Morgunblaðið - 04.02.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
21
Einn af hápunktum Evrópumótsins var yfirferðartölt Snjalls frá Gerðum undir öruggri stjórn Aðal-
steins Aðalsteinssonar.
Gæðingamir á myndbandi
Freysteinn Jóhannsson
íslenski hesturinn - Evrópumótið
1989 heitir myndband, sem
Hestamyndir hafa gefið út. Eins
og nafnið bendir til er þetta efiii
frá Evrópumóti eigenda
islenzkra hesta, sem haldið var
í Danmörku í lyrra. Höfúndur
texta og þulur er Valdimar Krist-
insson.
Mót þetta fór fram í Vilhelmsborg
í Danmörku í ágúst í fyrra og var
það tíunda í röðinni. Á myndband-
inu, sem er 9o mínútna langt, er
sýnt frá öllum keppnisgreinunum,
mismikið að vísu og inn á milli eru
viðtöl við keppendur, mótsgesti og
mótshaldara og einnig svipmyndir
af mannlífinu í kring um mótið.
Myndbandið byrjar á stuttri
kynningu á íslenzka hestinum,
mótsstaðnum og Félagi íslenzkra
hesta í Evrópu, FEIF. Þess eru of
mörg dæmi á hestamyndböndum
að texti og mynd hafa átt litla eða
enga samleið, að ekki sé talað um
einræður manna út í loftið. Satt að
segja hélt ég eftir fyrstu mínútu
þessa myndbands, að það væri eitt
þessarar ættar, þegar myndir af
mótsstaðnum voru birtar undir
skáldlegum inngangi Valdimars
Kristinssonar um ágæti íslenzka
hestsins. Þar hefði ég frekar viljað
sjá gæðinga gera orð Valdimars að
veruleika. En þetta fall reyndist
fararheill, því í stuttu máli sagt,
er þetta hið skemmtilegasta hesta-
myndband. Og það bezta, sem ég
hef séð síðan Hestadagarnir í
Garðabæ komu út.
Á Evrópumótum er keppt í 250
metra skeiði, tölti, fjórgangi, fimm-
gangi, hlýðniæfíngum, víðavangs-
hlaupi og gæðingaskeiði. Þar fara
líka fram stigakeppni og kynbóta-
sýning. Aðalkostir myndbandsins
eru skýrar og góðar myndir, þótt
sjónarhornið sé reyndar nokkuð
snöggt og einhæft, þegar keppt er.
Skjákynningar á knöpum, hestum
og úrslitum eru til fyrirmyndar, þar
sem þær eru. Og texti Valdimars
Kristinssonar er greinargóður, en
umfram allt stuttur og hnitmiðað-
ur, eins og texti á svona mynd-
böndum á að vera. Þá eru samtöl,
sem skotið er inn á milli, yfirleitt
hæfilega stutt, þau eru skemmtileg
og margt fróðleikskornið flýtur þar
með.
Reyndar er fátt út á að setja það
sem á myndbandinu er. Þó verður
að hnýta í framleiðendur þess fyrir
kaflann um víðavangshlaupið. Það
kemur fram í máli Valdimars, að
íslendingum þykir ekki mikið til
víðavangshlaupsins koma. Allt um
það er þessi lélegi kafli lýti á mynd-
bandinu og lítil kurteisi við áhorf-
endur að láta frásögnina enda í ein-
hveiju tvílyftu húsi þarna í Vil-
helmsborg. Skyldi markið hafa ver-
ið á efri hæðinni?
Kaflinn um hlýðnikeppnina er
snubbóttur, sennilega vegna þess
að engir Islendingar kepptu þar.
Og eins er um kafiann frá kyn-
bótasýningunni. En af því að aðrir
hlutar myndbandsins eru af metn-
aði vel gerðir, þá stinga þessi litlu
sár augað. Því má hins vegar ekki
gleyma, að þessu myndbandi eru
sett 90 mínútna takmörk og satt
að segja hefði ég ekki viljað missa
af neinu, sem á þeim er, tii þess
að bæta öðru efni inn.
En lengi má gera góðan hlut
betri. Og það hefði mátt bæta við
það, sem á myndbandinu er án þess
að taka annað út eða lengja það.
Þá á ég t.d. við upplýsingar um
forkeppni og í hvaða röð menn
komu inn í úrslitin. Sumt af slíku
kom fram í texta Valdimars, en
langt frá því allt og hefði mátt
gera þetta með töflum á skjánum,
eins og gert var um úrslitin. Og
gaman hefði verið að sjá einkunna-
gjöf brugðið á skjáinn, t.d. í tölt-
keppninni.
Oft er tónlistin á myndbandinu
góð. Valdimar les texta sinn skýrt
og máifar hans er hnökralítið. Þetta
Evrópumót heyrir nú sögunni til.
En minning þess er vel geyind á
þessu myndbandi.
©
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
ÁSKRIFTARSKlRTEINI
SÍÐARA MISSERI
Sala áskriftarskírteina fyrir síðara misseri
stendur yfir í Gimli við Lækjargötu frá kl. 9-17
alla virka daga, sími 622255.
Fyrstu tónleikar síðara misseris eru
þann 8. febrúar.
Stjórnandi: Osmo Vánska.
Einleikari: Martial Nardeau.
Verk eftir Mozart, Þorkel Sigurbjörnsson
og Sibelius.
NJÓTIÐ FAGURRAR TÓNLISTAR
í LIFANDIFLUTNINGI
Námskeið
í sjálfsstyrkingu
fyrir konur
í samskiptum manna á meðal kemur óhjákvæmilega til vanda-
mála og togstreitu. ( slíkum tilvikum er aukið sjálfstraust, sjálfs-
vitund og þekking hverjum manni styrkur á sama hátt og það
er undirstaða ánægjulegra samskipta.
Aðalmarkmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og jákvætt
sjálfsmat og gera þátttakendum kleift að njóta sín til fulls í fé-
lagsskap annarra. Lögð er áhersla á að gera þátttakendum
grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mannlegum samskipt-
um og hvernig þeir geta komið fram málum sínum af festu og
kurteisi, án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum
athugasemdum.
Fjallað verður um atriði, sem auðvelda fólki að svara fyrir sigog
að halda uppi samræðum og leiðum til að auka almenna lífsgleði.
Ennfremur er rætt um hvernig hafa megi hemil á kviða ogsektar-
kennd með breyttum hugsunarhætti og taka gagnrýni þannig
að maður læri af henni - en haldi jafnframt reisn sinni.
Upplrsim oo Iooriloo í síoia tmu sooooúapa oo■
omoúapa oo í s 'ma 12303 aðra úaoa.
Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur,
Bræðraborgarstíg 7.
ogsuma
________________________________________i
ijonus;
Ibreytt landslag, gott veður
rsins hring, vinsamlegir
ð ferða-
mt ha
"* • verslu
BHP'' .......
að yri
arstað. Frábært tækifæri fyrir alla
þá sem vilja stytta skammdegið
og hvfla sig á hryssingslegri vetr-
artíð, skemmta sér og snæða fjöl-
breyttan mat, lita hörundið, spila
golf og eiga góða daga á
„Hamingjueyjunni“.
íslenskir fararstjórar á Kanaríeyj-
um eru Auður og Rebekka
Beint dagflug:
19/2 * 12/3 i 2/4 #16/4
Kynnid ykkur nánar sértilboðin
Ferðaskrifstofumar og
FLUGLEIDIR
Sími 690300