Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
19
I ‘
■. í mé:
nóttina um leið og ég geng til koju.
Klukkan 7.40 er bankað á dyrnar
og kallað „Ræs!“ Ég fer á fætur
og skömmu síðar kemur brytinn í
gættina. „Bara kominn á fætur! Það
bíður eftir þér hafragrautur, eikon
og begg.“ Eikon og begg er einn
af þessum ódauðlegu orðaleikjum,
sem enginn hlær að en allir brosa
í kampinn vegna.
Ég sit til borðs hjá kapteininum
og 1. vélstjóra, Þór V. Steingríms-
syni, Það er margt skrafað og Helgi
reytir af sér brandara um leið og
hann gefur yfirlýsingar um þjóð-
málin. „Þú hagar þér bara eins og
heima hjá þér,“ segir hann um leið
og hann hleypur upp í hól.
Ég fer og gái að dekkmönnunum.
Þeir eru flestir að búa sig í galla
og ætla niður í loftrými fram í
stefni til þess að ryðbeija þau og
halda við. Þetta er óþrifaleg vinna
og menn eru meira og minna hálf-
bognir við vinnu sína. Þetta er enn
einn vinnudagurinn.
Ég fer aftur í vélarrúm og þar
eru tveir menn á vakt. Rikki smyij-
ari fer með mér úr stjómklefanum
og niður í sjálft vélarrúmið. Þar er
allt svo tandurhreint og hvítt að
manni dettur frekar í hug rann-
sóknarstofa en vélarrúm. „Já, þetta
er bara eins og í stofunni hjá
manni, það er líka alltaf verið að.
Annars drabbast þetta svo fljótt
niður.“ Eins og gefur að skilja er
mikill hávaði í vélarrúminu, en
stjórnklefinn er furðuhljóðlátur og
þar er fylgst með öllum mælum og
tækjum.
í eldhúsinu er Leifur bryti að
gera klárt fyrir hádegismat klukkan
tólf. Hann er einn ásamt messagutt-
unum, kokkar sjálfur. Ég heyri á
mannskapnum að þeim líkar vel
matseldin, „Þetta er annað en hjá
sumum kokkunum, sem hafa verið
um borð. Veitingahúsafæði fyrstu
dagana og svo fer allt á verri veg.“
Leifur eldar bara gamaldags
íslenskan mat og það kann áhöfnin
að meta.
Ég hitti Steina bátsmann í kaffi-
ímanum og spyr hvaða viðhald sé
brýnast fyrir skipið nú. Hann svar-
ar að það sé endalaust hægt að
dytta að, en segir mér að nú fari
í hönd mikil tiltektartíð. „Það þarf
að snurfusa allt skipið hátt og
í „forsetasvítu". Hún er nokkurs
konar stássstofa skipsins, ætluð
fyrir háttsetta gesti, en milli þess,
sem þeir gista skipið, hefur skip-
herra afnot af henni. Hann spurði
frétta og sagði mér í stórum drátt-
um hvað væri fyrirliggjandi í túrn-
um. „Þetta er afskaplega hefð-
bundinn túr, nema við verðum send-
ir út á Panamamið," sagði hann og
átti við laxveiðiþjófana austur af
landi. „Þá getur allt gerst." Bara
eins og í gamla daga? spurði ég
með hugann við allar þær sögur,
sem maður hefur heyrt af Helga í
þorskastríðunum. „Nei, ætli það,“
svaraði hann örlítið fjarrænn, en
svo kom glampi í augun og hann
bætti við „En þeir mega vara sig
ef ég fer af stað!“
Helgi hefur einn afar skemmti-
legan sið. Það er að Ijúka hveiju
samtali með gamansögu. Hann
sveik ekki frekar en vant er. Sagan
fjallaði ef ég man rétt um heimsókn
varðskipsmanna til þorps úti á landi
Morgunblaðið/AM
og gestrisni kvenþjóðar staðarins.
Þetta var merki um að samtalið
væri á enda og ég bauð góða nótt.
Ég fór niður í undirmannamessa
og hitti strákana á dekkinu. Þeir
voru flestir á leiðinni í háttinn, en
við Steini Clausen sátum nokkra
stund og ræddum saman. Steinar
er með mikla og djúpa rödd, nokkuð
strákslegur í aðra röndina, en ef
talið berst að vinnunni tekur alvar-
an þegar í stað við. Hann reykir
sígarettur, sem hann vefur sjálfur
úr Midland-tóbaki.
„Það hefur ekki mikið breyst við
vinnuna frá því þú varst hérna.
Endalaust viðhald og þjálfun. Við
erum reyndar færri á en áður, búið
að fækka vélstjórum og enginn Ioft-
skeytamaður um borð, stýrimenn
og kapteinninn búnir að taka við
fjarskiptunum.“ Hins vegar hafði
sú breyting orðið á högum áhafnar-
innar að með tilkomu farsímakerfis-
ins geta þeir nú hringt í land að
vild. Til skamms tíma var alltaf
þögn í loftinu og ekki hægt að hafa
samband heim nema ef komið var
í land einhversstaðar.
„Þetta er allt annað líf og strák-
arnir eru miklu rólegri fyrir vikið.“
Ég spurði hann um breytingar á
mannskapnum. „Það koma ungir
strákar og fara, en megnið er hér
til þess að vera. Auðvitað kemur
fyrir að þeir trúlofast og gefast upp
á þessu að vera alltaf úti á sjó, en
þeir koma nú flestir aftur seinna.“
Ég spurði einn hásetann um þetta
og hann sagði mér að þetta stæði
heima. Hann hefði komið aftur. Er
konan ánægð með það? Hún er
a.m.k. ekki óánægð er svarað. En
hvað er það við sjómennskuna, sem
heillar? „Þetta er ágætt starf og
ég kann til verka. Ég entist aldrei
að vinna neitt í landi." Afgreitt mál.
Ég færði í tal sögusagnir um
drykkjuskap á varðskipunum.
Steini horfði á mig skamma stund
og hristi síðan hausinn og sagði
erfitt að þurfa sífellt að vera svara
fyrir óra eins manns, sem hefði tjáð
sig á opinberum vettvangi í þessa
veru. „Auðvitað fá strákarnir sér í
glas í inniverum, rétt eins og aðrir
Islendingar, en miðað við þessar
staðhæfingar mætti halda að menn
lægju hér afvelta af drykkju dag
og nótt, sem er náttúrulega út í
bláinn. Það hafa komið upp vanda-
mál hjá einstökum mönnum eins
og gerist og þeir hafa þá farið í
meðferð. Ég hleypi engum manni á
dekk við brottför frá Reykjavík, ef
ég gruna liann um að hafa skemmt
sér of langt fram eftir kvöldið áð-
ur.“
Það er þungi í orðum Steinars
og það er orðið áliðið. Ég býð góða
nótt.
Skipið er komið á skrið austur á
bóginn og það kjagar áfram út í
Leifúr bryti að
sjóða ýsuna ofan
í mannskapinn.
Morgunblaðið/AM
Steinar Clausen aftur a skammt
undan Horni: „Sjórinn er alltaf
svo tær og hreinn hérna.“