Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990
Landsvirkjun:
Hækkun gjald-
skrár frestað
LANDSVIRKJUN heftir ákveðið
að fresta fyrirhugaðri gjaldskrár-
hækkun fyrirtækisins um óákveð-
inn tíma. Að sögn Halldórs Jónat-
anssonar, forstjóra Landsvirkjun-
ar, hafði verið rætt um 3-5% hækk-
un og var ákvörðun um frestun
tekin í trausti þess að ekki verði
lagðar skattaálögur á fyrirtækið.
í frétt frá Landsvirkjun segir,
að fyrirtækið vilji með þessu stuðla
að því fyrir sitt leyti að náð verði
markmiðum kjarasamninganna um
stöðugt verðlag og gengi. Halldór
Jónatansson sagði, að hægt hefði
verið að fresta hækkun þar sem
afkoma fyrirtækisins yrði fyrirsjá-
anlega betri á þessu ári en reiknað
var með, standist verðlags- og
gengisforsendur kjarasamning-
anna. Forsendur frestunar brygðust
hins vegar ef um skattaálögur á
fyrirtækið yrði að ræða og þá yrði
að taka ákvörðunina til endurskoð-
unar.
Kópavogur:
Matvöru-
verslanir
opnar á
sunnudögum
Á NÆSTU dögum verður þeim
matvöruverslunum í Kópavogi,
sem þess óska, veitt heimild til
að hafa opið frá kl. 11 til 19 á
sunnudögum til reynslu í eitt ár.
Samkvæmt núgildandi reglugerð
mega verslanir í Kópavogi hafa opið
til kl. 22 alla virka daga og til kl. 20
á Iaugardögum, en óheimilt er að
hafa opið á sunnudögum. Að sögn
Bjöms Þorsteinssonar, bæjarritara,
hafa nokkrir kaupmenn lýst yfir
óánægju með þetta fyrirkomulag,
vegna þess að brögð væru að því
að söluturnar með kvöldsöluleyfi
afgreiddu vörur úr verslunum við
hliðina og þar með sætu ekki allir
við sama borð.
Morgunblaðið/Þorkell
Hugrún Linda Guðmundsdóttir, fegurðardrottning Reykjavíkur
og fegurðardrottning Islands 1989, krýnir Eygló Ólöfú Birgis-
dóttur fegurðardrottningu Reykjavíkur 1990.
Eygló Ólöf fegurðar-
drottning Reykjavíkur
„ÞETTA er ólýsanleg tilfinning," sagði Eygló Ólöf Birgisdóttir
við Morgunblaðið eftir að hafa verið útneftid fegurðardrottning
Reykjavíkur á Hótel Borg laust eftir miðnættið í nótt. Sigurrós
Jónsdóttir var kjörin ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur og Sigrún
Eiríksdóttir vinsælasta stúlkan í hópnum.
Eygló Ólöf er 20 ára Reykjavík- samkeppni Islands og sagði að sú
urmær og starfar í Gleraugnamið- keppni legðist vel í sig, en fram-
stöðinni. Hún sagðist hafa verið undan væru erfiðar æfingar.
beðin um að taka þátt í keppninni Formaður dómnefndar var Erla
og það hefði svo sannarlega verið Haraldsdóttir, en aðrir í nefndinni
þess virði. „Þetta hefur verið ofsa- voru Bjarni Eiríksson, Pétur Pét-
lega gaman og ég sé ekki eftir ursson, Magnús Ketilsson og
því. Hins vegar átti ég ekki von Linda Pétursdóttir. Hugrún Linda
á að verða kjörin og var búin að Guðmundsdóttir, fegurðardrottn-
gera upp við mig, hver myndi ing Reykjavíkur og fegurðar-
vinna,“ sagði fegurðardrottning- drottning íslands 1989, sá um
in. Hún heldur áfram í Fegurðar- krýninguna.
Farmflutningar vestur yfír haf:
Arro w Air milli-
lendir í Keflavík
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, samgönguráðherra, sagði í umræðu á
Alþingi í gær að hann hafi veitt amerísku fiugfélagi, Arrow Air, tíma-
bundið leyfi í þijár vikur til viðkomu hér á landi í farmflutningum
milli Amsterdam og Ameríku. Félagið millilendir hér á leiðinni frá
Amsterdam til New York en flýgur beint til baka. Ráðherra kvaðst
ekki hafa lögsögu yfir samgöngumálum á Keflavíkurflugvelli. Þau
heyra undir utanríkisráðherra og þar með afgreiðsla og aðstaða fyrir
Flying Tigers á vcllinum.
Þetta kom fram í svari ráðherra
við fyrirspurn frá Ólafi Þ. Þórðarsyni
varðandi flug Flying Tigers með
ferskan fisk til Japans, en það félag
mun nú hafa hætt viðkomu hér vegna
kostnaðar við afgreiðslu. Fyrirspyrj-
andi og ráðherra töldu mjög mikil-
vægt að greiða götu ferskrar sjávar-
vöru og framleiðslu fiskeldis til Aust-
urlanda fjær. Samgönguráðherra
sagði afgreiðslu Flying Tigers heyra
undir utanríkisráðuneytið og samn-
ingsbundna aðstöðu Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli.
í máli ráðherra kom og fram að
Sovétmenn hafi sýnt áhuga á aðstöðu
fyrir alþjóðaflug á Keflavíkurflug-
velli.
Arrow Air er undirverktaki banda-
ríska flugfélagsins Pan Am í flutn-
ingum frá Amsterdam í Hollandi til
New York í Bandaríkjunum. Frá því
fyrir áramót annaðist hollenskt flug-
félag flutningana og fékk leyfi til
millilendinga í hvert skipti. Nú hefur
Arrow Air fengið leyfi til bráðabirgða
fyrir þrjár næstu vikur á meðan beð-
ið er staðfestingar bandarískra yfir-
valda á félaginu. Að þeirri staðfest-
ingu fenginni á félagið að geta milli-
lent hér samkvæmt loftferðasamn-
ingi íslands og Bandaríkjanna.
Álafoss:
Samið um sölu
ullarvöru til
Sovétríkjanna
ÁLAFOSS hefur samið um sölu á
peysum og treflum til Sovétríkj-
anna fyrir um 5,2 milljónir dollara
eða Iiðlega 31 milljón króna. Þetta
er minni sala en steftit var að og
sagði Aðalsteinn Helgason aðstoð-
arforstjóri Álafoss að menn væru
frekar vonsviknir.
Álafoss hefur árlega gert samn-
inga við tvö sovésk fyrirtæki. Annað
kaupir vörur innan viðskiptaramma
þjóðanna og stefndi Álafoss að sölu
fyrir 5-6,5 milljónir dollara, en seldi
fyrir 2,2 milljónir dollara. Við hitt
fyrirtækið er árlega gerður vöru-
skiptasamningur og hljóðaði hann
nú upp á rúmar 3 milljónir dollara.
Maður handtekinn í austurbænum:
Bauð sjö ára dreng
heim og afklæddi hann
Kona fór inn í íbúðina og náði í barnið
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær mann, sem hafði fengið
sjö ára dreng með sér inn á heimili sitt í austurbænum og afklætt
hann þar. Til hans sást þegar hann fór með drenginn inn í húsið
og fór nágrannakona hans inn í íbúðina og sótti barnið. Maðurinn
hefúr fengið fjölda dóma fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengj-
Ráðfrerra bankamála um hlutabréf í Samvinnubankanum:
Búnaðarbanki komi inn
í frekari hlutabréfakaup
Ríkisbönkum breytt í hlutafélög með kerfi8
heimild til að bjóða út hlutabréf Sjá nánar á þingsíðu, bls. 25.
um.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru málsatvik þau, að
stúlka sem býr við sömu götu og
maðurinn sá tii hans síðdegis í gær
þar sem hann leiddi drenginn við
hönd sér inn í húsið. Hún lét móð-
ur'sína vita og haft var samband
við lögreglu. Þegar lögreglan kom
á staðinn hafði nágrannakona
mannsins farið inn í íbúð hans og
sótt drenginn. Maðurinn hafði þá
afklætt hann, en ekki er ljóst hvort
hann braut af sér gagnvart honum
að öðru leyti. Lögreglan handtók
manninn og er mál hans nú til
rannsóknar hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Þórir Oddsson, vara-
rannsóknarlögreglustjóri, neitaði í
gærkvöldi að staðfesta málsatvik,
en sagði að rannsókn stæði yfir.
Maðurinn hefur oft verið dæmd-
ur fyrir kynferðisafbrot gegn ung-
um drengjum. Síðast hlaut hann
dóm í febrúar 1988; 9 mánaða
fangelsi og 15 mánaða vist á við-
eigandi hæli. Hann var á hæli í
Svíþjóð, en kom aftur hingað til
lands í fyrra.
JÓN Sigurðsson, ráðherra bankamála, sagði á Alþingi í gær að
Landsbankinn hafi ekki að svo stöddu stöðu til að kaupa upp hluta-
bréf í Samvinnubankanum. Búnaðarbankinn komi að einhverju
leyti inn í þau kaup. Rekstur Samvinnubankans verði síðar yfirték-
inn af bönkunum tveimur. Ráðherrann lét að því liggja að breyta
megi ríkisbönkum í hlutafélög, sem yrðu í eigu ríkisins en hefðu
heimild til að bjóða út hlutabréf. Þá sagði ráðherra að unnið væri
að frumvarpsdrögum um samvinnufélög. Þau þyrftu að fá heimild
til útgáfu og sölu stofnsjóðsbréfa. Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að kaup Landsbankans á hlutabréfum
SIS í Samvinnubankanum hf. hafi verið gerð að frumkvæði SÍS,
með atbeina og afskiptum ríkisstjórnarflokkanna, til aðstoðar
Sambandinu.
Skýrsla viðskiptaráðherra um
kaup Landsbanka íslands á hluta-
bréfum SÍS í Samvinnubankanum,
varð tilefni fjörugra umræðna á
Alþingi í gær.
Þorsteinn Pálsson sagði rangt
í skýrslu ráðherrans, að Lands-
bankinn hafi átt frumkvæði að
kaupum á hlutabréfum SIS í Sam-
vinnubankanum.
Frumkvæðið hafi verið Sam-
bandsins. Málinu hafi verið fyigt
eftir með atbeina og afskiptum
Tíkisst.jómarflokkanna.
Þá sagði Þorsteinn einnig að
ríkisstjórnin hafi haldið þannig á
málum að skaðað hafi Landsbank-
ann. Tilgangurinn hafi verið að
koma Sambandinu til aðstoðar í
erfiðri stöðu þess.
Ef ríkisstjórnin taldi stöðu Sam-
bandsins það slæma að hún rétt-
lætti sérstakar björgunaraðgerðir
á kostnað skattgreiðenda átti hún
að leggja málið fyrir Alþingi og
skýra þar alla málavexti, sagði
þingmaðurinn.
Viðskiptaráðherra sagði hins-
vegar að baksvið kaupanna hafi
Störf allra lækna á ísafirði
auglýst til umsóknar bráðlega
Astæðan innbyrðis deilur lækna
STJÓRN sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á ísafirði hefúr
beint því til heilbrigðisráðherra að læknum stöðvarinnar verði sagt
upp störfum. Þá hefúr yfirlæknir sjúkrahússins sagt starfi sínu lausu.
Ástæða þessa eru innbyrðis deilur læknanna, sem ekki hefur tekist
að jafna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að sögn Ólafs Ólafssonar land-
læknis.
„Ég sendi aðilum áminningarbréf
um áramótin eftir að hafa átt marga
fundi með þeim. Þetta er yfirleitt
hæft fólk en nær ekki að vinna sam-
an. Ef ekki gengur að fá fólk til
þess, verður að stokka stöðurnar
eitthvað uppj“ segir landiæknir.
Fylkir Ágústsson, formaður
sjúkrahússtjórnar segir deilurnar
hafa bitnað á sjúklingum. „Fólki
hefur ekki verið vísað milli lækna
með eðlilegum hætti, tilteknir lækn-
ar heilsugæslustöðvarinnar hafa
ekki gengið stofugang á sjúkrahús-
inu og menn segjast ekki geta leitað
til sjúkrahússins vegna lélegrar sam-
vinnu lækna. Þetta getur auðvitað
ekki gengið og stjómin tók því þá
afstöðu um síðustu helgi að fast-
ráðnir læknar hlytu að hætta,“ seg-
ir Fylkir Ágústsson.
Fylkir segir óljóst hvenær deilurn-
ar hófust og um hvað þær snúist.
Ósamkomulag lækna á heilsugæslu-
-stöðinni hafi líklega farið að gera
vart við sig fyrir rúmu ári, deilumar
hafi síðan magnast, greinaskrif haf-
ist í bæjarblaðið og ástandið sé nú
orðið óbærilegt. Aðalágreiningurinn
sé ekki um læknisfræðilega kunn-
áttu, spurningin sé miklu fremur um
samstarfsvilj ann.
Við heilsugæslustöðina á Isafirði
starfa 4 læknar og 1 á sjúkrahús-
inu, en þar eiga heilsugæslulækn-
arnir jafnframt að gegna hlutastörf-
um.
Tveir af fastráðnum læknum
stöðvarinnar sögðu upp síðastliðið
sumar vegna innanhússdeilna. Fylk-
ir segir að andrúmsloftið hafi fælt
lækna frá störfum á ísafirði.
Auk lækna á heilsugæslustöðina
verður að sögn Fylkis auglýst eftir
yfirlækni á sjúkrahúsið í 75% starf
og sérfræðingi í 75% starf.
Umsóknarfrestur um síðarnefndu
stöðurnar mun renna út í byijun júní.