Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 43
18.00 Kvöldfréttir á Bylgjunni.
18.15 Róleg og afslöppuð tónlist.
19.00 Snjólfur Teitsson.
20.00 Ólafur Már Björnsson. á kvöldvakt-
inni.
22.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guð-
mundsson og Pétur Steinn fara yfir stjör-
numerkin. Stjörnumerki mánaðarins tekið
fyrir og óvæntu merkin lika. Bréfum svar-
að.
STJARNAN FM102/104
7.00 Snorri Sturluson.
10.00 Bjarni Haukur Þórsson. íþróttafréttir
kl. 11.00. Leikir, kaup og sölur. S.
622939.
13.00 Sigurður Helgi Hlöðversson leikur
mikið af nýrri tónlist og fer með gaman-
mál. Óskalög og hlustandi dagsins,
iþróttafréttir á sinum stað klukkan 16.00.
17.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir þiggur allar
áþendingar um óskalög. Siminn 622939.
19.00 Richard Scobie er rokkari af lífi og
sál og á það til að dusta rykið af gömlu
slögurunum.
22.00 Kristófer Helgason. Fyrir rólegheita-
fólk og ástardúfur er Ljúfa línan málið.
01.00 Björn Þórir Sigurðsson.
ÚTRÁS FM 104,8
16.00 Menntaskólinn i Reykjavik.
18.00 Iðnskólinn.
20.00 Fjölbraut Ármúla.
22.00 Garðar Þorvarðarson MS.
AÐALSTÖÐIN FM 90,9
7.00 Nýr dagur. Eiríkur Jónsson. Morgun-
maður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl
og fróðleik i bland við tónlist.
9.00 Árdegi Aöalstöðvarinnar. Anna Björk
Birgisdóttir. Ljúfir tónar í dagsins önn
með fróðleiksmolum um færð veður og
flug.
12.00 Dagbókin. Innlendar og erlendar
fréttir um allt sem þú vilt vita. Fréttir af
fólki, færð, flugi og samgöngum. Umsjón-
armenn Ásgeir Tómasson, Þorgeir Ást-
valdsson og Eiríkur Jónsson.
13.00 Lögin við vinnuna. Fróðleikur i bland
við Ijúfa tóna og allt sem þú þarft að vita
um í dagsins önn. Lögin valin i síma
626060. Umsjón Þorgeir Ástvaldsson.
16.00 í dag i kvöld með Ásgeiri Tómas-
syni. Fréttir og fréttatengt efni um mál-
efni liöandi stundar.
18.00 Á rökstólum. I þessum þætti er rætt
um þau málefni sem efst eru á baugi
hverju sinni. Viðmælendur eru oft boðað-
ir með stuttum fyrirvara til þess að á rök-
stólum séu ætið rædd þau mál sem
brenna á vörum fólks í landinu. Hlustend-
ur geta tekið virkan þátt í umræðunni i
gegnum sima 626060. Umsjón Bjarni
Dagur Jónsson.
19.00'Það fer ekkert á milli mála. Mánu-
dagskvöld á Aðalstöðinni er málið. Gulli
litur á það helsta sem er að gerast og
upplýsir hlustendur um það. Ljúfir tónar
og fróðleikur um flytjendur. Umsjón
Gunnlaugur Helgason.
22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda
ráðnir í beinni útsendingu. Allt sem við-
kemur draumum getur þú fræðst um á
Aðalstöðinni. Siminn 626060. Umsjón
Kristián Frímann.
EFF EMM FM 95,7
7.00 Arnar Bjarnason. Vekur ykkur með
gæða popptónlist.
10.00 ívar Guðmundsson. Munið „Pen-
ingaleikurinn" byrjar 12. febrúar.
13.00 Sigurður Ragnarsson.
16.00 Jóhann Jóhannsson. Pizzuleikurinn,
stjörnuspáin og afmæliskveöjur ásamt
ýmsum eðaltónum.
19.00 Ragnar Vilhjálmsson byrjar kvöldið á
fullum krafti.
22.00 Valgeir Vilhjálmsson. Sex-pakkinn
korter i ellefu.
1.00 Næturdagskrá.
Mðfrtfr
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓIViVARP
SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1990
43
Stöð 2:
Nemendasýning
Verslunarskólans
Nemendur úr Verslunarskóla íslands flytja „vestran" Bugsy
91 25 Malone á Hótel íslandi. Umsjón og dagskrárgerð annast
1- Maríanna Friðjónsdóttir, tónlistarstjóri er Jón Ólafsson en
danshöfundur og leikstjóri Henný Hermannsdóttir. Það er íslands-
banki sem styrkir þessa útsendingu.
Stðð 2=
Dallas
■■i^H í þessum þætti sjóða þau J.R. og Kimberly Cryder saman
OA 30 hneykslanlega uppákomu fyrir Sue Ellen. Bobby er meira
“ en feginn því Lisu Alden er hvergi að finna ög því virðist
sem engin réttarhöld geti farið fram. Þau Sue Ellen og Bobby taka
höndum saman gegn kunnuglegum óvini og Clayton heldur áfram
að heimsækja Laurel sem er hundelt af manni er tilheyrir fortíð
hennar. Aumingja Miss Elly er alveg í öngum sínum og Charlie,
dóttir Jennu, leitar til Bobby með foreldravandamál sín. Casey held-
ur áfram að sjarmera Sly í von um gróðavænlegar upplýsingar.
Sú nýbreytni er á Dallas þáttunum að stjörnurnaf leikstýra sjálfar
og það er enginn annar en Patriek Dyffý, eða ljúflingurinn hann
Bobby, sem leikstýrir þessum þætti.
Rás 1:
Lestarférðin
16 20
Ný framhaldssaga hefst í Barnaútvarpinu í dag, Lestarferð-
20 in eftir bandarísku skáldkonuna T. Degens. Fríða Á. Sigurð-
— ardóttir þýddi. Svanhildur Óskarsdóttir les. Sagan hefst í
litlum bæ á yfirráðasvæði Sovétmanna í Þýskalandi árið 1946. Fólk
sem orðið hafði að flýja heimkynni sín í síðari heimsstýtjöidinni er
á leið heim.
Meðal flóttafólksins er þréttán ára gömul stúlka með falsað vega-
bréf. Hún er ein á ferð en laðast mjög að öldruðum manni og veikri
konu hans. Óvæntir atburðir og loforð sem stúlkan gefu gamla
manninum hafa afdrifarík áhrif á gang mála.
Sjónvarpið:
Litróf
^■■■1 í Litrófi í kvöld kemur Artúr Björgvin Bollason víða við.
OA 45 Skrautfjöður þáttarins að þessu sinni er umfjöllun um hin
"W nýveittu bókmenntaverðlaun og mun Arthúr spjalla við
forsetann um hlutdeild hennar í verðlaunaveitingunni. Þá verður
verðlaunahafinn, Stefán Hörður Grímsson, tekinn tali, en þetta mun
í fyrst sinn em Stefán Hörður fæst til að tjá sig um ljóðagerð sína
opinberlega. Annar víkingur á ritvellinum kemur einnig í Litróf að
þessu sinni, Þorgeir Þorgeirsson, sem nýlega gaf út ljóðasafn. Mynd-
listin fær sína fulltrúa líka. Það eru þeir Tolli Morthens, sém sýnir
um þessar munir á Kjarvalsstöðum, og Hafsteinn Austmann, sem er
að opna sýningu á vatnslitamyndum i sýningarsal FIM.
Af leiksviðinu verður nýtt verk Ólafs Hauks Símonarsonar, Kjöt,
viðfangsefni Arthúrs, en einnig verður rætt við höfundinn um verk-
ið. Loks ber að geta ungs og efnilegs píanóleikara, Arnar Magnússon-
ar, er ber uppi merki tónlistarinnar að þessu sinni.
GARUR
eftir Elínu Pálmadóttur
Harðstjórarnir
tíska o g vani
Veirur, komplexar og konfer-
ensur, það eru plágur nútím-
ans, varð Sigurði Þórarinssyni
einhvern tíma að orði af gefnu
tilefni. Hversu satt þessum orð-
heppna manni rataðist á munn
verður æ ljósara. Tvennt það
síðarnefnda virðist bólgna út með
hveiju ári. Og veirurnar færa sig
upp á skaftið. Alls konar útlendur
veiruóþverri með latneskum nöfn-
um hefur bæst í hópinn eftir að
íslendingar lögðust í ferðalög og
una sér við skítugar baðstrendur.
Enda tekin upp barátta gegn þeim
á ýmsum vlgstöðvum. Yopnið:
hreinlæti og aftur hreinlæti. Vart
um það deilt. Getur þó orðið dálít-
ið snúið í framkvæmdinni.
Minnisstætt er þegar ég flutti
endur fyrir löngu heim frá Frakk-
landi og landar mínir höfðu það
fyrir satt að Frakkar væru svo
handa, hvert þeirra sérhæft í
ákveðinni matartegund, svo að
ekki bærust vondar veirur og slíkt
milli tegunda, svo sem milli kjúkl-
ingakjöts og skinku. Engum óvið-
komandi hleypt þar inn og ekki
varningi fyrr en hann hefur farið
í gegn um móttökukæli, þar sem
óhreinar ystu umbúðir eru fjar-
lægðar og eitthvert tölvustýrt
undratæki dregur úr þeim allar
pöddur, líkt og flugnaveiðari.
Þetta var líka á stað, þar sem
minnsti vottur matareitrunar get-
ur orðið afdrifaríkur, þ.e. í flug-
eldhúsi sem afgreiðir 700-800
máltíðir á dag á annatíma í flug-
vélar, sem dreifast í allar áttir frá
flugvellinum í Nissa. Og matar-
eitrun í flugvél, þar sem örfáir
komast á salerni og leggja það
þá undir sig en hinir komast ekki
úr sætum sínum, er grínlaust.
i
miklir sóðar. Sönnunin: Þeir vefðu
ekki umbúðum utan um brauðið
sitt, gengju bara með það undir
hendinni. En í bakaríi hér rak
mig í rogastans við að sjá að sjálf-
sagt þótti að afgreislustúlkan
vefði inn brauðinu með sömu
höndum og hún svo tók við marg-
þvældum peningunum. í Frakk-
landi þótti þá sjálfsagt að annar
sæti við kassann. Sé það ekki úr
sögunni hér, þá hafa kassarnir í
kjörbúðunum a.m.k. leyst úr þeim
vanda að sömu hendur fari um
matvælin og peningana.
Lengi var haldið uppi stífum
áróðri til að venja íslendinga á
að þvo sér alltaf um hendurnar
eftir að hafa farið á salerni, sem
þótti misbrestur á. Sjálfsagt liðin
tíð - eða er ekki svo? En mig rak
í rogastans um daginn, þegar ég
ætlaði að fara að velja og kaupa
í baðherbergið þarfaþingið kló-
settrúllubera, ásamt handklæða-
slám og þvílíku. Ekki vandalaust
að velja fallega hluti á slíkan stað
og víða farið og skoðað. Mikið og
fallegt úrval er til og vitanlega í
samræmi við tískuna. Og nú er
greinilega í tísku að hafa þetta
þarfaþing, sem ber klósettrúlluna,
þannig staut að hver maður verð-
ur - væntanlega sitjandi á kló-
settinu að aflokinni viðeigandi
athöfn - að káfa á rúllunni til
þess að geta rifið af hæfilegan
skammt af blöðum. Sáralítið úrval
af „baðherbergissettum“, þar sem
klósettrúllan er með loki yfir, svo
ekki þurfi að styðja við hana til
þess að rífa af. Hitt er það nýj-
asta, það er í tísku, það sem unga
fólkið vill, segja afgreiðslumenn.
Tískan er herra sem lætur hlýða
sér - burt séð frá öllu hreinlæti.
Vaninn er annar herra, sem líka
er dijúgur við að Iáta hlýða sér.
Upp af slíkum vanastandi hrökk
þessi skrifari nýlega, staddur I
næstum sótthreinsuðu eldhúsi.
Eða réttara sagt á gangi, þaðan
sem horfa mátti gegnum gler nið-
ur I öll litlu eldhúsin til beggja
Enda kemur slíkt sjaldan fyrir og
allt gert til að koma í veg fyrir
það.
Fólkið, sem maður horfði niður
til við matartilbúninginn, var líka
með allt hárið þakið og sumir með
grisjur fyrir vitum eins og skurð-
læknar eða japanskir lögreglu-
þjónar í mengaðri götuumferð.
En það vakti athygli að enginn
var með hlífðarhanska. Skýringin?
Þetta er hreinlegra. Engir hansk-
ar, meira hreinlæti. Rökin? Fólk
sem ekki notar hanska við mat-
reiðslu og vinnslu matvæla er
sífellt að þvo sér. Þvær sér alltaf
um hendurnar áður en það fer í
næsta hráefni. En ef það notar
hanska tekur það með sömu
hönskunum á öllu út daginn. Þetta
hafði verið kannað og vísindalega
sannað. Semsagt, hanskar í eld-
húsi bæta síður en svo hreinlætið.
Hafíð þið ekki séð þetta sjálf, ef
þið hugsið um það? var spurt
Maður hafði bara alltaf tekið sem
sjálfsögðum hlut að hanskar
bættu hreinlæti - og þannig reyn
ist það líka virka á notandann.
Honum finnst hann ekki þurfa að
þvo sér. Til að sjá þetta þarf
maður að hristast upp úr við-
teknum vanaviðhorfum.
Auðvitað gladdi það svo hjarta
íslendings við ystu höf að heyra
að í þessu stóra eldhúsi væru
framleiddar tvær fiskmáltíðir í
viku og fleiri á sumrin, þegar eft-
irspurn eftir fískmáltíðum verður
vart uppfyllt. Og sá sem ætlar
að njóta góðs af eftirspurninni
verður þá greinilega að fara með
fiskinn af næstum brjálæðislegu
hreinlæti frá þeirri stundu sem
hann er dreginn úr sjó. Og ekki
láta hárlokka standa fram undan
hvítu skuplunum þar sem hann
er flakaður og pakkaður.
Tískusveiflur eru víst vond
vopn, hvort sem er í höfuðbúnaði,
hönskum eða klósettrúlluberum, í
heimi fullum af veirum og bakter-
íum.