Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLEIMT
Oöftí MAUÍ193A íltJOAQUMí4Uí! QIQAJíI'KlUOflO
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
Yill úrskurð ráðherra
um upplýsingaskyldu
bankaeftirlitsins
ÓLAFUR Hannibalsson blaðamaður hefur farið þess á leit við Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra í bréfi dagsettu 31. janúar sl. að við-
skiptaráðherra skeri úr um hvaða upplýsingaskyldum bankaeftirlit-
ið hefiir að gegna gagnvart einstaklingum.
Forsaga málsins er sú að Ólafur
leitaði upplýsinga um hvort
Verslunarbanki Islands hefði brot-
ið reglur sem settar voru sam-
kvæmt 21. grein laga um við-
skiptabanka um hámark lána til
einstakra lántakenda og trygging-
ar fyrir lánum.
Ólafur, sem vann að grein fyrir
tímaritið Heimsmynd um viðskipti
Stöðvar 2 og Verslunarbankans,
fékk engin svör hjá bankastjórum
Verslunarbankans heldur bentu
þeir honum að snúa sér til banka-
eftirlitsins. Þar var honum tjáð að
fyrmefndar reglur heyrðu undir
bankaleynd. Ólafur sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann teldi
nokkuð ljóst af þessum viðbrögðum
að stjórnvöld væru að hylma yfir
með Verslunarbankanum sem
hefði veitt meiri lán til Stöðvar 2
en honum væri heimilt lögum sam-
kvæmt.
í bréfi Ólafs til viðskiptaráð-
herra segir meðal annars: „Undir-
ritaður greinarhöfundur vísaði til
þess að fjölmiðlar hefðu upplýs-
inga- og aðhaldsskyldum að gegna,
en þeim væri.gert það ófært ef
almennar reglur um viðskipti
flokkuðust ýmist undir ríkisleynd-
armál eða einkamál viðkomandi
stofnana. Auk þess yrðu reglur um
þetta að vera aðgengilegar hveij-
um þeim viðskiptamanni, sem vildi
vega og meta hvar sparifé hans
væri best borgið... Embættis-
menn stjómvalda eru síkvartandi
undan því, að fjölmiðlar fjalli á
óábyrgan hátt um opinber mál-
efni. Þeirri ásökun er vísað til föð-
urhúsanna, en hvemig á yfirleitt
að vera hægt að fjalla af hlut-
lægni um málefni stjórnvalda, sem
starfa eins og frímúrararegla, og
krefjast algerrar leyndar bæði yfir
athöfnum sínum og því á gmnd-
velli hvaða laga og réttar þær at-
hafnir eru byggðar? Það hvarflar
æ oftar að íslenskum blaðamönn-
um hvomm megin járntjaldsins
þeir séu að starfi."
Unnið við slátrun hjá Stjörnulaxi.
Fáskrúðsfj örður:
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fyrsta slátrun hjá Stjörnulaxi
Fáskrúðsflrði.
FYRSTA slátrun á laxi hjá
Stjörnulaxi á Fáskrúðsfirði fór
fram fyrir skömmu.
Slátrað var fimm tonnum sem
fóru á markað til Bandaríkjanna.
Ráðgert var að halda áfram að
slátra en vegna þess að verð var
ekki nógu hátt fyrir þessa send-
ingu verður því frestað. - Albert
Kvennalistinn situr hjá við af-
greiðslu uniliverfísmálairumvarps
ÞINGMENN Samtaka um
kvennalista segjast ekki taka
þátt í þeim leik að koma á fót
umhverfismálaráðuneyti sem
virðist hafa þann eina tilgang
að koma á fót umhverfismála-
Loks þegar snjórínn
kom fór bærinn í kaf
Dagbók úr fannferginu á Flateyri eftir Magneu Guðmunds-
dóttur, húsmóður og fréttaritara Morgunblaðsins
FANNFERGI og snjóflóðahætta
á Flateyri hefiir verið mikið í
fréttum undanfarna daga. íbúar
níu húsa, sem voru rýmd vegna
snjóflóðahættu, fengu inni hjá
vinum og ættingjum í tæpa viku,
en eru nú komnir til síns heima
á ný. Vöruskortur er á staðnum
og eru foreldrar smábarna til
dæmis farnir að kvarta undan
bleyjuskorti. Þá er mjólk og
fiskur og skornum skammti.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
Flateyri, Magnea Guðmunds-
dóttir, setti saman eftirfarandi
pistil í lok vikunnar, sem lýsir
atburðum þessara daga:
Eg las það í stjörnuspá minni
í vikunni fyrir árið 1990 að í
janúarmánuði myndi umlykja mig
ástúð og hlýja, en þessum mjúka
árstíma fylgdi líka mikill mótbyr.
Ekki hvarflaði að mér að mánuður-
inn yrði svona erfiður. Árið byijaði
með yndislega fallegu veðri og
nánast var snjólaust. Fjölskyldan
hefur beðið eftir snjó með óþreyju,
því fyrirvinna heimilisins hefur það
að atvinnu að moka snjó. Snjórinn
átti að sjálfsögðu að koma í októ-
ber qg vera jafnt og þétt til vors-
ins. Eg var búin að spjalla við al-
mættið í huganum og óska þess
að einhver snjór kæmi, þó ekki
væri nema til fjalla.
Viti menn. Komið var undir
miðjan janúarmánuð þegar nokkur
snjór fór að falla til jarðar. Morgun
einn klukkan 6.30 hringir síminn;
maðurinn á að fara að moka snjó.
Þegar mánuðurinn er langt lið-
inn fer snjó að kyngja niður svo
ótæpilega að það endar með að
fjölskyldan þarf að yfirgefa heim-
ili sitt vegna snjóflóðahættu.
Fimmtudaginn 25. janúar var gerð
innrás á heimili tengdamóður
minnar. Gert var ráð fyrir hættu-
ástandi í einn sólarhring og slíkt
hefur áður gerst.
En það varð öllu meira. Laugar-
daginn 27. janúar fengum við leyfí
og aðstoð björgunarsveitarmanna
til þess að komast heim með snjóbíl
Magnea Guðmundsdóttir
að sækja okkur föt til skiptanna
og fleira. íbúarnir við Ólafstún,
sem saman voru komnir við barna-
skólann, voru allir sammála um
að þá vantaði hrein föt. Við hjónin
fengum að sjálfsögðu ekki að fara
samferða heim; það var of mikil
áhætta. Því var útbúinn tossamiði
og hann fékk að fara á undan til
að finna útidyrnar. Þegar ég fékk
að fara heim hafði hann afgreitt
það sem á tossamiðanum var,
nema föt fjölskyldunnar. Ég tíndi
með hraði föt í poka, en þegar
leiðangrinum lauk áttaði ég mig á
því að sjálf stóð ég uppi eingöngu
með nærfatnað og sokka. Ekki var
það nógu gott, en þannig varð það
bara að vera.
Snjóruðningstækið hefur auð-
vitað ekkert haft að gera vegna
of mikillar ofankomu.
Aldraður afi minn, sem lofaði
mér því þegar ég var tíu ára göm-
ul að deyja ekki á jólunum, stóð
við loforð sitt. En hann lést 24.
janúar, í byijun óveðursins, og
bíður þess enn að komast í gröf -
ina, blessaður. Hann gat auðvitað
ekki lofað mnér góðu veðri líka.
Sunnudaginn 28. janúar var
flugveður. Þá flaug mágkona mín
til Reykjavíkur á vit frelsisins á
leið til Danmerkur. Hún var vart
komin suður, úr símasambands-1
leysi og óveðri á Ingjaldssandi, er
hún lenti undir hnífnum með
springandi botnlanga. Einkennileg
tilviljun, sem var henni mikið happ.
Á mánudag var ýmislegt farið
að vanta úr verslunum, en ófærðin
var slík að ég komst varla úr spor-
unum. Ég brá þá á það ráð að
nota poka með 12 salemisrúllum
sem snjóþrúgu og komst þannig
heim.
Ástandið hér er vægast sagt
ömurlegt þessa dagana og er ekki
ofsagt að neyðarástand ríki. Sam-
gönguleysi, farið að gæta vöru-
skorts og enginn læknir á staðnum.
Síðasti dagur mánaðarins var
reyndar sá erfiðasti. Elsti sonur
minn, 12 ára, ákvað að fara út á
skíði eftir kaffið. Fljótlega hætti
hann við það og fór að byggja sér
snjóhús í garðinum, en það vissi
ég ekkert um. Hann var að leika
sér í rólegheitum þegar snjóhúsið
féll saman. í sömu mund var
snjóbíl ekið að húsinu, en ökumað-
urinn ætlaði að athuga hvort við
vildum komast heim. Hann sneri
bílnum þar sem snjóhúsið var.
Drengurinn byijaði að bijótast um
og reyndi að losa sig. Með ein-
hveijum hætti náði hann að koma
annarri hendinni upp úr skaflinum
og bílstjórinn kom sem betur fer
auga á hana. Drengnum var bjarg-
að úr prísundinni og slapp með
helti á fæti. Þessi ósköp fengu því
farsælan endi.
Að kvöldi 31. janúar fengum við
að lokum að fara heim eftir sex
sólarhringa útivist, þreytt og dösuð
og ekki laust við smá óhug eftir
erflði undanfarinna daga. Ég
þakkaði Guði fyrir eftir miðnættið
að nú var kominn 1. febrúar, því
samkvæmt stjörnuspánni á febrúar
að vera einn besti mánuður ársins
fyrir mig og vonandi að það rætist.
ráðherra. „Eg reikna með því
að ég muni sitja hjá við at-
kvæðagreiðsluna um frumvarp-
ið, því ég tek ekki þátt í þessum
leik,“ sagði Kristín Einarsdótt-
ir, þingmaður Kvennalista í
samtali við Morgunblaðið.
Hún kvaðst telja að þetta væri
gegnumsneitt afstaða þing-
manna Kvennalistans, að minnsta
kosti myndi engin þeirra greiða
atkvæði með frumvarpinu og ein-
hveijar myndu hugsanlega greiða
atkvæði gegn því.
Við erum andvígar frumvarpi
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
um umhverfismál og teljum það
ekki vera til bóta. Hins vegar höf-
um við talið að stjórnarfrumvörpin
tvö, sem eru nú til meðferðar hjá
allsheijarnefnd séu spor í rétta
átt, þó við séum ekíri ánægðar
með þau að öllu leyti,“ sagði
Kristín.
Borgarsljórn Reykjavíkur:
Deilt um húsnæði
Fæðingarheimilisins
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur vísað frá tillögu borgarfulltrúa
minnihlutans um að fundið verði nýtt húsnæði fyrir starfsemi Fæðingar-
heimilisins. Við umræður i borgarstjórn á fimmtudaginn sagði borgar-
stjóri, að ef talin væri nauðsyn á því að byggja nýja fæðingardeild í
Reykjavík væri slikt tvímælalaust í verkahring ríkisins.
Borgaryfirvöld sömdu fyrir
nokkru við hóp lækna um leigu
á 1. og 2. hæð í húsi Fæðingar-
heimilis Reykjavíkur. Á fundi borgar-,
stjómar á fímmtudaginn lögðu borg-
arfulltrúar minnihlutaflokkanna
fram tillögu, þar sem lagt er til að
leitað verði eftir öðru húsnæði fyrir
starfsemi Fæðingarheimilisins.
Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista,
mælti fyrir tillögunni og í greinar-
gerð sinni sagði hún meðal annars,
að vegna mikillar ijölgunar fæðinga
væri afar brýnt að fá aukið rými
fyrir þjónustu við fæðandi konur í
Reykjavík. Til þess að skapa þá að-
stöðu á Fæðingarheimilinu, sem þörf
væri fyrir, hefði verið nauðsynlegt
að taka 2. hæð hússins á ný í notkun
fyrir fæðingarþjónustu, en þar sem
allar tilraunir til að koma í veg fyrir
leigu 1. og 2. hæðar hefðu reynst
árangurslausar væri nauðsynlegt, að
finna annað húsnæði sem hentaði
starfsemi stofnunarinnar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði að hæðirnar, sem
leigðar hefðu verið læknunum hefðu
ekki verið nýttar fyrir fæðingar-
þjónustu um nokkurt skeið. Rangt
væri að halda því fram að fæðingum
hefði fjölgað í Reykjavík og mörg
verkefni væru brýnni í heilbrigðis-
málum í borginni en að finna nýtt
húsnæði fyrir heimilið. Auk þess
væri rekstur fæðingarþjónustu verk-
efni ríkisins en ekki sveitarfélaga.
Eftir nokkrar umræður lagði
Davíð Oddason, borgarstjóri, fram
frávísunartillögu, þar sem segir, að
tillaga minnihlutans sé fullkomlega
óraunhæf. Telji menn nauðsynlegt
að byggja nýja fæðingardeild í
Reykjavík, sem ekki hefði verið sýnt
fram á, sé slíkt verkefni tvímæla-
laust i verkahring ríkisins.
Frávísunartillaga borgarstjóra var
samþykkt með 9 atkvæðum sjálf-
stæðismanna gegn 6 atkvæðum
minnihlutaflokkanna.
Ráðunautafiindur;
Rættum
möguleika
til lækkunar
búvöruverðs
AÐALMÁLIÐ á ráðunautafimdi
Búnaðarfélagsins og RALA sem
hefst á mánudag er „möguleikar
til lækkunar búvöruverðs". Einn
og hálfur dagur er áætlaður til
umfjöllunar um þetta málefni og
er fjallað um málið m.a. frá sjónar-
hóli flestra brúgreina.
Ráðunautafundur Búnaðarfélags
íslands og Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, sem haldinn er ár-
lega, verður nú 5.-9. febrúar. Hjörtur
E. Þórarinsson formaður Búnaðrfé-
lagsins setur hann klukkan 9 á
mánudaginn í búnaðrþingssalnum á
Hótel Sögu. Þann dag og fram á
hádegi á þriðjudag verður fjallað um
möguleika til lækkunar búvöruverðs.
Síðar verður m.a. fjallað um aukin
gæði ullar - breytingar á rúnings-
tíma, bændabókhald, skógrækt og
atvinnumöguleika bænda, fóður og
fóðrun, efnainnihald mjólkur,
bleikjueldi, íslenskan landbúnað -
EFTA, EB, GATT.
Fundinn sitja ráðunautar búnaðar-
sambandanna, landsráðunautar,
bændaskólakennarar og sérfræðing-
ar RALA.