Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Kálfur- inn drekkur skattfirjálst Selfossi. Á FUNDI í Félagslundi þar sem virðisaukaskatturinn var kynntur bændum kom fram að þeir eiga nú að greiða virðisaukaskatt af þeirri mjólk sem þeir bera inn til sín úr fjósinu til neyslu. Ekki er þó sama í hvað mjólkin fer sem ekki er látin til mjólkurbús- ins því það sem kálfurinn fær ber ekki skatt, eða þar jafnast virðis- aukaskatturinn út. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson * Ovenjulegur vertíðarafli Skipverjar á Elliða GK í Sandgerði hampa hér lifandi humri sem veiddur er í gildrur og sendur lifandi til Japans, Frakklands og fleiri landa. Stunda þeir tilraunaveiðar og hafa fengið tvö tonn í þessum mánuði og eru nyög ánægðir með þennan óveiyulega vertíðarafla. Sjá vertíðarfréttir á blaðsíðu 3. ASÍ mótmælir niðurskurði Oskar einnig endurskoðunar á fyrirhug-uðum hækkunum ýmissa fyrirtækja ALÞÝÐUSAMBAND íslands mótmælti áformum um niðurskurð til Atvinnuleysistrygginga og Byggingasjóðs ríkisins í bréfi, sem sent var til forsætisráðherra í gær. ASI hefur einnig óskað eftir endurskoðun á fyrirhuguðum_ hækkunum ýmissa fyrirtækja og fengið jákvæð við- brögð að sögn Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ. SAMKOMULAG um fískverð er nú í burðarliðnum í yfírneihd verðlagsráðs sjávarútvegsins, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Átök hafa verið talsverð ^ráðinu að undanfornu um fisk- verðsákvörðun, en mjög þokaðist í samkomulagsátt í gær. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að grunnverðshækkun fisks verði í samræmi við almenna hækk- un launa, samkvæmt kjarasamn- ingum aðila vinnumarkaðarins. Jafnframt hafi náðst um það sam- staða að greiða ákveðna álagspró- sentu á afla sem landað er hér heima. Á síðasta ári var siglt með um 28% aflans og er markmið álagsgreiðslunnar að jafna kjör þeirra sjómanna sem landa hér heima. Þeir sjómenn sem siglt hafa með aflann hafa fengið talsvert hærri hlut í launaumslög sín, en hinir, vegna betra verðs sem feng- ist hefur fyrir aflann erlendis. Seint í gærkveldi hafði endanleg álagsprósenta ekki verið ákveðin á aflann sem hér er landað, en mjög hafði þokast í samkomulagsátt. Jafnvel var búist við að gengið yrði frá nýju fiskverði í dag. I tillögum borgarstjómarmeiri- hluta sjálfstæðismanna, sem borgar- stjóri kynnti við umræðuna, er gert ráð fyrir að niðurstöðutölur fjár- hagsáætlunar hækki um 19 milljónir króna frá fyrri umræðu. Þar er gert ráð fyrir að rekstrargjöld hækki um 103,5 milljónir en yfirfærsla til eignabreytinga lækki um 84,5 millj- ónir. Samkvæmt tillögunum var gert ráð fyrir hækkun styrkveitinga um 1,34 milljónir. Munar þar mest um hækkun styrkja til íþróttamála úr 89,1 miiljón króna í 203,3 milljónir. Ætlunin er að skera framlög til Atvinnuleysistryggingasjóðs niður um 200 milljónir króna og framlög til Byggingasjóðs ríkisins um 100 milljónir. Ásmundur Stefánsson sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi Borgarstjóri sagði að útgjaldaauki borgarsjóðs vegna virðisaukaskatts væri áætlaður 385 milljónir króna á árinu. Jafnframt væri gert ráð fyrir 110 milljóna útgjaldaauka vegna þátttöku borgarinnar í tannlækna- kostnaði grunnskólanemenda. Hann sagði ennfremur, að ný- gerðir kjarasamningar breyttu launa- og verðlagsforsendum frum- varps til fjárhagsáætlunar á þann veg, að heildarútgjöld lækkuðu um 431 milljón og mismunur vaxtatekna og vaxtagjalda breyttist borgarsjóði að niðurskurðarþörfín væri ekki til komin vegna kjarasamninganna. Áætla mætti kostnað vegna þeirra um 500 milljónir, sem væri ekki stór þáttur í nærri 100 milljarða fjárlög- um, en menn gieymdu því að 750 í hag um 45 milljónir og það væri íhugunarefni hvers vegna fullyrt væri að samningarnir hefðu í för með sér meiri útgjöld hjá ríkissjóði en gert væri ráð fyrir í fjárlögum. Ekki yrði annað séð en áætlaður launakostnaður ríkisins ætti að lækka um 1,5 milljarð króna miðað við forsendur fjárlaga. Engu að síður virtist ríkisstjómin einskis svífast í tekjuöflun og hækkaði jafnt og þétt álögur almennings, sveitarfélaga og fyrirtækja og yrði ekki af því dregin önnur ályktun en sú, að Alþingi hefði verið blekkt til að afgreiða fjár- lög með meiri halla en alþingismenn hefðu fengið að vita um. Borgar- stjóri sagði: „Eg vil leyfa mér að fullyrða, að sá niðurskurður fram- kvæmda, sem menn em að boða þessa dagana bæði í alvöru og þykj- ustu, er óþarfur ef fjárlögin voru í milljóna króiia kostnaður við búvömr væri til kominn vegna leiðréttingar á fjárlögum. „Það er vaxandi atvinnuleysi í landinu og mikil óvissa um atvinnu á næstunni, þó kjarasamningarnir vissulega minnki líkurnar á því að við lendum í alvarlegu atvinnuleysi á árinu, og því er fráleitt að skera Atvinnuleysistryggingasjóð niður með þessum hætti. Húsnæðisstjórn upphafi rétt saman sett, og reyndar væri hægt að lækka þau verulega til viðbótar ef tekið væri mið af þeirri reynslu, sem við höfum fengið í gerð fjárhagsáætlunar borgarinn- ar.“ í ræðu sinni greindi borgarstjóri einnig frá tillögu um afnám undan- þágu fjölmiðla frá aðstöðugjöldum. Sagðist hann hafa lagt slíkt til við umræður um fjárhagsáætlun í fyrra en málinu hefði þá verið frestað, til að veita hlutaðeigandi aðilum nokk- urn aðlögunartíma. Tillagan ætti því ekki að koma á óvart nú. Borgar- stjóri áréttaði þá skoðun sína að Ríkisútvarpið ætti að greiða að- stöðugjöld eins og aðrir Ijósvaka- miðlar, þar sem það væri rekið í beinni samkeppni við þá. Því ætti að afnema þá undanþágu sem það nyti lögum samkvæmt. hefur þegar verið skorin niður á fjár- lögum þannig að það stóð lítið eftir. Ef þessi áform ná fram að ganga er framlagið komið niður í 50 millj- ónir, þannig að það er augljóst að það er fjarri því að Húsnæðisstofnun geti með þeim framlögum staðið undir þeim rekstrarkostnaði og vaxtamun, sem stofnuninni er ætlað að bera.“ Ásmundur sagði ennfremur að ríkissjóður hefði skuldbindingar gagnvart þessum stofnunum, þrátt fyrir áætlaðan niðurskurð og því mætti kannski líta á þetta sem lán- töku hjá ríkissjóði, en það setti stofn- anirnar engu að síður í alvarlegan vanda, sem samrýmdist ekki þeim áformum sem almennt væru uppi. ASI hefur óskað eftir við krítar- kortafyrirtækin að þau endurskoði verulegar hækkanir á gjöldum kort- hafa, sem hafa verið kynnt. Eins hefur verið haft samband við ýmis fyrirtæki vegna fyrirhugaðra hækk- ana og sagði Ásmundur að við- brögðin hefðu verið jákvæð. Hann nefndi sem dæmi að ÁSÍ hefði hlut- ast til um ásamt BSRB og VSÍ að sett var hámarksverð á þjónustu verkfræðistofa. Vélsmiðjan Héðinn, sem ætlaði að hækka taxta á út- seldri vinnu strax eftir samningana, hefði ákveðið að taka kauphækkun- ina á sig og halda taxtanum óbreytt- um að höfðu samráði við ASÍ, og Hagkaup, sem hækkaði svínakjöt í ferskkjötsborði, féllst á að draga hækkunina til baka. Þá hefur ASÍ óskað eftir upplýsingum frá Flug- leiðum um fyrirhugaðar fargjalda- hækkanir 1. apríl. „Það er víða veru- legur vilji hjá fyrirtækjum til að gera það sem hægt er til að stuðla að því að hér verði snúið af braut stanslausrar óðaverðbólgu," sagði Ásmundur. Borgarstjóri við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar; Spamaður ríkisins vegna samn- inganna meiri en útgjaldaaukinn DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, sagði við síðari umræðu um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar í gær, að það væri algerlega ljóst í huga þeirra, sem unnið hafa að fjárhagsáætluninni, að sparnaður rikisins vegna kjarasamninganna nú væri miklu meiri en sá útgjaldaauki, sem ríkið tók á sig vegna þeirra. Vegna samninganna verða heildarútgjöld Reykjavíkurborgar 431 milljón krónum lægri en reiknað var með við gerð frumvarpsins að fjárhagsáietluninni. Útgjaldaauki borgarsjóðs vegna virðisaukaskatts er hins vegar 385 milljónir króna á árinu. Samkomulag um fískverð í burðarliðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.