Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 17 Afmæliskveðja: Arni Bjarnason bókaútgefandi Árni Bjarnason, bókaútgefandi á Akureyri, er áttræður 4. febrúar. Hann fæddist að Pálsgerði í Dals- mynni, sonur hjónanna Björns Árnasonar og Guðrúnar Sumar- rósar Sölvadóttur. Var hann elstur fimm systkina. Ekki var þar auður í búi, en bókakostur nokkur. Björn bóndi var áhugamaður um öll fé- lagsmál, gekkst meðal annars fyrir stofnun ungmennafélags í sveit sinni, Höfðahverfi. Ekki naut Árni annarrar skóla- göngu en farskóla sveitarinnar, en las allt, er hann náði til af bókum og blöðum. Ungur að árum gekk hann í ung- mennafélagið, sem faðir hans stofn- aði, og varð það honum góður skóli. Lærðist honum þar að koma fyrir sig orði í ræðu og riti og varð snjall íþróttamaður, einkum sund- maður góður. Synti hann síðar oftar en einu sinni yfir Akureyrarpoll og eitt sinn bæði fram og aftur, sem enginn annar mun hafa leikið. Hann hreifst mjög af hugsjónum og stefnu ungmennafélaganna, og má með sanni segja að kjörorð þeirra „ræktun lýðs og lands“ hafí verið stefnumark Árna á langri og athafnasamri æfi, hvort sem ruddi vegi, græddi skóg, rækti þjóðleg fræði eða ættartengsl og frændsemi milli íslendinga austan hafs og vest- an. Áhugi og kapp var honum í blóð borið og efldist að þroska í vakningu ungmennafélagsskapar- ins. Snemma kynntist hann Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Kunni Jónas vel að meta áhuga og dugnað hins unga manns. Varð náin vinátta með þeim og reyndist Jónas honum holl- ur ráðgjafí. Rúmlega tvítugur fluttist Árni til Akureyrar og hefir búið þar síðan. Fyrstu árin á Akureyri stund- aði hann akstur, bæði fólks og flutnings, og rak þá um skeið öku- skóla, sem margir sóttu. Á þeim árum fór hann oft lítt troðnar slóð- ir, varð t.d. fyrstur manna til að aka fólksbíl austur yfir Möðrudals- öræfi og allt austur á firði. Einnig gekkst hann fyrir því að rudd var bílaslóð úr Höfðahverfi út í Fjörðu. Þá heillaði flugið hann. Annaðist hann rekstur flugskóla á Akureyri um nokkur ár, og gaf þá út bókar- korn um flug, „Lærðu að fljúga“. En merkast framlag hans til flug- mála var forganga um flugvallar- gerð í Grímsey. Hefði sú fram- kvæmd áreiðanlega dregist, ef Árni hefði ekki lagt þar hönd á plóginn. Sparaði hann hvorki fé né fyrirhöfn til að koma fram þessum áhugamál- um sínum og raunar mörgum fleiri. En samtímis því, sem nú er talið, hóf Árni bókaverslun. Rak hann bókaverslunina Eddu um áratuga- skeið. Verslaði hann með nýjar bækur og gamlar, og hafði oft mik- il umsvif. Varð hann á þeim árum mikil hjálparhella bókasafnara, því að bæði var hann fundvís á gamlar bækur og manna hjálpsamastur. Brá hann á það ráð að halda bóka- markaði víða um land. Var hann kærkominn gestur á hinum fá- mennari stöðum, er hann kom þar með bókavagn sinn. Eignaðist hann ijölda vina, hvarvetna um landið. Árið 1939 keypti Árni Bókaút- gáfuna Eddu, sem starfað hafði á Akureyri um nokkur ár. Rak hann síðan bókaútgáfu þar til fyrir fáum árum, og um skeið var hann fram- kvæmdastjóri Prentsmiðju Björns Jónssonar, sem hann átti allstóran hlut í. Oflangt yrði að rekja hér bókaútgáfu Árna, en miklu mest snérist hún um allskyns þjóðleg fræði, þjóðsagnir, æfisögur og ann- an fróðleik. En eitt stærsta átak hans var ljósprentun á Almanaki Ólafs Þorgeirssonar í Winnipeg, alls sextíu árgangar. Þá fékkst hann við blaðaútgáfu, gaf út blöðin Eddu og Laugardags- blaðið, sem að vísu urðu skammlíf, en sérstaeð um margt. En auk þess skrifaði Árni greinar í blöð og var fréttaritari Vísis um skeið. Er hann ritfær vel og lætur einkum vel að skrá sögur og sagnir. Stærst spor hefir Árni þó markað með starfí sínu til að efla sam- skipti Vestur-íslendinga og heima- þjóðarinnar. En tengslin þar á milli voru tekin að rofna er Árni tók þann þráð upp. Ræddi hann það mál við ýmsa við misjafnar undir- tektir. Sumir létu sér fátt um finnast, en aðrir hvöttu til fram- kvæmda, en Jónas Jónsson þó flest- um fremur. En Árni lét ekki sitja við orðin tóm, fremur en endranær, og brá sér vestur árið 1946 og aft- ur næsta ár til að kanna hugi og afstöðu Vestur-íslendinga til máls- ins. Nokkrum árum seinna sendi hann ríkisstjórn íslands mikla greinargerð um málið. Svo sem kunnugt er hafa mikil og marg- breytt samskipti orðið milli þjóðar- brotanna austan hafs og vestan hin síðari árin. Gagnkvæmar fjölda- heimsóknir o.fl. Er fullvíst að starf og frumkvæði Árna hefir orðið kveikjan að þeim framkvæmdum. Mesta þrekvirki Árna á þessu sviði er þó undirbúningur og söfnun til hins mikla rits Vesturíslenskar æfi- skrár, en sjötta bindi þeirra er nú Veislueldhúsið Álfheimum 74 - Sími 685660 Við viljum vekja athygli ykkar á okkar stórglæsileg'u fermingarborðum og hagstæða verði. Heitur matur Fermingarborð Köld borð Brauðtertur Smurt brauð Snittur Kaffihlaðborð Kransakökur Kransakökuhorn Kransakökukörfur Marsipantertur Rjómatertur Einnig leigjum við út veislusali og borðbúnað. Munið að panta tímanlega. Veislueldhúsið að koma út. Æfiskrárnar hafa átt dtjúgan þátt í að endurvekja áhuga manna af íslenskum ættum vestra á uppruna sínum og tengja þá fastari böndum við gamla landið. Hafa Vestur-íslendingar sýnt Árna margvíslegan virðingai'vott, kjörið hann heiðursfélaga Þjóðræknisfé- lagsins og heiðursborgara Gimli- bæjar. Þá hefir hann verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir afskipti sín af þessum málum. Það eru býsna ólík viðfangsefni að aka bíl, sinna flugkennslu, rita í blöð, safna þjóðlegum fræðum, gefa út bækur og vinna að þjóð- ræknismálum og láta alls staðar muna um átök sín, og hafa raunar enn fleiri járn í eldinum, án þess að nokkurt brenni, eins og Árni Bjarnason hefir gert. En er það nokkuð sem gefur meiri lífsfyllingu en að eiga ljölda áhugamála og hugðarefna. Og hvað er meira fagn- aðarefni, þegar litið er yfir farinn veg en að sjá að eitthvað nýtt hefir gróið í hveiju spori. En þeirrar gleði nýtur Árni nú, þegar hann prikar upp á níunda áratuginn. En hann hefir ekki'staðið einn. Kona hans Gerður Sigmarsdóttir hefir verið honum ómetanleg stoð og stytta. Ekki einungis hefir hún skapað þeim gott og fagurt heimili og alið honum fjögur mannvænleg börn, heldur hefir hún oftsinnis lagt hönd á plóginn og unnið með honum að hverskonar störfum. Þannig eru þau hjónin nú í fremstu röð þess áhugafólks, sem vinnur að því að koma upp hressingarhæli í Kjarna- skógi. Og fagur er skógarlundur þeirra á æskuheimili Gerðar, Mógili. Hér var ekki ætlunin að rekja æfisögu heldur einungis að þakka Árna meira en hálfrar aldar vináttu og óteljandi ánægjuleg samskipti. Að endingu óska ég að hann megi um ókomin ár „geyma eldinn og æskudagsins þrótt“. Steindór Steindórsson frá Hlöðum ■ B j :: • ■ . M Jr Við bjóðum til stórfenglegrar útsölu á lömpum og Ijósum í öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. Verðin eru öll á lægstu nótunum eins og vera ber á útsölu hjá okkur. • Loftlampar með og án sparnaðarperu. • Vegglampar. • Kastarar, fjölbreytt úrval. • Standlampar. • Flúrlampar, til innfellingar og utaná- liggjandi, mikið úrval. Einnar, tveggja og fjagra peru - 18 og 36 W. • Blómaljós í öllum stærðum. • Vasaljós. • Glerkúplarmeðsparnaðarperum. • Halogen kastarar. • Listaverkakastarar. • Garðljós. • Rakaþéttir flúrlampar. • Tilvalið fyrir húsbyggjandann: Lampar í bílskúrinn, geymsluna, háaloftið, nýbyggingunao.m.fl. • Komdu og kynntu þér úrvalið og veröið. Heimilistæki hf Sætúni 8 SÍMI 6915 00 (/oá e/uxfitSveújýatéep/i, í sahauttíjunt Pantanasími 685660. r ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.