Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 39
-k&em fólk ÍÍOW 3é"h Charles og Sue Cobb. 3)Það er nóg pláss, ísland sé afar stijálbýlt miðað við umtalsverða stærð. Sem dæmi er þess getið að stærsta íslenska hótelið býður að- eins upp á 162 herbergi, en til sam- anburðar séu 1206 herbergi á Pontaine-bleau Hilton hótelinu í Miami. 4)ísland sé framsækið og víða í forystuhlutverki. Er í því sam- bandi getið gamals lýðræðis og al- þingis, einnig kvenréttinda með sérstakri skírskotun til Vigdísar forseta. 5)ísland sé dæmalaus bókaþjóð og hvergi komi fleiri bæk- ur út miðað við höfðatölu. Fyrir vikið séu ísiendingar geysilega vei upplýstir og allir læsir á sama tíma og þriðjungur Bandaríkjamanna sé ó- eða illa læs. 6)Gott er að gera sig skiljanlegan, þökk sé íslensku menntakerfi og landlægri víðsýni sem trýggi að flestir Islendingar tali að minnsta kosti tvö tungumál reiprennandi. 7) Gott er að muna nöfn, því íslendingar sé aðeins skýrðir einu nafni, í hæsti lagi tveimur og föður- og ættarnöfnin séu nærri aldrei notuð hversdags- lega. Svo mörg voru þau orð, en í grein- inni er auk þessa alls getið að Char- les sé að reyna að læra íslensku, en það „sé strembið“. Eitt íslenskt orðatiltæki sé þó komið á hreint, einkum vegna þess að það er {anda Charles. Það er: „Ekkert mál!“ POLITIK Táknrænt látbragð? Mynd þessi er alveg ný af nálinni og stellingar þær sem Árni Sæberg ljósmyndari hefur fryst með tækjum sínum geta vel verið táknrænar fyrir kappanna þijá í kjölfar skoðanakannanna sem gerðar hafa verið að undanfömu um fylgi flokkana. Lengst til vinstri er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann er teinréttur og bæði sposk- ur og ánægður á svip, enda hefur flokkur hans tapað litlu sem engu fylgi þrátt fyrir óvinsældir stjórnarinnar. I miðjunni er Júlíus Sólnes Hagstofuráðherra og formað- ur Borgaraflokksins. Hann er þungt hugsi og afskiptin, enda verður flokkur hans án fylgis ef kannanirnar ganga eftir. Lengst t.h. er svo Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Þar blasir fylgishrun við samkvæmt könnunum og ekki að undra þótt karl klóri sér í hausinn yfir ósköpunum. Sýning í dag kl. 13-17 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 Honda Accord 1990 er verðlaunabíll sem hlaut hina eftirsóttu viðurkenningu Gullna stýrið í Vestur-Þýskalandi í ár. Greiðsluskilmálar við ailra hæfi, t.d. 25% útborgun og mismunurinn lánaður í allt að 30 mánuði á bankakjörum. Við tökum góða notaða bíla upp í nýja og lánum jafnvel mismuninn. Verða frá aðeins kr. 1.290.000,- stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.