Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 Sigurður Þorvaldsson frá Sleitu-Bjamar- stöðum — Minning Fæddur 23. janúar 1884 Dáinn 21. desember 1989 Fimmtudagskvöldið 21. desem- ber 1989 lést hann afi minn, Sigurð- ur Þorvaldsson, í elli- og hjúkr- unardeild Sjúkrahússins á Sauðár- króki, þá rétt tæplega 106 ára að aldri. Þá var hann elsti íslendingur- inn og enginn íslenskur karlmaður hafði áður náð svo háum aldri. Mér er nokkuð skylt og ennfremur afar ljúft að minnast hans hér í nokkrum orðum. Hann var fæddur þennan dag, 23. janúar, fyrir 106 árum í Mið- húsum í Álftaneshreppi í Mýra- sýslu. Foreldrar hans voru Þorvald- ur Sigurðsson, þá vinnumaður á Lambastöðum á Mýrum, Sigurðs- sonar Björnssonar, sem kallaður var „straumur" vegna mælsku sinnar, og Valgerður Anna Sigurðardóttir, bónda á Valbjamarvöllum í Borgar- hreppi á Mýrum. Hann var afkom- andi Húnboga Þorgilssonar, bróður Ara fróða, í 23. ættlið og afkom- andi Egils Skallagrímssonar í 28. ættlið. Hann var fæddur inn í kröpp kjör íslenskrar sveitaalþýðu á síðari hluta 19. aldar, fátækt og bágindi einkenndu mannlíf þá. Með gott hugvit í vöggugjöf og góða líkams- eiginleika hóf hann lífsgönguna sem átti eftir að verða svo löng. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og 5 systkinum. Þau fluttust búferl- um um sveitina og leigðu kotjarðir til ábúðar, þau bjuggu víða, svo sem í Miðhúsum, Litlabæ og síðast voru þau í Álftártungukoti á Mýrum. Sigurður var næstelstur 6 systkina sem komust til fullorðinsára en þau voru auk Sigurðar, Guðrún, sem var elst, Sesselja, Sigríður, Friðrik og Jónas sem var yngstur. Auk þeirra áttu þau hjón, Þorvaldur og Valgerður Anna, tvo drengi, Bjarna og Jónas, sem þau misstu á unga aldri. Sigurður var snemma látinn vinna á heimili sínu, eins og títt var með böm á þessum tímum, hann sótti vatnið í bæjarlækinn og bar það heim í skjólum. Hann minntist þess síðar á ævinni hve þetta hefði oft verið erfitt og hve djúpt skarð hefði markast í hugann við þetta verk. En hann komst að því að verkefnið var ærið og lífsgjöfult, að vinnan skapaði betri lífsafkomu þótt ekki væri annað en að hafa hreint og gott vatn í bænum. Hann varð snemma viljugur til verka og vart kominn af barnsaldri er hann var svo heppinn að honum bauðst launað starf. Hann fékk vinnu við vegagerð á Mýmnum og í uppsveit- um Borgarfjarðar. Þá vom dráttar- hestar spenntir fyrir vagna og ung- ir drengir látnir leiða þá til og frá þeim stöðum er möl var mokað á vagnana og þar sem hún var síðan sett í veginn. Þeir vegir sem þannig vom lagðir vom þess tíma mann- virki, byggð fyrir hestvagna og kerrar. Bifreiðir voru ekki komnar til sögunnar þá. Þannig vann Sigurður við vega- gerð í nokkur sumur og honum áskotnuðust einhveijir aurar sem hann sparaði og geymdi vel. Hann var námgjam í skóla og braust til t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐNÝ TÓMASDÓTTIR, Stekkjarholti 1, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 2. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Narfi Sigurþórsson, Tómas Sigurþórsson, Guðrún Árnadóttir. t Útför systur, mágkonu og frænku okkar, KARITASAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bjarmastíg 2, veröur gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Fjölskyldan. t Sendiherra Danmerkur á Islandi, HR. HANS ANDREAS DJURHUUS, 2.2. 1920-31.1.1990. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vilja votta honum virðingu sína, geta ritað nafn sitt í bók, sem mun liggja frammi í danska sendiráð- inu, gengið inn um dyr sendiherrabústaðarins, Hverfisgötu 29, mánudag og þriðjudag 5. og 6. febrúar kl. 12.00-14.00. Danska sendiráðið í Reykjavík. t Systir okkar og mágkona, BETTY GUÐMUNDSDÓTTIR, Seljavegi 19, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Gyða Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Bjargey Stefánsdóttir, Grímur Guðmundsson, Elfn Sæmundsdóttir og aðrir aðstandendur. mennta af dugnaði og harðfylgi. Eftir þijá vetur við Flensborgar- skóla varð hann gagnfræðingur þaðan, árið 1904. Og hann tók kennarapróf frá þeim sama skóla, árið 1905. Námsárin f Flensborg voru sannarlega erfið, sagði hann, aðbúnaður var slæmur á vistinni, vatnið fraus í pípunum svo að við skulfum úr kulda og hungrið gerði einnig var við sig, sagði hánn enn- fremur. Á þessum ámm var hann á hvalavertíð austur á Mjóafirði á sumrin. Norskur hvalari og útgerð- armaður, Ellefsen að nafni, sem hafði haft bækistöð fyrir vestan, var að flytja austur á Mjóafjörð þegar Sigurður komst í kynni við hann. Ellefsen þessi var mikill reglumaður á alla hluti og mesti sómakarl. Hvalveiðistöð sína setti hann niður á Asknesi við Mjóafjörð. Sigurður sagði oft sögur af því er hann var á hvalavertíðum austur á Mjóafirði. Hann sagði frá því er hann vann við hvalskurðinn, hvem- ig spikið var skorið frá og brætt í lýsi en kjötinu var fleygt. Þá komu bændur í flokkum ofan frá Héraði til að sækja kjöt sem þeir fengu ókeypis. Þeir norsku héldu að þar fæm eskimóar en þeir vom ljarska vitlausir og flestir óreglumenn, sagði Sigurður. Fyrir þær sakir vom örar mannabreytingar hjá Ell- efsen og Sigurður kynntist mörgu fólki. Ellefsen hafði þijú skip við þessa útgerð, tvo hvalfangara og eitt skip sem var jafnan í fömm með lýsi, frá íslandi til Noregs. Alls var Sigurður þama í vinnu í þijú sumur. Síðla sumars, árið 1905, þegar hann var á heimleið af vertíð frá Mjóafirði varð hann samferða manni yfir Borgarfjörð sem hét Sigurður Þórólfsson. Tóku þeir tal saman og hafði Sigurður þessi Þórólfsson verið sendur til að setja á laggir alþýðuskóla á Hvítár- bökkum í Borgarfirði. Fékk hann Sigurð Þorvaldsson í lið með sér til að kenna við skólann. Þar kenndi hann í tvo vetur og hlaut góðan vitnisburð hjá Sigurði Þórólfssyni fyrir kennsluna. Þá var nemandi hans við skólann, ung stúlka, Guð- rún Sigurðardóttir frá Víðivöllum í Skagafirði. Þar féllu þau hvort fyr- ir öðm og heitbundust, árið 1907. Þá um vorið sigldi hann til Dan- merkur til frekara náms, var við Lýðháskólann í Askov, veturinn 1907-1908. Sumarið 1908 sótti hann kennaranámskeið við Lýð- háskólann í Askov. Veturinn 1908- 1909 var hann í Kpnnaraháskólan- um í Kaupmannahöfn og lauk það- an prófi vorið 1909. Aldrei kom hann heim til íslands í leyfi á þess- um námsámm sínum erlendis, það vom einfaldlega öngvir peningar til að ferðast, hafði hann útskýrt. En hann hélt þó sambandi við fjöl- skyldu sína og unnustu og skrifaði þeim reglulega. Rétt áður en hann ætlaði að búast til heimferðar að loknu námi veiktist hann svo hast- arlega að það varð að flytja hann á sjúkrahús í Kaupmannahöfn þar sem hann lá, rænulítill, í nokkra mánuði. Lengi vel vissu læknarnir ekki hvað að honum amaði og gerðu þá á honum skurði til að leita mein- semdarinnar. Þá fundu þeir hnefa- stórt kýli sullaveikibandorms rétt við lifrina og fjarlægðu það. Sigurð- ur talaði um það hvernig þessi sjúk- leiki hefði gengið nærri lífi sínu, hvernig hann hefði mátt þola vítis- kvalir í þessari lífsbaráttu og hvern- ig læknamir hefðu linað þjáninguna með morfíni. Hann talaði ennfrem- ur um það hve fráhvarfseinkenni lyfjaíina hefðu verið sér þungbær, hve mikill þorsti hefði þá sótt að sér. Og þá þráði hann vatnið í bæjarlæknum heima í Álftártungu- koti og einsetti sér að hann skyldi drekka svo mikið sem hann gæti af vatninu heima þegar þangað kæmi. Þann 10. september, árið 1909, barst fjölskyldu hans kveðja frá Kaupmannahöfn, þaðan sem hann skrifaði og sagðist vera á batavegi. Hann kom heim til ís- lands rétt eftir áramótin 1909-1910 og þá um haustið fluttu þau Guðrún vestur á ísafjörð þar sem hann réð sig til kennslu við Bamaskólann á ísafirði. Þar kenndi hann í 6 vetur, samfellt. Hann minntist þess, að þar fyrir vestan hefði hann, eitt sinn, farið í haustgöngur fyrir einhvern kunn- ingja sinn. Til þess tíma hafði hann alla tíð verið fráhverfur þeim hneigðum sem etja mönnum til neyslu áfengra drykkja eða notkun- ar annarra vímuefna. í þetta sinn lét hann þó undan fortölum gangna- manna og tók lítið eitt á þeim vökva sem þeir höfðu meðferðis. Kannski var það mest til að forherða sjálfan sig gegn því sem hann hafði alla tíð haft illan bifur á. „Víst tók hann hrollinn úr, en ég varð eitthvað svo undarlegur í höfðinu," sagði Sigurð- ur um sjálfan sig. En Sigurður Þorvaldsson varð einstakur reglu- maður á áfengi upp frá þessu, bind- indi á vín og tóbak hélt hann til æviloka. Þann 6. maí, árið 1910, gengu þau Sigurður og Guðrún í hjóna- band sem átti eftir að verða þeim- farsælt og hamingjuríkt. Árið 1914 kaupir Sigurður jörðina Sleitu- Bjarnarstaði í Kolbeinsdal í Skaga- fírði, þangað sem þau hjónin fluttu og hófu búskap, það sama ár. Tveimur árum áður hafði Sigurður verið á ferð með Gísla Sigurðssyni frá Víðivöllum, mági sínum, þeir t Kongeriget Danmarks overordentlige og befuldmægtigede am- bassador i Island HR. HANS ANDREAS DJURHUUS Kommandor af forste grad af Dannebrogordenen, 2.2. 1920-31.1. 1990. Bisættelsen finder sted onsdag den 7. februar kl. 13.30 fra Dom- kirken i Reykjavík. Kondolencebog er fremlagt pá Den kongelige danske Ambassade, residensindgangen, Hverfisgata 29, mandag den 5. februar og tirsdag den 6. februar kl. 12.00-14.00. Kongelig dansk Ambassade, Reykjavík. t Hjartans þakklæti til allra þeirra er auðsýndu samhygð og vináttu við fráfall og útför systur okkar, ÞÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR. Systkinin. voru í verslunarleiðangri til Sauðár- króks og komu þá við á bænum Reynistað. Sérstakur vinskapur var með fólki frá þessum bæjum. Sig- urði varð það eftirminnilegt hversu hlýjar móttökur þeir hefðu fengið þar á bænum og það sérstaka tillit sem til hans var tekið vegna þess hve menntaður hann var orðinn. Oft var leitað eftir úrskurði hans í ágreiningsmálum eða þá að hlutir vom bornir undir hann til að lausn- in yrði sem réttust og tryggust. Hann ætti að vita manna best, svo hámenntaður sem hann væri. Á þeirri stundu, ef til vill annarri fremur, hefði það fyrst hvarflað að honum að setjast að í Skagafirði. Nokkru síðar var Sigurður aftur á ferð, ásamt Guðrúnu konu sinni. Þau fóru um austanverðan Skaga- fjörð, eins og leið lá út að Vatni á Höfðaströnd, þar sem Amalía, syst- ir Guðrúnar, bjó ásamt manni sínum, Jóni Árnasyni. Nokkrar jarð- ir á þeirri leið vöktu athygli þeirra varðandi þann áhuga og vilja sem þau höfðu fundið hjá sér til að eiga eigið jarðnæði þar sem þau gætu haft búskap og átt heimili. Sérstak- Iega vom það bæirnir Hofdalir og Sleitu-Bjarnarstaðir sem þeim þóttu mest athyglisverðir í þessu sam- bandi. Sleitu-Bjamarstaðir vom vel í sveit settir, sjálft bæjarstæðið þótti þeim sérdeilis fagurt og skemmtilegt. Þar hafði landnáms- maðurinn Sleitu-Björn sett ból sitt, í annars mjög svo víðfeðmu land- námi sínu. Þegar þau komu aftur heim að Víðivöllum vöktu þau máls á þessu við Gísla, bróður Guðrúnar, og báðu hann að fylgjast með því ef þessar jarðir yrðu til sölu í næstu framtíð. Eins og fyrr segir keyptu þau jörðina Sleitu-Bjarnarstaði árið 1914, af Magnúsi Ásgrímssyni sem flutti til Ameríku, en hann hafði orðið að selja jörðina nauðugur. Kaupverð var 5.400 krónur og þótti það mikið fé í þá daga. Gísli, mág- ur Sigurðar, hafði milligöngu um kaupin og gekk í ábyrgð fyrir þeim. Sigurður sagði frá því að hann hefði átt svartan og stóran hest sem hann seldi á 400 krónur. Þeir pen- ingar vom góð greiðsla upp í kaup- verð jarðarinnar og oft nefndi hann hve honum hefði verið mikil eftirsjá í þessum fallega hesti. Sigurður og Guðrún eignuðust 12 börn, fjögur þeirra dóu ung en átta komust til fullorðins ára. Þau voru: Sigrún, f. 1910, húsfreyja á Sleitu-Bjarnarstöðum, gift Óskari Gíslasyni, þau em bæði látin. Gísli, f. 1911, bifreiðarstjóri á Sleitu- Bjamarstöðum, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, hann er látinn. Gerður, f. 1915, kennari, nú búsett á Sleitu-Bjarnarstöðum. Sigurður, f. 1917, búfræðingur og bóndi á Sleitu-Bjamarstöðum, kvæntur Margréti Haraldsdóttur. Guðrún, f. 1918, búsett í Reykjavík, gift Jóni Brynjólfssyni. Hann er látinn. Lilja, f. 1923, nú búsett á Akureyri, gift Sigurði Jónassyni. Hann er nýlát- inn. Þórveig, f. 1925, kennarij nú búsett í Gaulveijabæ, gift Olafí Jónssyni skólastjóra þar. Jón, f. 1929, bifreiðarstjóri, búsettur á Sleitu-Bjamarstöðum, kvæntur Öldu Guðbrandsdóttur. Auk þeirra áttu Sigurður og Guðrún einn fóst- urson, Guðjón Þór Ólafsson, f. 1937, búsettur á Akranesi, kvæntur Jónu Ólafsdóttur. Þau börn sem Sigurður og Guðrún misstu vom: Þorvaldur, f. 1921, dó úr barka- bólgu tæplega 3 ára. Óskírður tvíburi Þorvalds, f. 1921, drengur Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan megin við Kaupstað, sími 670760 Kransar, krossar, kistuskreytingur, samúöarvendir Sendingarþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.