Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 37

Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 37
37 dó við fæðingu. Óskírður tvíburi Lilju, f. 1923, stúlka dó við fæð- ingu. Jón, f. 1927, dó úr tæringu eða berklum tæplega 2 ára. Ásamt því að vera með búskap var Sigurður við kennslustörf næstu áratugi. Hann var kennari á ísafirði til ársins 1916, síðan kenndi hann í Óslandshlíð, í Skagafirði, 1916- 1919, í Hólahreppi í Skagafirði, 1935-1937, á Hesteyri við ísafjarð- ardjúp, 1937-1939, á Heydalsá í Strandasýslu, 1939—1944, og síðast á Skagaströnd, 1944-1953. Allan þennan tíma sem Sigurður var fjarverandi kom það í hlut Guð- rúnar, konu hans, að stjórna búinu. Fórst henni það einkar vel úr hendi, auk þess sem hún naut dyggrar aðstoðar bama þeirra er þau fóru að stálpast. Sigurður var ötull við framkvæmdir þar heima, hann byggði við bæinn og útihúsin og braut landið til ræktunar. Allt tók stakkaskiptum á Sleitu-Bjarnar- stöðum sem sannarlega varð stór- býli í höndum þeirra hjóna. Börnin voru samhent og héldu uppbygging- unni áfram að fordæmi Sigurðar föður síns, þau settust að á Sleitu- Bjarnarstöðum og vísir að þéttbýlis- kjama tók að myndast. Bærinn brann árið 1941 og var þá byggt nýtt og stórt íbúðarhús á Sleitu- Bjamarstöðum. Árið 1948 virkjaði Sigurður íjallslækinn og lagði raf- magn til húsa þar á staðnum. Var þetta nokkm áður en rafmagn varð almennt þar í sveitinni og er ekki að efa hve mikið framtak það hefur verið á þeim tíma. Þegar rafljósin kviknuðu í fýrsta sinn var eftir- væntingin og gleðin mikil, að von- um og gerði fólkið sér dagamun af því tilefni. Sigurður var alla tíð virtur og vel metinn maður, hann hafði skör- uglega framkomu, var traustur og háttvís í alla staði og menntaður vel. Þótti hann snemma vel til for- ustu fallinn og gegndi hann því mörgum trúnaðar- og ábyrgðar- störfum um ævina. Má þar nefna, að hann var hreppsnefndarmaður 1924-1930, hann var hreppstjóri í Hólahreppi 1928-1976, eða í nær hálfa öld. Hann vildi hætta er hann var níræður en sýslumaður bað hann að gegna starfinu áfram því ekki væri öðrum betur treystandi til þess. Hann var formaður Búnað- arfélags Óslandshlíðar og endur- skoðandi Kaupfélags A-Skagfirð- inga til langs tíma. Þá var hann umboðsmaður Olíufélags Esso á Sleitu-Bjarnarstöðum og hafði þar verslun á olíuvörum í mörg ár. Sigurður Þorvaldsson var viður- kenndur hygginda- og gáfumaður. Hann lét fyrirhyggju ráða við fram- kvæmdir, hann hafði sterkan vilja til. þeirra starfa sem hann hafði kosið sér snemma á lífsleiðinni. Hann var málafýlgjumaður og með eindæmum rökfastur og fylginn sér. Með skírskotun til skynsam- legra raka og alls réttlætis vann hann tillögum sínum fylgi á mál- þingum, síðan lét hann sannfæring- arkraft raddar sinnar fullkomna verkið, hún sem ávallt hljómaði svo hátt og skýrt. Persóna hans var einlæg og aðlaðandi, hreinlyndi hans og glaðværð var viðbrugðið. Hann gat sannarlega verið kátur og hispurslaus, hann sá broslegar hliðar á mörgu sem átti leið hjá í daglegu amstri. í mesta sakleysi og góðlátlegri gamansemi stríddi hann nágrönnum sínum og bestu vinum er hann gerði holdafar þeirra að umræðuefni. Mér er það einnig afar minnisstætt þegar hann settist eitt sinn í farþegasæti vinnuvélar á bænum, þar sem tveir litlir afa- drengir höfðu áður setið, og spurði svo: „Hvar ætlið þið að sitja, dreng- ir mínir?“, vitandi það um önnur sæti var ekki að ræða og við þyrft- um að ganga það sem eftir var leið- arinnar. Hann var góðhjartaður og kærleiksríkur heimilisfaðir sem kenndi börnunum sínum sanna málrækt og góða siði. Hann var mjög gestrisinn og góður heim að sækja. Gestrisni varð og aðall heim- ilisins á Sleitu-Bjarnarstöðum og gjarnan voru gestir leystir burt frá þeim Sigurði og Guðrúnu með ein- hvern nestisbita í farangri sínum. Hann var trúr guði og þakklátur honum fyrir að hafa leiðbeint sér í lífinu og gefið sér hæfileika til að MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR SUNNUDAGUR njóta dásemdar þess og krafta til að afkasta svo miklu. Það þakklæti kom ekki síst fram í ræktarsemi hans við landið og náttúru þess. Ræktarsemin var honum reyndar í blóð borin. Rætur hans stóðu djúpt í íslenskum jarðvegi og hjarta hans sló í takt við náttúruna á allan hátt. Hann naut þess að sjá gróður- inn lifna á vorin, hann stundaði tijárækt af einlægni og alúð, um það ber skógræktin á Sleitu-Bjarn- arstöðum fagurt vitni og hann sá til þess að smáfuglarnir fengju brauðmolana sína á hörðum vetrar- degi. Hann hafði vissulega mikinn áhuga á skógræktinni þar sem hann dvaldi öllum stundum hin síðari ár við að rækta og búa plöntur sínar sem best fyrir hina brigðulu veðr- áttu. Ég sótti hann eitt sinn heim er hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hann var glaður að sjá mig og við ræddum saman. Ég fór að segja honum að ég væri að vinna í skógræktinni en að þeim orðum töluðum fannst mér að ég hefði betur sleppt því að minnast á skógræktina því það var engu líkara að gamli maðurinn væri hrærður. Ég hafði snert þann streng sem viðkvæmastur var. Mér skildist það að hann var dapur yfir því að geta ekki dvalið, þessi síðustu ár, á þeim stað sem honum hvað kærastur hefði verið. Þannig geymdi hann skógræktina í hjarta sínu uns yfir lauk. Sigurður var fjölfróður og víðles- inn maður. Hann hafði sérstakan áhuga á móðurmálinu og íslenskum fræðum og hafði sífellt á vörum sér það sem betur mátti fara í hinu daglega tali. Ég minnist þess sem lítill drengur, búandi í næsta húsi við Sigurð, afa minn, er ég hljóp svo oft í heimsókn til hans til að hlusta á sögur og heyra hann fara með kvæði. Hann talaði í gátum og flutti rímur og kvæði úr fornsög- unum svo lítill drengur heillaðist af. Það var ekki óalgengt að heyra hann fara með kvæði úr Hávamál- um Eddukvæða eða kafla úr Kon- ungs-Skuggsjá. Hann var botnlaus fróðleiksbrunnur. Ég man að ég velti því stundum fyrir mér, hvort það væn eitthvað sem hann ekki kynni. Ég dáðist hreinlega að þess- um einstaka manni. Hann talaði tungumál annarra þjóða, í því sam- bandi má nefna þýsku, ensku, dönsku, auk hinna Norðurlanda- málanna sem hann talaði svo vel sem útlærður væri á því sviði. Þá var hann ágætur söngmaður og hafði unun af sálmasöng. Hann söng sálma allt fram á síðustu ár. Einnig virtist hann bera gott skyn- bragð á tónlist og einkum klassíska tónlist. Sigurður var fyrst of fremst efn- is- og einstaklingshyggjumaður. Hann hafði ákveðnar og sjálfstæðar skoðanir og rökstuddi þær stað- fastlega. Á fyrstu árum þessarar aldar voru pólitískar skoðanir Sig- urðar, ef til vill, ekki svo vel af- markaðar enda flokkadrættir nokk- uð óljósir. Hann aðhylltist þó skoð- anir dr. Valtýs Guðmundssonar að einhveiju leyti og studdi einnig Framsóknarflokkinn fyrst eftir stofnun hans, árið 1916. Sú afstaða hans stríddi þó gegn betri vitund og eðlislægari lífsviðhorfum, hann varð sjálfum sér samkvæmur og studdi íhaldsflokkinn, sem var stofnaður árið 1924 og Sjálfstæðis- flokkinn allt frá stofnun hans, árið 1929. Þeir vildu fá hann í framboð, flokksbræður hans, en hann færðist jafnan undan slíkri áskorun. Sigurður var ákaflega vandur að virðingu sinni og vildi hvergi láta blett vansæmdar eða óhróðurs falla á sig né fjölskyldu sína. Hann átti sína andstæðinga, einkum á sviði stjómmála, en undir niðri voru þeir þó allir vinir. Hann var stoltur og lífsglaður maður, einna stoltastur var hann með eigin lífsþrótt og líkamshreysti eins og best kemur fram í vísunni sem hann sneri upp á sjálfan sig og hafði svo oft yfir hin síðari ár, Sigurður er beinn og brattur, bognað hetjan ekki getur, hann er orðinn ístrufattur, enginn honum stendur betur. Annars var það alveg með ólík- indum hve heilsuhraustur Sigurður var, alla tíð. Hann gekk óstuddur og teinréttur 102 ára en fékkst þá til að ganga við staf vegna þss að hann kenndi sér meins í mjöðm. Þegar hann var á 93. aldursári fékk hann jarðvegsbakteríu í sár á fingri með þeirri afleiðingu að hann var fluttur á sjúkrahús með blóðeitrun. Þar var hann settur á öfluga lyfja- meðferðs svo að hann mætti lækn- ast af veikindunum. En lyfin verk- uðu einnig á hugann svo að minnið þvarr. Eftir heimkomuna af sjúkra- húsinu kenndi hann þess vel hvern- ig komið var fyrir sér og þótti það dapurt hlutskipti. Hann lýsti ástandi sínu á eftirfarandi hátt: „Þegar ég vakna á morgnana veit ég eigi svo gjörla hvort ég er lífs eða liðinn. Þá sprett ég á fætur og klæði mig og geri æfingar. Við það er eins og blóðrásin örvist, heila- frumurnar fái næringu og sjálfs- meðvitundin ásamt minninu biýst fram á ný.“ Það má annars gera ráð fyrir því að ein ástæðan fyrir langlífi Sigurðar hafi verið sú mikla hreyfing sem hann hafði vegna starfs síns. Þá ferðaðist hann fót- gangandi á milli sýslna, hann var kvikur í hreyfingum og léttur í spori. Dr. Haraldur Bessason, há- skólarektor á Akureyri, þá búsettur á æskuheimili sínu, Kýrholti í Viðvíkursveit, minntist þess að það hefði verið eftirtektarvert að sjá Sigurð koma gangandi með pokann sinn, frá kennslustörfum á vorin. Hann undraðist hve þróttmikill hann virtist vera og hve hratt hann bar yfir grundir og mela. Hins veg- ar má, ef til vill, leiða að því líkur að heimþráin hafi togað fastar í hann síðustu metrana áður en Sleitu-Bjarnarstaðir komu í sjónmál og ekki er að efa að það hefur ver- ið mikil eftirvænting að hitta fjöl- skylduna aftur, eftir svo langa fjar- veru. Þá kom hann jafnan við í Kýrholti, þáði veitingar og sagði fréttir en sérstakir kærleikar voru með fjölskyldum þessara heimila og skyldleikar nokkrir. Sigurður var vafalítið einn af merkari mönnum sinnar samtíðar. Hann var eins og traustur steinn í undirstöðunni sem samfélagið byggir á, hann naut virðingar og hylli samferðarfólks, það gerði orð hans að sínu leiðarljósi. Haft var eftir séra Jóni Brandssyni, prófasti á Kollafjarðarnesi, sem var glögg- skyggn og vel metinn maður, að hann hefði ekki þekkt jafningja Sigurðar Þorvaldssonar við kennslu, hann kenndi ekki aðeins börnunum, sagði hann, heldur okk- ur öllum sem með honum voru. Þetta var góður vitnisburður. Sigurður var fremur hávaxinn maður, fríður yfirlitum og hafði svip bjartan og hreinan. Hann var grannur á hold og ætíð kvikur á fæti. Hann var stoltur af ættemi sínu og uppmna og benti gjarnan á nef sér til að minna okkur, afkom- endur sína, á hinn borgfirska upp- mna. „Þetta er Mýramanna nef,“ sagði hann. Hann dó sæll og ánægður, sadd- ur lífdaga og fullur þakklætis fyrir allt. Hann hafði einskis að iðrast, hann sá ekki eftir nokkrum hlut. nema ef vera skyldi nokkmm fá- gætum bókum sem hann hafði átt en missti í húsbmnanum árið 1941. Ég trúi því að andi hans sé enn á meðal vor og vísi okkur veginn til velfarnaðar, ég trúi því að andi hans lifi, líkt og ljósið á náttborðinu hans sem lifði jafnt að nóttu sem degi. Þannig vakti hann yfír rafljós- unum, ávallt reiðubúinn til að færa í lag ef þau slokknuðu. Ég vil að lokum þakka afa mínum fyrir sam- fylgdina og þær samvemstundir okkar í skógræktinni sem reyndar vom alltof fáar. Ég hefði óskað þess að við, afkomendur hans, gæt- um sameinað krafta okkar í þágu skógræktar á íslandi, á því tileink- aða ári 1990. Þannig sé minning hans best heiðruð. Guð blessi hann um eilífð alla. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír, deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Reynir Þ. Jónsson 4, FEBRÚAR 1990 Jóhanna Jóhannes- dóttir — Minning Fædd 4'. september 1911 Dáin 5. janúar 1990 Mig langar að minnast með nokkmm orðum kærrar vinkonu minnar, Jóhönnu Jóhannesdóttur, sem lést 5. janúar 1990. Ég minn- ist þess er ég hitti hana í fyrsta sinn fyrir um 48 ámm. Ég kom með móður minni á Freyjugötuna, en þar var heimili hennar og manns hennar, Guðjóns Guðmundssonar, en hann var móðurbróðir minn. Hún stóð þar í tröppunum og tók á móti okkur, mágkonu sinni sem hún hafði ekki séð áður, enda áttum við heima úti á landi þá, og mér 10 ára telpukrakkanum og áttu þessi kynni eftir að þróast í ævilanga vináttu. Mér er enn í minni hvað hún Jóhanna var fín, þar sem hún stóð í tröppunum og tók á móti okkur. Það var alltaf gaman að hitta hana og ræða við hana um landsins gagn og nauðsynjar og hún gat verið létt og kát, en ákveðin og fylgin sér, ef með þurfti. Hún vissi af reynslu áranna, að ekkert kemur upp í hendur manns baráttulaust. Gaui og Jóhanna voru alveg sér- stök í mínum huga og svo drengirn- ir þeirra, Guðmundur Jóhannes og Jón Ingi, og hvað þeir voru alltaf fínir, enda mamma þeirra mikil hagleikskona og kom það sér vel, er hún missti mann sinn aðeins 45 ára. Hún lét þó ekki deigan síga, tók að sér sauma fyrir fólk með ýmissi annarri vinnu og kom drengjunum sínum til manns. Árin liðu og Jón Ingi kvæntist og stofnaði sitt eigið heimili með konu sinni, Maríu Jensen. Þau eiga tvo syni, Guðjón, sem var auga- stéinn ömmu sinnar og vinur. Er hann nú búinn að stofna heimili í Sandgerði með stúlkunni sinni og má segja, að hann leiti uppruna síns, en afi hans Guðjón og Björg móðir mín voru frá Sjávargötu í Garði. Björgvin er yngri sonur Jóns Inga og Maríu, aðeins 10 ára, er hann sér á bak ömmu sinni. Jóhanna og Guðmundur sonur hennar héldu heimili saman þar til hún lést. Jóhanna var sérlega greið- vikin kona og boðin'ög búin að rétta hjálparhönd, ef til hennar var leit- að. Vil ég hér þakka henni góðvild hennar og hjálpsemi við heimili for- eldra minna, þá er móðir mín lá banaleguna og eftir að hún lést 1957. Vinátta hennar og móður minnar var mikil og naut ég og fjöl- skylda mín hennar í ríkum mæli. I hugum barnanna minna og okkar hjóna hefur Jóhanna alltaf verið kær vinkona og vil ég þakka henni hér hjálpsemi og góðvild í okkar garð. Hún var jarðsett þann 17. janúar 1990, 78 ára að aldri. Ég votta frændum mínum, tengdadóttur, sonarsonum og eftirlifandi bræðr- um innilega samúð. M.Þ.J. + Kær faðir minn, afi og langafi okkar, GESTUR BJÖRNSSON, Krókatúni 11, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 11.00. Gunnhildur Gestsdóttir, Páll Björnsson, Gunnhildur Arndís Pálsdóttir, Inga Jóna Pálsdóttir, María Rán Pálsdóttir, Sólrún Edda Pálsdóttir. Móðir okkar, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, áður búsett á Eskifirði til heimilis á Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður jarðsungin þriðjudaginn 6. febrúar kl. 15.00frá Hafnarfjarð- arkirkju. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og bamabarnabarna. Erla Eyjólfsdóttir, Stefanía Eyjólfsdóttir, Andrés Eyjólfsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR PÁLSSONAR, Drekavogi 6. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 1 -A ó Landakots- spítala. Helgi Þór Magnússon, Kristín Guðmundsdóttir, Elfn Magnúsdóttir, Sigurður Ingimarsson, Þuríður Magnúsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.