Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 H 23(^ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Gleðitíðindi frá Suður-Afríku Gleðitíðindi hafa borizt frá Suður-Afríku. Forseti landsins hefur lýst því yfir, að Nelson Mandela verði sleppt úr fangelsi innan tíðar, að afríska þjóðarráðið verði viður- kennt svo og önnur samtök blökkumanna, ritskoðun af- numin og að tími ofbeldis sé að baki. Ástandið í Suður-Afríku hef- ur lengi hvílt þungt á fólki víða um heim. Sambúð fólks af mis- munandi litarhætti hefur lengi verið erfíð og mun verða það um ókomna framtíð. Hins veg- ar hafa hvítir menn hvergi gengið lengra á síðari hluta þessarar aldar í því að kúga blökkumenn en í Suður-Afríku. Jafnframt er ljóst, að sam- skipti kynþátta þar, hvort sem um er að ræða hvíta menn og svarta eða fólk, sem á rætur að rekja til Asíulanda, hafa verið með svo sérstökum hætti, að þeir sem, utan við standa BANDARÍSK- • ir og brasil- ískir vísindamenn fylgjast nú betur með regnskógabeltinu þar syðra en áður og jafn- vel skilst mér verið sé að hefjast handa um að hreinsa til þama í skóginum áður en stórslys hlýzt af spjöllum og eyðingu. Kol- tvísýringurinn af brenndum skóg- arflæmum þyrlast útí gufuhvolfið og nú er talið að þúsundir tonna af þessu efni hverfi til himins og auki á gróðurhúsaáhrif svonefnd sem gætu hitað upp jörðina að því marki á nokkrum áratugum að loftslag gjörbreyttist víða - og þá ekki sízt hér á norðurslóðum - með margvíslegum afleiðingum sem gætu orðið okkur dýrkeyptar. Mér skilst tíundi hlutinn af þeim koltví- sýringi sem hverfur til himins myndjst við bruna í regnskógabelt- inu. Á Amason-svæðinu voru 120 þúsund fermílur brenndar 1987, eða sjö sinnum stærra svæði en allt Sviss. Vísindamenn þykjast hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þessi bruni hafi þyrlað tveimur milljörð- um torina af koltvísýringi útí gufu- hvoifið, auk sex milljóna tonna af ryki, sóti og reyk. Þetta er einsog mengun frá miklu eldgosi. Eyðing skóganna þar syðra er nú tvöfalt meirien 1984. Og vísindamenn full- yrða að reykur og sót nái fjögur þúsund metra hæð á Amason- svæðinu. Samt hefur ekki verið sannað að þessi bruni lífrænna efna hafí haft áhrif á ósonlagið sem er í miklu meiri hæð. En vitað er þessi úrgangur safnast saman yfir Suð- urskautinu og stormar geta þyrlað honum í meiri hæðir. Og enn þykir víst þetta magn nægi til að breyta jafnvægi í gufuhvolfínu og hafa hafa tæpast haft forsendur til að skilja hvað um var að tefla. Nú hefur leiðtogi hvítra manna lýst því yfir, að þessi tími sé að baki og að nú hefjist skeið enduruppbyggingar og sátta. Þeirri yfírlýsingu verður fagnað um allan heim. Hún er aðeins upphafið að langri veg- ferð. Mikil átök eiga eftir að verða í landinu áður en sam- komulag hefur tekizt á milli hvítra og svartra um stjórn- skipan þess í framtíðinni. Áðal- atriðið er hins vegar, að hvíti minnihlutinn hefur lýst yfír vilja sínum til þess að hætta að stjórna með ofbeldi og leita fremur samninga og sátta við svarta. Blaðamaður í Höfðaborg, sem Morgunblaðið talaði við, líkti yfirlýsingu De Klerks, for- seta landsins, við umbótastefnu Gorbatsjovs. Þótt ólíku sé sam- an að jafna er þó í báðum tilvik- um um að ræða að létta þungu þannig áhrif á veður- far og loftslag á jörðu niðri. En Alþjóða- bankinn hefur unnið að því að Brasilíu- menn fái 200 milljóna dollara lán til að hefta og koma í veg fyrir umhverfís- mengun á þessu svæði og hljótum við að vona að vel takist til. ÞETTA ER ENGINN • gleðiboðskapur, ekkert fagnaðarerindi úr Walden-skógi, enda hefði Thoreau ekki komið það á óvart eins raunsær og hann var á hugsunarlausa umgengni manns- ins við umhverfi sitt og næsta ná- grenni. En þetta er sú veröld sem við blasir. Undan því verður ekki vikizt. Allra sízt með því að setja upp sak- leysissvip og umbreytast í strút. VIÐ ÞURFUM AÐ HLÚ • að jörðinni; láta hana njóta sáðmannsins sem býr í hvers manns bijósti; verma hana sólmjúkum lóf- um sem eru af sama efni og hún sjálf. ÞAÐ VAKTI ATHYGLI •mína þegar Hume minnir okkur á að vínviður hafí verið flutt- ur til Frakklands fyrir tæpum tvö þúsund árum þótt hvergi í heimin- um sé loftslag honum hagstæðara. Og Lúkúllus varð fyrstur manna til að flytja kirsibeijatré frá Asíu til Evrópu þóað þetta tré eigi svo vel við evrópskt loftslag að það vex þar villt í skógunum. Með þessu hugar- fari eigum við að rækta jörðina í stað þess að eyða henni og spilla. Heiðmörk er hugarfar sáðmannsins í verki. Við þurfum nú sem aldrei fyrr fargi kúgunar og ofbeldis af fólki. Stundum hefur virzt, sem málstaður lýðræðis og frelsis eigi ótrúlega erfítt uppdráttar í okkar veröld. Skyndilega hef- ur birt til og það þjóðskipulag, sem Vesturlandabúar hafa byggt upp og mótað er hvar- vetna í sókn. Þjóðir víða um heim hafa beitt Suður-Afríku efnahags- legum þvingunum til þess að knýja á um stjórnarfarslegar umbætur í landinu. Þær að- gerðir hafa alla tíð einkennzt af tvískinnungi. Hvers vegna að beita Suður-Afríku efna- hagslegum þvingunum en nota ekki sömu aðferðir við Sov- étríkin? Ástæðan- var auðvitað sú, að Sovétríkin voru svo öflug, að aðrar þjóðir treystu sér ekki til slíkra aðgerða gegn þeim. Það er lítil reisn yfír slíkri afstöðu. Nú er þetta tímabil vonandi að baki. Á sama tíma og þjóðir Austur-Evrópu eru að losna undan kúgun og ofbeldi komm- únismans er von til þess, að svartir menn í Suður-Afríku losni undan kúgun og ofbeldi hvítra manna. Þessa stundina a.m.k. er því fullt tilefni til að horfa með bjartsýni fram til nýrrar aldar. Suður-Afríka er ríkt. land, eitt af ríkustu löndum heims. Þar eru því allar forsendur fyr- ir hendi til þess að byggja upp nýtt þjóðfélag, þar sem velmeg- un ríkir meðal allra þegnanna. Eðlileg samskipti milli Suður- Afríku og annarra ríkja heims eiga„gftir að leiða til mikillar efnahagslegrar uppsveiflu í landinu, sem auðveldar þá erf- iðu aðlögun að breyttum að- stæðum, sem framundan er. En jafnframt getur ríkidæmi Suður-Afríku, sé því beitt á jákvæðan hátt, átt mikinn þátt í framförum, umbótum og breytingum um alla Afríku, þar sem fátækt er gífurleg og þekkingarleysi ógnvekjandi. að horfast með móður Jörð í augu við fleiri vandamál en kjarnorku- plágu og nýja hryllilega drepsótt sem gæti orðið mannkyninu dýr- keyptari en nokkur sjúkdómur ann- ar sem við höfum haft spurnir af. Við hljótum að spyija. Án spum- inga engin svör. Án þekkingar, án miskunnarlauss raunsæis, án þess bijóta vandamálin til mergjar, án þess skoða þann heim sem mikil- vægastur er, eigin hugarheim, og án þess víkjast undan grimmilegri sjálfskönnun mun sú harmageddon óhjákvæmilega blasa við sem við ætlum okkur að sneiða hjá á þess- ari löngu leið inní þann grasgarð sem öllum ævintýrum er eftirsókn- arverðari. Það væru erkibýsn einsog komizt er að orði í prestssögu Guðmundar góða, ef illa tækist til. Á SJÖUNDA ÁRATUGN- • um kom ég í hús bandaríska skáldsins Emersons í Nýja-Eng- landi og hafði þá einnig verið í Walden, þar sem Thoreau dvaldist og skrifaði sín sígildu verk, þessi mesti náttúrudýrkandi banda- rískrar sögu. Það var ógleymanlegt að vitja þessara tveggja höfuðsnillinga á heimavígstöðvum þeirra þarna í nágrenni við Longfellow sem mest og bezt kynnti íslenzka bókmenn- ingu og andlega arfleifð víkinga einsog tíundað er í Ferðarispum. Þessi kynni voru mér ungum ógleymanleg reynsla. Vinnuher- bergi skáldanna mettuð þessu þunga andrúmi sem fylgir gömlum skógi og gulum blöðum. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall STUNDUM HEFUR VERIÐ að því vikið hér í Reykjavík- urbréfí, að neikvætt og jafnvel eitrað andrúm hafí einkennt stjómmálabarátt- una frá hausti 1988, þegar stjómarskipti urðu. Hefur jafnvel verið gengið svo langt að fullyrða, að það neikvæða viðhorf, sem ríkt hefur á vettvangi stjómmálanna væri verra en það hefur verið frá því á tímabili hat- rammra pólitískra átaka milli 1930 og 1940. Þess vegna er það sérstakt fagnaðar- efni, hvað jákvætt og uppbyggilegt við- horf hefur einkennt samskipti aðila vinnu- markaðarins undanfama mánuði. Augljóst er, að betra samstarf hefur tekizt milli forystumanna verkalýðshreyfíngar og vihnuveitenda að undanfömu, en hér hefur þekkzt um mjög langt árabil, ef nokkm sinni iyrr. Á milli þessara manna hefur skapazt traust, sem hefur gert þeim kleift að ná þeim árangri, sem nú liggur fyrir. Þetta breytta og jákvæða andrúm í sam- skiptum verkalýðs og vinnuveitenda er fyrst og fremst verk þriggja manna, þeirra Einars Odds Kristjánssonar, formanns Vinnuveitendasambands íslands, Guð- mundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar og Verkamannasambands ís- lands, og Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambands íslands. Að baki þeim lqarasamningum, sem nú hafa verið gerð- ir, liggja margra mánaða persónuleg sam- töl á milli þessara þremenninga, sem hafa talað saman, kynnzt lífsviðhorfum og sjón- armiðum hver annars, myndað trúnaðar- samband sín í milli og unnið í einlægni að því að bijóta nýjar brautir í samskiptum verkalýðshreyfíngar og vinnuveitenda. Þeim hefur tekizt það, sem flestir hafa verið vantrúaðir á að væri hægt, að gera kjarasamninga á mjög lágum nótum, sem opna þjóðinni leið til betri Iífskjara, þegar frá líður, þótt í þeim felist ákveðnar fómir í upphafi. Einar Oddur Kristjánsson hefur boðað ákaflega einfalda hagfræðikenn- ingu, frá því að hann hóf afskipti af efna- hags- og atvinnumálum utan Flateyrar við Önundarfjörð: „Við verðum að stöðva eyðsluna," segir þessi útgerðarmaður og fískverkandi frá Flateyri. Það segir tölu- verða sögu um þau tengsl, sem þama hafa skapazt, að formaður Vinnuveitenda- sambands íslands kom í fyrsta skipti á fund í framkvæmdastjóm Verkamanna- sambands íslands í desembermánuði sl. Líklega hefur trúnaður af því tagi, sem nú ríkir milli forystumanna vinnuveitenda og verkalýðssamtaka ekki þekkzt hér frá því á Viðreisnarárunum en þá vora tengsl- in raunar á milli forystumanna Alþýðusam- bands íslands á þeim tíma og Viðreisnar- stjómarinnar. Það gagnkvæma traust, sem þá ríkti á milli verkalýðsforingja og for- ystumanna í ríkisstjóm var ein af helztu forsendum þess, að svo skjótt tókst að komast upp úr öldudal mikilla efnahags- áfalla á áranum 1967-1969. Nú era þau samskipti, sem hér era gerð að umtalsefni grandvöllur að alvarlegustu tilraun, sem gerð hefur verið í 20 ár til þess að ná tökum á verðbólgunni og koma henni nið- ur á svipað stig og í nágrannalöndunum. Verðbólga - kjaraskerð- ing - lág- launafólk ÖLLUMERUÓST, að kjaraskerðingin er orðin mjög mikil á u.þ.b. 18 mánuð- um eða frá sumar- byijun 1988, þegar fyrstu merki sam- dráttar fóra að sjást. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að fyrsta spumingin í huga margra nú sé sú, hvort hlutur láglaunafólks sé nægilega vel tryggður með nýju kjarasamningunum. Það hefur oft reynzt erfítt að skilgreina hugtakið láglaunafólk. Hveijir era í þeim hópi? Sennilega era það margir ellilífeyris- þegar og örorkulífeyrisþegar, einstæðar mæður og bammargar fjölskyldur, sem fyrst og fremst fylla þann hóp. I kjarasamningunum nú era gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að tryggja þessu fólki nokkru betri hlut en öðrum. Aðalatriðið er þó, að öll rök hniga að því, að lítil verðbólga sé líklegust til þess að tryggja hag láglaunafólks. Reynslan sýnir hins vegar, að á miklum verðbólgutímum verður gífurleg tilfærsla á eignum í þjóð- félaginu. Á tímum Viðreisnarstjómarinnar ríkti líklega mesti jöfnuður í lífskjöram, sem þekkzt hefur á íslandi á þessari öld. Þá var efnamunur ekki meiri en svo, að fólk gat vel sætt sig við hann. Á síðustu tveimur áratugum óðaverðbólgu hafa hinir ríku orðið ríkari og hinir fátæku fátæk- ari. Það er kannski kaldhæðni örlaganna, að efnamunurinn hefur orðið sífellt meiri á því tímabili, sem vinstri flokkamir hafa haft mest áhrif í íslenzkum stjórnmálum eða frá 1971, en jöfnuðurinn var mestur, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði ótvíræða forystu á hendi, þ.e. á Viðreisnaráranum. I marga áratugi hafa menn haft á orði í kjarasamningum að bæta kjör láglauna- fólks umfram aðra. Það hefur sjaldan tekizt að nokkra ráði. Þess vegna er full ástæða til að láta á það reyna, hvort þess- ir þjóðfélagshópar búi við bættan hag, þegar verðbólga stórminnkar. Þá má ekki gleyma því, að nafnvaxta- lækkun og stórminnkandi verðbólga kemur láglaunafólki til góða, ekki síður en öðram. Til allrar hamingju hafa þeir, sem litlar tekjur hafa, átt þess kost að eignast eigið húsnæði. Þetta fólk hefur fengið hagstæð lán til kaupa á íbúðum en þessi lán era verðtryggð eins og önnur lán. Minnkandi verðbólga þýðir lægri verðbótagreiðslur af lánum, sem þýðir auknar ráðstöfunar- tekjur fýrir þetta fólk, sem aðra sem skulda. Það er augljós hætta orðin á því, að það fólk, sem má sín lítils, gleymist í þjóð- félagsumræðum hér. Á undanfömum mán- uðum hefur ríkt hér mesta atvinnuleysi frá árinu 1969. Atvinnuleysi er nú umtals- vert. Hafa menn veitt því athygli, að það er nánast ekkert fjallað um þetta atvinnu- leysi í fjölmiðlum? Það vekur enga sér- staka eftirtekt. Það veldur ekki umræðum og stórpólitískum átökum á Alþingi. Það er eins og menn telji sjálfsagt, að hluti þjóðarinnar sé atvinnulaus. Hver vill vera í þeim hópi? Hitt er svo annað mál, að þessir kjara- samningar eiga að stuðla að atvinnuöryggi og þar með minnkandi atvinnuleysi og er vonandi að svo verði i raun. Pólitísk samstaða ÞAÐ ER ALGENG- ara en hitt, að stjórnarandstöðu- flokkar reyni að notfæra sér erfiða stöðu í kjarasamningum til þess að koma höggi á ríkisstjóm. Það hefur raunar ver- ið rauður þráður í öllu stjómmálastarfi Alþýðubandalagsins og forvera þess, Sós- íalistaflokksins, að nota verkalýðshreyf- inguna í pólitískri baráttu þessara aðila. Fyrst nú á síðustu áram hefur þetta reynzt Alþýðubandalaginu erfítt eða eftir að for- ystumenn þess misstu tökin á verkalýðs- hreyfíngunni. Gleggsta dæmi um þetta er sú aðför, sem gerð var að ríkisstjóm Geirs Hall- grímssonar veturinn og vorið 1978. Þá var Alþýðusamband íslands í forystu fyrir þeim aðgerðum en Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur notfærðu sér það óspart. I kjölfar þeirra aðgerða missti Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur þá um vorið og beið mikinn ósigur í þingkosningum þá um sumarið. Þeim ósigri fylgdu meiriháttar pólitísk átök innan Sjálfstæðisflokksins, sem stóðu á fímmta ár. Þetta er riljað upp hér vegna þess, að það er sérstök ástæða til að vekja athygli á því, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú er í stjómarandstöðu, hefur ekki notfært sér þá stöðu, sem verið hefur í kjaramálum til þess að koma höggi á núverandi ríkis- stjóm, þótt hin pólitíska barátta hafí verið mjög óvægin. Kjaraskerðingin í tíð núver- andi ríkisstjómar hefur verið gífurleg. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði hagað sér með sama hætti og Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag gerðu veturinn og vorið 1978 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. febrúar Morgunblaðið/RAX hefði Sjálfstæðisflokkurinn gert allt, sem í hans valdi stóð til þess að kynda undir óánægju launþega vegna kjaraskerðingar- innar. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert. Þvert á móti lýsti Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, fyrir nokkrum vikum stuðningi sínum við þau markmið, sem að var stefnt í kjarasamningunum, sem þá vora á viðkvæmum punkti. I gær, föstu- dag, lýsti Þorsteinn Pálsson á Alþingi stuðningi við þá samninga, sem gerðir höfðu verið um nóttina og þann stuðning ítrekaði hann í grein í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Með þessari afstöðu hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt, að hann er samkvæmur sjálfum sér. Flokkurinn sýnir ábyrgð í stjórnarandstöðu ekki síður en í ríkisstjóm. Þessi afstaða Sjálfstæðis- flokksins hefur haft lykilþýðingu í þeim kjarasamningum, sem nú hafa verið gerð- ir. Það er afar ólíklegt, að forystumenn verkalýðsfélaganna hefðu treyst sér til að skrifa undir samninga af þessu tagi, ef þeir hefðu getað búizt við því, að Sjálfstæð- isflokkurinn beitti áhrifum sínum til þess að vinna gegn samningunum innan félaga þeirra, sem flokkurinn hefði auðveldlega haft bolmagn til að gera. Sú pólitíska samstaða, sem þannig er orðin um þessa kjarasamninga fyrir til- verknað Sjálfstæðisflokksins og sérstakan atbeina Þorsteins Pálssonar hefur mikla þýðingu. Hún skapar frið um þessa samn- inga og gefur ríkisstjórn og Alþingi tæki- færi til að vinna skipulega að því að koma þeim í framkvæmd með raunsæjum hætti. En jafnframt vekur þessi afstaða Sjálf- stæðisflokksins vonir um, að senn linni þeim hatrömmu og eitraðu pólitísku átök- um, sem um of hafa einkennt stjórn- málabaráttuna undanfarin misseri. En það verður vissulega eftir því tekið, hvernig ríkisstjómin bregst við þessari framréttu hendi sjálfstæðismanna. Það sem á eftir kemur irleikurinn, sem skiptir máli. í fyrsta lagi þarf að tryggja, að þau launþegafélög, sem ekki hafa gengið frá sínum samningum, geri það á sömu nótum og ASI og BSRB hafa gert. Það er alveg sama, hvort um er að ræða flugmenn eða lækna, rútubílstjóra eða aðra, allir þessir hópar verða að gera sér ljóst, að þeim verður ekki liðið að bijótast út úr þeirri víðtæku samstöðu, sem orðin er um þessa samninga. Allar tilraunir til slíks munu kalla á mikla andúð almennings. I annan stað hvílir sú skylda á Alþingi og ríkisstjórn að skera niður útgjöld til þess að mæta þeim útgjaldaauka, sem ríkissjóður hefur af þessum kjarasamning- um. Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir, að hann muni gera tillögur um niðurskurð, sem nemi um eða yfír einum milljarði króna. Sérstök ástæða er til að fagna þessari yfirlýsingu fjármálaráð- heraa, ekki sízt í ljósi þess, að fyrstu við- brögð ríkisstjómarinnar vora þau að leita eftir láni hjá lífeyrissjóðum til þess að standa undir þessum auknu útgjöldum. Síðan verða forystumenn í atvinnulífí og ríkisstjórnin að gera sér grein fyrir því, að nú gefst tækifæri, sem verður að grípa til þess að endurskipuleggja atvinnu- lífíð. Nú fá atvinnuvegimir vinnufrið og ríkisstjómin fær vinnufrið. Nú verða menn að snúa sér að því að leysa þá skipulags- kreppu í atvinnulífinu, sem er undirrót þeirrar lífskjaraskerðingar, sem við höfum orðið að sæta undanfarin misseri. Þessi skipulagskreppa er í sjávarútvegi, þar sem of mörg skip eru að veiða of lítið magn af þorski. Hún er í fískvinnslunni, þar sem of mörg fískverkunarhús era að vinna of lítið magn af físki. Hún er í landbúnaði, þar sem enn er framleitt of mikið af kjöti. Hún er í ríkiskerfinu sjálfu, sem hefur ekki kunnað að sníða sér stakk eftir vexti. Þetta era þau verkefni, sem vinna verð- ur að fram á haustið 1991. Þá verður að sýna launþegum fram á það með rökum, að þeir hafí haft erindi sem erfíði. Þá skipt- ir máli, að þeir sjái, að lífskjör þeirra hafi batnað vegna samninganna, sem gerðir vora núna í vikunni. Sá lífskjarabati verð- ur ekki að veruleika, nema menn taki nú þegar til höndum í atvinnulífinu. Þar þýð- ir ekkert að bíða eftir því, að ríkisstjóm vísi veginn. Hún á ekki að gera það. At- vinnurekendur eiga að gera það sjálfir. Þeir hafa þekkingu til þess og þeir hafa bolmagn til þess. Þjóðin gerir kröfur til þeirra, sem þeir verða að standa undir. „Þetta breytta og jákvæða andrúm í samskiptum verkalýðs og vinnuveitenda er fyrst og fremst verk þriggja manna, þeirra Einars Odds Krisljánssonar, formanns Vinnu- veitendasam- bands íslands, Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dags- brúnar og Verka- mannasambands Islands, og Ás- mundar Stefáns- sonar, forseta Al- þýðusambands ís- iands. Að baki þeim kjarasamn- ingum, sem nú hafa verið gerðir, liggja margra mánaða persónu- leg samtöl á milli þessara þremenn- inga, sem hafa tal- að saman, kynnzt lífsviðhorfum og sjónarmiðum hver annars, myndað trúnaðar- samband sín í milli og unnið í einlægni að því að bijóta nýjar brautir í sam- skiptum verka- lýðshreyfingar og vinnuveitenda.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.