægju með þá ábyrgu afstöðu aðila vinnu- markaðarins í samningaviðræðun- um. Aðalstjóm Borgaraflokksins ítrek- ar loks að þingmenn og ráðherrar flokksins fylgi fast eftir lækkun framfærslukostnaðar heimilanna m.a. með afnámi skattlagningar á matvæli, lækkun fjármagnskostnað- ar og afnámi allra sjálfvirkra vísitölu- tenginga í hagkerfinu. Hugmyndin með sámstarfshópn- um var að tengja í Háskólanum ákveðna þekkingu, sem í þessum hópi í dag spannar yfir vélaverk- fræði, eðlisfræði þéttefnis og raf- magnsverkfræði," sagði Þorsteinn. Hann sagði hópinn hafa metnaðar- fullan tilgang, að efla innlenda þekk- ingu á sviðum sem snerta fram- leiðslu málma og melma, að efla tengsl Háskólans og atvinnulífsins, sér í lagi stóriðjuveranna. „Hann ætlar að auka, og honum hefur tek- ist að auka, samvinnu á milli fræði- manna í Háskólanum. Þar er gífurleg þckking saman komin sem oft er ekki nægilega vel tengd. Og við vilj- um mynda og varðveita þekkingu á tæknilegum þáttum í stóriðjurekstri, geta miðlað henni í kennslu hér og almennt sagt viljum við með þessum hópi undirbúa íslenska rannsókna- rumhverfið fyrir frekari umsvif í orkufrekum iðnaði. Ég hef stundum sagt að kominn sé tími til að við íslendingar seljum fleira en rafmagn og handafi." Sex fræðimenn mynda þennan hóp, en að sögn Þorsteins stækkar hópurinn jafnt og þétt. í honum eru nú, auk Þorsteins, Anna Soffía Hauksdóttir prófessor við Rafmagns- verkfræðiskor Háskóla íslands, Helgi Þór Ingason vélaverkfræðingur, en hann er jafnframt starfsmaður hóps- ins, Páll Jensson prófessor í rekstrar- fræðum við Vélaverkfræðiskor, Pét- ur K. Maack prófessor í stjórnunar- og rekstrargreinum við Háskólann og Valdimar K. Jónsson prófessor í straumfræði og varmafræði við Véla- verkfræðiskor. Þorsteinn greindi frá þremur dæmum um starf hópsins. „Hið fyrsta er efnið Stronsíl, sem er að verða vörumerki fyrir kísiljárnið frá Grundartanga, sem er líklega sterk- asta kísiljárn í heimi. Það er afrakst- ur rannsókna, þar sem við reyndum að stýra svokallaðri hitasögu málms- ins á Grundartanga þannig að hann yrði sem sterkastur. Þá má nefna Steindalít, sem er í raun og veru fundið upp á Grundartanga af Leifí Steindal. Það er efni sem getur hald- ið 1.700 gráða heitum málmi, ákaf- Undanfarin ár hefur Meka h.f. unnið að þróun slægingarvél- ar, sem ætluð er til notkunar um borð í ísfisktogurum. Með tilkomu meiri sérhæfingar á vinnslustöðv- um og uppboðsmörkuðum aukast kröfur um betri og nákvæmari flokkun og skömmtun aflans um borð. Því ákvað Meka að hanna búnað, sem gæti auðveldað þessar aðgerðir. Fyrirtækið hefur nú þró- að og hannað flokkunarborð, stærðaflokkara og viktarker og lega sterkt sementsefni. Við erum að reyna að spá í efna- og eðlis- fræðina í þeim bindingum sem valda hinum gríðarlega styrk þessa efnis. Loks er úttekt á ofnrekstrinnm, sem Helgi Þór Ingason stýrir, en það er áhersluverkefni samstarfshópsins eins og stendur. Ofn eins og er á Grundartanga notar álíka mikla orku og allt Reykjavíkursvæðið, svo að það er mikill ávinningur að spamaði í orku eða hvers kyns hagræðingu í þessum rekstri á Grundartanga og eftir miklu að slægjast." Þorsteinn sagði að Grundartangi væri mjög áberandi í starfi hópsins, enda hafi forráðamenn verksmiðj- unnar haft framsýni til að tengjast Háskólanum. Hins vegar væri hugur í samstarfshópnum um að færa út kvíarnar, viðræður hafa staðið yfír við ÍSAL í Straumsvík og þar sagði Þorsteinn vera framundan verkefni sem trúlega verða að veruleika. Enn- fremur tengist hópurinn Nesjavalla- veitunni og hitaveitukerfum. kynnti Elías Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, þenn- an búnað. Gunnar Ingimundarson, fram- kvæmdastjóri Hugar h.f., kynnti tímaskráningakerfi, sem leysir stimpilklukkuna af hólmi og er að auki notað við verkskráningar og starfsmannastjórnun. Gunnar sagði að 150 fyrirtæki hér á landi hefðu þegar tekið þetta kerfi í gagnið og eins væri það komið á markað í Færeyjum. Verið væri að ganga frá samningum við aðila í Danmörku og yrði kerfið sett þar á markað um mitt ár. Sævar Birgisson hjá Skip- asmíðastöð Marsellíusar sýndi fiskdælu, sem fyrirtækið hefur hannað. Skipasmíðastöðin hefur framleitt rækjudælu síðan 1983 og er hún fyrirmynd fiskdælunn- ar. Dælan flytur fískinn bæði í skipum og milli vinnslustaða og kemur þannig í staðinn fyrir færi- bönd. Auk þess þvær hún fiskinn og tryggir að hann sé ákveðinn tíma í vatninu þannig að honum nái að blæða. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, sagði að mark- miðið með vöruþróuninni væri m.a. að auka útflutning á iðnaðar- vörum, en samkeppnin væri mikil og líftími afurða stuttur. Halldór Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði við þetta tæki- færi að nýsköpunin hefði mikla þýðingu og óskaði viðkomandi til hamingju með árangurinn. Þ.ÞORGBÍMSSON&Cn ABET HARÐPLASTÁ BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 TIL SÖLU jg| /erslunin IM^J s^as0* J nln Verið alltaf velkomin í Jötu Við minnum á bækurnar frá ICI. Biblian þín, Hjálpsamur vinur, Nýja lífið. Alltaf velkomin. ¥ ÉLAGSLÍF □ GIMLI 599005027 - 1 Frl. I.O.O.F. 10 = 17125872 = □ HELGAFELL 5990257 VI 2 I.O.O.F. 3 = 171258 = M.A. □ MI'MIR 5990257 = 1 Félag austfirskra kvenna Fundur mánudaginn 5. febrúar kl. 20.00 á Hallveigarstöðum. Félagsvist. Kristniboðsfélag karla Reykjavík Aðalfundur félagsins verður mánudagskvöldið 5. febrúar kl. 20.30 í Kristniboðssalnum Háa- leitisbraut 58-60. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. Krossmn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Félagið Svölurnar Fundur verður haldinn þriðju- daginn 6. febrúar í Síðumúla 25 og hefst kl. 20.30. Gestur fund- arins verður Guðrún Hjaltadótt- ir, matvælafræðingur. Stjórnin. ' . VEGURINN v Kristið samfélag Vegurinn, kristið samfélag, Keflavík Sameiginleg samkoma í dag kl. 14.00 i húsi Fíladelfíu, Hafnar- götu 84. Barbara Walton og fleiri gestir frá USA tala. Allir velkomnir. Þarabakki 3 Kl. 11 samkoma og barnakirkja. Kl. 20.30 kvöldsamkoma, Bar- bara Walton. Verið velkomin. Vegurinn. í/fTj UIHUI MPUlllllllll \JSAuPjl / ICEIAHDIC ALÞtNC CLUI Aðalfundur ÍSALP verður hald- inn nk. miðvikudag, 7. febrúar á Grensásvegi 5 og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, laga- breyting og myndasýning. Fimirfætur Dansæfing verður í Templara- höllinni við Eiríksgötu í kvöld, 4. febrúar, kl. 21.00. Allir velkomnir. Upplýsingar i sima 54366. Skipholt 50B, 2. hæð Almenn samkoma kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir velkomnir! \ .—, 7 K.F.U.M. og K.F.U.K. Síðdegissamkoma í dag kl. 16.30 á Amtmannstíg 2b. Guðs ríkið og vöxtur þess I, „Matt 13,31-35“. Upphafsorð Margrét Eggertsdóttir, vitnisburður Sig- urbjörn Þorkellsson. Ræðumað- ur séra Guðni Gunnarsson. Barnasamkoma verður á sama tíma. Allir velkomnir. fomhjólp i dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill söngur. Barnagæsla. Ræðumenn verða Brynjólfur Ólason og Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Keflavík Sameiginleg samkoma kl. 14.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sunnudagaskóli kl. 11.00. Al- menn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Daníel Glad. -sjst Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 í dag kl. 14.00: Sunnudagaskóli fyrir börn. Kl. 20.00: Hjálpræðis- samkoma. Lautinant Erlingur Nielsson talar. Mánudag kl. 16.00: Heimilasamband fyrir konur, Margrét Hróbjartsdóttir talar. Foreldrar athugið! Barna- samkomur verða á hverjum degi kl. 17.00, f.o.m. miðvikudegi. Verið velkomin á Herinn. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóli kl. 16.00. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Útivist Þjóðháttaferð Sunnud. 4. febrúar Gömul verleiö gengin í byrjun vertíðar. Njarðvíkurfitjar - Kot- vogur. Fjölfróðir menn, Margeir Jónsson úr Keflavík og Vilhjálm- ur Magnússon úr Höfnum fjalla um útræði á Suðurnesjum á fyrri tíð. Brottf. frá BSÍ - bensínsölu kl. 13.00. Fólk tekið upp á Kópa- vogshálsi, við Sjóminjas. í Hafn- arf. og við Fitjanesti í Njarðvík. Verð kr. 800. Létt skíðaganga sunnud. 4. febrúar í framhaldi af skiðagöngunámsk. siðasta sunnud. Byrjendum veitt sérstök leiðsögn. Brottf. frá BSÍ - bensinsölu kl. 13.00. Stoppað við Árbæjarsafn. Verð kr. 600. í Útivistarferðir eru allir velkomnir! Himalaya - Nepal Kynningarfundur fyrir væntan- lega ferð félagsins til Nepal verður þriðjud. 6. feb. kl. 20.30 á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, sími/símsvari 14606. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sunnudagsferðir 4. febrúar kl. 13 A. Reynisvatnsheiði (milli vatna) Skemmtileg ganga fyrir unga sem aldna um fjölbreytt heiðar- lönd milli Rauðavatns og Langa- vatns. Greiðfær gönguleið um holt og ása með frábæru útsýni og auðvelt að haga göngu eftir vindstöðu. Forvitnileg jarðfræði. Verð 600 kr., frítt f. börn m. full- orðnum. B. Skíðaganga í Innstadal í dölum Hengils er stórgott gönguskíðaland sem þið ættuð að kynnast. Verð 900 kr. Brott- för f ferðirnar frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Ferða- félagsferðir eru fyrir alla. Nýtt tilboð á árbókum Ferðafélagsins Nú geta allir eignast árbækur Ferðafélagsins frá upphafi á sér- lega hagstæðum kjörum með raðgreiðslum Visa eða Euro í tvo til tólf mánuöi. 25% afsláttur. Þið gerist félagar um leið. Helgarferð íTindfjöll 9.-11 febrúar. Gist i skála. Gönguskiöi. Kvöldferð og blysför í Viðey miðvikudagskvöldið 7. febrúar kl. 20. Brottför frá Sundahöfn. Nánar auglýst eftir helgi. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.