Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 38

Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 38
38, MORGUNBLAÐIÐ, FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 (Ljósm. Jóhannes Long) Sally B. Thornton afhendir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur heiðurskjalið. Bandarísk kvennasamtök heiðra forseta Islands SENDIHERRA „Ekkert mál!“ er komið á hreint KONUR Blekkingar Kvenmenn eru af hinu illa. Nei, þetta er nú kannski full djúpt í árinni tekið, við skulum frekar segja að kvenfólk búi yfir einhveijum vondum eiginleikum sem gerir það að verkum að marg- ar hverjar telja þær að við karl- menn séum ótrú- lega heimskir. Að sjálfsögðu á þetta alls ekki við um alla kvenmenn, á nákvæmlega sama hátt og allir karlmenn líta ekki út eins og Arn- old Schwarzenegger. En það er þetta með heimskuna. Ég komst að þvi mér til hrellingar, að i yfir fimmtán ár hafði móðir mín blekkt mig svo hrikalega, að mér lá við yfirliði. Mín eigin móðir!! Þetta þarfnast útskýringar, ekki satt? Ég er nefnilega kresinn á mat. Mér finnst t.d. ekki allar tómatsósur góðar. Eiginlega finnst mér bara Libbys góð tómatsósa. Öðrum tóm- atsósum neitaði' ég alfarið, enda með afbrigðum vondar. Tvítugur flyt ég að heiman og hef þá alla mina hundstíð fengið Ubby's- tómatssósu . . . eða hvað? Á mínu nýja heimili var nefnilega ekki til tómatssósa, svo ég kaupi að sjálf- sögðu eina flösku, sem bragðaðist allt öðruvísi. Eftir itarlega yfir- heyrslu játaði móðir mín að hafa keypt alls kyns óæðri tómatssósur og hellt yfir á Libby’s-flöskur. Og ástæðan? Jú. hún sagði að ég fyndi hvort eð er engan mun. Ha!!! Auð- vitað finnur maður mun! Þetta varð til þess að ég fór að grandskoða aðrar matvörur nánar en áður. og smám saman opnaðist fyrir mér nýr heimur blekkinga, svika og vörufalsana. Nesquick- kókómaltið' mitt var alls ekki það sem ég hélt það væri, ýsan með kartöflunum var í mörgum tilfell- um lúða, eða þorskur, nautakjöt var jafnvel hrossakjöt og til að bæta gráu ofan á svart, upplýsti móðir mín að í raun væru mörg ár síðan að þeir hættu að framleiða Miranda, þetta væri nú bara venju- legt Sanitas-appelsín sem ég hafði drukkið um árabil. Þetta hef ég smám saman verið að uppgötva og leit um tíma tor- tryggnum augum á allan mat sem ekki var í óopnuðum umbúðum. Svo kynntist ég konunni minni og smám saman gleymdist þetta. Þangað til um daginn, þegar ég kom að henni að hella einhverri norskri tómatsósu yfir á Líbby’s- flöskuna. Fullur heiftar hóf ég strax upp raust mina og krafðist skýringa á þessu ódæði. Og það stóð svo sem ekki á svarinu: „Þú finnur hvort eð er engan mun á þessu drasli öllu saman,” sagði hún með þreytuglampa í augun- um. Sama hringrás upphófst að nýju. Jú. næstum því frá byijun sambúðar okkar hafði hún fyllt Braga-kaffipakkann með Ríó- kaffi, Cheeriosið var drýgt með Kelloggs-kornfleksi, nýmjólkin með léttmjólk og góðu innlendu frönsku kartöflunum var blandað saman við einhverjar ódýrari er- lendar. Og það sem meira var: Um árabil hafði hún hundsað þær skýringar minar að ég væri með ofnæmi fyrir ullarvörum og skipt um merkimiða í öllum peysum sem hún keypti á mig, og sett í þeirra stað ódýra miða sem á stóð að peysurnar væru úr akryl, bómull eða jafnvel næloni. Nú eru liðnir nokkrir mánuðir frá því að ég komst að þessum blekkingarhring kvenfólks í garð okkar karlmanna. Þessir vondu eiginleikar kvenfólksins láta mig ekki í friði og mig er jafnvel faríð að dreyma að konan min sé að breyta upphæðunum á ávísana- blöðunum. En maður lærir alltaf af öllu veseni. Án þess að konan min viti af því, hef ég komið mér upp eigin birgðum af tómatsósu, kókómalti, kornfleksi, akrylpeys- um og nautakjöti. En varkárnin hverfur ekki. Og ef þú ert karlmað- ur, blessaður flettu þá fremst í blaðið og gakktu úr skugga um að þú sért örugglega með Morgun- blaðið. Það er bara ekki hægt að treysta konum . . . * Isíðustu viku kom til Islands full- trúi bandarískra kvennasamtaka, Sally B. Thornton, og var erindið að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands með því sem samtök- in nefna „The Living Legacy Aw- ard“. Afhenti hún forseta heiður- skjalið og táknrænan lykil Santiago- borgar frá borgarstjóranum þar í hádegisverði, sem efnt var til af því tilefni í Ráðherrabústaðnum við Tjamargötu. Á árinu 1990 hafa þessi samtök ákveðið að veita sér- staklega konum sem fram úr skara í leiðtogastörfum þessa viðurkenn- ingu. Verða af því tilefni heiðraðar þijár konur, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, forseti íslands, Corazon Aqu- ino, forseti Filippseyja og Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistan. Þessi kvennasamtök voru stofnuð. 1982 undir nafninu Women’s Intern- ational Center. Tveimur ámm síðar var ákveðið að stofna sérstaka deild í þeim tilgangi að heiðra árlegega konur fyrir framiag þeirra í þágu mannkyns á Alþjóðlega kvennadag- inn 8. mars við hátíðlega athöfn á hinu fræga Hotel Dei Coronado. Síðan hafa samtökin veitt nokkrum tugum kvenna viðurkenningu fyrir margvíslegt framlag, og eru sumar þekktar á alþjóðavettvangi, aðrar ekki. Má á þeim lista sjá mörg heims- þekkt nöfn. Sem fulltrúi samtakanna gerði Sally B. Thornton sérstaka ferð til íslands, ásamt manni sínum, til að afhenda frú Vigdísi Finnbogadóttur heiðursskjalið fyrir hönd samtak- anna. Nýju bandarísku sendiherra- hjónin í Reykjavík, Charles og Sue Cobb voru nýiega tekin á bei- nið af bandarísku dagblaði og það gert forvitnilegt að einhver skuli geta hugsað sér að búa hér á landi, hvað þá að vera sendiherra af fús- um og fijálsum vilja. Yfir greininni er stríðsfyrirsögn á íslenska vísu, spannar fimm íslenska blaðadálka og hljóðar þýdd: Hvers vegna í ósköpunum dettur einhvetjum í hug að flytjast til íslands? En greinin er ekki eins óvinsamleg og fyrirsögnin gæti gefið til kynna, þvert á móti er íslandi hlýlega lýst og eftir að sendiherrahjónin hafa sagt nokkur vel valin orð, er þuldar upp margar ástæður fyrir því hvers vegna hver og einn ætti að óska þess að hann væri að fara til ís- lands með Cobb og frú. Ef við látum lofsönginn um land og þjóð liggja á milli hluta og ein- beitum okkur að úmmælum Charles og Sue, þá er þess fljótlega getið í greininni, að þau hafí aldrei áður til íslands komið þótt þau séu van- ir og víðförulir ferðalangar. Charles segir: „Ég hef alltaf öfundað sendi- herra, staðan er svo mikiivæg og heyrir beint undir æðstu stjórnvöld. Ég bað um sendiherrastöðu í Kanada, en fékk ísland. Ég var ekki svekktur, samskiptin við ís- lendinga eru margvísleg og sameig- inlegir hagsmunir ótalmargir. Haft er eftir Sue að miklu skipti að sendi- herrabústaðurinn er gæddur öllum helsta aðbúnaði. „Við tökum aðal- lega með okkur hluti sem við getum alls ekki verið án,“ segir Sue og nefnir svo allar líkamsræktargræj- urnar sínar og risastórt hjónarú- mið,“ en Sue er þekktur fjallgöngu- garpur. Síðasta haust gerði hún hetjulega tilraun til þess að verða fyrsta konan til að ganga á Ever- est. Mistókst það með naumindum, en Sue hefur ritað bók um atburð- inn. Reiknar viðmælandi hjónanna með því að Sue þyki íslensku fjöllin ekki tilkomumikil þótt falleg séu, þau skorti hæð á við fjöll í þekktum fjallgöngulöndum. Umrætt blað þylur svo upp sjö ástæður fyrir því að hver og einn ætti að óska þess að vera í förum með Cobb-hjónunum. Ástæðurnar eru: l)Það er alls ekki eins kalt og af er látið og nafnið gefur til kynna. 2)Það er friðsælt, einu stríðin hafí verið löngu afstaðin þorskastríð við Breta og aðeins víkingasveit lög- reglunnar íslensku sé vopnuð. VEIÐIMENNSKA 9 ára stúlka veiddi 20 punda Maríulax! Fyrsti laxinn í lífi stangaveiði- manna er kallaður Maríulax. Afar oft verður Maríulaxinn til þess að fólk ánetjast stangaveiði- íþróttinni af alhug og smám sam- an verður sportið að þess lags ástríðu að lítið þýðir að reyna að útskýra fyrir „venjulegu” fólki hvað það er sem heldur huganum svo föngnum. Þeir sem eru að veiða sína fyrstu laxa eru reynslu- lausir laxveiðimenn, það liggur í augum uppi og oft eru þessir Maríufískar því miklar „tauga- skjálftalaxar", þeir koma veiði- mönnunum í opna skjöldu og ótt- inn við að missa þá er ægilegri en orð fá iýst. Margir fá það sem drykkjumaðurinn kallar „black- out“, þ.e.a.s. atburðurinn þurrk- ast út. Eitthvert mesta afrek sem unnið hefur verið á sviði Maríu- laxa var unnið síðasta sumar, Halldóra Ósk hallgrímsdóttir veiddi þá sinn fyrsta lax norður í Hrútafjarðará. Halldóra er að- eins 9 ára gömul, en laxinn var 20 punda hængur. Þeir eru senni- lega í töluverðum meiri hluta lax- veiðimennirnir sem aldrei hafa rofíð 20 punda múrinn og hafa þó margir þeirra áratugastreð að baki. Halldóra gleymdi engu, eins og Morgunblaðið komst að: „Ég man nú ekki hvað veiðistað- urinn heitir, en hann er rétt fyrir neðan veiðimannabústaðinn. Pabbi var hjá mér, en mamma fylgdist með ofar. úr húsi. Við vorum með maðk og pabbi kast- aði út á hylinn og rétti mér svo stöngina. Fyrst ger’ist ekkert, en svo virtist allt vera fast. Ég fór að rykkja í og var svo alltaf að spyija pabba hvort þetta væri ekki bara botninn, en hann sagði nokkrum sinnum, „nei, eiginlega ekki“, og svo fann ég það sjálf, laxinn seig af stað og átakið var mikið. Samt hafði ég enga hug- mynd um hvað æaxinn var stór, en pabbi gerði sér samt grein fyr- ir því og reyndi að ráða mér heilt. Hann hjálpaði mér pínulítið, en svo tók ég mig til og hljóp aftur á bak upp bakkann og sá þá álengdra hvar pabbi hentist út í á og sporðtók laxinn. Ég var undr- andi hvað hann var stór.“ En hvernig var þér innanbijósts eftir að hafa veitt þetta ferlíki? „Ég veit það eiginlega ekki,“ seg- ir Halldóra, en móðir hennar, Anna G. Ástþórsdóttir hjálpar til og lýsir ástandi dóttur sinnar: „Hún var stjörf!" Halldóra tekur sig saman og bætir við að lokum: „Veistu hvað ég man best? Ég man best hvað það var ógeðslegt að bíta veiðiuggann af laxinum, en pabbi og mamma sögðu að ég yrði að gera það. Það var ógeðs- legt, oj bara, en ég kyngdi honum ekki.“ Þetta var sem sé Maríulax 9 ára stúlku. Hún var 1,34 á hæð en laxinn slagaði hátt í hana, var 98 sentimetrar. Myndin talar sínu máli. Halldóra hefur farið með foreldrum sínum í Hrútafjarðará til veiða síðan að hún var 3 ára og hefur veitt þar örfáa ómark- verða silungstitti, en nú varð held- ur betur breyting á og Halldóra segir: „Jú, ég er komin með veiði- dellu". Halldóra var stödd í versluninni Veiðimann- inum fyrir skömmu til að taka við silfurmerki ABU fyrir afrek sitt. Til hægrier Anna G. Ást- þórsdóttir móðir Hall- dóru, en drengurinn er Nicholas OKeefe son- ur eiganda verslunar- mnar, en hann afhenti Halldóru næluna ásamt blóm- um og veiði- bol frá versl- uninni. Halldóra og litli bróðir með laxinn stóra. J eftir Steingrím S. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.