Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 20
Í20
: MQHQL'NUUVDip.Slj^piH^UK f, F/EBRÚ4R|1<>90
\
lágt.“ Ástæðan er sú að í apríl held-
ur Týr til Norfolk í Bandaríkjunum,
þar sem ísland verður í heiðurs-
sessi á menningarhátíð aðildarþjóða
Atlantshafsbandalagsins. Hver
hátíð fram til þessa hefur átt sér-
staka „drottningu" og að þessu
sinni er það Kolfinna Baldvinsdótt-
ir, dóttir Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráðherra og
Bryndísar Schram, sem verður í
öndvegi fyrri íslands hönd. Týr er
flaggskip Gæzlunnar og því verður
það sent á vettvang.
Augljóst er að nokkurrar til-
hlökkuna gætir meðal varðskips-
manna vegna fyrirhugaðrar farar,
enda slík ævintýri ekki daglegt
brauð.
Uppi í brú gengur vaktin sinn
vanagang. Friðgeir Olgeirsson 1.
stýrimaður á morgunvaktina.
Fylgst er með öllum skipum á svæð-
inu, athugað hvort þau séu ekki á
löglegu svæði, hvort siglingabúnaði
sé í nokkru áfátt, auk þess sem þau
eru öll færð í „logginn" — dagbók
skipsins. Friðgeir er búinn að sigla
með Gæzlunni í fjölda ára. Hefur
þetta ekki breyst mikið? „Jújú, þeg-
ar ég var að byija vorum við með
sjö skip, nú erum við með þijú og
þar af aðeins tvö skip á sjó að jafn-
aði. Svo er þessi eilífi eltingaleikur
við landhelgisbijóta að mestu úr
sögunni. Kemur auðvitað fyrir, en
ekkert á við það sem var.“ Er þetta
orðið voða rólegt? „Rólegt? Þetta
er orðið rólegra, en verkefnin láta
ekki á sér standa. Til þess að svona
skip þjóni tilgangi sínum þarf
mannskapurinn alltaf að vera í við-
bragðsstöðu. Við erum nefnilega
alltaf að bíða eftir kallinu, sem
getur komið hvenær sem er.“ Þetta
er þó rólegra en var í þorskastríðun-
um ... „Til allrar. Auðvitað fannst
manni þetta mikill hasar þá, en
eftir á að hyggja vona ég að þeir
dagar séu að baki fýrir fullt og allt.
Þessi stríð fóru verr með marga en
flesta grunar og þó þorskastríð séu
ekki jafnhryllileg og flest önnur
stríð, þá er ekkert stríð mann-
bætandi."
Til, stendur að kafa niður að
bógskrúfu skipsins og skipta um
zinkskaut þar. Mér er boðið að
koma með í bátinn að fylgjast með.
Við förum fjórir í bátinn, auk mín
er Steini, Halldór B. Nellet, stýri-
maður, og Hannes háseti, en Hall-
dór og Hannes ætla að kafa. Þeir
taka sér tíma til þess að fara í
búningana, kanna þrýsting á loftk-
útunum og fara rækilega yfir allt
áður en þeir stíga um borð í bát-
inn. Krókurinn er settur í bátinn
og um leið og byijað er að hífa
stöndum við upp og höldum okkur
í vírstögin. Kraninn sveiflar okkur
út fyrir, en um leið og Siggi Berg-
niann ætlar að fara að gefa slaka,
slitnar vírinn rétt upp við krókinn.
Allt í einu heldur maður í tómt,
maður finnur hvemig báturinn og
við steypumst niður, en samt gerist
það undarlega hægt. Við skellum á
sjónum með skutinn á undan, það
flæðir sjór inn og einhver hrópar:
„Djöfuilinn sjálfur!"
Hannes reisir sig fyrstur upp og
spyr hvort ég sé ómeiddur, hann
kallar upp á dekk og skipar öðrum
messaguttanum, sem þar var að
koma sér upp í brú og láta stýri-
manninn vita hvað um sé að vera.
Steini er hálfvankaður en segir að
handleggurinn á sér sé mölbrotinn.
Hann er með skurð á enni og blóð-
ið seitlar niður nefíð. Halldór er líka
blóðugur, en segir að þetta sé bara
skráma. Við komumst upp að
síðunni á skipinu og einn háseti
stekkur um borð í bátinn til okkar.
Steini er hins vegar svo dasaður
að hann kemst ekki af sjálfsdáðum
um borð, enda hefur hann ekkert
gagn af handleggnum. Áður en
varði er búið að rétta sjúkrabörur
niður og við lyftum þeim upp að
lunningu, þar sem aðrir taka við
og farið er með hann inn í sjúkra-
klefa.
Um leið og búið er að taka bát-
inn inn fyrir er stefnan sett á Eski-
fjörð og gefin full ferð áfram. Ég
veiti því eftirtekt að Helgi er búinn
að setja upp „telaufin" — kapteins-
húfuna, sem reyndar er með eikar-
laufum á derinu — þetta er í fyrsta
skipti í túrnum, sem ég sé Helga
með einkennishúfuna og lýsir hon-
um vel. Skipið nötrar allt og skelf-
ur, enda hamast vélamar og hrað-
inn kominn vel yfír 20 hnúta. Þeg-
ar við komum að höfninni fer annað
skip frá til þess að hleypa okkur
að bakkanum. Hins vegar verður
vægast sagt bið á því að lögreglan
komi á kajann þrátt fyrir ítrekaða
beiðni. „Samræming björgunar-
starfa," tautar einhver.
Ég kvaddi varðskipsmenn á Eski-
fírði. Þeir fóru seinna út og biðu
eftir kallinu.
Moreunblaðið/Ámi Sæberg
TF-SIF ásamt öllum læknisbúnaði um borð. Aherslubreytingar
hafa orðið á störfum Gæzlunnar og eru öryggis- og björgunar-
mál þar fremst í rými.
íherslan á firyggis-
og bjðrgunarmalum
- segir Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar
GUNNAR BERGSTEINSSON hefiir verið forsljóri Landhelgis-
gæzlunnar frá 1981 þegar hann tók við starfinu af Pétri Sigurðs-
syni, sjóliðsforingja, sem verið hafði yfimaður hennar fráþví
Landhelgisgæzlan var gerð að sjálfstæðri stofnun árið 1952.
Hann var fyrst spurður hvert væri verksvið Gæzlunnar.
Landhelgisgæzlan starfar sam-
kvæmt lögum nr. 25 frá árinu
1967 og samkvæmt þeim er mark-
mið hennar að annast almenna
löggæslu í hafínu umhverfís ís-
lands, jafnt innan landhelgi sem
utan. Jafnframt á hún meðal ann-
ars að veita hjálp við björgun
manna úr sjávarháska eða á landi,
annast sjúkraflutninga, aðstoða
eða bjarga bátum og skipum í
erfíðleikum, halda uppi sam-
göngum við afskekkt byggðarlög
ef önnur ráð bregðast, sjá um sjó-
mælingar, gera sprengjur óvirkar,
taka þátt í almannavamastarfi,
hafa eftirlit með haffæri skipa og
lögmæti veiðarfæra. Við þetta
bætast ýmis störf önnur eins og
viðhald vita og fleira.“
Nú fer minna fyrir Gæzlunni
en áður, hvernig hafa störfin
breyst frá þvi sem var?
„Starf Landhelgisgæzlunnar
hefur ekki breyst frá því sem
var, en hinu er ekki að leyna að
áherslubreytingar hafa orðið. Nú
ríkir friður á miðunum, svo nú
berast ekki reglulegar fréttir um
töku landhelgisbrjóta. Hins vegar
hefur áherslan á öryggis- og
björgunarmál aukist mjög, sér
staklega eftir að við fengum þyrl-
urnar og það er það starf, sem
er mest áberandi og tekið er eftir.
Svo er vitaskuld stöðugt verk-
efni þar sem aðstoð við skip á
hafi úti er. Varðskipamenn eru
stöðugt að skera veiðarfæri úr
skipskrúfum o.s.frv., en slíkt er
náttúrulega lítill blaðamatur,
sérstaklega eftir að við komumst
að samkomulagi við tryggingafé-
lögin um greiðslur fyrir slíka að-
stoð. Það eru þessi atriði, öryggis-
málin, sem við höfum einbeitt
okkur að.“
En nú heldur Landhelgisgæzl-
an aðeins úti tveimur skipum að
jafnaði. Er hægt að tryggja ör-
yggi haffarenda með því?
„Öryggi haffarenda verður
náttúrulega aldrei fullkomlega
tryggt. En það er rétt, tvö skip
eru í það minnsta. Þetta er veltur
á mati þeirra, sem fara með fjár-
veitingavaldið hveiju sinni. En
það er óneitanlega sárt að hafa
orðið að neita beiðni um aðstoð
vegna anna.
Auðvitað mætti nýta skipin
betur til dæmis með því að vera
með fleiri en eina áhöfn á skipi.
Nú eru skipin yfírleitt inni 5 daga
af hvetjum 20 — ekki vegna við-
halds heldur til þess að hvíla
áhafnirnar og gefa þeim hluta af
lögboðnum frídögum."
Er smíði nýs skips á döfinni?
„Það er nú ekki beinlínis á döf-
inni, en ég held að það fari að
verða fyllilega tímabært. Óðinn
er kominn til ára sinna, verður
Gunnar Bergsteinsson, forsljóri
Landhelgisgæzlunnar, í stjórn-
stöð hennar.
þrítugur á þessu ári, og svo verð-
ur náttúrulega að hafa áherslu-
breytingar á störfum Landhelgis-
gæzlunnar í huga. í framtíðinni
mun þyrluflugið án nokkurs vafa
verða enn ríkari þáttur í störfum
okkar og nýtt skip þyrfti að hanna
með það sérstaklega í huga. Auk
þess mætti velta fyrir sér nauðsyn
þess að það gæti brotið ís, en það
gæti komið í góðar þarfír eins og
kom berlega í ljós í fyrra.“
Hvað er efst á óskalistanum,
ef svo má að orði komast?
„Það er nú langur listi, en ætli
nýtt skip sé ekki það sem ég vildi
helst snúa mér að. Þá þyrfti að
auka úthald skipanna, til að
mynda með því að halda öllum
þremur skipum úti með fimm
áhöfnum. Svo væri æskilegt að
fá aðra þyrlu. Við erum bara með
þessa einu núna og það má lítið
út af bera til þess að hún sé úr
leik, auk þess sem viðhald og
skoðun bindur hana talsvert. Það
þyrfti alltaf ein þyrla að vera til
taks hið minnsta og væru þær
tvær væri jafnvel hægt að nota
báðar þegar mikið lægi við. En
allt er þetta spurning um for-
gangsröð og fjárveitingar og mað-
ur fær sjaldan allar óskir sínar
uppfylltar."