Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
Nýir kjarasamningar
Morgunblaðið/Sverrir
Frá undirskrift sammnganna. Talin frá vinstri eru Örn Friðriksson, 2. varaforseti ASÍ, Ragna Bergmann
1. varaforseti ASI, Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Haukur Halldórsson, formaður Stéttasambands
bænda, Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ,
Gunnar Birgisson, varaformaður VSÍ, Árni Benediktsson, formaður VMS, og Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri VMS.
Þóra Hjaltadóttir:
Kaupmátt-
ur eins vel
tryggður
og hægt er
„ÞAJÐ hefúr
verið brotið
blað í sögu
kjarasamninga-
gerðar hér á
landi. Það hef-
ur verið valin
allt önnur leið
en áður því nú
er fyrst og
fremst verið að tryggja kaup-
mátt launa en ekki verið að semja
um krónutöluhækkun sem eng-
inn veit hvað skilar launafólki,"
sagði Þóra Hjaltadóttir, formað-
ur Alþýðusambands Norður-
lands.
„Ég tel að kaupmáttur launa sé
eins vel tryggður með þessum
samningum og frekast er unnt í
þessu þjóðfélagi. Þetta eru fló-
knustu kjarasamningar sem gerðir
hafa verið í minni tíð og áreiðan-
lega fyrir mína tíð líka því í samn-
ingunum eru svo margir efnahags-
legir þættir.“
Þóra sagði að mikilvægustu
þættir þeirrar kaupmáttartrygging-
ar sem samið hefði verið um væri
lækkun vaxta og stöðugt búvöru-
verð. „í forsendum samningsins er
kveðið á um hvernig viðskiptakjör
verði og rauð strik eru sett við fram-
færsluvísitöluna. Hvoru tveggja
tryggir að kaupmáttur minnkar
ekki á samningstímabilinu. Samn-
ingsaðilar geta síðan sagt upp
kjarasamningnum ef þeir sætta sig
ekki við þær bætur sem þeir hljóta
fari framfærsluvísitalan upp yfir
rauðu strikin,“ sagði Þóra. „1987
voru rauð strik í kjarasamningunum
og í stað þess að fá kauphækkanir
í takt við samninginn upp á 2-3%
fengum við 7 '/2% hækkun sem vakti
mikla óánægju meðal vinnuveit-
enda. Verðlagsforsendur fóru úr
böndunum og rauðu strikin tryggðu
þá kaupmáttinn."
Þorsteinn Pálsson:
Aðilar vinnu-
markaðarins
hafa lagt nýj-
an grundvöll
ÞORSTEINN
Pálsson, for-
maður • Sjálf-
stæðisflokksins
segir að for-
ystumönnum
launþega og
vinnuveitenda
hafi tekist að
taka fram fyrir
hendurnar á ríkisstjórninni, með
gerð kjarasamninga í fyrrakvöld
og þeir hafi þar með lagt nýjan
efnahagsgrundvöll. „Að mínu
mati er það mikið fagnaðarefni,“
sagði Þorsteinn í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Höfuðatriðið er auðvitað það að
með þessari nýju efnahagsstefnu
sem aðilar vinnumarkaðarins hafa
knúið fram, verður verðbólga miklu
lægri, heldur en orðið hefði sam-
kvæmt stjómarstefnunni og sam-
kvæmt þeim markmiðum sem ríkis-
stjómin hafði sett sér,“ sagði Þor-
steinn. Hann sagði að þrátt fyrir
það að launþegar hefðu samið um
kaupmáttarrýrnun, þá yrði hún
miklu minni með þessu móti, heldur
en orðið hefði, ef stjórnarstefnan
hefði fengið að ráða. „Að því er
varðar þessi tvö grundvallaratriði,
þá eru þau mjög til bóta fyrir efna-
hagsstarfssemina, atvinnulífið og
líka fyrir launafólkið," sagði Þor-
steinn.
„Þetta gerist á milli aðila vinnu-
markaðarins, þó að flestar ákvarð-
anir ríkisstjórnarinnar upp á síðkas-
tið hafi gengið gegn þessum mark-
miðum. Þar á ég sérstaklega við
þessar miklu skattahækkanir^ og
hækkanir á ýmsum opinberum
gjöldum. Núna á ríkisstjórnin eftir
að koma nokkrum skattamálum
fram, þar á meðal orkuskattinum,
sem á að hækka orkuverð til al-
mennings um 30% 0g bifreiða-
skatti. Það er höfuðatriði að Al-
þingi taki núna fram fyrir hendum-
ar á ríkisstjórninni og komi í veg
fyrir að þessir skattar verði lagður
á. Löggjafarsamkundan verður
þrátt fyrir ríkisstjórnina að sýna
aðilum vinnumarkaðarins að hún
sé tilbúin til þess að vinna með
þeim, þegar þeir hafa tekið svo
ábyrga afstöðu," sagði Þorsteinn.
Þorsteinn sagði að það væri
áhyggjuefni að hér ríkti algjör
stöðnun í efnahagsmálum. „Hér er
ekki fyrirsjáanlegur hagvöxtur og
það verður að bíða nýs tíma og
verður væntanlega ekki fyrr en að
loknum næstu alþingiskosningum
hægt að koma málum í þann farveg
að við getum vænst þess að hag-
vöxtur aukist á ný,“ sagði Þor-
steinn.
Jóhann J.
Olafsson:
Grundvöllur
framfara hér
að ná verð-
bólgu niður
„ÞAÐ er mjög
ánægjulegt að’
menn skuli
reyna að ná
slíkum samn-
ingum til að ná
verðbólgunni
niður og mjög
nauðsynlegt
fyrir þjóðfélag,
sem er að komast nær vestrænu
efnahagslífi," sagði Jóhann J.
Ólafsson formaður Verslunarráðs
Islands.
Jóhann sagði að það væri grund-
völlur framfara hér í náinni framtíð
að verðbólgan næðist niður. „Ég
fagna því mjög að samningsaðilar
eru orðnir mjög raunsæir í efna-
hagsmálum. Það þarf hins vegar
að hafa mikla aðgát og aðhaldssemi
til þess að það gangi eftir, sem um
hefur verið samið, vegna þess að
nú eru tvö kosningaár framundan."
Jón Baldvin
Hannibalsson:
Engum líðist
að sprengja
rammasamn-
inganna
JÓN Baldvin
Hannibalsson,
formaður Al-
þýðuflokksins
og utanríkis-
ráðherra segir
„tímamót“ ekki
vera of stórt
orð til þess að
lýsa þeim
kjarasamningum sem nú hafa
tekist með aðilum vinnumarkað-
arins. „Ef rétt er á málum haldið
í kjölfarið, mun okkur nú takast
að ná verðbólgu niður á svipað
stig og gerist í okkar viðskiptal-
öndum. Það er árangur sem allar
rikisstjórnir hafa sett sér á þess-
um áratug en engri tekist," sagði
Jón Baldvin í samtali við Morgun-
blaðið.
Utanríkisráðherra sagði að nauð-
synlegt væri að átta sig á því að
þetta hefði ekki tekist, ef þessi ríkis-
stjórn hefði ekki skapað fyrir því
forsendur á undanförnum tveimur
árum. „Það geta menn séð með því
að bera saman tilraunina sem gerð
var til þess að fara niðurfærsluleið
haustið 1988, en núverandi formað-
ur Vinnuveitendasambandsins og
ýmsir af forystumönnum Verka-
mannasambandsins voru þeir sem
helst vildu freista þess að fara þessa
leið. Það tókst ekki, bæði af
pólitískum ástæðum, en einnig þeim
að verðbólgustigið var of hátt og
gengisforsendumar dugðu ekki til
þess að tryggja útflutningsatvinnu-
vegunum trausta afkomu,“ sagði
Jón Baldvin.
Ráðherra sagði að núverandi
ríkisstjóm hefði af ásettu og yfir-
veguðu ráði markað þá leið að
breyta gengisgrundvelli sjávarút-
vegsins í áföngum og leysa bráð-
asta vanda skuldugustu fyrirtækja
með skuldbreytingum og millli-
færslum meðan samdráttarskeiðið
hefði verið erfiðast. Slíkt væri for-
senda þess að aðilar vinnumarkað-
arins hefðu treyst sér til þess að
fara þá leið sem farin var við gerð
þessara kjarasamninga.
„Að því er varðar ábyrgð stjóm-
valda, þá skiptir það sköpum að
aukinn halli í ríkisfjármálum verði
ekki ljármagnaður með erlendum
lánum. Aukið innstreymi erlends
lánsijár núna myndi grafa undan
forsendum þessa samkomulags,
veikja tiltrú manna á árangurinn
og stofna framhaldinu í hættu.
Þess vegna þarf að gerast tvennt.
í fyrsta lagi þarf að vera samkomu-
lag um að ljármagna þennan aukna
halla með kaupum lífeyrissjóðanna
á spariskírteinum 0g skuldabréfum
ríkissjóðs fyrir 3 til 4 milljarða. í
annan stað verða stjórnarflokkam-
ir, ráðherrar og þingílokkar að sýna
trú sína í verki með því að lækka
ríkisútgjöld um sem svarar þeirri
aukningu ríkisútgjalda sem samn-
ingarnir hafa í för með sér, eða um
liðlega milljarð króna,“ sagði Jón
Baldvin.
Jón Baldvin sagði sérstaka
ástæðu til þess að þakka þeim sem
haft hefðu frumkvæði að gerð
samninganna og sýnt með því að
þeir væru traustsins verðir: „Þar
ber fyrst og fremst að nefna
fremsta í flokki formann Vinnuveit-
endasambandsins, Einar Odd
Kristjánsson og forystumenn
Verkamannasambandsins, auk
annarra þeirra forystumanna laun-
þegasamtakanna sem hér áttu hlut
að máli,“ sagði utanríkisráðherra
og bætti við: „Allir aðilar þessa
samkomulags hljóta að sveijast í
fóstbræðralag um að láta engum
líðast að sprengja þennan ramma."
Júlíus Sólnes:
Tímamót í
íslenskri
efhahagssögri
JÚLÍUS Sólnes,
formaður Borg-
araflokksins
segist fagna ný-
gerðum kjara-
samningum að-
ila vinnumark-
aðarins. „Hér
hafa orðið tíma-
mót i íslenskri
efnahagssögu," sagði Júlíus í
samtali við Morgunblaðið.
„Ég vil bara ítreka það, þó að
Víkveiji Morgunblaðsins sjái
ástæðu til þess að mótmæla því,
að það er Borgaraflokkurinn sem
leggur grundvöllinn að því að þess-
ir kjarasamningar eru mögulegir,
með afstöðu sinni fyrir rúmiega ári
síðan,“ sagði Júlíus.
Kristján
Ragnarsson:
Samningarn-
ir til hagsbóta
fyrir ótgerð
„ÉG fagna þess-
um samning-
um. Undirritun
þeirra ber
merki þess að
menn hafi loks-
ins lært af bit-
urri reynslu
undangenginna
áratuga. Nú
verða allir að leggjast á eitt til
að markmið þeirra gangi eftir,“
sagði Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LIÚ.
„Þessir samningar munu verða
til hagsbóta fyrir útgerðina að því
hvað vaxtakostnað varðar, öryggi
í rekstri og áætlanagerð fyrir
framtíðina. Þess munu launþegar
svo njóta þegar jafnvægi hefur
náðzt. Svo vona ég að okkur auðn-
ist að leysa þau vandamál sem við
höfum við að glíma, kjaramál sjó-
manna og ákvörðun fiskverðs, sem
tengist þeim mjög mikið.
Það ber nauðsyn til að jafna af-
komu utgerðar og sjómanna inn-
byrðis, milli þeirra, sem landa mest-
um hluta afla síns heima og hinna,
sem ráðstafa honum á markaði
heima og erlendis. Það er of mikill
mismunur á tekjum þessara aðila.
Þessi leiðrétting þarf að nást án
þess að um sé að ræða heildarbreyt-
ingu á launakostnaði og við verðum.
að fylgja þeim ramma, sem markað-
ur hefur verið. Við vinnum að þess-
um málum núna og náum vonandi
landi hið fyrsta," sagði Kristján.
Kristín
Einarsdóttir:
Hefði viljað
sjá þá lægst-
launuðu
hækka meira
KRISTÍN Ein-
arsdóttir, þing-
maður Sam-
taka um
kvennalista
segir að þeir
sem lægst laun-
in hafa, hafi
litla ástæðu til
þess að hrópa
húrra vegna þeirra kjarasamn-
inga sem tókust með aðilum
vinnumarkaðarins í fyrrakvöld.
„Eg hefði viljað sjá þá lægst laun-
uðu hækka mun meira í laun-
um,“ sagði Kristín í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Það virðist ekki hafa verið gerð
ein einasta tilraun til þess að taka
frá þeim sem meira hafa og færa
yfir til hinna sem minna hafa. Ég
geri mér fullkomlega grein fyrir því
að atvinnulífið í heild þolir ekki
meiri heildarlaunagreiðslur en
þarna hefur samist um, en þeir sem
lægst laun hafa hefðu átt að hækka
meira en aðrir,“ sagði Kristín. Hún
sagðist aldrei hafa verið hrifin af
láglaunauppbótum. Það væri hræði-
legt til þess að hugsa að til væru
launþegar sem ynnu fulla vinnu,
en laun þeirra dygðu ekki til lág-
marksframfærslu.
„Það skiptir auðvitað mjög miklu,
hvort það verða raunverulegar
vaxtalækkanir og það tekst að
lækka fjármagnskostnaðinn. Auð-
vitað óttast maður það að slíkt ta-
kist ekki, þrátt fyrir loforð um hið
gagnstæða," sagði Kristín.